Morgunblaðið - 07.05.1988, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
Ræða Fríðriks Pálssonar forstjóra SH á aðalfundi 1988:
FÍskvinnslan nýt-
ur ekki sannmælis
Segja má, að oft hafi verið bjartara yfir fiskivinnalunni en um
þessar mundir. Við vitum það allir, að íslenska fiskvinnslan nýtur
mikilfl álits eriendis, en talsvert virðist skorta á, að hún njóti sann-
mœlis hériendis.
Fiskvinnslan hefur legið undir meiri gagnrýni á undanförnum
mánuðum en lengi fyrr. Svo virðist sem það hafi nánast komist i
tísku að tala illa um fiskvinnsluna. Allir hafa vit á vanda hennar
og lausnirnar eru að mati þessara áhugamanna um endurreisn henn-
ar nokkuð einfaldar. Jafnvel orð Sambandsforstj órans um að vinna
megi allan afla landsmanna í 15 frystihúsum eru tekin úr samhengi
og notuð sem dæmi um það hve einfalt málið sé.
Enginn efast um það, að vinna
mætti allan afla landsmanna í 15
frystihúsum, ef þau væru nógu stór,
ef haga mætti vinnutíma eftir þörf-
um, ef allur aflinn bærist á land
hjá þeim og svo framvegis og svo
framvegis.
Sjálfsagt væri líka nóg að hafa
heimingi færri fiskiskip, ef fisk-
gengd væri næg og veðurfar að
jafnaði gott.
Líklegast nægði okkur að hafa
svona 4 eða 5 fyrirtæki til að sjá
um allan innflutning og einn stór-
markaður eða tveir gætu séð um
alla smásöludreifíngu í Reykjavík
með 10 eða 15 kaupmönnum á
hominu.
Gott væri að hafa tvö tryggingar-
félög og einn banka eða tvo.
Ætli svona 200 bændur gætu
ekki séð um alia innanlandsþörfina,
ef við flyttum ekki ailar landbúnað-
arvörur inn?
óþarfi væri að hafa allar þessar
útvarpsstöðvar og fráleitt að við
þyrftum nema eitt dagblað og svona
mætti lengi telja.
Hvar sem litast er um f neyslu-
þjóðfélaginu má finna aragrúa
dæma, sem spyijast má fyrir um,
hvort endilega séu nauðsynleg
og/eða æskileg, en flestir leiða
þessa hluti þjá sér og finnast þeir
ekki skipta ýkja miklu máli
Einstaka manni finnst rétt að
flokka framkvæmdir og rekstur eft-
ir einhvers konar mikilvægi, en allt
er það einstaklingsbundið og hveij-
um þykir sinn furi fagur.
Fiskvinnslan á Islandi er tæpast
veruleg undantekning frá regiunni
um of miklar Qárfestinga en þó
hygg ég, að innan hennar sé ekki
að finna aðalþensluvaldana.
En hví er þessi mikli áhugi nú
sprottinn upp um vanda fiskvinnsl-
unnar?
Lifað í vellystingum
pragtug-lega
Skýringin á því er reyndar afar
einföíd.
Á síðastliðnum tveimur árum eða
f það minnsta að miðju sfðasta ári
hefur þjóðin lifað f vellystingum
pragtugiega vegna mjög hagstæðra
ytri skilyrða f sjávarútvegi eins og
oft er tekið til orða.
Gerir fólk sér grein fyrir því,
hver munurinn er á þeirra eigin
högum við hagstæð eða óhagstæð
ytri skilyrði f sjávarútvegi? Þau
hafa lengst af ráðið þvf, hvort þjóð-
in hefur efni á að búa f þessu landi
eður ei.
Hin hagstæðu ytri skilyrði hafa
að þessu sinni verið mjög verulegar
verðhækkanir á nánast öllum fisk-
mörkuðum okkar íslendinga
samtímis, sem er þó ekki algengt.
Verðhækkanimar hafa leitt til
þess, að hægt hefúr verið að halda
gengi krónunnar óbreyttu misseri
eftir misseri, þrátt fyrir að verð-
hækkanir hér innanlands færu
langt fram úr þvf sem gerist f lönd-
unum hér f kringum okkur.
Innflutningsverðlag hefur því
verið mjög lágt, ódýrar vörur hafa
streymt inn f landið og fyrir þær
verið greitt með þeim gjaldeyri, sem
fengist hefur fyrir útflutning vöru
og þjónustu, en það hefur ekki dug-
að til og því til viðbótar hafa verið
Menri leika sér með tölur um
það, hversu mikið kaupmáttur hafí
aukist og hve velsældin sé ráðandi,
en hvað varð um allan hagnaðinn,
sem fiskvinnslan átti að fá af hag-
stæðum ytri skilyrðum?
Þessar auknu tekjur fóru að
mestu leyti f gegnum fiskvinnsluna,
en hún hefur að vanda skilað þeim
öllum beint út til þjóðarinnar f gegn-
um fiskverð, laun og greiðslu fyrir
svokallaða banka„fyrirgreiðslu“ og
aðra þjónustu.
Sjaldnast gengur
vel í góðæri
Mér eldri menn, sem lengi hafa
unnið f þessari atvinnugrein, segja
mér, að fiskvinnslunni gangi sjaldn-
ast vel f góðæri. Þá séu ávallt gerð-
ar til hennar slíkar kröfur að skipta
öllu upp, að henni takist ekki að
hagnast neitt á góðærinu. Reynsla
sfðustu missera sýnir, að þessi
kenning á rétt á sér. Svo virðist sem
auknar tekjur þjóðarinnar vegna
hagstæðra ytri skilyrða á fiskmörk-
uðum renni í gegnum fiskvinnsluna
án þess að staldra við $ sjóðum
hennar nema svona rétt yfir nótt.
Sú spenna, sem góðærið kallar
fram, hefur á ýmsan hátt óæskileg
áhrif á fiskvinnsluna. Þjónustu-
greinamar margumtöluðu draga til
sín vinnuafl, sem áður nýttist fisk-
vinnslunni, færra fólk þýðir vinnslu
f þær pakkningar sem minna gefa
af sér, tekjur vinnslunnar fara
lækkandi, útflutningur af óunnum
fiski eykst, fiskurinn fer f vinnslu
erlendis á lægra verði, framboð af
ódýrum fiski úr fslensku hráefni
eykst á erlendum mörkuðum, stöð-
ugt verður erfiðara að halda uppi
verði, erfitt reynist að standa við
afhendingar til dýrmætra viðskipta-
vina, og svo má lengi telja.
Allt þetta og margt margt fleira
hafa menn heyrt oft áður og hví
þá að tfunda þetta einu sinni enn?
Ágætu fundarmenn, ástæða þess
að ég tek þetta til umræðu hér og
nú, er að sfðustu mánuðina finnst
mér að keyrt hafi um þverbak.
Það telja sig margir hafa leyfi
til þess að leggja fiskvinnsluna f
einelti, en það er þjóðhættuleg iðja.
Ég fullyrði að fslensk fiskvinnsla
er atvinnugrein, sem þjóðin á að
vera stolt af og er stolt af.
Glöggt er gests augað og það
þarf ekki nema að horfa á viðbrögð
erlendra kaupenda, sem hingað
koma, þegar þeir heimsækja fisk-
iðjuverin okkar og að hlusta á þá
lýsa gæðum vörunnar og frammi-
stöðu starfsfólks og vöruvöndun.
Það er nauðsynlegt að vera
sjálfsgagnrýninn og ég held að fisk-
vinnslan hefi verið það vel í meðal-
lagi á undanförum árum. Auðvitað
er þar margt sem betur má fara,
en breytingamar eru þar einnig
meiri og hraðari en margir hyggja.
Hvers vegna kemur nú enn og
aftur upp þessi neikvæða umræða
um fiskvinnsluna?
Það er vegna þess, að þjóðin lifir
af henni og gerir því til hennar
meiri kröfur en nokkurrar annarrar
atvinnugreinar f þessu landi.
Aukin framleiðni hjá
hinu opinbera
og ræða um vanda fiskvinnslunnar
og nauðsyn þess, að halda ráðstefn-
ur um aukna framleiðni f fískvinnsl-
unni, um nauðsyn tæknibreytinga
í fiskvinnslunni og guð má vita
hvað í fiskvinnslunni. En hvað gera
þessir sömu sérfræðingar í því að
ræða um aukna framleiðni hjá hinu
opinbera, f bankakerfínu, f þjón-
ustugeiranum, í versluninni? Er
ekki kominn tfmi til að við fisk-
vinnslumenn höldum ráðstefnu um
nauðsyn þess að auka framleiðni
alls staðar f kringum okkur líka?
Það yrði kannski til þess, að aðföng
fískvinnslunnar yrðu ódýrari og
spennan á vinnumarkaðinum og
§ármagnsmarkaðnum skaplegri.
Það eru flestir sammála um
nauðsyn frelsis og fijálsrar sam-
keppni, sem leiða á til lækkaðs
verðs á vörum og þjónustu, en ég
fullyrði, að mikið vantar á að kost-
ir samkeppni fái notið sfn til fulls
hér á landi vegna þess, hve þenslan
er mikil. Vissulega nýtur hún sfn
t.d. í smásöluverelun með matvæli
í Reykjavík, þar sem menn beijast
áfram með lágmarksálagningu, en
atvinnurekendur og launþegar
þurfa að gera sér betri grein fyrir
því, hve miklu má ná með virkum
verðsamanburði og hreinu „prútti".
í spennuþjóðfélagi eins og hér
eiga menn ekkert að hika við það
að leita „betra" verðs. Það er alltof
algengt að menn taki útgefna verð-
lista sem gefinn hlut. Kaupandi
vöru og þjónustu hefur fyllilega
sama rétt til að hafa skoðun á því
hvað vara eða þjónusta á að kosta
eins og seljandinn. Nái þeir ekki
samkomulagi um verðið þarf ekki
að stofna til viðskipta.
Lftum á bankana sérstaklega.
Hve oft ganga fyrirtæki á milli
banka og biðja þá um tilboð f ákveð-
in lán? Dæmi eru til um það, en
þau eru fá. Lengst af hafa við-
skipti við fslensku bankana ein-
kennst af þvf, að inneignir á spari-
sjóðsreikningum var auðveld leið til
að tapa fé og útlán voru forréttindi
þeirra, sem græddu á hinum, sem
héldu að þeir væru að ávaxta fé sitt
f banka.
Sem betur fer hafa innlánskjör
breyst á þann veg, að menn geta
nú lagt fá sitt á bankareikninga
án þess að það tapist jafnharðan,
en útlánafyrirkomulagið hefur enn
of lftiö breyst. Vegna viðvarandi
flársveltÍB offjárfestingarþjóðfé-
lagsins búum við enn að mestu við
fyrirkomulag lánafyrirgreiðslu f
stað eðlilegra bankaviðskipta.
Hve oft reyna fyrirtæki að gera
sameiginlega magninnkaup til að
ná niður rekstrarkostnaði á hinum
ýmsu vörum og hve mikið kostar
allt milliiiðakerfið? Jafnvel tals-
manni Félags fslenskra stórkaup-
manna blöskrar óhagkvæmnin sem
hlýst af Qölda heildsala.
Hópur innan félagB innflytjenda
réðst á sínum tfma á þáverandi
fyrirkomulag útflutningsmála með
þeim rökum, að það hlyti að vera
hagkvæmara og jafnvel bara sjálf-
sögð mannréttindi, að hver sem er
fengi að flytja út hvað sem er. Þess-
ir sömu menn halda flestir dauða-
haldi í einkaleyfi til sölu á tilteknum
vörum hér á landi, væntanlega til
þess að halda uppi „góðri þjón-
ustu“. Það skyldi þó ekki vera, að
það haldi líka uþpi ákveðnu verði?
Fiskvinnslumenn þekkja mörg
dæmi um ótrúlega hátt verð á vör-
um og varahlutum, en því miöur,
það er ekki hægt að flyfja sömu
vörur eða varahluti inn nema f
gegnum þessa sömu milliliði.
Eigum við ekki að vera sjálfúm
okkur samkvæmir og gefa þetta
frjálst? Eigum við ekki að gefa öll-
um tækifæri til að flytja inn hvað
sem þeir vilja án þess að þurfa að
Fríðrik Pálsson.
fara í gegnum einkaleyfishafa? Eru
það ekki bara mannréttindi, sem
þar að auki myndi án efa lækka
vöruverð?
Óþolandi firrur
komast á prent
Á sama tfma og gengi krónunnar
hefur verið stöðugt eða farið hækk-
andi hafa öll aðföng til vinnslunnar
hækkað dag frá degi. Taprekstur-
inn nú er staðreynd, sem ekki verð-
ur á móti mælt, en reynt er að
gera ástæður hans tortryggilegar.
StjómEirformaður hefur Qallað um
hinn bráða rekstrarvanda fisk-
vinnslunnar i sinni ræðu og ég vil
þvf einungis undirstrika, að vandinn
er ekki aðeins hennar. Versnandi
ytri skilyrði sjávarútvegs snerta alla
landsins þegna á einn eða annan
veg. Það sýnir vel, hve snaran þátt
fískvinnslan í rekstri þjóðarbúsins.
Það er svo sannarlega kominn
tími til að fiskvinnslan svari fyrir
sig. í fjölmiðlum hafa menn notað
rök eins og þau, að frysting fisksins
sér tímaskekkja, að húsmæður vilji
fá að horfa f augun á fiskinum
áður en þær kaupa hann og að
hagkvæmara sér að fly^a út óunii-
inn fiskt en unninn og fleiri hug-
myndaríkar fúllyrðingar hafa þar
sést.
Því er ennfremur haldið á lofti,
að neytendur vilji frekar kaupa
ferskan físk en frystan og því sé
frysting augljóslega á undanhaldi.
Það er í rauninni óþolandi, að
svona fírrur komist á prent án þess
að neinar skýringar fylgi.
Það er til dæmis útbreiddur mis-
skilningur hér á landi, að beint sam-
hengi sé á milli neyslu á ferskum
fiski og aukins útflutnings á óunn-
um fiski frá íslandi. Því miður er
það ekki svo enda fer stærstur hluti
hans f vinnslu erlendis.
Frysting matvæla eykst jafnt og
þétt um allan heim, firysting fisks
er þar engin undantekning enda
ekki framkvæmanlegt að dreifa
nýjum fiski til Qarlægra markaða
á betri hátt.
Þó að þekktar séu aðrar aðferðir
til að varðveita ferskleika fisks um
nokkum tfma, t.d. gaspökkun og
geislun er ekkert sem bendir til
þess, að aðrar geymsluaðfeiðir
muni taka sæti firystingarinnar á
næstu árum.
Maigir neytendur kjósa að kaupa
ófrosinn fisk frekar en í frystu
formi, ýmist fisk, sem aldrei hefur
ftosið eða físk, sem þfddur er upp
f veralunum.
Aðrir neytendur kjósa frekar að
kaupa frystan físk, þar sem þeir
treysta betur á ferekleika vömnnar
með þeim hætti.
Það er enginn „stórisannleikur"
til f þessu máli. Þeir, sem reyna að
gera lítið úr frystingu fisks hérlend-
is, em annað hvort vísvitandi að
snúa við staðreyndum eða þá að
viðkomandi tala af svona fullkom-
inni vanþekkingu, sem ég veit ekki
hvort er nokkm skárra.
Hvaða afleiðingar hefúr svo allt
þetta tal?
Það dregur jaftit og þétt kraftinn
úr atvinnugreininni, það lýrir trú
starfsfólksins á framtfðaratvinnu-
möguleika, það setur spuminga-
merki við greinina í augum stjóm-
málamanna og skaðar þjóðina í
heild og mun rýra lífskjör hennar.
tekm stórfelld erlend „góðærislán"
til að borga það sem upp á vantar.
Menn koma saman hér og hvar
Þessum áróðri verðum við allir
að svara. Hann er skaðlegur og
hann er beinlfnis rangur.
Frysting er ennþá besta aðferð
sem þekkist til að varðveita ferak-
leika fisks og frystingin á íslandi
stendur þar framarlega, bæði að
búnaði og þjálfuðu starfsfólki.
Frystingin og söltunin hafa í ára-
raðir greitt hæsta veið fyrir hráefni
upp úr sjó, unnið úr því gæðavöm
og selt þær afurðir á hæsta verði
á erlendum mörkuðum í harðri sam-
keppni við stórkostlega ríkisstyrkt-
ar greinar í nágrannalöndum okkar.
Svo má fiskvinnslan búa við það
algjöra skilningsleysi, jafnvel hjá
þeim sem síst skyldi, að hún sé
tfmaskekkja og standi sig ekki.
Auðvitað er fiskvinnslumönnum
ljóst, að þeir geta víða gert betur
og miklar og stöðugar breytingar
gerast í þessari atvinnugrein eins
og öðmm.
Það er sárt að þurfa að standa
frammi fyrir þessu algjöra skiln-
ingsleysi, en ef til vill er skýring-
anna að leita hjá okkur sjálfum.
Við höfúm ekki staðið okkur f þvf,
að upplýsa almenningum gildi þess-
arar atvinnugreinar. Við höfúm
verið of uppteknir við innbyrðis
deilur og að leysa brýnan
skammtímavanda hveiju sinni.
En aðalatriðið er, að þjóðina mun
áfram mestu varða, hvemig aflast
og hvemig verðlag þróast á mörk-
uðum fyrir físk. Þeir sem eitthvað
skynja samhengi hlutanna munu
áfram fylgjast með þeim málum af
áhuga og taka þátt í áhyggjum
þeirra og amstri, sem vinna við sjáv-
arútveginn.
Auðvitað em allir þeir, sem f
þessu þrefi standa daginn út og
daginn inn, hver á sfnum stað, stolt-
ir af því að taka virkan þátt í þvf
að brauðfæða þessa þjóð, en ég lái
það engum, þó að hann hugsi stund-
um sem svo, hvort það sé kannski
betra að vinna allan fiskinn eriend-
is og efla bara starfsemi bankanna,
bamaheimilanna, skólanna, dag-
heimilanna, félagsmálastofnan-
anna, verelananna, og allra hinna
þjónustugreinanna í hinum ýmsu
byggðum landsins. Það er hvort
sem er orðið svo erfítt að fá fólk
til að vinna við þessar undiratöðuat-
vinnugreinar og margir viiðast álfta
að þær séu frekar baggi á þjóð-
inni. Eigum við kannski að láta á
það reyna?
Ljótur leikur
Það er ljótur leikur að grafa
undan trú manna á fískvinnslu
þessa lands.
Sá sem vinur, er til vamms seg-
ir, segir máltækið. Skrif sumra flöl-
miðla um vanda fiskvinnslunnar
má vissulega telja til þess háttar
vinarbragðs, en í of mörgum tilfell-
um hefúr umfjöllunin verið í æsi-
fregnastíl og/eða lftt rökstutt og
að þvf er viiðist til þess eins fallin
að kasta rýrð á fiskvinnsluna og
það er hreinlega þjóðhættulegt.
Hér ætla ég að staldra aðeins
við og spyija. Er það vfst, að ég
hafí létt fyrir mér í þessu máli eða
er frystingin tfmaskekkja og fram-
tíðin fólgin f því að flytja fískmn
út óunninn? Stjómarformaður
nefndi, að hann óttaðist að við ís-
lendingar yiðum hráefnisútflytj-
endur. Ég býst ekki við að nokkur
vilji okkur svo iilt.
Svar mitt er eftirfarandi:
1) Það leikur enginn vafí á þvf,
að stæratuhluti þess óunna fisks,
sem fluttur er úr landi, fer í vinnslu
erlendis. Spumingin snýst því um
það, hvar fiskurinn er unninn, en
ekki hvort hann er unninn.
2) í vaxandi mæli hefúr fslensk
fiskvinnsla haslað sér völl f vinnslu
á ýmiss konar smápakkningum og
komist þannig enn nær neytandan-
um, en áður.
3) Mikil aukning er f dreifingu
meira unnins fisks en áður var, t.d.
uppþfdds frysts fisks og fisks, sem
ininna þarf að tilreiða fyrir mat-
seld. íslensku fyrirtækin hafa verið
framarlega f þeirri þróun.
4) Vaxandi áherela á útfiutning
á unnum ferekum fiski getur orðið
ny'ög arðvænleg atvinnugrein, ef
unnt verður að komast að samning-
um við Evrópubandalagið um að -:í ,
setja ekki tollmúra á unna vöru til
að draga til sfn ótollað hráefni.