Morgunblaðið - 07.05.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
31
Atlantshaf sbandalagið:
Hljóðlaust skip
hlerar kafbátana
La Spezia. Reuter.
Atlantshafsbandalagið tók í
gær formleg-a i notkun hafrann-
sóknaskipið Alliance en hernað-
arsérfræðingar segja, að aldrei
fyrr hafi jafn hljóðlátt skip siglt
nm saltan mar.
Skipinu, sem er 3.200 tonn, var
hleypt af stokkunum í La Spezia
í Ítalíu í júlí árið 1986 og hefur
síðan vérið unnið að því að fullbúa
það. Kostaði smíðin nærri hálfan
annan milljarð ísl. kr. en Alliance
er fyrsta skipið í eigu sjálfs NATO.
Á næstu vikum verður skipið reynt
undan Bahama-eyjum enn starfs-
vettvangur þess^ verður Norður-
Atlantshaf, við ísland, Noreg og
Bretlandseyjar.
Með nýrri tækni er næstum
komið í veg fyrir, að nokkurt hljóð
berist frá skipinu, og felst hún
meðal annars í því að einangra
sérstaklega allar vélar og önnur
tæki frá skipsskrokknum. Eru von-
ir bundnar við, að skipið komi að
góðu gagni við að fýlgjast með
kafbátsferðum Sovétmanna f norð-
urhöfum.
28 maxms farast í sjó-
slysi við Filippseyjar
Manila. Reuter.
TUTTUGU og átta manns að
minnsta kosti fórust þegar flutn-
ingabátur sökk við Filippseyjar
í fyrradag og er óttast um af-
drif 20 annarra.
Leitarflokkar fundu í gær lík 13
manna og höfðu þá fundist 28 alls.
Sagði yfírmaður strandgæslunnar í
Leyte-héraði, sem er í miðjum eyja-
klasanum, að enn væri 20 saknað
en 122 komust lífs af úr slysinu.
Báturinn, sem var í vöruflutning-
um milli eyja og var aðeins 20 tonn,
var ekki gerður til mannflutninga
en þegar hann var að leggja frá
landi í sína síðustu för þyrptist
mikill fjöldi um borð. Litlu eftir
brottför rakst báturinn á rekavið-
ardrumb og sökk á skömmum tíma.
Reuter
Innrásarher í
miðborg Stokkhólms
Tæplega 3.000 sænskir hermenn tóku þátt í heræfíngum í Stokkhólmi í gær til að æfa vamir borgar-
innar á átakatímum. Æfingamar stóðu yfír í þijár klukkustundir og vom hinar viðamestu sem fram
hafa farið í höfuðborginni. Hluti herliðsins brá sér í hlutverk innrásarliðs en æfíngamar miðuðu að því
að veija um 50 hemaðarlega mikilvæga staði í Stokkhólmi. Myndin var tekin í miðborginni en vegfar-
endur ráku margir hveijir upp stór augu er skriðdrekar og hermenn, gráir fyrir jámum, birtust á
götum borgarinnar.
Chirac segist hafa sýnt
hver sitii að völdum
París. Reuter.
Stjóramálaskýrendur vestan
hafs og austan voru sammála um
það í gær að ímynd Jacques
Chirac, forsætisráðherra Frakk-
lands, hefði batnað eftir að hon-
um tókst að tryggja frelsi þriggja
franskra gisla i Lfbanon og 23ja
í Nýju Kaledóniu á miðvikudag
og fimmtudag. Af þessum sökum
er hann talinn hafa unnið á í
keppninni við Francois Mitter-
rand, forseta, um forsetaembæt-
tið, sem lýkur á sunnudag. Fróð-
ir menn tejja þó ólíklegt að þess-
ir síðustu atburðir dugi Chirac
til sigurs, þótt franska þjóðin
fagni framgöngu hans í gísladeil-
unum. Bandariska blaðið New
York Times sagði f gær f rit-
stjómargrein að Chirac hefði
unnið pólitískan stórsigur með
frelsun gfslanna en svo virtist
sem hann hefði keypt hann dýru
verði.
Blaðið sagði að Chirac hefði snú-
ið rækilega á mótframbjóðanda sinn
en miklu hefði verið fómað. Samn-
ingar hans við írani hefðu rofíð
skarð í þá samstöðu, sem ríki hefðu
haft með sér í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum og gætu hugs-
anlega orðið hvati til frekari mannr-
ána. Mannræningjar væru þar með
komnir í þá aðstöðu að geta hlutast
til um kosningar í vestrænum
ríkjum. „Það er þó enn alvarlegra
að Frakkar munu, að því er sagt
er, sleppa hiyðjuverkamanni, sem
fangelsaður var árið 1980 fyrir
morðtilræði við Shahpur Bakhtiar,
fyrrum forsætisráðherra írans,"
sagði í leiðara New York Times.
Franska stjómin ítrekaði f gær að
ekki hefði verið borgað neitt lausn-
argjald fyrir gíslana eða látið undan
kröfum ræningjanna að öðm leyti.
Háttsettur vestur-þýzkur embættis-
maður sagði í Bonn að Jean-Bem-
ard Raimond, utanríkisráðherra
Reuter
Jacques Chirac, forsætisráð-
herra Frakklands, heldur á
knetti, sem stuðmngsmenn hans
gáfu honum á kosningafundi í
gær, lokadegi kosningabarát-
tunnar fyrir seinni umferð
frönsku forsetakosninganna á
morgun.
Frakka, hefði skýrt sendiherrum
evrópskra ríkja frá því að Frakkar
hefðu einungis greitt írönum hluta
gamals láns í stað gíslana. Raimond
hefði einnig harðneitað á fundi með
sendiherrunum að Frakkar hefðu
lofað írönum vopnum.
Bilið minnkar
Samkvæmt lögum er bannað að
birta skoðanakannanir í Frakklandi
viku fyrir kosningar. í könnun, sem
birt var um síðustu helgi, var Mit-
terrand spáð 10 prósentustiga meiri
atkvæðaQölda en Chirac, en stjóm-
málaskýrendur telja að bilið hafí
minnkað f vikunni.
í gær vitnaði blaðið Tribune de
l’Expansion hins vegar til leynilegra
skoðanakannanna, sem sýndu að
bilið væri komið niður í fjögur pró-
sentustig. Þá sögðu menn, sem
vinna að skoðanakönnunum að
Chirac hefði ótvírætt dregið á Mit-
terrand síðustu tvo daga. Parísar-
blaðið Liberation spáði því hins veg-
ar að Chirac hefði litlu bætt við sig.
Mitterrand sagðist samgleðjast
þjóðinni er frönsku sendifulltrúamir
Marcel Carton og Marcel Fontaine
og blaðamaðurinn Jean-Paul Kauff-
mann komu til Parísar f fyrradag
eftir þriggja ára fangavist hjá
mannræningjum í Líbanon.
Mitterrand ávítaði Chirac hins
vegar harðlega fyrir að senda
vfkingasveit á aðskilnaðarsinna
kanaka, sem héldu 23 frönskum
gíslum í heili á Nýju Kaledóníu.
Nítján kanakar féllu og tveir liðs-
menn víkingasveitanna. „Ég er
harma þessa óþörfu blóðsúthell-
ingu. Ég hefði fremur kosið samn-
inga- og sáttaleiðir," sagði forset-
inn.
Chirac að búa í haginn?
Chirac sagðist í gær hafa fært
mönnum heim sannin um það, hver
völdin hefði í Frakklandi. Sagðist
hann stoltur af þvf að hafa tiyggt
frelsi gíslanna og að úrslit kosning-
anna á sunnudag myndu engu
breyta þar um.
Stjómmálaskýrendur sögðu að
hugsanlega hefðu hinir mörgu
pólitísku sigrar Chiracs síðustu
daga komið of seint til að ráða úr-
slitum á morgun. Þeir sögðu að
hann hefði hins vegar búið vel í
haginn fyrir næstu forsetakosning-
ar ef Mitterrand sigrar á morgun.
Júgóslavía:
54 klukkustunda
brandaraþolraun
Belgrad. Reuter.
SÉRVITRINGUR nokkur f
Belgrad, Miroslav Mihailovic að
nafni, sagðist eiga von á meira
en einni hláturgusu, þegar hann
hæfí 54 klukkustunda brandaram-
araþon á Belgrad-torgi. Hann hóf
þuluna kl. 16 f gærdag, og er
markmið hans að komast i Heims-
metabók Guinness.
Mihailovic, sem er fímmtugur að
aldri, sagðist kunna 287.000 brand-
ara og stefndi að því að halda hlátrin-
um vakandi þangað til seint á sunnu-
dagskvöld.
„Ég get jafnvel komið manni til
að hlæja á banabeði sínum," sagði
Mihailovic í blaðaviðtali.
Reuter
Bein útsending
af Everest-tindi
F.ins og fram hefur komið í blaðinu, klifu tveir hópar fjallgöngu-
manna Everest-fjall á dögunum og réðust þeir til uppgöngu sitt
hvoru megin fjallsins. Þegar fyrri hópurinn komst á foldgnáan
Everest-tindinn sfðastliðinn fimmtudag tóku fjallgöngugarparnir
tæki og tól úr farteski sinu og hófu beina sjónvarpssendingu frá
tindinum. Beindu þeir sendingu sinni til himins, en henni var
endurvarpað um gervihnött til Japans, Kfna, Nepal og Suður-
Kóreu þar sem tugmilljónir manna fylgdust grannt með. Hópara-
ir ætla þó ekki niður við svo búið, heldur ætla þeir að ganga
niður þá leið, sem hinn hópurin kleif upp. Þetta er í fyrsta
skipti, sem menn reyna að ganga yfir Everest-fjall þvert. Ever-
est tindur er f 8.848 m hæð yfír sjávarmáli.