Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
Morgunblaöið/Sigurður Jónsson.
Fyrstu skákimar tefldar í úrslitakeppni eldri flokksins.
Selfoss;
Keppt til úrslita í skólaskák
Selfoesi.
20 STRÁKAR munu sitja að tafli Þeir sem keppa til úrslita hafa
á Selfossi og keppa til úrslita i áður tekið þátt í undankeppni f
tveimur flokkum um íslands- hvetjum landsfjórðungi og fjöldi
meistartitilinn í Skólaskák. þeirra mikill sem tekið hafa þátt í
Úrslitakeppnin fer fram í félags- mótinu. Forsvarsmenn þess segja
miðstöð unglinga í Gagnfræðaskól- að þetta sé stærsta skákmót á Is-
anum og er til hennar boðið af landi.
bæjarstjóm. Sig. Jóns.
ASEA ÞVOTTAVÉLAR
vélar í sérflokki
------------------
vöstws
y»/*RÖNNING
•//f// heimilistæki
KRINGLUNNI - SÍMI (91)685868
ÆTLARÐU AÐ HJAKKA
ENDALAUST í SAMA
LJÓSRITUNARFARINU ?
Þetta er örstutt kynning á hinni nýju FT-4480
Ijósritunarvél frá RICOH. Það má segja að hún
dragi að sér athygli fyrir allt nema stærðina.
FT-4480 býr yfir ýmsum sérstökum
möguleikum og kostum. Stýrikerfið sparar
tfma. Tími, sem áður fór í að standa yfir verki,
nýtist nú til annars eftir að búið er að velja og
ýta á takka. Sjálvirk stækkun og minnkun og
sjálfvirkt pappírsvai. Hægt er að stækka að
óskum eftir þremur leiðum. Auðveldir valkostir
við frágang og útlit gera öllum unnt að setja
fagmannlegan svip á árangurinn.
Síðast en ekki síst: hæfni RICOH hvílir á
traustum grunni langrar reynslu sem notendur
í 130 löndum hafa sannprófað.
nmm
acohf
SKIPHOLT117
105REYKJAVÍK
SlMI: 91 -2 73 33
. joni j í io<
£
j jjíinj j r
33;jí
BORGARSTJORN:
Launamál borgarstarfsmanna:
Tillaga minnihlut-
ans sýndarmennska
- segir Magnús L. Sveinsson
FULLTRÚAR minnihlutaflokk-
anna f borgarstjórn gerðu
launamál borgarstarfsmanna
að umtalsefni á borgarstjórnar-
fundi án þess að þau væru sérs-
taklega á dagskrá. Stóð umræð-
an f tvær klukkustundir. Full-
trúar minnihlutans sögðu það
mikið réttlætismál að hækka
laun borgarstarfsmanna, sem
hefðu laun undir skattleysis-
mörkum, f 42.000 krónur að
lágmarki og sögðust f því efni
vonast eftir stuðningi forseta
borgarstjómar, Magnúsar L.
Sveinssonar, sem hefði lýst þvf
yfir f fjölmiðlum að hann styddi
tillögu þá, er minnihlutinn lagði
fram um þetta efni f borgarráði.
Magnús L. Sveinsson (S) sagð-
ist telja tillögu minnihlutans sýnd-
artillögu. „Hún er góð að vissu
marki, en klárar ekki það vanda-
mál, sem menn þykjast hafa
áhyggjur af,“ sagði Magnús.
Magnús L. Sveinsson
„Dettur einhveijum í hug að við
leysum vanda fólks sem hefur laun
undir 42.000 krónum með því að
hækka öll laun undir þessum
Útsýnishús á Öskjuhlíð:
Tillögn minnihlutans
um útboð vísað frá
Á FUNDI borgarstj ómar á fimmtudag lagði minnihlutinn til
að borgarstjóni auglýsti eftir aðila til þess að reisa og reka
útsýnishús á Öskjuhlíð I stað þess að fela Hitaveitu Reylqavík-
ur verkið. Jafnframt var lagt til að fyrirhugað framlag hita-
veitunnar renni sem lán til íbúðasjóðs aldraðra. Meirihlutinn
vísaði þessari tillögu frá. Samþykkt skipulagsnefndar fyrir
teikningum af húsinu og leyfi byggingaraefndar til að hefja
framkvæmdir við það voru samþykkt.
I máli fulltrúa minnihlutans
kom fram að það væri ekki í verka-
hring hitaveitunnar að reisa veit-
ingahús, heldur að koma vatni til
notenda. Það væri margviður-
kennt, og helst haldið á lofti af
Sjálfstæðismönnum, að of mikið
væri um að opinberar stofnanir
völsuðu um með almannafé og
reistu sér minnisvarða. í máli Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, Sig-
uijóns Péturssonar, Halls Magnús-
sonar og fleiri kom fram að þau
væru ekki á móti húsinu, en það
væri forkastanlegt að nota fé
Reykvíkinga í svo dýra fram-
kvæmd.
í bókun frá fulltrúum Sjálfstæð-
isflokksins sagði að þeir hefðu
þegar lýst þeirri skoðun að eðlilegt
væri að einkaaðilar sæju um rekst-
ur á þeirri starfsemi sem fram
mun fara í útsýnishúsinu og vetr-
argarðinum undir því. Útboð á
þeirri starfsemi væri ekki tíma-
bært nú. Þá segja fulltrúar sjálf-
stæðismanna að síðari hluti tillögu
minnihlutans hafí í raun verið af-
greiddur með afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar borgarinnar fyrir
þet(a ár.
mörkum í 42.000 og svo gerist
ekkert þar fyrir ofan? Að mann-
eskja, sem í dag er með 42.000
krónur í laun, sætti sig við að
þeir sem eru með 32.000 krónur
fái allt að 10.000 króna hækkun,
en hún ekki neitt? Það vita allir
að þetta gengur ekki svona fyrir
sig.“
Magnús sagðist ekki hafa áttað
sig á því í fyrstu að þessi ann-
marki væri á tillögunni, en það
að svo væri, undirstrikaði enn
sýndarmennsku minnihlutans.
„Þegar rétti tíminn var til þess
að setja fram þessa tillögu, við
gerð ^árhagsáætlunar borgarinn-
ar, heyrðist ekkert frá minnihlut-
anum,“ sagði Magnús. „Hvað
gerðu vinstri flokkamir hins vegar
þegar þeir voru við stjóm í borg-
inni 1978-1982? Ég minnist þess
ekki að laun borgarstarfsmanna
hafí batnað þá.“
Davfð Oddsson, borgarstjóri,
sagði að það væri ekki borgarinn-
ar að marka stefnu í kjarasamn-
ingum, hún væri ekki ein í heimin-
um og taka yrði tillit til annarra
Iq'arasamninga, sem gerðir hefðu
verið í landinu. Hann minnti einn-
ig á það að á stjómartíma vinstri-
flokkanna hefðu verðbætur á laun
borgarstarfsmenna verið felldar
niður með einhliða ákvörðun borg-
arstjóra og þáverandi forseta
borgarstjómar, Siguijóns Pétuss-
sonar, án þess að það væri rætt
í borgarráði eða við starfsmanna-
félag borgarinnar. „Ég er hræddur
um að það yrði eitthvað sagt um
valdníðinginn mikla, sem nú situr,
ef svonalagað gerðist nú,“ sagði
borgarstjóri.
Ossur Skarphéðinsson (Abl)
sagði það vera ljóst, að Magnús
L. Sveinsson hefði lýst yfír stuðn-
ingi við tillögu minnihlutans í §öl-
miðlum er hún kom fram í borgar-
ráði. „Hann gat ekki annað, vegna
þess að hann stóð í verkfallsátök-
um,“ sagði Össur. „Það að hann
skuli lýsa því yfír núna að tillagan
sé sýndarmennska, sýnir að sýnd-
armennskan er hans megin."
Magnús L. svaraði Össuri og
sagði að rangt væri að hann hefði
lýst yfír einhliða stuðningi við til-
löguna í fjölmiðlum, hann hefði
tekið fram að hana yrði að skoða
í ljósi þess að gerð fjárhagsáætlun-
ar væri lokið og samningar við
borgarstarfsmenn giltu út árið.
Minnihluti borgarstjómar;
Bílakaup fyrir sljórnar-
formann Granda siðlaus
Tíðkast í fyrirtækjum af þessari stærð, segir borgarstjóri
Málefni Granda hf. komu tU
umræðu á fundi borgarstjómar
á fimmtudagskvöld. Borgarfull-
trúar minnihlutans kröfðust
svara við þvi hvort það væri rétt
að stjórnarformanni fyrirtækis-
ins hefði verið afhent bifreið að
verðmæti 1,5 mil(jónir króna til
afnota á meðan afkoma fyrir-
tækisins væri slæm og uppsagnir
starfsfólks stæðu fyrir dyrum.
Borgarstjóri staðfesti að stjóm-
arformaðurinn hefði afnot af bíl
fyrirtækisins. „Það er algengt
um stjórnarformenn í fyrirtælq-
um af þessari stærð," sagði borg-
arstjóri.
Fulltrúar minnihlutans létu þung
og stór orð falla og kölluðu bíla-
kaupin hneyksli. Siguijón Péturs-
son, borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, sagði það í meira iagi óvið-
eigandi að fyrirtæki sem væri jafn
nátengt Reykjavíkurborg og Grandi
skyldi gera sig sekt um slíkt, ekki
síst þar sem Reykvfkingar ættu
þijá fjórðu hluta i Granda.
Minnihlutinn lagði fram bókun
þar sem segir meðal annars: „Við
hljótum að lýsa yfír hneykslan okk-
ar á því að keypt skuli glæsikerra
undir stjómarformanninn, ekki síst
í ljósi þess að nú á fyrirtækið í
slíkum rekstrarerfíðleikum að það
telur sig ekki eiga annarra kosta
völ en að segja upp tugum starfs-
manna. Þetta er siðleysi sem við
hljótum að fordæma sem kjömir
fulltrúar borgarbúa sem eiga 7B%
hiutafjár í fyrirtækinu."
J 113