Morgunblaðið - 07.05.1988, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
"Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga:
Fjárfestingar og verklegar
framkvæmdir takmarkaðar í ár
50 milljóna króna hagnaður af rekstri síðasta árs
HEILDARVELTA í aðalrekstri
Kaupfélags Eyfírðinga á árinu
1987 nam rúmum 5,7 miHjörðum
króna og jókst um 23%, aukning-
in er því yfir verðbólgumörkum,
en er misjöfn eftir rekstrarsvið-
um. Velta samstarfsfyrirtækj-
anna nam á árinu tæpum 1,7
miljjarði króna og jókst um 6%
frá fyrra ári. Mestur varð sam-
dráttur i sölu og framleiðslu hjá
Kaffibrennslu Akureyrar hf.,
Söltunarfélagi Dalvíkur hf. og
lítillega hjá Fóðurvörudeild KEA
og KSÞ sf.
Aðalfundur KEA hófst í gær í
Samkomuhúsinu á Akureyri og lýk-
ur honum í dag. í skýrslu stjómar
og kaupfélagsstjóra kemur fram að
á árinu fjárfesti félagið í varanleg-
um rekstrarfjármunum fyrir 68,5
millj. króna. I hlutabréfum fjárfesti
félagið fyrir 63,6 millj. kr. og mun-
ar þar mest um 40 milljóna króna
hlutafjárframlag til Útgerðarfélags
KEA hf. vegna kaupa á nýju Snæ-
felli og einnig var hlutaféð aukið í
Hafnarstræti 87-89 hf., sem byggir
-Hótel KEA. Þá yfirtók félagið Akva
sf., sem staðsett er í Mjólkursam-
laginu, og tók þá við eignum og
skuldum, sem hvort um sig var
nálægt 30 millj kr. Vörubirgðir fé-
lagsins hækkuðu milli áranna um
81,4 millj. sem er innan verðbólgu-
marka og hafa því lækkað að magni
til. Stofnsjóðir félagsmanna hækk-
uðu aðeins lítillega, en innlánsdeild-
in jókst um 82,4 millj. kr. og félag-
ið fékk ný langtímalán nettó að fjár-
hæð 147,2 milljónum. Þar af var
skuldabréfasala félagsins 85 millj.
kr. Hreint veltufé jókst um 103,4
millj. og veltuflárhlutfall hækkaði
úr 1,19 í 1,24. Greiðslustaðan batn-
aði því. Útistandandi skuldir hafa
vaxið verulega og veldur það mikl-
um áhyggjum og getur orsakað
tfmabundna greiðsluerfíðleika hjá
félaginu sjálfu. Skuldir samtals
nema rúmum 2,2 milljörðum króna.
í skýrslunni segir að rekstur fé-
lagsins hafí verið mjög hagstæður
miðað við mjög érfítt rekstrarum-
hverfí. Miklar kostnaðarhækkanir
innanlands samfara fastgengis-
stefnu hefðu rýrt rekstrargrundvöll
undirstöðuatvinnuveganna stórlega
og afleiðingamar birtust í tap-
rekstri fyrirtækja um land allt, sér-
staklega á landsbyggðinni. „Það
má því segja að rekstrarstaða KEA
sé viðunandi miðað við allar aðstæð-
ur. Hagnaður fyrir skattalegar ráð-
stafanir er 49,7 milljónir kr., en
sambærileg tala í árslok 1986 var
8,8 millj. kr. Aukaafskrift vöru-
birgða lækkar í samræmi við
ákvörðun fjármálaráðuneytisins og
framkallar það tekjur í rekstrar-
reikningi að fj'árhæð 12,1 millj.
Ófrádráttarbær opinber gjöld eru
11,9 milljónir og nettóhagnaður
ársins er 49,9 millj., en þá er með-
talinn söluhagnaður eigna 18,7
milljónir þannig að án hans hefði
nettóhagnaður orðið 31,3 millj. kr.“
Fram kemur í skýrslunni að eigið
fé félagsins hefur aukist um 259,7
millj. kr. auk þess sem stofnsjóður
félagsmanna hefur hækkað um 5
millj. kr. Eigiðflárhlutfall hefur
hinsvegar lækkað nokkuð vegna
misvísunar í vísitölum en er þó
áfram mjög hátt miðað við íslensk
fyrirtæki. Hlutfallið í árslok 1987
var 47,9% en var 49,8% í lok fyrra
ársins. „Útistandandi kröfur hafa
aukist um 252,3 millj. og veldur
slíkt að sjálfsögðu verulegum erfið-
leikum og veldur áhyggjum,
greiðslustaða þyngist og fram-
kvæmdagetan þrengist. í því sam-
bandi er rétt að geta þess, að stjóm
félagsins hefur rætt fjárfestingar-
áætlun fyrir yfírstandandi og næstu
ár. Ljóst er að flárfestingarþörfín
er mjög mikil, enda um víðfeðman
og fjölþættan rekstur að ræða.
Aðstæður til ijárfestinga eru hins-
vegar mjög óhagstæðar. Útistand-
andi skuldir valda erfíðleikum,
vaxtakjör í þjóðfélaginu eru mjög
slæm, skattur er lagður á erlendar
lántökur, en auk þess verða fjárfest-
ingar væntanlega hagstæðari þegar
virðisaukaskattur hefur verið tek-
inn upp, væntanlega á næsta ári.
Svo sem nú horfir verða fjárfesting-
ar og verklegar framkvæmdir því
mjög takmarkaðar í ár og ber öllum
starfsdeildum félagsins að taka til-
lit til þeirrar meginstefnu og þá
bæði að því er varðar nýfram-
kvæmdir og viðhald. Skuldir þarf
einnig að innheimta af aukinni festu
og draga úr útlánum. Þrátt fyrir
það, sem að framan segir, má það
þó ljóst vera, að fjármagn mun bind-
ast, t.d. I tengslum við kaupin á
nýja Snæfellinu svo og í endanleg-
um framkvæmdum við stækkun
Hótel KEA, en vonandi tekst þó að
verulegu leyti að mæta þeimþörfum
með aðfengnu lánsfé. Kaup Útgerð-
arfélags Dalvíkinga hf. á nýjum
Björgvin mun hinsvegar ekki kalla
á hlutafjárframlög frá eigendum og
virðist félagið geta fjármagnað þau
kaup sjálft með eðlilegum lántök-
um.“
Starfsmannafjöldi í aðalrekstri
var á árinu að meðaltali nokkru
lægri en á fyrra ári og munar þar
27 störfum þrátt fyrir aukna veltu.
Starfsmannafjöldi samstarfsfyrir-
tælq'a eykst hinsvegar nokkru meir
þannig að meðaltalsflöldi starfs-
manna hefur í heildina aukist um
átta störf. Heildarlaunagreiðslur í
Morgunblaðið/RÞB
Valur Arnþórsson kaupfélags-
stjóri.
aðalrekstri og samstarfsfyrirtækj-
um fer í fyrsta sinn yfír einn millj-
arð króna og varð samtals 1.066,1
milljarður króna. Aukningin er 38%
og er það innan marka hækkunar
kauptaxta.
Kammerhljómsveitin og Tónlistarfélagið:
Ljúka starfsárinu
með tónleikum
Leikendur í Kertalogi sem Leikklúbbur MA frumsýnir i næstu viku. Morgunbiaðið/RÞB
Leikklúbbur MA
frumsýnir Kertalog
Kammerhljómsveit Akureyrar
og T ónlistarf élag Akureyrar
ljúka vetrarstarfi sínu með
óperutónleikum i íþróttaskemm-
Hlíðarfjall:
Lyftur opnar
um helgina
LYFTUR í Hlíðarfjalli verða opn-
ar um helgina þó komið sé fram
í maí, en undanfarin ár hefur
hað verið viðtekin venja að loka
lyftum þar 1. mai.
Menn þar á bæ hyggjast þó gera
á því undantekningu nú þar sem
kappnógur snjór er í fjallinu og
skíðafæri gott. Ef aðsókn verður
góð, verða Skíðastaðir í Hlíðarfjalli
opnir um þar næstu helgi einnig
og hefur það ekki gerst lengi að
kægt sé að skfða f Hlíðarfalli þegar
komið er fram í miðjan maí.
-i u i-rxf I f r ri *tU;jnlO) f f 11 c •ir#
unni á Akureyri sunnudaginn 8.
maí kl. 17.00.
Á tónleikunum verða fluttir
söngvar úr óperunum Carmen eftir
Bizet, Faust eftir Gounod, Kátu
ekkjunni eftir Lehar, Leðurblökunni
eftir Strauss og II Trovatore, La
Traviata og Rigoletto eftir Verdi.
Einnig verða fluttir óperuforleikir
eftir Suppe og Verdi ásamt Sverð-
dansinum eftir Katshaturian.
Kammerhljómsveitin verður
skipuð 45 hljóðfæraleikurum, kenn-
urum og nemendum við Tónlistar-
skólann á Akureyri, ásamt tólf að-
komumönnum. Einsöngvarar á tón-
leikunum verða Elín Sigurvinsdóttir
sópran, Þuríður Baldursdóttir
mezzósópran, Páll Jóhannesson
tenór og Michael J. Clarke baritón.
Stjómandi verður Roar Kvam.
Aðgöngumiðasala verður við inn-
ganginn sem hefst einni klukku-
stund fyrir tónleika og félagar Tón-
listarfélags Akureyrar fá aðgöngu-
miða á lægra verði með því að
framvísa félagsskírteinum.
uSufcntla i>j m:; .Tu/bnoííien iii
Leikklúbbur Menntaskólans á
Akureyri frumsýnir „Kertalog"
eftir Jökul Jakobsson á mánu-
Guðmundsson, en
ekki Gunnarsson
Ranglega var farið með eftimafn
eins leikarans í leiklistargagnrýni
Bolla Gústavssonar á Fiðlaranum á
þakinu sem Leikfélag Akureyrar
sýnir um þessar mundir. Einn leik-
arinn, Gunnar Rafn Guðmundsson,
var sagður Gunnarsson og er beðist
velvirðingar á því. Bolli Gústavsson
segir í gagnrýni sinni að Gunnar
Rafn dragi upp skemmtilega mynd
af bláfátækum klæðskera, sem
minni helst á karekatúrteikningu
eftir meistara Daumier.
trlsnsló:!;' ií/ii.i' n 1
dagskvöld í Samkomuhúsinu.
Leikstjóri er Erla Ruth Harðar-
dóttir, sem jafnframt er leikari
hjá Leikfélagi Akureyrar. Aðal-
hlutverkin eru i höndum þeirra
Þórgnýs Dýrfjörð og Sigríðar
Ólafsdóttur.
Alls taka þátt í sýningunni um
20 manns, en að sögn Bjargar
Bjömsdóttur sem sér um sviðs-
muni, er Leikklúbbur MA, einna
öflugasta félagið innan menntaskól-
ans. Haldið var leiklistamámskeið
fyrir félaga í vetur auk þess sem
leikklúbburinn sýndi einþáttung
fyrir áramót sem bar heitið „Rign-
ingardagur". Þá sá leikklúbburinn
að vanda um frumsamda skemmti-
dagskrá á árshátíð menntskælinga
sem ávallt er haldin þann 1. des-
ember.
(•£ .'i-C' ..rucsbinslöila f sri 6Hiaíi
f■ ' íí'i >ríit ir j i311 iF'V)?
Björg sagði að Kertalog væri
fyrst og fremst tilfínningaríkt leik-
rit og hefði leikklúbburinn þar með
bmgðið út af hefðinni, sem væri
uppsetning léttari verka. í fyrra
settu mennskælingar Bubba kóng
á svið, sem er hvað frægast fyrir
það, að hafa verið leikinn af Davíð
Oddssyni borgarstjóra á mennta-
skólaárum hans í MR, þá með
Herranótt. Árið 1986 settu MA-
ingar siðan Peysufatadag eftir
Kjartan Ragnarsson á svið.
Æfíngar á Kertalogi hafa staðið
frá því að prófum lauk í febrúar-
byrjun. Fmmsýningin hefst klukk-
an 20.30 í Samkomuhúsinu og önn-
ur sýning verður á miðvikudags-
kvöld á sama tíma. Leikklúbburinn
vildi að lokum koma kæm þakk-
læti á framfæri til Leikfélags Akur-
eyrar fyrir að fá afnot af leikhúsinu.
isv8vS ifiiB J-iqiiðil8.f;(SáSv itiíini
isiflthl, !!!'»(' f = d: •?<