Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
17
Er bjórmálið í höfn?
eftír Sigurlaugu
Bjamadóttur
Nú, á lokasprettinum fyrir þing-
lok, þykjast menn loks sjá hilla
undir lokaafgreiðslu „bjórmálsins"
— með sigri bjórmanna. Fréttir
berast af kapphlaupi íslenskra
umboðsaðila um erlendar bjórteg-
undir. — Nú skal hnífurinn komast
í feitt, nái málið fram að ganga.
— Það er efri deild Alþingis, sem
hér hefír síðasta orðið nú á næstu
dögum.
Þjóðin hefír sem fyrr fylgst af
athygli með rökum með og móti í
þessu aldurhnigna þingmáli. Það
kvað nú vera komið á áttræðisald-
urinn.
Bjórinn yrði viðbót
Meginrök bjórandstæðinga hafa
sem fyrr verið byggð á niðurstöð-
um vandaðra vísindalegra rann-
sókna, íslenskra og erlendra. M.a.
á vegum Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar, sem gefa ótvíræða
vísbendingu um, að tilkoma áfengs
öls myndi hér sem annars staðar
þýða aukna heildameyslu áfengis,
koma til viðbótar við aðra neyslu
og auka þannig þann vanda — það
böl, sem ofneysla áfengis hefír í
för með sér. Bjórinn er fyrsta þrep-
ið, sterku drykkimir koma í kjöl-
farið.
Staðhæfingar bjórmanna
Meðal bjórmanna eru slík rök
hinsvegar léttvæg fundin og þeir
tefla galvaskir fram sínum rökum,
sem flest eru með pólitísku fremur
en vísindalegu yfírbragði, stað-
hæfíngar frekar en rök, byggð á
reynslu og raunsæi, í umræðunni
að undanfömu aðallega þrenns-
konar:
1. Boð og bönn eru af hinu illa.
Sem og það að vilja sífellt „hafa
vit fyrir fólki" og skerða um leið
frelsi þess til að ráða sjálft eigin
lífí.
2. Núverandi bjórbann felur í
sér misrétti — „óþolandi mismunun
milli manna".
3. Bjórbannið gerir okkur að
athlægi í augum útlendinga, fælir
jaftivel útlenda ferðamenn frá
landinu.
Skoðum aðeins nánar þessar
staðhæfíngar, hveija fyrir sig, og
leitum svara við nokkrum knýjandi
spumingum, sem þær vekja.
l.Boðogbönn
Er það ekki höfuðverkefni hins
háa Alþingis að setja borgumnum
lög og reglur, sem fela í sér boð
og bönn og skerða um leið iðulega
frelsi þeirra til að haga daglegu
lífí sínu að eigin geðþótta? Hvað
um nýlega lagasetningu um notk-
un bílbelta og Ijósanotkun bifreiða
„Eru ekki alþingismenn
í störfum sínum sífellt
að ieitast við að móta
stefnu á hinum ýmsu
málasviðum þjóðlífsins?
Er ekki hugtakið: „að
hafa vit fyrir fólki“
meiri og minni þáttur í
allri stefnumótun? —
Eða stefnum við að
stefnuleysi?“
allan sólarhringinn — að viðlögðum
sektum — jafnvel á sumarljósri
Jónsmessunóttinni? Hvemig stend-
ur á því, að talsmenn frelsisins á
Alþingi hafa hamast gegn auknu
frelsi í útflutningsmálum okkar á
meðan innflutningur er hömlulaus?
Ótal mörg dæmi önnur af sama
toga mætti nefna. Hvar liggur
„tvískinnungurinn" í afstöðu Al-
þingis til bjórmálsins?
Eru ekki alþingsmenn f störfum
sínum sífellt að leitast við að móta
stefnu á hinum ýmsu málasviðum
þjóðlífsins? Er ekki hugtakið: „að
hafa vit fyrir fólki" meiri og minni
þáttur í allri stefnumótun? — Eða
stefnum við að stefnuleysi?
Getur það verið, að nokkur al-
þingismaður myndi vilja taka und-
Að lækka handriðið
eftirPál V.
Daníelsson
Fýrir nokkm féll dómur í máli
þar sem maður varð öryrki eftir
fall af palli í vínveitingahúsi. Mað-
urinn var ölvaður og hafði af þeim
sökum ekki nægilega stjóm á gerð-
um sínum. Sök var skipt þannig
að hinn ölvaði maður skyldi bera
hálfa sök og vínveitingahúsið
hálfa, þannig að aðgæsla þess og
ábyrgð var metin jöfn aðgerðum
ölvaðs manns.
En svo er önnur saga
Áfengi er eitur, sem hefur þau
áhrif á neytendur þess að ábyrgð-
artilfínning þeirra sljóvgast svo og
aðgát öll. Þess vegna eru öll morð-
in, sjálfsmorðin, glæpimir, alvar-
leg umferðarslys, hjónaskilnaðir,
húsbrunar og sjúkdómar. Og fjórði
hver maður sem leggst inn á
sjúkrahús gerir það vegna líkam-
legra áfalla, sem stafa beint eða
óbeint af áfengisneyslu. Þetta seg-
ir Grétar Sigurbergsson geðlæknir
í grein í Morgunblaðinu 10. febrú-
ar sl.
Hver verður ábyrgð al-
þingismanna?
Nú hafa alþingismenn greitt
atkvæði um bjór. Því áfengi skal
bæta við. Þar sem áfengi í formi
bjórs er markaðssett sem tiltæk
vara á meðal svaladrykkja til
geymslu í ísskápum, á vinnustöð-
um o.s.frv. kemur hann til með að
valda almennari, tíðari og aukinni
neyslu áfengis og þá getur hnoð-
ast utan á morðin, sjálfsmorðin,
glæpina, slysin, upplausn heimil-
anna, sjúkdómana o.fl. sem læknir-
inn talaði um. Og hver ber þá
ábyrgðina? Hætt er við að sá öl-
vaði, sem veldur slysi á sjálfum
sér eða öðrum geti ekki sótt hálfa
ábyrgð hvað þá meira til þeirra,
sem lækkuðu handriðið, minnkuðu
vamimar, flölguðu slysagildrun-
um. Þeirra ábyrgð verður ekki
metin að hálfu á móti ábyrgð öl-
vaðs manns.
Það getur stundum verið betra
að gera við handriðið en lækka það
eða rífa burtu. Öryrkjamir yk)u
færri.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Páll V. Daníelsson
„Það getur stundum
verið betra að gera við
handriðið en lækka það
eða rífa burtu.
Öryrkjarnir yrðu
færri.“
Sigurlaug Bjamadóttir
ir orð unga læknanemans, sem ég
heyrði fyrir fáeinum árum halda
því blákalt fram á fundi með
menntaskólanemum, að það væri
einkamál hvers einstaklings, hvort
hann dræpi sig á ofdrykkju. Mig
hryllir við tilhugsuninni um, að slík
viðhorf hróplegs skilningsleysis og
skammsýni geti ráðið afstöðu kjör-
inna fulltrúa á Alþingi til bjórmáls-
ins.
Það kemur ekki á óvart, að ungt
fólk er samkv. skoðanakönnunum
í meirihluta þeirra, sem vilja fá
sterkan bjór inn I landið. Það þekk-
ir yfirleitt ekki af reynslu í jafnrík-
um mæli og hinir eldri, hvemig
„frelsi" unga læknanemans snýst
fyrr en varir upp í ánauð og ör-
væntingu drykkjumannsins sjálfs
— og ótalinna einstaklinga með
honum, Qölskyldu hans og ástvina.
Hví skyldu ekki þeir eldri, sem eru
reynslunni ríkari, yeyna að „hafa
vit fyrir“ þeim yngri?
2. Misrétti og mismunun
EJf fslensku þjóðina svíður f sál-
ina vegna forréttinda flugáhafna
og farmanna, sem fá að taka með
sér heim í hverri ferð ákveðið
magn af tollfrjálsu áfengi, þ. á
m. bjór, til þess m.a. að hagnast
á sölu þess hér heima — hvers-
vegna afnemum við þá ekki eða
drögum úr þeim forréttindum? Em
þau ekki upphaflega tilkomin sem
eins konar falinn kaupauki? — Einn
anginn af ótalmörgum á þvf
óhugnanlega þjóðarmeini, sem
gerspillt launakerfí okkar er orðið
í dag — og fer vaxandi, þjóðfélag-
inu til háborinnar skammar.
Ætli það væri ekki fullt eins
mikil þörf á að huga alvarlega að
ýmsu öðru „misrétti og mismun-
un“, sem viðgengst f þjóðfélagi
okkar nú? Það svíður, vænti ég,
sárar á þeim, sem við það búa
heldur en nokkrar bjórflöskur til
eða frá eða margar lúxusferðir á
ári til útlanda með viðkomu í
fríhöfninni. Skemmst er að minn-
ast f þvf sambandi baráttu lág-
launahópanna í verslunarstétt.
3. Að athlægi í augum
útlendinga
Erum við íslendingar spéhrædd-
ir? Eða hvar er komið sjálfstæði
okkar og sérstöðu sem menningar-
þjóðar, ef við látum hræðslu við
álit útlendinga leiða okkur til und-
ansláttar og eftiröpunar í stað þess
að halda okkar striki í þeirri trú,
að við gerum rétt?
Og hveijum dettur f hug, að
útlendir ferðamenn komi til íslands
í leit að bjórkrám? Ætli það sé
ekki og verði í framtíðinni fyrst
og fremst landið sjálft, fögur og
ósnortin íslensk náttúra, engri
annarri lík, sem laðar hingað er-
lenda ferðamenn? Þó svo, að sum-
ir þeirra kunni að sakna bjórkoli-
unnar, þá þarf það ekki að valda
okkur áhyggjum eða snefíls af
minnimáttarkennd. Við höfum hér
nóg af léttum bjór og léttum
vínum. — Og við eigum besta vatn
í heimi.
Gallerí Gijót:
••
Om Þorsteins-
sonsýnir
ÖRN Þorsteinsson opnaði sýn-
ingu í gær á skúlptúrverkum í
Galleri Gijóti, Skólavðrðustíg 4a.
Verkin eru unnin í margvísleg
efni svo sem ál, jám, silfur, mis-
munandi steintegundir og plast.
Þetta er sjötta einkasýning Amar,
en hann hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hér heima og erlendis.
Öm Þorsteinsson fæddist í
Reykjavík 1948 og stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands á ámnum 1966—1971 og
einnig við Listaháskólann í Stokk-
hólmi 1971-1972. Verk eftir Öm
era í eigu helstu listasafna lands-
ins, s.s. Listasafns íslands,
Reykj avíkurborgar, Listasafns ASÍ,
Lista- og menningarsjóðs Kópa-
vogs.
Óm hefur myndskreytt nokkrar
opinberar byggingar, nú sfðast stór-
an vegg f Grensáslaug Borgarspít-
alans. Frá 1982 hafa Öm og Thor
Vilhjálmsson unnið að nokkram
samvinnuverkum, má þar nefna
Ljóð Mynd 1982, bókina „Images"
1985, bókina Ljóð Mynd II og sjón-
varpsmynd 1986, Spor í spori og
Step inside step 1986. Öm stundaði
kennslu hér í borg frá 1972—1982,
m.a. í MHÍ allan þann tfma.
Öm hefur nú helgað sig mynd-
listinni heill og óskiptur frá 1982.
Hann hefur einnig í mörg ár unnið
að félagsmálum myndlistarmanna,
verið formaður sýningamefndar
Félags íslenskra myndlistarmanna
í þijú ár. Hann sat í sfjóm FÍM og
er nú í stjóm Myndhöggvarafélags-
ins.
Sýningin er opin alla virka daga
frá kl. 12—18 og um helgar kl.
14—18 og henni lýkur fimmtudag-
inn 19. maí.
(Fréttatilkynning)
Hótelstjórnunar-
stofnun
í Montreux, Sviss
Prófskírteini á ensku í hóteistjómun,
ferðaþjónustu og matargerð
* HótelstjómunamámsJceið: 2 eða 3 ár-
svissneskt og bandarískt prófskírteini.
* Ferðaþjónusta: 2 ár - svissneskt prófskirteini.
* Matargerð: 2 ár - svissneskt prófskirteini.
Innrituniseptemberogþnúar.
Ninari upplýsingar IHM, Avenue des
Alpes 15, CH-1820 Montreux,
Swritzeriand, ttx 453 261HIM,
sími: 9041/21/963 74 04
eða við Mary Donnelly, umboðsmann
i islandi, Viðimel 48,107 Reykjavik.
Sfmi 690275, tlx 2021.
Höfum til sölu nokkra mjög vel með farna og fallega
Opel Corsa og Ford Fiesta bíla af árgerð 1986-1987.
BíLVANGURst? Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 9-18
8.687300 og 39810 ” Opið laugardaga f rá kl. 13-17