Morgunblaðið - 07.05.1988, Qupperneq 29
I
Með staðfestingn byggingarleyfis ráðhússins í borgarstjórn hefur húsið lokið ferli sínum í nefndum og ráðum borgarinnar. Framkvæmd-
ir standa nú yfir af fullum krafti og að sögn borgarstjóra verður farið að grafa fyrir húsinu eftir nokkra daga.
Byggingarleyfi ráðhússins staðfest:
Hálffasískt andrúms-
loft ríkjandi í borginni
- sögðu fulltrúar minnihlutans
BYGGINGARLEYFI fyrir ráðhús Beykvíkinga við Tjömina var sam-
þykkt á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöldið. Snarpar umræður
urðu um málið og minnihlutafulltrúar notuðu orð eins og „hálffasískt
ástand“, „valdníðsla" og „ribbaldaháttur" um framgöngu borgarstjóra
og meirihluta borgarstjómar við undirbúning að byggingu hússins.
Minnihlutafulltrúar sögðu að áfram yrði allra ráða neytt til þess að
stöðva byggingu hússins. Vera meðlima úr samtökunum Tjömin lifí
á áheyrendapöllum setti nokkurn svip á fundinn. Forseti borgarstjóra-
ar þurfti að hasta á fólkið vegna frammíkalla fyrir borgarstjóra, og
undir ræðu hans reis fólkið skyndilega allt úr sætum og söng biblíu-
sönginn „Á sandi byggði heimskur maður hús“ á meðan það gekk úr
salnum.
Tjörnin lifí fjölmennti á áheyrendapalla borgarstjómar. Nokkurt
ónæði var af gestunum, einkum er borgarstjóri var f ræðustóli.
Meðlimir samtakanna rifjuðu svo upp sunnudagaskólalærdóminn og
sungu „Á sandi byggði heimskur maður hús,“ um leið og þeir gengu
út undir ræðu borgarstjóra.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S),
formaður skipulagsnefndar
Reykjavíkur, skýrði frá umsögn
borgarskipulags um athugasemdir
þær, er bárust vegna ráðhússins er
aukakynning á því fór fram að ósk
félagsmálaráðherra 26. febrúar til
25. mars síðastliðinn. Sagði Vil-
hjálmur að sex bréf hefðu borist.
Atriði sem þar eru gagnrýnd eru
meðal annars að ráðhúsið þrengi
um of að fyrirhugaðri nýbyggingu
Alþingis, að það sé of lítið, of stórt,
hafí ekkert landrými, að það sé
stflbrot miðað við önnur hús og
ráðhústorg vanti. Einnig er efast
um að það sé sannað að Reykjavík-
urborg eigi Tjömina, og að heimilt
sé að byggja út í vatn. Menn telja
líka að ráðhúsið muni auka um-
ferðarþunga um of. Þá kemur fram
í athugasemdum að illa hafí verið
staðið að kynningu á húsinu, mæli-
kvarða hafí vantað á fjölda mynda,
tölur um stærð bygginarinnar verið
illlæsilegar og gestabók kynningar-
innar ekki með tölusettum blaðsíð-
um.
Kynningin vel unnin
Vilhjálmur sagði að öllum at-
hugasemdum hefði verið svarað á
vel rökstuddan hátt, og um þessa
þætti hefði raunar þegar verið fja.ll-
að ýtarlega. Starfsfólk Borgar-
skipulags hefði lagt sig allt fram
til þess að gera kynninguna sem
'best úr garði og sýna þar þróun
byggingarinnar frá samkeppnistil-
lögunni að framlögðum byggingar-
nefndarteikningum, sem nú hefðu
verið samþykktar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(Kvl) átaldi harðlega framgöngu
borgarstjóra í ráðhúsmálinu. „Eg
býst við þvf að meirihlutinn reikni
með því að í kvöld sé rekinn enda-
hnúturinn á þetta mál hér í borgar-
stjóm," sagði Ingibjörg Sólrún.
„Það liggur hins vegar fyrir að
byggingarleyfíð verður kært, og um
þá kæm þarf meðal annars bygg-
ingamefnd að gefa umsögn. Hver
afdrif kærunnar verða veit enginn
á þessari stundu, en umræðan held-
ur greinilega áfram hér í borgar-
stjóm. Ég fullvissa borgarfulltrúa
um það í andstöðunni við ráðhúsið
verða allar þær ieiðir famar sem
færar era.“
Ingibjörg kallaði aukakynning-
una á ráðhúsinu sýndarkynningu
og sagði að það hefði raunar verið
ljóst áður en hún hófst að athuga-
semdir borgarbúa yrðu að engu
hafðar. Svör embættismanna borg-
arinnar við þeim lægju nú fyrir, og
hún furðaði sig á því hversu lítil-
þægir og metnaðarlausir þeir væra,
í mörgum tilvikum væri sneitt hjá
því sem spurt væri um og farið út
í aðra sálma.
Ingibjörg Sólrún lagði síðan fram
bókun frá fulltrúum Kvennalista,
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandálags, þar sem staðsetning
ráðhússins er talin munu raska
heildarsvip byggðarinnar við Tjöm-
ina og húsið vera alltof dýrt. Einn-
ig era látnar í ljós efasemdir um
að veiting byggingarleyfís sé f sam-
ræmi við skipulagslög, þar sem
nýtingarhlutfall lóðarinnar sé miklu
meira en gert sé ráð fyrir í aðal-
skipulagi. Einnig hafi húsið stækk-
að mikið í hönnun.
Hálffasískt
andrúmsloft
Kristfn Á. Ólafsdóttir (Abl) tók
í sama streng. „Fólk tárast jafnvel
þegar það á leið um hjarta borgar-
innar, ekki aðeins af þessum ljót-
leika, sem blasir við því, heldur
einnig af vanmegnugri reiði," sagði
Kristín. Kristín kallaði framgöngu
meirihlutans í þessu máli ribbalda-
hátt, að gengið væri á skjön við
landslög og ekki tekið mark á viija
borgarbúa. Borgarstarfsmenn
hefðu ekki þorað að skrifa undir
mótmæli gegn ráðhúsinu vegna ótta
um að verða látnir gjalda þess í
starfí sínu. „Það verður til pólitískt
ástand, sem margir kalla hálf-
fasískt," sagði Kristín. „Að mínu
mati er það réttnefni á því andrúms-
lofti sem ríkir í Reykjavík undir
stjóm Davíðs Oddssonar og meiri-
hlutans."
Sigrún Magnúsdóttir (F) sagð-
ist ekki vera mótfallin ráðhúsinu
sem slíku og hefði hún samþykkt
byggingu þess á núverandi stað:
Hins vegar teldi hún að þurft hefði
betri tíma til undirbúnings og að
hroðvirknislega hefði verið að hon-
um staðið af hálfu meirihlutans.
Framkoma borgarstjóra í málinu
væri sterkasta vopn andstæðinga
ráðhússins. Sigrún lagði fram bók-
un þar sem hún rekur atriði þau,
er hún telji aðfínnsluverð. Inn-
kaupastofnun Reykjavíkurborgar
hafi verið sniðgengin varðandi út-
boð og innkaup, ekki hafí verið tek-
ið lægsta tilboði í stálþil, útboðs-
gögn hafi verið ófullkomin, kynning
á ráðhúsreit verið ófullnægjandi og
lífríki Ijamarinnar ekki rannsakað
nægilega. Þá mótmælir Sigrún úr-
ræðaleysi verkefnastjómar ráð-
hússins varðandi bflastæðavanda
Suður-Kvosar, eftir að bflastæðum
í ráðhúskjallaranum hafi verið
fækkað úr 330 í 130.
Minnihlutinn talar
gegn betri vitund
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði að þegar því væri haldið fram
að borgaryfírvöld hefðu haldið á
þessu máli á annan og lakari hátt
en á öðram skipulagsmálum, töluðu
menn gegn betri vitund. Áform um
byggingu ráðhúss við Tjömina
hefðu fyrst verið kynnt árið 1984,
og húsið hafí verið komið inn á
skipulagsteikningar í september
1985 en borgarfulltrúar minnihlut-
ans ættu kannski erfitt við sína
eigin samvisku að hafa ekki gert
athugasemdir við málið fyrir
síðustu kosningar og gert það að
kosningamáli. „Þessir borgarfull-
trúar hafa skeytingarleysi sínu ekki
til afsökunar að þeir hafí ekki vitað
um málið," sagði borgarstjóri.
Davíð sagði málflutning ráð-
hússandstæðinga með eindæmum
og að þar ræki hver þversögnin
aðra. Fyrst hefði nánast eingöngu
verið rætt um lífríki Tjamarinnar,
en þegar Náttúravemdarráð gerði
ekki athugasemdir af þeim sökum,
hefði sú umræða fallið um sjálfa
sig. Þá hefðu menn haldið því fram
að ráðhúsið væri orðið stærra en
ráðhúsbyggingin við Iðnó, sem
hætt hefði verið við á sjöunda ára-
tugnum. Sannleikurinn væri sá að
gamla ráðhúsið hefði átt að verða
53.000 rúmmmetrar en væntanlegt
ráðhús yrði 24.000. Næst hefði
verið kvartað yfír því að þrír bfla-
kjallarar myndu stórauka umferð-
ina niður f Kvosina, en þegar af
spamaðar- og öryggisástæðum
hefði verið hætt við þá, hefðu menn
skyndilega farið að fjargviðrast yfír
því að það væra ekki nógu mörg
bílastæði í húsinu. Næst hefðu
menn haldið því fram að Tjömin
myndi tæmast, en skömmu síðar
héldi sama fólk þvl fram að hún
myndi fyllast. „Engu líkara var en
að helsti gallinn við þessa byggingu
og þetta skipulag væri sá að ekki
væri reiknað með hættu á heims-
endi. Miðbærinn átti allur að fara
á kaf, en þetta hugsuðu menn auð-
vitað ekki út í fyrr en ráðhúsið kom
til sögunnar." sagði borgarstjóri.
„Ég var varla búinn að kyngja því
fyrr en ég las að mest hætta væri
á að ráðhúsið færi á flot.“
Davíð sagði að staðhæfíngar um
að ekkert mark væri tekið á undir-
skriftum borgarbúa gegn ráðhúsinu
kæmu úr hörðustu átt. „Þetta er
eina stóra undirskriftasöfnunin á
mínum borgarstjóraferli, en á með-
an Sigurjón Pétursson og félagar
réðu hér ríkjum vora þær að
minnsta kosti fjórar, um Sogamýr-
ina, Seðlabankann, Útitaflið og
Fæðingarheimilið. Þetta vora milli
5000 og 9000 nöfn í hverri söfnun
og ætíð vora fyrstu viðbrögð Sigur-
jóns Péturssonar þau að á þessu
yrði ekki tekið mark. Meirihlutinn
stóð með honum í þessu utan einu
sinni þegar mér tókst að fá einn
fulltrúa minnihlutans til þess að
styðja það að Fæðingarheimilið yrði
ekki lagt niður,“ sagði borgarstjóri.
Össur Skarphéðinsson (Abl)
hélt langa ræðu um flóðahættu í
Reykjavik og hugsanlega hækkun
sjávarmáls með breytingum á veð-
urfari. Niðurstaða Óssurar var sú
að Kvosinni allri væri veruleg hætta
búin af þessum sökum, en ekki
væri ástæða til þess að hætta við
byggingu annarra húsa en ráð-
hússins í Kvosarskipulaginu. Einka-
aðilar yrðu sjálfír að bera ábyrgð á
húsum, sem þeir byggðu fyrir eigið
fé. Ráðhúsið væri hins vegar byggt
fyrir fé borgarbúa og ekki hættandi
á að það sykki í sæ.
Að umræðum loknum var gengið
til atkvæða um staðfestingu bygg-
ingarleyfis fyrir ráðhúsið. Fulltrúar
sjálfstæðismanna, niu að tölu,
greiddu staðfestingunni atkvæði en
allir sex fulltrúar minnihlutaflokk-
anna vora á móti.