Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 42
' 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
Opið bréf til fjármálaráðherra
^eftir Guðbjörn
Jónsson
Hr. fjármálaráðherra.
Mig er farið að lengja eftir efnis-
legu svari frá þér. Getur það verið,
að stjómkerfí Islands sé það ómark-
visst og skipulagslaust, að ekki sé
hægt að svara spumingum mínum?
Að vísu þarf ég varla að spyija, því
ég fór að þínum ráðum og náði mér
í skýrslu Þjóðhagsstofnunar, sem
*-jþú bentir mér á. Það verður að
segjast eins og er að skýrslan sú
ama færði mér ekki nein ný fræði,
um nýtilega vinnu hjá þeirri stofn-
un, til stjómunarlegra ákvarðana.
Ef þetta eru einu upplýsingamar
sem þið hafíð um sundurliðun efna-
hagslífsins, þá verð ég að biðja þig
fyrirgefningar á þvi að hafa ætlast
til þess að þú gætir gefíð mér þær
upplýsingar sem ég fór fram á. NÚ
má enginn taka orð mín svo, að
þetta uppgjörsform Þjóðhagsstofn-
unar sé ónothæft með öllu. Þetta
er vafalaust ágætis form fyrir Sam-
einuðu þjóðimar, enda samið fyrir
þær, til þess að fá til sín saman-
burðartölur úr efnahagslífí allra
''þjóða innan þeirra. Til þess að þetta
kerfí verði nothæft til að leiða fram
rekstrarlegar staðreyndir íslensks
þjófélags þarf að gera töluverðar
brejftingar á sundurliðunar og sam-
töluflokkum þess. Ég held að mér
sé óhætt að fullyrða, að enginn
einkarekstur mundi láta sér nægja
svona ófullkomnar upplýsingar. um
tekjumyndun, og kostnað við hana,
Og á hinn bóginn kostnað sem ein-
göngu rýrir afkomuna. En nóg um
þetta að sinni.
Virðisaukaskattur
Mér fínnst það lýsi mikilli van-
þekkingu á rekstri lítilla fyrirtækja
að telja virðisaukaskatt æskilega
leið til skattheimtu hér. Meginþorri
fyrirtælqa er af stærðinni 1 til 5
menn. Þessi fyrirtæki hafa ekki
afkomugrundvöll til þess að bera
uppi kostnaðarbókhald, sem nauð-
synlegt er við útreining virðisauka-
skatts. Þar sem þessi fyrirtæki eru,
„að ég held“, yfír 25 þúsund að
tölu hér á landi, en heildarfjöldi
fyrirtælqa rétt um 30 þúsund,
fínnst mér nauðsynlegt að gera
nákvæma úttekt á afkomuröskun
þeirra við svona breytingar, Þar
má hvorki nota „gefnar forsendur"
né meðaltal. Þar verður raunveru-
leikinn að vera í fyrirrúmi.
Árið 1983, er þú varst á kosn-
ingaferðalagi um Norðurland
vestra, komst þú í fyrirtæki það er
ég starfaði við. Þá varst þú (og ég
líka) gallharður á því að virðisauka-
skattur ætti ekkert erindi inn í okk-
ar kerfí. Ég vona, vegna Alþýðu-
flokksins, að þú sért ekki að verða
hálfgert jó jó í skoðunum. Við vor-
um einnig sammála um að núver-
andi söluskattskerfí væri ónothæft.
Ég kynnti þér þar athuganir mínar
á öðruvísi innheimtu söluskattsins,
þ.e. að innheimta hann við tollaf-
greiðslu. Þú varðst svo hrifínn af
þessari útfærslu minni, að þú tókst
Muta hennar (sennilega það sem
þú mundir) upp í málflutning þinn
á Alþingi, er þú boðaðir að taka
ætti söluskatt í tolli. Staðreyndin
varð bara sú (eins og alltaf) þegar
farið er að breyta góðri hugmynd,
annaðhvort af þekkingarskorti eða
til þess að geta eignað sér hana,
þá verður útkoman skrípaleikur.
Þessi hugmynd mín er í fullu
gildi enn í dag. Mig langar að drepa
hér á eitt dæmi því til stuðnings.
Fýrirtæki í framleiðsluiðnaði er skil-
ar rfkissjóði með framleiðslu sinni
kr. 7.472.000,- í rauntekjur sölu-
skatts með núverandi kerfi, skilar
með minni aðferð kr. 8.389.000,-
með þvf að söluskattsprósenta sé
ákveðin 20% og veltuskattur 0,5%.
Þessi aðferð mín mundi eyða upp-
skrúfun þeirri sem núverandi sölu-
skattskerfí hefur á eiginkostnað
ríkissjóðs. Seld vinna og þjónusta
lækkaði um söluskattsprósentuna
þar sem söluskatur yrði ekki inn-
heimtur út f þjóðfélaginu.
Þú hefur talað mikið um endur-
skoðun á tekjuöflunarkerfí ríkis-
sjóðs. Þörfin er fyrst og fremst á
því að bæta nýtingu tekna þeirra
er ríkissjoður fær. Auglýsing þfn
um ábendingar var fyrst og fremst
auglýsing um bamaskap. Datt þér
í alvöru í hug að hægt væri að
gefa þér nothæfar ábendingar,
svona rétt eins og að gá til veðurs?
Ef gefa á nothæfar ábendingar f
svona málum verður viðkomandi
aðili að fá óheftan aðgang að öllum
Qármunahreyfíngum hverrar ein-
ingar ríkissjóðs. Mesta þörf á end-
urskoðun er endurskoðun á tekju-
öflunarkerfi þjóðfélagsins og
nýtingu þeirra tekna. Ég vænti
þess, að þú mundir leysa aukna
tekjuþörf þína, með því að reyna
að afla meiri tekna frá öðrum, en
ekki með því að skattleggja fjöl-
skyldu þína?
Ráðstöfunartekjur
Þér hefur orðið tíðrætt að und-
anfömu um auknár ráðstöfunar-
telq'u láglaunafólks. Máli þínu til
stuðnings vitnar þú í skýrslur kjara-
rannsóknamefíidar. Ég verð að
segja, að það kemur mér mjög á
óvart ef þessar skýrslur eru orðnar
marktækar. Sfðast þegar ég vissi
vantaði mestan hluta láglaunafólks
inn í þessar rannsóknir. Þar fyrir
utan hafa elli- og örorkulífeyris-
þegar ekki verið inni í þessari könn-
un heldur. Meðan svo er, er það
ykkur stórlega til vansa að taka
þetta sem stórasannleika og vinna
út frá því.
Samkvæmt mati ykkar sjálfra
og launþegasamtakanna, þ.e. fram-
færsluvfsitölunni, voru nauðþurft-
artekjur einstaklingsins f mars-
mánuði sl. kr. 49.160,-. Það er því
ljóst, að elli- og örorkulffeyrisþegar
eiga langt í land að ná ráðstöfíinar-
tekjum. Einnig er það ljóst, að mik-
ill fjöldi láglaunafólks í þessu landi
verður að vinna yfírvinnu til þess
að hafa einhveijar ráðstöfunartekj-
ur.
Það er athyglisvert hvað þið virð-
ist allir sammála um að hoppa yfír
fyrsta þrep tekjustigans, þ.e. nauð-
þurftir. Svo lengi sem við þurfum
peninga til þess að halda lífi verður
að uppfylla þetta tekjumark áður
en ráðstöfunartekjur myndast.
Þetta vitið þið allir og það er ykkur
einungis til skammar að reyna að
moka yfír það með meðaltals-
tölum.
Sumarbústaðir smíð-
aðir í Borgarnesi
Borgarnesi.
HAFIN er smiði sumarbústaða i
Borgarnesi. Um er að ræða 30 til
50 fermetra timburhús með svefn-
lofti, fordvri og verönd. Smiðirnir
eru þeir Olafur Axelsson og Unn-
steinn Arason. Þeir hafa undan-
farin ár starfað saman við hús-
asmiðar i Borgarnesi og uppsveit-
um.
Kváðust þeir félagar vera tilbúnir
með tvö 30 fermetra hús, fullfrá-
gengin að utan og einangruð. Að-
spurðir sögðu þeir að töluvert væri
að gera hjá þeim við smfði annarra
húsa, en ef sumarbústaðimir líkuðu
vel, þá héldu þeir framleiðslunni
áfram.
Það fer vel á því að sumarbústað-
ir séu byggðir í Borgamesi. Mikil og
stöðug fjölgun bústaða er og hefur
verið undanfarin ár f héraðinu. Með
samdrætti í hinum hefðbundnu bú-
greinum hafa æ fleiri bændur farið
út í að leigja eða selja jarðarskika
undir sumarbústaði. Haft hefur verið
á orði að yfir sumartímann breytist
Borgaifyörðurinn í nokkurs konar
allsheijar orlofsheimili fólks af höf-
uðborgarsvæðinu.
- TKÞ
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Smiðirnir Unnsteinn Arason og Ólafur Axelsson framan við tvo 30
fermetra sumarbústaði sem þeir hafa nýlokið við.
Guðbjörn Jónsson
„Ef gefa á nothæfar
ábendingar í svona mál-
um verður viðkomandi
aðili að fá óheftan að-
gang að öllum fjár-
munahreyfingum
hverrar einingar ríkis-
sjóðs.“
Tryggingarfélögin
Svona í lokin langar mig til þess
að minna þig á mál sem þú lofaðir
mér fyrir rúmu ári að athuga.
Þetta varðaði erindi er ég sendi
öllum þingflokkum á Alþingi f
marsmánuði 1986. Erindi þetta
fjallaði um lögvemaða einokun á
bifreiðatryggingum hér á landi.
Einnig varðaði þetta erindi þegjandi
samþykki Alþingis við grófum
stjómarskrárbrotum, við sakar-
ákvörðun vegna umferðaróhappa.
Ég sendi Alþingi þetta, til þess
að það væri hægt að leiðrétta þetta
vð samningu nýrra umferðarlaga.
Ári eftir að ég afhenti þetta erindi
í Alþingishúsinu, merkt öllum þing-
flokkum, Hvaðst þú aldrei hafa séð
það. Það er slæmur vitnisburður
um starfshætti þama innan dyra.
En hvað um það. Ekki þýðir að
gráta það liðna, þótt tap mitt vegna
sinnuleysis Alþingis hafí orðið um
500 þúsund á verðlagi ársins 1986.
Þá er það bara lítið brot af þvf tapi
sem ég er með skýrslur yfír.
Átt þú von á að tekið verði á
þessu máli við endurskoðun nýju
umferðarlaganna?
Með bestu kveðjum.
Höfundur er í málefnanefnd Þjóð-
arflokksim.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
V^húsnæói~:
f í boöi <
SPAHH
Eignist eigiö orlofshús é mjög
hagstæöu verði á sólríkasta stað
Spánar. Sveigjanleglr greiöslu-
skilmálar. Kynning daglega á
Laugavegi 18 virka daga kl.
9-18, lau. og sun. kl. 14-17.
Reglulegar kynnisferöir.
Orlofshús,
G. Óskarsson & Co„
8Ímar 17045 og 15945.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfia
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Ræðumaöur Salomon
Douhne frá fsrael.
Krossinn
Auðbrekku 2,200 Kópavogur
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Innanfélagsmót
veröur haldið í dag, laugardag-
inn, 7. mai. Mótiö hefst kl. 12.00
stundvíslega. Keppt veröur i öll-
um aldursflokkum. Rútuferðir
samkvæmt áætlun.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
m
Utivist, g
Simar 14606 oa 2373?
Sunnudagur 8. maí kl. 10
Fjallahringurinn 4. ferð
Skipaskagi - Akrafjall (643
m.y.s.). Brottför meö Akraborg
frá Grófarbryggju kl. 10.00.
Mætið timanlega fyrir brottför.
Heimkoma kl. 18.30. Verö
1.100,- kr. Góö og hressandi
ganga. Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
I dag kl. 14.00-17.00 er opið
hús í Þríbúöum, Hverfisgötu 42.
Litiö inn og rabbiö viö okkur um
daginn og veginn. Heitt kaffi á
könnunni. Kl. 15.30 tökum við
lagið og syngjum kóra. Takið
meö ykkur gesti. Allir eru hjart-
anlega velkomnir. Samhjálp
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍIIAR11796 og 19533.
Dagsferðir Ferðafólagsins
sunnudaginn 8. maí
Kl. 09 - Skarðsheiðl (1065 m).
Gengið frá Efra Skaröi upp með
Skarðsá. Verð kr. 1.000.
Kl. 13 - Eyrarfjall (424 m).
Ekiö inn Miödal og gengiö frá
Eilifsdal á fjallið. Verð kr. 800.
Brottför frá Umferðarmiöstööinni,
austanmegin. Farmiöar viö bfl.
Frftt fyrir böm f fylgd fullorölnna.
Ath.: Sfðasta myndakvöld vetr-
arlns verður mlðvikudaglnn 11.
maf ( Rfslnu, Hverflsgötu 106.
Feröafélag fslands.
Sunnudagur 8. maf
Útivistardagurinn:
Reykjavíkurganga Útivistar
Kl. 13.00 Brottför fré Grófar-
torgi (bílastæðinu milli Vestur-
götu 2 og 4). Einnig er hægt aö
mæta i gönguna á eftirtöldum
stöðum:
Kl. 13.45, BSf, bensínsölu.
Kl. 14.15, Nauthólsvík.
Kl. 15.15, Skógræktarstöðinni,
Fossvogi.
Rútuferöir frá EHiöarérstöö að
lokinni göngu kl. 17.30. Ekkert
þátttökugjald. Fjölmenniö i
gönguna og. kynnist fjölbreyttri
leiö um höfuöborgina, mikiö til
í náttúrulegu umhverfi. Gengið
frá. Grófinni meöfram Tjörninni,
um Hljómskálagarðinn,
Öskjuhlíö, Fossvog og Foss-
vogsdal i Elliöaárdal. Gestir
koma í gönguna og fræða m.a.
um fuglalif á Tjörninni, jaröfræði
Öskjuhlíðar og Fossvogs og
skógrækt.
Áning i Skógræktarstöðinni meö
harmónlkuleik og söng. Tilvalin
fjölskylduganga. Sjáumst!
Útivist, feröafélag.
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
Fuglaskoðunarferð
laugardaginn 7. maí á
Suðurnes
Fyrst veröur ekiö út á Álftanes
og skyggnst eftir margæs, síðan
um Hafnarfjörð, Garöskaga,
Sandgerði og á Hafnaberg. i
Hafnabergi má sjá allar bjarg-
fuglategundir landsins að haft-
yrölinum undanskildum, en hann
er aðeins aö finna i Grimsey.
Skrá yfir þær fuglategundir sem
sést hafa í fuglaskoöunarferðum
Feröafélagsins veröur afhent i
upphafi feröar og geta þátttak-
endur borið saman hvaða fuglar
hafa sést frá ári til árs og merkt
við þá sem sjást f þessari ferö.
Brottför er frá Umferðarmið-
stöðinni, austanmegin kl. 10.00
árdegis. Farmiöar viö bíl. Frítt
fyrir börn í fylgd fulloröinna.
Verö kr. 1.000,-
Þátttakendum er ráölagt að hafa
meö sór sjónauka og fuglabók.
Farastjórar: Gunnlaugur Péturs-
son, Haukur Bjarnason, Grétar
Eiríksson og Jón Hallur Jóhanns-
son. Feröafélag íslands.
ÚtÍVÍSt, Grofmni ,
Laugardagur 7. maí kl.
10.30.
Fulga- og náttúruskoð-
unarferð á Suðurnes
Garðskagaviti - Sandgerði -
Fuglavík. Gengiö á milli staö-
anna. Hugaö verður aö umferöa-
farfuglum t.d. tildru, rauöbryst-
ing og sanderlu og mörgum öðr-
um áhugaverðum fuglategund-
um. Þátttakendur fá nafnalista
og fjöldi tegunda verður talinn.
Viðkoma verður á Bessastaöa-
nesi (margæsir) og á Náttúru-
fræöistofu Kópavogs. í feröinni
veröur hugaö aö fleiru í náttúr-
unnar riki t.d. sel. Verö 850,-
kr„ fritt f. börn m. fullorðnum.
Leiðbeinandi: Árni Waag.
Áhugaverö og fræðandi ferö fyr-
ir alla. Hafið sjónauka meö-
ferðis. Brottför frá BSl, benaín-
sölu. Sjáumst.
Útivist.
HCI.IH III:HI.‘l'IMI vfl'-A
’ 11