Morgunblaðið - 07.05.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 07.05.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Líf á lands- byggðinni eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur Gleðilegt sumar. Þessar línur eru skrifaðar á fyrsta sum- ardag. Ég fór snemma á fætur þenna morgun því mér var sagt þegar ég var barn að það kynni ekki góðri lukku að stýra að rísa seint úr rekkju og vera latur fyrsta sumardag, sumarið átti allt að fara eftir sumardeginum fyrsta hvað varðaði Xn manna. vildi ekkert eiga á hættu, því fram- kvæmdavilji og starfsgieði eru óumdeilan- lega með stærstu hnossum mannlífsins. Engir vorfugiar kvökuðu við giuggann minn þennan morgun og varla sá á dökk- an díl þegar ég leit yfir umhverfið. Ég dreif mig fram í eldhús og hitaði morgunkaffið. Þegar ég var búin að renna niður kaff- inu tók ég skfðin mfn og fór út. Yfir öllu túninu var þéttbarin fönn og giymjandi skíðafæri, nær því heiður him- inn og giaða sólskin. Snjókristallamir giitruðu, snjóbreiðan bókstaflega sindraði. Engin slóð sást á fannbreiðunni og skfðin sungu við hjamið og hvfskruðu við lausamjöllina sem lá f skýjum þar sem vindurinn hafði sópað henni í lægðir. Ég gekk rösklega, svona á mælikvarða þeirra sem láta sér nægja næsta um- hverfi tíl skíðaiðkana. Annars er hægt að ganga nokkra kfló- metra á 60 ha samfelldri snjóbreiðu. Það var hörku frost og næstum alveg logn, ioftið svalt og tært svo unun var að anda því að sér. Ekkert minnti á sumarkomu annað en hæð sólarinnar á himninum, samt máttu geislar hennar sfn einskis á móti fönn og frosti. Klukkan var að verða 10 þegar ég kom heim aftur og mitt fyrsta verk var auðvitað að opna útvarpið, rás eitt, hér getum við valið á milli rásar eitt og tvö, reyndar finnst mér það meira en nóg, kannski væri hægt að spara þjóðinni eitt- hvað með því að minnka fjölmiðlafárið. Þulurinn var að byija fréttalestur, landslýður virtist hafa verið í sæmilegu jafhvægi kvöldið áður og um nóttina, eng- in óhöpp eða stórfréttir. Þulurinn var léttur í máli þegar hann hafi lokið hefðbundnum lestri, góða veðrið og þessi bjarti morgunn hafði greinilega giatt hann eins og mig, hann talaði með hrifningu um hve gott væri út að líta og hvað sólin skini nú fallega á höfuðborgar- „Ég hrökk svolítið við, ég hafði líklega ekki lært landafræðina nógu vel, jafn- vel kannski sést yfir heilan kafla, þar sem sagt var frá höfuðborgarfjöllunum. Mér var gersamlega ómögulegt að muna eftir nokkurri hæð innan lögsögu Reykjavíkur nema Skólavörðuholtinu, Breiðholtinu og Öskjuhlíð- inni, kannski hafði ég gleymt einhveiju.“ fjöllin. Höfuðborgarfjöllin?? Ég hrökk svolítið við, ég hafði líklega ekki lært landafræðina nógu vel, jafnvel kannski sést yfir heilan kafla, þar sem sagt var frá höfuðborgarfjöllunum. Mér var gersamlega ómögulegt að muna eftir nokkurri hæð innan lögsögu Reykjavíkur nema Skólavörðuholtinu, Breiðholtinu og Öskjuhlíðinni, kannski hafði ég gleýmt einhveiju. Æi, það var best að vera ekki að þreyta sig á að grufla í þessu, það hafði svo sem komið fyrir áður að ég hafði ekki náð að fyigja hugarflugi útvarpsþula. Mér varð hugsað til þiess að fyrir nokkr- um árum töluðu þulimir um höfuðborgar- sólina. Segi og skrifa höfuðborgarsólina. Aldrei gat ég áttað mig á því hvaða himinhnöttur það var sem Reykvíkingar höfðu svona algjörlega út af fyrir sig, því hér norðanlands virtist gamla góða sólin, sem lýsir og yljar öllum jarðarbúum, vera á sínu venjulega róli um himingeiminn. En víkjum nú að dægurmálum. Það hefur ekki farið fram hjá okkur á landsbyggðinni hvað hann Davíð á í miklu stríði með að byggja ráðhús, ég er alveg undrandi á þessu, eins og það er nauðsyn- legt að eiga stórt ráðhús fyrir þjóð eins og íslendinga. Mér hefur skilist að mestu vandræðin séu að finna byggingunni nógu góðan stað og að menn séu með allskonar aðfinnslur út af því ef byggt verður í Tjöminni. Mér finnst það lýsa miklum skorti á skilningi hjá íbúum Reykjavíkur að þeir skuli vera að þrasa út af því þó að hann Davíð vilji byggja ráðhúsið f eina tjamar- polhnum sem til er í borginni. Ég skil Davíð vel því strákar hafa alltaf haft gaman af að leika sér í pollum. En fyrst að þetta gengur nú ekki átölu- laust og alltaf er verið að skamma strák- greyið finnst mér bara að hann ætti að flytja sig með ráðhúsið sitt f Höfuðborgar- flölí, þar held ég hljóti að vera hæfilegur gmnnur fyrir bygginguna og hann ætti að velja stað f HöfuðborgarQöllum sem vissi vel við Höfuðborgarsólinni. Hér norð- anlands skfn nú sólin í heiði og lofar góðu um að bræða þau ósköp af snjó sem vetur- inn hefur hlaðið í fjöll og dali. Þá hlakka ég til að sjá kýr og kindur bfta grængre- sið, hlakka til að finna ilm af gróðri f hvert sinn sem ég rek nefið út fyrir dyra- stafinn, hlakka til að fara út á svalimar með grautardiskinn minn á hlýjum vor- morgnum, setjast niður og hlusta á fugi- ana syngja úti um holt og móa á meðan ég borða, hlakka til að laumast inn og sækja vatn í fötu til að skvetta yfir kött- inn þegar hann fer að róta í laukabeðinu mínu. Höfundur býríÁraesi (Aðaldal. Frá kaffisölu kvenfélagsins Heimaeyjar. Kaffisala Heimaeyjar KVENFÉLAGIÐ Heimaey held- ur sfna árlegu kaffisölu sunnu- daginn 8. maf nk. & Hótel Sögu, Súlnasal. Aðaltilgangur kaffisöl- unnar er að bjóða öldruðum Vestmanneyingum til fagnaðar. Kvenfélagið er 35 ára um þessar mtmdir, stofnað 9. apríl 1953, hug- myndin að stofnun félagsins var þegar 13 konur frá Vestmannaeyj- um komu saman í Reykjavík og ákváðu að stofna félag. Aðalmarkmið félagsins skyldi vera að viðhalda kynnum meðal kvenna úr Vestmannaeyjum og sfyðja og gleðja sjúka og aldna Vestmanneyinga er hér dvelja í sjúkrahúsum. í félaginu eru nú hátt á þriðja hundrað konur og hefur það um árabil gefið veglegar gjafir til líknarmála. Öllum ágóða af kaffisölunni verð- ur varið til líknarmála. (Fr^ttatilkynnintf} Rauði kross íslands: Stefán Jón Hafstein til starfa RAUÐI kross íslands hefur r&ðið Stefán Jón Hafstein, deildar- stjóra hjá Ríkisútvarpinu, til starfa í Eþiópíu, næstu þijá mán- uði. Hann heldur utan & morgun, laugardag, og mun meðal annars vinna að áætlanagerð vegna sam- starfs sem RKÍ er nú að hefja við eþíópíska Rauða krossinn. Á vegum RKÍ verður næstu þijú árin unnið að uppbyggingarstarfi í Gojjamhéraði í Eþfópfu f samstarfi við deild Rauða kross Eþfópfu þar. Þau verkefni, sem fyret verður lagt kapp á, er vemdun vatnsbóla því mengað vatn er helsta orsök sjúk- dóm:-Eþ.íd?-íu-.Jafnframt verður i Eþiopiu unnið að fræðslu á sviði heilsu- vemdar og að gróðursetningu tijá- plantna til vamar gegn uppblæstri auk þess sem sinnt verður hefð- bundnum verkefnum Rauða kross- ins svo sem skyndihjálparkennslu og neyðarvömum. Stefán Jón mun ásamt forsvars- mönnum eþíópíska Rauða krossins í Gojjam héraði gera áætlun um framkvæmdir fyreta samstarfsárið og undirbúa komu tveggja ungra sjálfboðaliða RKÍ, sem fara utan í júlfmánuði til háífs áre dvalar og munu starfa með eþíópfskum sjálf- boðaliðum. Áformað er að sjálf- boðaliðar héðan starfi í Eþíópíu meðan á samstarfinu stendur. Vel heppnaðir tón- leikar á Akranesi eftir Krístínu Steinsdóttur Síðustu tónleikar Tónlistarfélags Akraness vom haldnir í Safnaðar- heimilinu Vinaminni á Akranesi laugardaginn 16. apríl sl. Á þessum tónleikum söng Ágústa Agústs- dóttir sópransöngkona við undirleik Agnesar Löve píanóleikara. Það er jafnan nokkurt tilhlökkunarefni að fara á tónleika á vegum Tónlistarfé- lagsins. Þeir fyrstu eru haldnir á haustin þegar dag tekur að stytta. Þessir tónleikar minna svo á sig með reglulegu millibili allan vetur- inn og þeir síðustu eru haldnir í þann mund sem sumar gengur í garð með sínum björtu nóttum og vonum. Undirrituð batt ekki neinar sér- stakar vonir við þessa tónleika umfram aðra tónleika Tónlistarfé- lagsins þegar hún lagði af stað en var þeim mun meira undrandi að þeim loknum. Tónleikamir hófust á tveimur íslenskum lögum: Horfnum degi Áma Bjömssonar og Betlikerl- ingu Sigvalda Kaldalóns. Þá tóku við lög eftir Grieg, Siebelius og Strauss. Þessi lög vora allt frá því að vera vorstemmning sem hæfði einkar vel andrúmsloftinu með sól- ina hlæjandi á glugganum til þung- lyndislegra mansöngva. Þetta leysti Ágústa allt jafn vel af hendi. Hún hefur þróttmikla rödd og túlkar skínandi vel. Langar mig sératak- lega að minnast á framburð hennar á textunum en þeir vora til mikillar fyrirmyndar. Það gerist því miður allt of oft að við hlustum á söngv- ara fara fallega með lög en eigum þess ekki kost að skilja nema brot af textunum. Ágústa á mikinn heið- ur skilið fyrir þá rækt sem hún legg- ur við framburð sinn og mættu áðrir söngvarar leggja meiri alúð við slíkt. Þá tóku við aríur Puccinis úr óperanni Turandot, Bellinis úr Norma og Wagners úr JLohengrin. Þama naut söngur Ágústu sín kannski allra best. Undirleikur Agnesar Löve var Agnes Löve píanóleikari og Ágústa Ágústsdóttir. geypigóður. Þó hefði hann á köflum mátt vera heldur veikari einsog í lögum Strauss Zueignung og Áll- ereeelen þar sem við lá að hann yfirgnæfði sönginn. Þeim Ágústu og Agnesi var afar vel tekið. Ætlaði lófaklappinu aldrei að linna og í lok tónleikanna stóð salurinn upp sem einn maður. Þær urðu því að syngja og leika mörg aukalög. Þá sýndi Ágústa á sér enn eina hlið er hún söng amerískan negrasálm af innlifun. Eftir að hafa hlýtt á þessa tón- leika og orðið vitni að þeim sigri sem Ágústa vann með söng sínum verður leikmanni eins og mér ósjálfrátt á að spyija: Eftir hveiju er valið þegar fólk er ráðið til að syngja við íslensku óperana? Að ólöstuðum öllum þeim söngvuram sem troða þar upp og syngja vel, reyndar mjög vel í bland, leyfi ég mér að _ fullyrða að fáir standi Ágústu Ágústsdóttur á sporði hvað snertir þróttmikinn söng, einlæga túlkun og góðan framburð. Er ekki kominn tími til að taka inn i þá stofnun nýjar raddir, raddir sem munu skila hlutverkum sínum með prýði? Þessir síðustu tónleikar Tónlist- arfélags Akraness vora þeir bestu sem undirritaða rekur minni til að haldnir hafi verið og vora þó marg- ir góðir. Færi ég félaginu þakkir fyrir framtakið. Ágústu Ágústs- dóttur og Agnesi Löve færi ég þakkir fyrir það sem þær era og fluttu okkur. Höfundur er kennari ogrithöf- undur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.