Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
Höfundur er útgerðarmaður á
Bakkafirði.
Reykjavíkurbréf krefur forsvars-
menn sjávarútvegs um svör. Hvers
vegna hækkaði verðlag í landinu
um 108% umfram hækkun erlendra
gjaldmiðla frá 1979 til jan. 1988?
Hvers vegna er innflutningur í
dag að jafnaði um 40 miHjónum
króna meiri en útflutningur á degi
hveijum?! Hvers vegna er það svona
sjálfsagt að taka erlend lán til inn-
flutnings umfram framleiðslu? Hver
ber ábyrgð á því? Og hver á að
koma með tillögur til úrbóta? Er
það ekki Seðlabankinn? Svo á að
heita að hann fari með fram-
kvæmdavald peningamála. Mér
finnst mælirinn fullur þegar seðla-
bankastjóri segir á ársfundi að at-
vinnulífíð verði að iaga sig að þess-
um aðstæðum! Af velvilja við rit-
stjóm Mbl. vil ég ráðleggja henni
að kynna sér málefni sjávarútvegs
hjá fyrirtækjunum sjálfum en ekki
á ársfundi Seðlabankans. Sú spum-
ing kemur upp í hugann hvort hið
nýja hús Seðlabankans sé ekki al-
mesti flottræfilsháttur í íslandssög-
unni.
Já, það er þungt hljóð í mér. Við
í sjávarútveginum emm meðhöndl-
aðir þannig að sjaldan er hægt að
ná endum saman. Sífellt þarf að
vera að betia um „fyrirgreiðslu" í
bankakerfí sem meðhöndlar at-
vinnulffið eins og á dagheimili.
Þetta er í senn niðurlægjandi og
gjörsamlega óþolandi. Allt saman
afleiðing af ónýtu myntkerfi.
Landsbyggðin tapar sífellt í sam-
keppni við höfuðborgarsvæðið.
Hvers vegna? Af sömu ástæðu.,
Ónýtu myntkerfi. Er ekki kominn
tfmi til að menn hætti að væflast
kring um þetta aðalatriði málsins
eins og kettir kring um heitan
graut.
Núverandi ríkissfjómar bíður það
mikilvæga verkefni að leysa þessi
málefni á varanlegan hátt. Það er
ekki þessari ríkisstjóm að kenna
hvemig þessi mál eru. Þessi ríkis-
sfjóm á einmitt sitt stóra tækifæri.
Koma þessum málefnum í almenni-
legt lag.
Læt ég hér staðar numið að
sinni, en mun halda áfram að koma
þessum sjónarmiðum á framfæri
hvar sem færi gefst. Ég minni á
það að það er mynd af Jóni Sigurðs-
syni forseta á 500 krónu seðlinum.
Þegar myntbreytingin átti sér stað
var þetta verðmesti peningurinn.
Síðan hefur komið 1.000 krónu seð-
ill og 5.000 krónu seðill og þetta er
f sjötta sinn sem minningin um Jón
forseta prýðir peningaseðil því fimm
sinnum hefir það verið gert áður
og fimm sinnum hefir peningaseðill
með mynd af honum farið í úreld-
ingu aftur. Er ekki nóg komið? Það
verður síðasta spumingin.
Með kveðju og von um hrein-
skiptar umræður.
P.s. Ég gleymdi einni spumingu:
Hvort er meiri óstjóm (á alþjóðleg-
an mælikvarða) á framkvæmda-
stjóm sjávarútvegsmála miðað við
ríkjandi aðstæður, — eða á fram-
kvæmdastjóm peningamála í Seðla-
bankanum, eða er Seðlabankinn
bæði valda- og ábyrgðarlaus?
Bakkafjarðarbréf
eftirKristm
Pétursson
Til ritsljómar Morgunblaðsins:
Heiðraða ritstjóm. Tilefni þessa
bréfkoms er umflöllun ritstjómar
blaðsins að undanfömu um sjávar-
útvegsmál til að mynda Reykjavík-
urbréf 30. apríl sl. o.fl.
Um gengismál
Enn er rætt um að fella gengið
eða ekki. Höfundur er þeirrar skoð-
unar að hvorki dugi að fella gengið
eða gera það ekki og skal það
úskýrt nánar.
Kjami málsins er sá að krónan
er jafn verðlaus alvörugjaldmiðill
hvort sem gengið er fellt eða ekki.
Þetta kann að finnast skiýtin rök-
semd, en er samt bláköld stað-
reynd. Vandamál útflutningsgrein-
anna er einmitt það að þessar grein-
ar em þvingaðar til þess að skipta
á alvörugjaldmiðli sem þær afla á
erlendum mörkuðum fyrir afurðir
sínar og ónýtum krónum sem að-
eins er hægt að fá að láni verð-
tryggðar eða með 30% ársvöxtum
eða jafnvel meira. — Eða kaupa
fyrir eitthvað á uppsprengdu verð-
laginu sem er óhjákvæmilegur
fylgifiskur ónýts myntkerfis.
Ég held því hiklaust fram að
þessi „viðskipti" með gjaldeyri og
ísl. krónur séu brot á sijómarskrá
lýðveldisins enda er sfjómarskráin
mun eldri en krónan og vandaðri
gjömingfur. í stjómarskrá lýðveldis-
ins em nefnilega skýr ákvæði um
að „ekki megi gera eigur upptækar
nema greiða fiillt verð fyrir".
Hvemig væri nú að ræða þessi
málefni af einhverri víðsýni. Það
em til tvær hugsanlegar leiðir í
dag: f fyrsta lagi að selja gjaldeyr-
inn á gjaldeyrismarkaði eða með
öðmm hætti láta framboð og eftir-
spum ráða verði gjaldeyris. í öðm
lagi að gera hið íslenska myntkerfi
að hluta úr stærra myntkerfi. Ráð-
stöfunin verður að fela það f sér
að ísl. krónan verði alþjóðlega
viðurkenndur gjaldmiðill.
Af því minnst er á „mgl“ í nefndu
Reykjavíkurbréfí þá skal það tekið
fram að ég tel „gengisfelling eða
ekki“ flokkast undir þetta ágæta
íslenska orð.
Eigi að neyða mig til þess að
halda þessum fáránlegu „viðskipt-
um“ mikið lengur með skipti á al-
vömmynt og ónýtri mynt, þá er
sjálfsagt að gera það ef þeir sem
ekki vi(ja gera fslensku krónuna
að alvörumynt taki að sér að
greiða jafnhá afföll af þessum
viðskiptum og verðbólgan hér
nemur á hveijum tfma. En að
láta hafa sig að svona fífli mikið
lengur nei ónei. Það verður ekki
liðið. Það sem fyllir mælinn til þess
að maður stingi þessu á blað er sú
gremja sem vaknar þegar jafn
ábyrgt blað og Morgunblaðið §allar
um þessi mál af svo miklu skilnings-
leysi að manni blöskrar alveg. Of-
flárfesting já. Hvar er hún ekki í
þessu landi. Einmitt fyrir það að
stjómun peningamála hér hefur
verið f algerum molum og eftir höfð-
inu dansa limimir.
Um Seðlabankann
Þar sem mér hættir til að vera
pínulftið kvikindislegur undir svona
andlegu álagi þá er hið nýja hús
Seðlabankans ágætis stjómstöð til
þess að stjóma peningamálum á
ónýtu myntkerfí. Það er ástæðu-
laust að vera að tala um ofQárfest-
ingu þar á bæ. Þar er byggt fyrir
„eigið fé“. Fé sem þvingað er út
úr bankakerfinu t.d. með því að
skylda ónefnda rfkisbanka til þess
að fjármagna taprekstur á sjávarút-
vegi og getulítið útibú út á landi
borgar refsivexti til Seðlabankans
sem eru svo háir að okurlánarar f
undirheimum erlendis myndu tæp-
ast trúa.
Það eru einmitt vextimir sem eru
að drepa atvinnulífið niður hér á
landi. Vextimir sem eru jafn háir
og raun ber vitni vegna þess að
myntkerfið er ónýtt. Háir vextir
og verðbólga er bein endurspeglun
á vantrú almennings og viðskipta-
lffsins í landinu á myntkerfinu. Það
er svona einfalt. Málið er lfka það
að lærðir menn hætti að rembast
við að hugsa svo flókið að þeir
skilja ekki nokkum hlut sjálfir.
I Þýzkalandi eru vextir nálægt
6%, hér á landi eru þeir 30%, mis-
munurinn er 5-faldur eða 500%!
Dæmigert þýzkt fyrirtæki er
a.m.k. með fimm sinnum meiri
veltuhraða en íslenskt fyrirtæki.
Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir það
að hlutfall fjármagnskostnaðar f
atvinnurekstri í þessum löndum er
1:25 eða 2.500% hærri hér á
landi. Veltuhraðatalan hjá mér er
ekki vfsindalega útfundin. En hún
er ekki langt frá. Kjami málsins
er sá að við erum i vaxandi al-
þjóðlegri samkeppni og verðum
að búa við svipuð skilyrði og
erlendir keppinautar hvað varð-
ar fjármagnskostnað. Það er al-
gerlega vonlaust að hægt sé að
byggja upp atvinnulíf í svona Ijár-
magnskostnaði. Síðan veltur þessi
kostnaður út í verðlagið og kemur
við í hveiju einasta fyrirtæki á ís-
landi.
En — það er ekki hægt að lækka
vexti með handafli, þá rýmar spari-
féð og eldra fólkið og lífeyrisþegar
tapa peningum.
Þess vegna er engin önnur lausn
en gera raunhæfar ráðstafanir
til þess að tryggja að íslenska
krónan verði alþjóðlega viður-
kenndur gjaldmiðill. Hvort það
verður gert með því að koma hér
„Það sem fyllir mæl-
inn til þess að maður
stingi þessu á blað er
sú gremja sem vaknar
þegar jafn ábyrgt blað
og Morgunblaðið fjall-
ar um þessi mál af svo
miklu skilningsleysi að
manni blöskrar alveg.
Offjárfesting já. Hvar
er hún ekki í þessu
landi. Einmitt fyrir
það að stjórnun pen-
ingamála hér hefur
verið í algerum molum
og eftir höfðinu dansa
limirnir.“
Kristinn Pétursson
D02019507
SAMKVÆMT LÖGUM NR.10
29.MARS 1961
SEÐLABANKl
ÍSLANDS
Seðlabanki fslands
á markaðsviðskiptum með gjald-
eyri, eða myntkerfið tengt
stærra myntkerfi skiptir ekki
höfuðmáli, — heldur hitt að nú-
verandi rugli verði hætt sem
fyrst.
Það verður lítið af þvl að hag-
ræða í rekstri undir þessum kring-
umstæðum. Með hvaða peningum?
Á að taka lán með 30% vöxtum og
fastgengisstefnu?
Ég má ekki gleyma að minnast
á vÍ8Ítölukerfið. Það kerfi er búið
að afreka það að lengja lífdaga
þessa myntkerfis töluvert langt
fram yfir eðlilegan dauðdaga.
Raunverulega væri hér ekkert spa-
rifé án vísitölukerfisins. Þannig má
segja að viðmiðun vísitölu á sparifé
bjargi sparifénu. En ávöxtunar-
krafan er of há til þess að nokk-
urt atvinnulíf fái borið þann
kostnað til lengdar.
Um flísina og bjálkann
Skondið þótti mér að sjá viðbrögð
Seðlabankans og ritstjómar Morg-
unblaðsins við hugmynd „skreiðar-
nefndar" um að Seðlabankinn
keypti skuldabréf 1 naimm vegna
skreiðarsölu á nafnverði. Þá fylltust
menn vandlætingu. Ekki skal ég
dæma tillögu nefndarinnar. En það
grátbroslega við þetta er það að sjá
fiísina f auga náungans en ekki
bjálkann i eigin auga.
Skyldi það annars vera svo voða-
lega vitlaust að skipta á naimm og
krónum á sléttu? Eigum við að
spyija Englandsbanka hvora mynt-
ina hann meti meir? í kjölfarið kem-
ur svo ný spuming.
Hvers vegna er það svona sjálf-
sagt að íslenskir útflutningsat-
vinnuvegir taki þegjandi við ónýtri
mynt í skiptum fyrir alvömmynt.
Ég bara spyr og meir en það. Ég
ætlast til þess að fá svör.
Það er ekki íslenskum sjávarút-
vegi að kenna að ekki hefur tekist
að hafa stjóm á peningamálum og
hemja verðbólgu f þessu landi. Svo
aðeins sé rifjuð upp sagan þá var
verðbólgan frá ámnum 1973—1987
að meðaltali um 40%! Fastgengis-
stefnan frá 1983 var góð ef sam-
svarandi stefou hefði verið fylgt í
peninga- og fjármálum, og verð-
bólgan náðst niður.
En hvers vegna hefur stjóm pen-
ingamála mistekist og hver ber
ábyrgð á því? Hefur framkvæmda-
stjóm peningamála (Seðlabankinn)
lagt til einhveijar aðgerðir í málinu
sem ekki hafa séð dagsins ljós og
þá hvaða aðgerðir?
Er ekki allt í lagi að gera þær
kröfur að Seðlabankinn leggi spilin
á borðið alveg eins og nefnt