Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 32

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Rætt um framlög NATO-ríkja til varaa: Aðildarríkin ætla að finna lausn fyr- ir næstu áramót Róm, Reuter. WILLIAM Taft, aðstoðarvarn- armálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði á blaðamanna- fundi í gœr að stjórnvöld aðild- arríkja Atlantshafsbandalags- ins hefðu samþykkt að ræða fram að áramótum hvernig bregðast ætti við því sjónarmiði Bandaríkjamanna að aðild- arríkin legðu ekki nægilega mikið af mörkiun til sameigin- legra vama ríkjanna. Taft sagði að Bandaríkjamenn hefðu áhyggjur af því að banda- menn þeirra tækju ekki nægan þátt í kostnaði af sameiginlegum vömum Atlantshafsbandalagsins. Þetta sjónarmið hefði valdið því að erfitt væri fyrir Bandaríkja- stjóm að afla stuðnings við óskert útgjöld til vamarmála á Banda- ríkjaþingi. Hann sagðist hins vegar vera ánægður með þau viðbrögð sem hann hefði fengið í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Briissel og á ferð sinni til Hollands, Lund- úna, Bonn og Rómar. „Viðbrögðin hafa verið þau að bandamenn okk- ar ... hafa samþykkt að þetta væri vandamál sem vamarbanda- lagið þyrfti að leysa. Þeir hafa fallist á að reyna af fremsta megni að finna lausnir á þessu máli og ræða hvemig bregðast skyldi við sjónarmiðum Bandaríkjamanna á næstu sex, sjö mánuðum." Hann sagði að Bandaríkjastjóm gerði ráð fyrir því að geta kynnt árangur þessara viðræðna fyrir Bandaríkjaþingi í lok þessa árs. Meðlimir Greenpeace-samtakamma hengja fána á sovésku freigátuna Sil-nyy á Stórabelti í trær. Reuter Greenpeace með aðgerðír við strendur Danmerkur: Mótmæltu kjarnavopnum um borð í sovésku herskipi VnnnmannaliXtn Dairfa* ERLENT Kaupmannahttfn, Reuter. GREENPEACE-samtökin stóðu fyrir aðgerðum á Stórabelti í gær. Meðlimir samtakanna fóru að sovésku herskipi og festu fána á skipið til að mótmæla siglingu herskipa um Eystrasalt með kjamavopn innanborðs. Greenpeace-samtökin hafa áður staðið fyrir svipuðum aðgerðum gegn breskum og bandarískum herskipum á Eystrasalti en þetta er í fyrsta sinn sem samtökin amaat við sovésku herskipi. Fjórir meðlimir Greenpeace- samtakanna fóru á tveimur gúmmíbátum frá skipi samtak- annna, Moby Dick, að freigátunni Sil-nyy sem var að sigla um Stóra- belti milli Sjálands og Fjóns á leið úr Eystrasalti út á Norðursjó. Öðr- gúmmíbátnum hvolfdi um en Kosið til sveitarstjóma í Bretlandi: Stóru flokkamir ánægð- ir með kosningaúrslitin Flokkur frjálslyndra og sósíaldemókrata galt afhroð London. Reuter. TALSMENN breska Verka- mannaflokksins fögnuðu f gær niðurstöðum s veitarstj ómar- kosninganna á fimmtudag og íhaldsmenn voru raunar einnig ánægðir með sinn hlut. Frjáls- lyndir og sósfaldemókratar fóru hins vegar hina mestu hrakför. Kosið var í 211 sveitarstjómum af rúmlega 400 og fékk Verka- Belgía: mannaflokkurinn 41% atkvæða, íhaldsflokkurinn 38% og nýstofn- aður flokkur jafnaðarmanna og fijálslyndra 19%. Var hér um að ræða fyrstu glímu stóru flokkanna síðan Margaret Thatcher og íhalds- menn unnu þriðja sigur sinn í júní í fyrra. út úr kosningunum að því leyti, að hann missti helming þeirra sæta, sem hann hafði, þótt hann fengi 19% atkvæða. mennimir tveir sem um borð vom komust aftur um borð í hann. Varð þeim ekki meint af volkinu að sögn talsmanns samtakanna Michaels Ross. Festu Greenpeace-mennimir fána á stefni freigátunnar og Moby Dick sendi skilaboð á ensku og rússnesku í gegnum talstöð þar sem sovéski sjóherinn var beðinn að hafa ekki kjamavopn um borð í herskipum sínum. Að sögn Ross svaraði yfirmaður Sil-nyy skilaboð- unum og sagði að engin kjama- vopn væru um borð í freigátunni. Þessi aðgerð er gerð §órum dögum fyrir kosningar í Dan- mörku, en Poul Schluter forsætis- ráðherra rauf þing og boðaði til kosninga eftir að þingsályktunar- tillaga um að, herskipum sem vopnuð væm kjamavopnum yrðu ekki leyft að koma til hafnar í Danmörku, var samþykkt á danska þinginu í síðasta mánuði. Kanada: Franskt herskip flyt- Áttunda stjómar- myndun Martens Brussel. Reuter. ur togara til hafnar Endurvekur deilur um skiptingu hafsvæða BALDVIN Belgíukonungur hef- ur falið Wilfried Martens forsæt- isráðherra að mynda nýja stjóra mið- og vinstriflokka en stjórn- málaskýrendur efast um, að þessari áttundu ríkisstjórn Mart- ens verði langra lífdaga auðið. Stjómarkreppan í Belgíu hefur staðið í hálfan fimmta mánuð, sú lengsta, sem um getur, og hefur Martens verið í forsæti bráða- birgðastjómar þennan tíma. Hefur hánn raunar verið f forystu fyrir flestum ríkissljómum i níu ár og töldu margir, að hans pólitíska sól væri um það bil að ganga til viðar. Búist er við, að Martens skýri frá skipan fimm flokka stjómarinnar á sunnudag, þeirrar 33. í Belgíu frá árinu 1944. í nýju stjóminni verða frönsku- og flæmskumælandi sósíalistar, frönsku- og flæmskumælandi kristilegir demókratar og Volks- unie, alflæmskur flokkur. Ekki er búist við miklum breytingum á nú- verandi stjóm að þvi undanteknu, að líklega verður Leo Tindemans ekki utanríkisráðherra áfram. Síðasta stjóm mið- og hægri flokka steytti á því foma skeri, sem er tungumálavandinn í Belgíu, og stjómmálaskýrendur segjast sjá nýjan boða í frönskumælandi sósí- alistum. Þeir eru margir óánægðir með stjómarmyndunma og finnst hún svik við hagsmuni frönskumæl- andi Belgíumanna. t*-£ ■ -í , « ‘ 'fcr 'bx -Ott tí ík ■ * Verkamannaflokkurinn jók fylgi sitt í öllum landshlutum en hafði þó aðeins náð meirihluta f þremur nýjum sveitarfélögum þegar aðeins vantaði úrslit frá fimm kjördæm- um. Verkamannaflokksmenn voru að sjálfsögðu ánægðir með niður- stöðuna og sagði Larry Whitty, ritari flokksins, að nú væri kominn skriður á hann og væru úrslitin mikið áfall fyrir ríkisstjómina. íhaldsmenn em á öðru máli og segja kosningamar vera til marks um styrka stöðu íhaldsflokksins. Stjómin stæði í ströngu vegna umdeildra aðgerða í félags-, heil- brigðis- og sveitarstjómarmálum og hefðu margir búist við slæmri útreið af þeim sökum. Útkoman væri hins vegar sú, að flokkurinn hefði aðeins misst eitt sveitar- stjómarsæti og náð meirihluta í fjórum nýjum bæjarstjómum. „Þetta var góður dagur fyrir Ihaldsflokkinn," sagði Peter Bro- oke, formaður flokksins. Nýstofnaður flokkur sósíal- demókrata og frjálslyndra fór illa SL Joho’s á Nýfundnalandí. Reuter. FRANSKT herskip tók togara frá Nýfundnalandi og færði til hafnar á fimmtudag. Hefur þetta atvik endurvakið deilur um fisk- veiðirétt úti fyrir austurströnd Kanada en samkomulag náðist milli deiluaðila fyrir rúmri viku. Yfirvöld í Kanada staðfestu að togarinn, með fimm manna áhöfn, hefði verið dreginn til hafnar á eyj- unni St. Pierre-Miquelon suður af Nýfundnalandi. Forsvarsmenn út- gerðarfyrirtækja á Nýfundnalandi segjast munu fara þess á leit við ríkisstjóm Kanada að send verði formleg mótmæli til frönsku stjóm- arinnar vegna þessa atviks. Vika er liðin frá því Frakkar og Kanadamenn náðu samkomulagi um að fá óháðan aðila til að Qalla um Bkiptingu hafsvæðisins suður %f Nýfundnalandi nálægt eynni St. Pierre-Miquelon, þar sem lögsögur landanna tveggja, Frakklands og Kanada, skerast. Ekki hefur tekist að semja um hvar miðlína eigi að liggja. Samið var um fyrir viku að aðilar hefðu tvær vikur til að koma sér saman um hvaða óháður þriðji aðili jrrði fenginn til að fjalla um þetta mál og koma með tillögu um lausn innan þriggja mánaða. í síðasta mánuði urðu miklar deilur vegna fiskveiðiréttinda á þessu svæði þegar Kanadamenn handtóku 21 sjómann frá St. Pierre- -Maquelon-eyju fyrir ólöglegar veið- ar. Sögðust sjómennimir hafa verið að veiðum til að beina athygli að fískveiðideilunni. Frakkar kölluðu heim sendiherra sinn fiá Kanada til skrafs og ráðagerða eftir atvikið og niðuretaðan varð sú að kæmr vom látnar niður falla. .,,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.