Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 16

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Hver vill sjá æsk- una drukkna í bjór? eftirHuldu Sigmundsdóttur Þegar keriingar vestan af fjörð- um opna sinn munn — og æpa — þá er þeim heitt í hamsi. Hvers vegna er þeim heitt í hamsi? Þegar Alþingi íslendinga er á góðum vegi með að samþykkja bjórfrumvarpið, búið að fella breytingartillögu um þjóðaratkvæði, þá er ekki hægt að þegja lengur. Dýrfírskar konur, með stjóm Sambands vestfírskra kvenna að baki sér krefjast þess, já hreinlega krefjast þess, að fólk, hvar á landi sem það er statt og hvar sem það stendur í pólitík, setj- ist nú niður, hugsi og tali saman. Hver vill meira af áfengisvandamál- um, hver vill sjá æsku þessa lands drukkna í bjór, hver vili Iqósa þá menn, sem annaðhvort greiða at- kvæði sitt með þessu frumvarpi eða „brillera“ með því að vera íjarver- andi þegar atkvæði er greitt um þetta mál? Við spyijum hér fyrir vestan, hvað óttast þessir menn, að þeir þora ekki að láta þjóðina greiða atkvæði um þetta mál? Já, hvað óttast þeir? Þeir óttast ekki í svip- inn um atkvæðið sitt, enda langt í kosningar. Þeir óttast að þeir fái ekki að sitja við sama borð og flug- menn, farmenn og fleiri. Sitja allir við sama borð á Islandi í dag? Nei og aftur nei og það verður aldrei, það þori ég að hengja mig upp á á stundinni. Við skrifum í dag 1988. Hulda Sigmundsdóttir CITROÉN Nú um helgina, 7. og 8. maí, sýnum við Citroén gæði og glæsileika í sýningarsal okkar að Lágmúla 5. Við kynnum í fyrsta skipti á íslandi spennandi sportútgáfu af Citroén AX og hinn óviðjafnanlega, 16 ventla, Citroén BX GTi. Komdu og kynntu þér frábært framboð okkar og verð. Greiðslukjörin á hinum eina sanna Citroén eru afar hagstæð. Nú geturðu á auðveldan hátt eignast bíl með karakter; CITROÉN! Opið frá kl. 13.00 -17.00 laugardag og sunnudag. Globusf A Lágmúla 5, sími 681555 Halda þessir blessaðir alþingismenn að þeir einir sjái hvað er best fyrir þjóðina. Endinn skal f upphafí skoða. í dag er talað um að aðeins eigi að selja áfengan bjór í Áfengis- og tóbaksverslun rfkisins en það verða ekki liðin tfu ár, — ég endurtek það, innan tíu ára er ég handviss um að bjór verður fáanlegur í flest- um matvöruverslunum, enda það sama og gerst hefur í öðrum lönd- um, æði mörgum. Og þó mínir fæt- ur kólni, þá eiga þeir, sem sam- þykkja að bjórinn verði á boðstólum fyrir alla, eftir að sjá eftir því að hafa ljáð þessu máli lið. Ég vil taka það fram, að ég er ein af því fólki sem veit að ég leggst ekki í bjór, ein af þeim sem þykir gaman að fá sér í glas á góðri stundu með góðum vinum, en ég vil ekki meira af óþverra, ekki meira af alkóhóli ofan í unglinga. Mig undrar þó mest af öllu að sumir þeir, sem sækja þetta mál fastast á Alþingi, eru menn sem sumir hveijir hafa átt við áfengisvandamál að stríða eins og svo margir aðrir íslending- ar. Mig undrar það lítið minna ef þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að bjórinn er heldur ekki þeirra lausn. „Einu sinni alki alltaf alki,“ segja mætir menn eins og Jónas Jónasson, og sámar fátt meir en þegar upp á hann er logið fylleríi. „Að segja sannleikann þýðir ekk- ert,“ segir hann. Lygin er miklu meira spennandi, miklu trúlegri. Hún lifír miklu lengur. (Mfn orð og túlkun á því sem hann sagði.) Já, lygin er Iffseig, svo lífseig að engin sannindi fá hana hrakið, það er satt. Ósannindin lifa og blómstra. Og sama gidlir stundum um tvö- feldnina. Það er ekki hægt annað en brosa þegar menn, sem lifa af því að flytja inn áfengi, eru á móti innflutningi á bjór. En nú er okkur konum á Vestfjörðum nákvæmlega sama hvaðan við fáum liðsauka. Tilgangurinn helgar meðalið. Því skorum við á alla — ég segi alla — sem láta sig varða upprennandi æsku að spyma við fótum. Leyfa ekki alþingismönnum að hella yfír okkur bjór. Leyfa þeim ekki að kaffæra ungmenni í bjór, hversu vel sem við þykjumst standa sjálf gagnvart þeim freistingum. Þetta varðar ekki okkar kynslóð, sem eldri emm — og þó. Það hefur allt- af verið okkur nær skinnið en skyrt- an og okkur varðar mikils böm og bamaböm. Mæður, ömmur, tengdamæður og konur, hvar sem þið rekist í flokk, standið með okk- ur, standið vörð um ungmenni þessa lands. „Líf er að loknu þessu" var sitt sinn sagt og svarað: „Vfst veit Sg Sveinki." En veit Sveinki framtíð Djórmenningarinnar á íslandi ef frumvarpið verður samþykkt? Höfundur er kennari á Þingeyri. Fulltrúi PLOflytur fyrirlestur Forstöðumaður upplýsinga- skrifstofu PLO i Stokkhólmi, dr. Eugene Makhlouf, mun halda fyrirlestur á Hótel Sögu i Þing- stúkusal & annarri hæð sunnu- daginn 8. maí kl. 17.00. Fyririestur hans verður fluttur á ensku og heitin „Palestínuþjóðin: Saga og framtíðarsýn". Fjallað verður um sögu og bakgrunn Pal- estínudeilunnar og skýrt frá tillög- um PLO um friðsamlega lausn hennar. Dr. Makhlouf mun auk þess svara fyrirspumum fundar- manna um þjóð sfna og frelsissam- tökin PLO, segir í frétt frá félaginu Ísland-Palestfna. f«gnu-Bix UÓSRITUNARVÉLAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.