Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 18

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Málflutningur í kaffibaunamálinu fyrir Hæstarétti Verjendur ákærðu: Málið byggir á misskiln- ingi um eðli viðskiptanna ÞEGAR málflutningi í kaffi baunamálinu var fram haldið fyrir Hæstarétti íslands f gær lauk Guðmundur Ingvi Sigurðs- son hrl., vetjandi Hjalta Pálsson- ar, fyrst ræðu sinni, sem hann hóf á fimmtudag. Siðan töluðu þeir Eiríkur Tómasson hrl., veij- andi Sigurðar Árna Sigurðsson- ar og Örn Clausen, hrl. veijandi Gisla Theódórssonar. Einn veij- enda á eftir að halda ræðu sína, Ragnar Aðalsteinsson hrl., veij- andi Arnórs Valgeirssonar. Að loknum ræðum veijenda svarar vararíkissaksóknari, Bragi Steinarsson, þeim í stuttu máli og veijendur hver fyrir sig fá aftur tækifæri til svara. Þvi verður málflutningi haldið áfram eftir helgina. Guðmundur Ingvi hóf mál sitt f gær á að velta fyrir sér hvort SÍS eða Kaffibrennsla Akureyrar hefðu borið tekjur af kaffibaunainnflutn- ingi, sem komu til vegna afsláttar, eða jöfnunargreiðslna Brasilíu- manna. Hann benti á, að skjólstæð- ingur hans, Hjalti Pálsson, hefði ekki verið einn um að telja að SÍS bæru þessar tekjur. Komið hefði fram að starfsmenn innflutnings- deildar voru á sama máli og stjóm- armaður í Kaffibrennslunni hefði talið, að SÍS ætti a.m.k. rétt á hluta teknanna. Það væri mikilvægt að hafa í huga, að ágreiningur var um þetta atriði, en sá ágreiningur væri einkaréttarlegs eðlis og því óeðlilegt að höfðað væri opinbert mál vegna þessa ágreinings. Engin fordæmi væru fyrir slfku. í máli veijandans kom fram, að forsenda fyrir sakfellingu vegna fjársvika væri að um ásetning hefði verið að ræða og að brotið hefði verið framið í auðgunarskyni, en hvorugu væri til að dreifa í þessu máli. Hann sagði allan grunn ákær- unnar hruninn. Leitt hefði verið í ljós að ekki var um umboðsvið- skipti að ræða, heldur hefði SÍS keypt kaffið, tekið lán til að greiða það og endurselt Kaffibrennslunni. Kaffibrennslan hefði auðveldlega getað nálgast upplýsingar um kaffiverð og Hjalti Pálsson hefði aldrei ætlast til að framin yrðu lög- brot, eða getað dottið í hug að við- skiptin yrðu talin ólögleg. Undir lok ræðu sinnar sagði veij- andinn það ljóst að f hugum starfs- manna SÍS hefði verið um umboðs- viðskipti að ræða. Hins vegar ætti ekki að líta á það, heldur hitt, hvemig viðskiptunum hefði í raun verið háttað, þ.e. að um bein kaup SÍS og sölu til Kaffibrennslunnar hefði verið að ræða. Einn hæsta- réttardómara innti hann þá eftir því hvort hann teldi það ekki skipta máli að lögum hvemig starfsmenn SÍS hefðu litið á viðskiptin. Hann kvað svo ekki vera og ítrekaði að það bæri að líta á það hvert eðli viðskiptanna hefði í raun verið. Hugtakið umboðs viðskipti Eiríkur Tómasson hrl., veijandi Sigurðar Áma Sigurðssonar, hélt næstur ræðu sína. Hann byijaði á að Ijalla stuttlega um ákæmna í málinu. Hann sagði grundvallar- atriði í málinu, að starfsmenn, sem hefðu ekki síður verið viðriðnir við- skiptin en Sigurður Ámi, hefðu ekki verið ákærðir og sýndi það galla á vinnubrögðum ákæruvalds. Verknaðarlýsing ákæm hefði mátt vera nákvæmari og grundvöllur hennar traustari. Til dæmis hefði verið út í hött að ákæra fyrir skjala- fals og það hefði héraðsdómur séð og sýknað ákærðu af þeim hluta. Þá hefði ákæmvaldið séð að sér og fallið frá ákæm um skjalafals. Eiríkur fjallaði síðan um ákæra á hendur Sigurði Áma fyrir hlut- deild í broti á 168. grein hegningar- laga. 1. málsgrein hennar flallar um ranglega tilgreiningu í skjölum til að blekkja í lögskiptum, en 2. mgr. um notkun slfkra gagna í lög- skiptum sem væm þau rétt að efni til. Hann sagði ekki ljóst hvort ákært væri fyrir brot á 1. eða 2. mgr., en það skipti sköpum. í 1. mgr. væri vísað til þess sem gæfi út skjalið og miðað við verknaðar- lýsingu í ákæm ætti þegar af þeirri ástæðu að sýkna Sigurð Ama. Ekki yrði séð af ákæmnni, að meint brot ákærða væri heimfært undir 2. mgr. Efni hefði heldur ekki verið ranglega greint; reikn- ingar frá seljendum til SÍS hefðu allir verið réttir, nema í tveimur tilfellum og þar væm frávik lítil. Varðandi meinta hlutdeild í ijár- svikum skv. 248. grein hegningar- laga sagði veijandinn, að skilyrði fyrir sakfellingu samkvæmt henni væri að maður hefði haft fé af öðmm, fé sem hinum bar, að það hefði verið gert með sviksamlegum hætti og á ólögmætan hátt. „Hafði SÍS fé af Kaffibrennslunni, sem henni bar, fyrir atbeina umbjóð- anda míns?“ spurði veijandinn. Hann sagði, að til að svara þessu yrðu menn að gera sér grein fyrir eðli viðskiptanna. Hafí SÍS keypt vömna og selt Kaffíbrennslunni aftur væri ljóst að SÍS átti hagnað- inn, en hafi verið um hrein umboð- sviðskipti að ræða hafi Kaffi- brennslan átt rétt á honum. Hug- takið „umboðsviðskipti" væri oftar en ekki ranglega notað hér á landi og benti veijandinn á að fyrirtæki f innflutningi væm oft kölluð um- boðs- og heildverslanir, þó engin umboðsviðskipti fæm þar fram. Sama hefði átt sér stað þegar hagn- aður af viðskiptunum var lagður inn á svokallað umboðslaunareikn- ing hjá SÍS; það væri ekki á því að byggja um eðli viðskiptanna. SÍS hefði verið kaupandi kaffisins, ekki Kaffibrennslan. Vitnaði veij- andinn f rit fræðimanna, þar sem kæmi fram, að til að skera úr um hvort viðskipti væm gerð í eigin þágu eða annars aðila bæri að líta á tvennt. Hvor aðilinn bæri Qár- hagslega áhættu og hvor öðlaðist réttindi og skyldur. SÍS hefði borið alla áhættu af viðskiptunum og m.a. þurft að taka á sig tjón sem varð er sending skemmdist. Veijandinn sagði, að Qögur at- riði teldi ákæmvald styðja þá skoð- un sína að um umboðsviðskipti hefði verið að ræða. Forsvarsmenn Kaffibrennslunnar hefðu talið svo vera, en þeir væm ekki hlutlausir. Starfsmenn SÍS hefðu notað það hugtak, en sem fyrr segði væri það oft notað ranglega. Viðskiptin hefðu ekki verið færð f bækur SÍS sem bein kaup, en veijandinn vitn- aði í fræðimann sem taldi ekki hægt að ráða í formlega hlið við- skiptanna á því hvemig þau væm bókfærð. Þá væri gefið í skyn að leyndin yfir viðskiptunum sýndi að SÍS hefði gert sér grein fyrir að um umboðsviðskipti hefði verið að ræða, en slíkt væri flarstæða, enda komið fram í málinu að leynd í viðskiptum væri regla, en ekki und- antekning og benti ekki til ólöglegs athæfis. Þá hefðu forráðamenn Kaffibrennslunnar haft næg tæki- færi til að kynna sér heimsmark- aðsverð á kaffi. Staðhæfíngar um leynd innan SÍS væm fjarstæða og engin gögn málsins styddu þær. Þegar veijandinn vék að þætti sfns umbjóðanda sérstaklega sagði hann, að Sigurður Ámi hefði verið Kaffibrennsla Akureyrar Öll fjárhagsleg ábyrgð hvfldi á SÍS „Aviso“ - afsláttur eða j öfnunargj ald? BRASILÍSKA orðið „aviso“ er það orð, sem oftast kemur fyrir á meðal margra erlendra orða og hugtaka i kaffibaunamálinu svonefnda. Áður var orðið yfír- leitt þýtt sem afsláttur en af hálfu vamaraðilanna er nú farið að þýða það sem jöfnunargjald. Aviso er notað yfir þá meintu afslætti, sem forsvarsmenn SÍS era ákærðir fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að láta Kaffí- brennslu Akureyrar í té, en afs- lættir þessir eiga að hafa orðið til vegna kaffísendinga, sem SÍS flutti inn fyrir KA. í ferilgreiningu Guðmundar Ein- arssonar verkfræðings, sem lögð hefur verið fram í málinu, segir, að brasilískir kaffiseljendur hafi farið að nota „avisos" með tvö markmið í huga: 1. Að tiyggja áframhaldandi sölu á kaffi með því að búa til „avisos“-sölukerfí upp úr 1960, sem þeir kölluðu f upphafi „special deals“, en það em skilyrtar endur- greiðslur, sem aðeins er hægt að nýta við áframhaldandi kaup á hrákaffi. 2. Að stuðla að því að neytend- ur héldu áfram að drekka kaffi og heimsmarkaðurinn minnkaði ekki vegna harðrar samkeppni seljenda annrra drykkja. Miklar verðsveiflur á kaffi em taldar leiða til þess, að neytendur fari að prófa aðra drykki og hætti ef til vill að drekka kaffi. Brasilía er stærsti framleiðandi kaffís í heiminum, en er jafnframt eini framleiðandinn, sem getur átt jrfir höfði sér uppskembrest, bæði vegna frosta eða þurrka. Meðal- framleiðsla þar er um 25 milljónir sekkja á ári, en hún getur farið niður í 12 milljónir sekkja þegar uppskembrestur verður og upp í 35 milljónir sekkja þegar vel árar. segir Sigurður Á. Sigurðsson „ÉG VAR þeirrar skoðunar, á meðan ég starfaði þjá innflutn- ingsdeild Sambandsins og síðar á skrifstofu Sambandsins i Lon- don, að kaup Sambandsins á hrákaffi fyrir Kaffibrennslu Akureyrar væru á grundvelli umboðs- viðskipta. í þeirri um- fjöllun, sem sfðan hefur orðið um þennan þátt málsins, finnst mér hins vegar hafa komið f ljós, að svo hafi ekki verið, held- ur hafi eðli viðskiptanna verið slíkt, að öll fjárhagsleg ábyrgð hafi hvflt á Sambandinu þar tíl KA greiddi fyrir vöruna u.þ.b. hálfu ári eftir að skuldbinding Sambandsins er stofnuð.“ Þannig kemst einn hinna ákærðu, Sigurður Ami Sigurðurs- son, að orði í athugasemdum um tilhögun kaffiinnflutnings Sam- bandsins fyrir hönd KA 1979- 1981, en lögmaður hans, Eiríkur Tómasson hrl., lagði þessar at- hugasemdir fram í upphafi máls sín fyrir Hæstarétti í gær. „Til að skýra þetta nánar, vil ég að eftirfarandi atriði um feril viðskiptanna komi fram. Það mun hafa verið um árið 1977, að gmndvallarbreyting verður á innflutningi/kaupum Kaffíbrennslu Akureyrar, sem var í því fólgin, að KA hætti að greiða kaffið beint til seljenda og að skrif- stofa Sambandsins í London yfír- tekur þessar greiðslur og lánar KA andvirði vömnnar í allt að 5 mánuði. Við þessa breytingu á til- högun mála hættir Sambandið raunvemlega að kaupa kaffið í umboði KA, heldur kaupir það í eigin reikning og á eigin ábyrgð, enda lá ekki fyrir nein fiárhagsleg skuldbinding af hálfu KA til Sam- bandsins. Ástæður fyrir þessari breytingu munu hafa verið þær, að KA var að auka vemlega við markaðshlut- deild sfna í kaffisölu í landinu og hafði ekki fjárhigslegt bolmagn til að rísa undir þeim skuldbinding- um, sem nauðsynlegar vom til að halda viðskiptunum gangandi. Ég geri ráð fyrir því, að stjóm- endur innflutningsdeildar Sam- bandsins hafi ekki gert sér grein fyrir þessum breytingum á eðli viðskiptanna og þvf ekkert aðhafzt við útvegun baktryggingar frá KA, né heldur breytt bókfærslutil- högun í hreina eignafærelu, sem hefði verið rétt samkvæmt eðli málsins." Síðar f þessu sama skjali segir Sigurður Ami ennfremur: „Sú hætta er ávallt fyrir hendi, að mjög snöggt verðfall eigi sér stað á heimsmarkaðsverði á kaffi, eins og mörgum svipuðum vömtegund- um eða jafnvel á þeim gjaldmiðli, sem viðkomandi vörategund mið- ast við f alþjóðaviðskiptum. í þessu sambandi er athylisvert að gera sér grein fyrir því, að KA skuldaði skrifstofu Sambandsins alla jafna vemlega háar upphæðir fyrir allt það kaffi, sem var í farvatninu f ofangreindri lýsingu á atburðarás viðskiptanna. Ef svona verðfall hefði orðið, er mjög ólfklegt, að KA hefði getað axlað þá fjár- hagslegu byrði, sem skapazt hefði. Þá segir Sigurður Ámi enn- fremur, að ljóst sé, að eignarréttur kaffisins hafi verið hjá Samband- inu og ekki hjá Kaffíbrennslu Akureyrar. Enginn gmndvallar- munur sé á meðferð viðskiptanna hjá Sambandinu og hjá öðmm þeim aðilum íslenzkum, sem önn- uðust innflutning á hrákaffi á þessum ámm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.