Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
19
deildarstjóri í innflutningsdeild til
ársloka 1980 og síðan fram-
kvæmdastjóri Lundúnaskrifstofu
SÍS. Hann hefði kosið að draga
ekkert undan í framburði sínum
um gang viðskiptanna, talið þær
lögmætar og fylgt fyrirmælum
yfirmanna sína um framkvæmd
þeirra. Hann hefði hvort eð er átt
erfítt með að gera annað, jafnvel
þótt hann hefði talið að viðskiptin
væru ólögmæt. Hann hefði reynt
að vinna fyrirtæki sínu vel og ekki
auðgast sjálfur á viðskiptunum,
fremur en aðrir ákærðu. Loks benti
veijandinn á að Sigurður Ámi hefði
átt glæsilegan starfsferil hjá SÍS
og mikið væri í húfí fyrir hann að
ekki yrðu gerð þau mistök að sak-
felia hann í refsimáli þessu og
bæri að sýkna hann.
SÍS keypti kaffið
Öm Clausen hrl., veijandi Gísla
Theódórssonar, var síðastur veij-
enda til að tala i gær. Hann ræddi
meðal annars um meinta launung
varðandi hagnað SÍS af viðskiptun-
um og benti á, að stjómarformaður
SÍS og Kaffibrennslunnar væri einn
og sami maðurinn og hann hefði
vitað um hagnaðinn og staðið fyrir
viðræðum milli fyrirtækjanna um
hvora bæri hagnaðurinn. „Vora
framin íjársvik? Gegndi SÍS hlut-
verki umboðsmanns í viðskiptun-
um?“ spurði veijandinn. Hann svar-
aði sjálfur neitandi og sagði að
sýnt hefði verið fram á að SÍS
hefði neyðst til að ganga inn í kaup-
in eftir 1979 og borga kaffisend-
ingamar í London. Þetta hefði
gerst þar sem Kaffibrennslan hafði
ekki fjárhagslegt bolmagn til að
standa undir slíkum skuldbinding-
um. Sakadómur hefði komist að
þeirri niðurstöðu að þetta hafí engu
breytt um eðli viðskiptanna, en sú
niðurstaða væri alröng. Kaffíkaup-
in sjálf hafi verið Kaffibrennslunni
óviðkomandi. SÍS hafi keypt kaffið
og boðið Kaffibrennslunni til kaups
á ákveðnu verði, sem síðamefnda
fyrirtækið hefði samþykkt. Það
hafi ekki verið fyrr en Kaffibrennsl-
an var búin að samþykkja víxil á
Akureyri sem hún hafi orðið eig-
andi kaffisins.
Veijandinn lagði áherslu á, að
SÍS hefði átt hagnaðinn af viðskipt-
unum, en það hefði valdið misskiln-
ingi að hann var færður á reikning
SIS í London, sem bar heitið „um-
boðslaunareikningur". Hugtakið
„umboðsviðskipti" hefði ávallt verið
notað við rannsókn málsins og allir
fallið í þann pytt. Hann fullyrti,
að ef rannsókn málsins hefði verið
nógu ítarleg hefði aldrei komið til
ákæra, enda hefði Kaffíbrennslan
ekki verið óánægð með viðskiptin
að neinu leyti og ekki kært SIS.
Öm sagði, að jafnvel þó svo ólík-
lega færi að Hæstiréttur kæmist
að þeirri niðurstöðu að um flársvik
hefði verið að ræða, þá væri ljóst,
að Gísli Theódórsson hefði aðeins
framfylgt skipunum yfirmanna
sinna. Það hafi ekki getað hvarflað
að honum að eitthvað væri athuga-
vert við framkvæmdina. í niður-
stöðu héraðsdóms væri sagt að
Gfsla hefði ekki átt að dyljast að
ekki væri um eðlileg viðskipti að
ræða. „Átti Gísli að velta fyrir sér
hvað SIS gerði við peningana eftir
að hann hafði innheimt þá sam-
kvæmt fyrirmælum yfirmanna
sinna?" spurði veijandinn. Hann
sagði að það væri allt of langsótt
að ætla að Gfsli hefði getað litið
svo á að hann væri þátttakandi í
fjársvikum og enginn gæti orðið
hlutdeildarmaður án þess að vita
að um brot væri að ræða.
Loks sagði veijandinn, að málið
væri allt byggt á misskilningi og
væri eins konar herferð af hálfu
opinberra aðila. Ákæravaldið hefði
hlaupið á sig og mætti jafnvel ætla
að það hefði verið vegna þess að
fjölmiðlar hefðu komist í málið á
meðan það var enn á rannsóknar-
stigi og blásið það upp. Veijandinn
ítrekaði kröfur sínar um sýknu og
lagði málið f dóm.
Nýkomin ítölsk
gæða stálvara frá
Zaniog Zani.
GEGNUM GLERIÐ
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðareon
Hluti fulltrúa á aðalfundinum. Stjórn kaupfélagsins situr við háborð-
ið fjærst.
ATHYGUSVERÐ MYND
Á morgun, sunnudaginn 8. maí, kl. 15.00
mun Stöð 2 endursýna
í opinni dagskrá myndina
„ÍTÆKATÍÐ11.
Myndin fjallar um konu, sem deyr af völd-
um krabbameins, og kemur inn á málefni
eins og aðstöðu sjúklinga til að dveljast
heima þar til yfir lýkur og spurninguna um
réttinn til að taka sitt eigið líf.
Að sýningu lokinni verða umræður um
efni myndarinnar.
Líknarráð Krabbameinsfélagsins hvetur
alla til að sjá þesa mynd.
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ
Kaupfélag Borgfirðinga:
Rekstrarhalli nam
32 milljónum króna
Stafholti.
AÐALFUNDUR Kaupfélags
Borgfirðinga var haldinn i Borg-
arnesi dagana 4.-5. maí sl.
Heildarvelta kaupfélagsins á
sfðasta ári varð tæpir 2 miljjarð-
ar. Reksturinn var hins vegar
erfiður, rekstrarhalli rúmar 32
milljónir eftir afskriftir að upp-
hæð rúmlega 46 milljónir króna.
Munar þar mestu um mjög auk-
inn fjármagnskostnað sem hækk-
aði milli ára um 150%.
Rekstur hinna ýmsu deilda gekk
hins vegar allvel og hagnaður fyrir
fjármagnsliði var 36,4 milljónir
króna. Auk verslana rekur KB
nokkur iðn- og þjónustufyrirtæki,
ennfremur mjólkursamlag og slát-
urhús. Innlögð mjólk varð alls 9,5
milljónir lítra og minnkaði um 2,2%
á árinu. Alls var slátrað 63.337
kindum í sláturhúsi félagsins og
einnig þar var um nokkum sam-
drátt að ræða. Alls lögðu framleið-
endur inn hjá KB fyrir um 555
milljónir króna. Þrátt fyrir erfiðan
rekstur kaupfélagsins er staða
bænda gagnvart því góð og hafa
inneignir þeirra aukist um 20 millj-
ónir. Starfsfólk KB var í árslok alls
236 og hafði fækkað um 5 á árinu.
En alls komust 669 manns á launa-
skrá hjá félaginu á sfðasta ári.
Kaupfélagsstjóraskipti verða nú
hjá félaginu. ólafur Sverrisson sem
verið hefur kaupfélagsstjóri sl. 20
ár lætur nú af störfum en við tekur
Þórir Páll Guðjónsson áður kennari
í Bifröst.
. - Br.G.
Þórir PáU Guðjónsson nýráðinn
kaupfélagsstjóri.
Vöruskiptin við útlönd í janúar:
Óhagstæðurjöfnuður
um 450 milljónir kr.
skýrslueyðublöð vora tekin f notk-
un. Á sama tfma hófst tölvuskrán-
ing aðflutningsskýrslna hjá Toll-
stjóraembættinu í Reylgavík. í
framhaldi af tölvuskráningunni
tekur Hagstofan nú við upplýsing-
um úr aðflutningsskýrslum beint
úr tölvuskrám tollstjórans f stað
þess að vinna þær eftir afritum
af aðflutningsskýrslum.
Vöruskiptajöfnuðurinn i jan-
úar var óhagstæður um 450
miiyónir kr, sem er minna en í
janúar árið áður er hann var
óhagstæður um 1.238 milfiónir
kr. á sama gengi reiknað. I jan-
úarmánuði voru fluttar út vðrur
fyrir 2.068 milljónir en inn fyrir
2.518 miiyónir kr. fob.
Verðmæti vöraútflutningsins
var 5% meira á föstu gengi reiknað
en á sama tíma í fyrra. Sjávaraf-
urðir vora um 62% alls útflutnings-
ins og vora 14% minni að verð-
mæti en í janúar 1987. Útflutning-
ur á áli var rösklega tvöfalt meiri
að verðmæti en í janúar 1987 en
útflutningur kísiljáms var fjórð-
ungi minni en á sama tfma í fyrra.
Útflutningsverðmæti annarrar
vöra var 60% meira nú en í janúar
1987.
Verðmæti vörainnflutningsins í
janúar var 21% minna en á sama
tíma í fyrra en samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofunnar skýrist þessi
samdráttur að hluta af töfúm í
tollafgreiðslu á fyrstu vikum árs-
ins. Lítið fór fyrir innflutningi til
stóriðju og olíuinnflutningi svo og
innflutningi skipa og flugvéla í
janúar. Séu þessir liðir frátaldir
reyndist annar innflutningur hafa
orðið um 10% minni en í janúar í
fyiya á föstu gengi reiknað.
í byrjun ársins varð mikil breyt-
ing á inn- og útfiutningsskýrslum
og meðferð tollyfírvalda á þeim.
Ný tollskrá tók gildi og er hún í
samræmi við nýtt flokkunarkerfí
alþjóðatollasamvinnuráðsins og ný
FACIT
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN