Morgunblaðið - 07.05.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
27
5) Við útfærslu landhelginnar í
200 mflur var það þjóðinni kapps-
mál að fá að ráða sjálf yfír auðlind
sinni, fískinum í sjónum. Við erum
í vaxandi mæli að afhenda öðrum
þennan yfírráðarétt með beinum og
óbeinum hætti. Gætum okkar þar.
6) Piskvinnsla á íslandi á a.m.k.
ekki síður framtíð fyrir sér en físk-
vinnsla í Evrópubandalaginu, sem
við nú fæðum dyggilega af hrá-
efni. Við ráðum jrfír betra hráefni
upp úr sjó en aðrir hafa og mikilli
og dýrmætri reynslu fjölmargra
vinnandi manna til siós og lands.
7) Fiskvinnslan á Islandi borgar
í dag nærri tvöfold laun á við físk-
vinnsluna í Grimsby og Hull, þar
sem stór hluti íslenska físksins er
nú unninn. Er það ekki stórkostleg-
ur árangur?
8) Fiskvinnslan á íslandi tryggir
starfsfólki sínu jafna og stöðuga
vinnu og víða stórkostlega vinnuað-
stöðu í samanburði við lausráðið
starfsfólk í blikkskúrum.
Áfram mætti telja ótal atriði
bæði til skýringar á mikilvægi fisk-
vinnslunnar fyrir þjóðarbúið og þær
hættur sem leynast í þjóðlífi okkar
og geta orðið henni skeinuhættar,
en ég læt þetta nægja að sinni,
enda munu aðrir flalla um fleiri
þætti þessa máls.
Ég skal fúslega viðurkenna að
mér geti skjátlast eins og öðrum
og hver fyrir sig má trúa því, sem
hann vill í þessu efni. Ég hlýt þó
að segja, að mér fínnst það ódrengi-
legt af þeim, sem hæst láta og
hafa uppi niðurlægjandi orð um
fiskvinnslu þessa lands, að reyna
ekki að kynna sér aðstæður og
draga sínar ályktanir af þeim, í
stað þess að kveða upp dóma áður
en þeir kynna sér sjálfír málavöxtu.
Fiskvinnslan nýtur
ekki sannmælis
Loks er ekki hægt að ræða þessi
mál án þess að neftia hvaða áhrif
þau hafa á búsetu manna í landinu
og byggðastefnuna. Alltof margir
virðast hafa þá trú, að þjóðin geti
þjappast saman hér á suðvestur-
hominu og lifað samt góðu lífí.
Ég er ekki forspár, en bágt á ég
með _að trúa því, að svo verði.
Nyir tímar koma með nýjar hug-
myndir og nýjar áherslur og enda
þótt fjölmörg önnur atriði hafí áhrif
á búsetuval fólks, þá ræður flár-
hagsleg afkoma jafnan miklu og
hún verður betri úti á landi.
Ég held, að það þjóðfélag, sem
sumir virðast sjá fýrir sér, með
langmestan hluta þjóðarinnar starf-
andi við að þjónusta hver annan
hér á suðvesturhominu sé dapurt
þjóðfélag og því munu áfram verða
öflugar byggðir vítt um land.
Vissulega munum við sjá
byggðakjama rísa og eflast á kostn-
að minni sveitarfélaganna, en það
mun einungis efla byggðina á við-
komandi svæði.
Um nokkuð langan tíma hefur
það viðgengist, að opinberir starfs-
menn hafa fengið staðaruppbót af
ýmsu tagi, þegar þeir ráða sig til
starfa út á land. Lengst af hafa
meðaltekjur fólks í sjávarplássum
irerið hærri en annars staðar í
landinu. Það er einkar eðlilegt. Þar
verða mestu verðmætin til og því
eðlilegt að reyna að skilja eitthvað
af þeim þar eftir í formi daglauna.
Ég varð fyrir miklum vonbrigð-
um vegna þess, að ekki skyldi
finnast leið til að ná fram skatt-
fríðindum fyrir fólk í fískvinnslu í
síðustu kjarasamningum ekki síður
en fyrir sjómenn.
Mér er sagt, að það sé ekki hægt
vegna samanburðar við annað fólk
í landi, en það eru veik rök. Hvem-
ig sem á það er litið, þá borgar físk-
vinnslan íslenska miklum mun
hærri laun en þekkist meðal þeirra
fískvinnsluþjóða, sem við okkur
keppa. Samt fínnst fískvinnslufólki
hér á landi að betur mætti gera.
Þensluþjóðfélagið sér til þess.
Spá mín er sú, að innan tíðar
verði aftur eftirsótt að vinna við
fískvinnsluna á íslandi, fískvinnslu
framtíðarinnar.
Ágætu fundarmenn. Fiskvinnsl-
an nýtur ekki um sinn sannmælis,
en hún nýtur mikillar virðingar er-
lendis. Hefjum hana aftur til virð-
ingar hérlendis. i "• • '
f* 'i i i p i \ e n n t é s l r f 1 < d 3:; • -1 .
iúsiifi titcíl iíc ii (t
MAJORKA OG
KÝPUR
Beint leiguflug í sólina á Majorku. Fyrsta
brottför var í gœr og reglulegar brottfarir eru til
1. október.
Vikulegar ferðir til Kýpur eru meðal nýjunga
sumarsins. Á Kýpur er sumarið langt og síðasta
brottför okkar þangað í sumar er 27. október.
SUMARÍ
DANMÖRKU
Aldrei ódýrara
Flogið er beint til Billund á Jótlandi og dvalið í
alveg nýjum, afar vönduðum sumarhúsum á
fögrum stað við Ebeltoft.
Verð frá 23.800 kr.
Innifalið í verði: Flug, sumarhús í tvœr vikur,
flutningur til og frá flugvelli erlendis og íslensk
fararstjórn.
Flug og bíll um Kaupmanna-
höfn
Kóngsins Kaupmannahöfn er alltaf ofarlega á
vinsœldalista okkar íslendinga. Við bjóðum flug
og bíl um Kaupmannahöfn á afar góðu verði.
Dœmi um verð: 14.250 kr*
Innifalið í verði: Flug ogFordSierra í eina viku,
ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og söluskattur.
* Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára,
ferðist saman.
nue OG BÍU UM
LUXEMBOURG
Enn lœkkar verðið. Mjög hagstœðir samningar
okkar um bílaleigubíla í Luxembourg gera okkur
kleift að gera enn betur við þá sem velja flug og
bíl um Luxembourg.
Dœmi um verð: 13.750 kr.**
Innifalið í verði: Flug og Ford Sierra í eina viku,
ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og söluskatt-
ur.
** Miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára,
ferðist saman.
TAKMARKAÐ UR SÆTAFJÖLDI!
FERDASKRIFSTOFAN ÚRVAÍ
- fólk sem kann sitt fag!
Pósth ússtrœti 13.Sími 26900
1 E r i mmmmmmmmmétmmmmmmmm
—.n.-. ■ ,
.Lt.tni •:<i>Í2;il i*\i liitn jt" iI;
Ml([ (l 83)1 U njjiv 1 í
nu;i
í 11 )ii 119 ftl
. * » i
> n 13 )Ii.';qJ)
TiiTTTÍinntSaJiircc