Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 50

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR 1988 Eimskip — Opið hús Eímskip — Opið hús í tilefai af Norrænu tækniári 1988 verður Eimskipafélag ís- lands með „Opið hús“ í Sunda- höfn sunnudaginn 8. maí kl. 13.00—17.00. Veitingar verða á boðstólum. Aliir eru velkomnir. Að komast á svæðið Gestum er bent á að til að kom- ast inn á svæðið er ekið frá Klepps- vegi niður Sundagarða og þaðan vestan megin inn í Sundahöfnina inn um hlið númer 2. Þar verða næg bflastæði. Innanhússsýning Innanhúss verður boðið upp á tæknisýningu. Þar verður sýnd þró- un flutningatækja og skipastóls fé- lagsins og einnig verður þar tölvu- og upplýsingatæknisýning. Þá verð- ur einnig heitt á könnunni og teikni- hom þar sem bömum verður boðið að tjá sig myndrænt um það sem fyrir augu ber. Útisvæði Á útisvæði verða sýndar allar gámategundir og tækjafloti fyrir- tækisins; lyftarar, dráttarbflar, vörubflar, gámahleðsluvagnar o.s.frv. Að sjálfsögðu verður Jakinn, gámakraninn stóri, á sfnum stað og sýnt verður hvemig hann vinnur. Einnig verður gönguleið um vöruskála, þar sem hillukerfi og röðun með lyftara í það verður sýnd. Sýnisferðir verða í rútum um svæðið, og þar verður sagt frá Eim- skip og starfsemi þess. Sagan Eimskipafélags íslands var stofnað 17. janúar 1914 og mark- aði það þáttaskil í efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Með árunum hefur Eimskip, eins og það er oft- ast kallað, þróast og breyst frá því að vera skipafélag með siglingar milli hafna, í að sinna þörfum við- skiptavina um alhliða flutninga- þjónustu á hagkvæman hátt. Fyrir- tækið hefur að leiðarljósi stöðuga og trausta þjónustu hvemig sem viðrar í efnahagslffi þjóðarinnar. Eimskip í dag Eimskip er sérhæft flutninga- þjónustufyrirtæki í alþjóðaviðskipt- um. Þjónustan er ekki lengur bund- in siglingum með vöm milli hafna heldur hefur fyrirtækið yfir að ráða þéttriðnu þjónustuneti sérhæfðra starfsmanna og umboðsmanna sem tryggir viðskiptavinum hraða og ömgga vömflutninga alla leið frá framleiðanda til neytandans. í rekstri em nú 17 skip, þar af 9 í reglulegum áætlunarsiglingum til helstu hafnarborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Önnur skip félags- ins sinna öðmm flutningaverkefn- um innan lands og utan. Hjá Eimskip starfa um 800 manns við skrifstofustörf, vöm- og skipaafgreiðslu, og sem skipveijar. Vörumiðstöðin í Sundahöfn í Sundahöfn hefur Eimskip yfir að ráða stærstu og best tækni- væddu vömafgreiðslu hér á landi. Nýtískuleg og stórvirk flutninga- tæki hafa þar gott svigrúm á úti- svæði og í vömskálum. Þar er mið- punktur þjónustunets félagsins og vömstraumar innflutnings, útflutn- ings og strandflutninga, mætast þar á leið sinni frá sendanda til móttakanda. Flutningar í gámum em nú aHs- ráðandi hvar sem því verður við komið hefur það leitt til gjörbylting- Umsjón: Sigurður H. Richter Séð yfir vörumiðstöð Eimskips i Sundahöfn. Gengið frá pappirum i Sundahöfn. ar í allri flutningatækni og vöm- meðferð. í vömgeymslum er tekið á móti vöm til útflutnins og inn- flutningsvara afhent viðskiptavin- um. Geymslumar em hver um sig sniðnar að kröfum vömnnar um meðferð og hitastig. Með hjálp tölvukerfisins má alltaf sjá hvar sending er á hveijum tíma og finna hana í gámi eða í vöm- skála. Alls starfa um 300 manns í Sundahöfn við tækjastjóm, verk- sljóm, upplýsingavinnslu, af- greiðslustörf, verkamannastörf og stjómun. Fullkomið upplýsingakerfi Tölvuvinnslan hófst hjá Eimskip árið 1964. Síðan þá hefur mikið vatn mnnið til sjávar. Tölvubúnaður Eimskips í dag er IBM System- /38/model 20 og var sú vél tekin í notkun árið 1982. Frá þeim tíma hefur orðið mikil breyting á vél- og hugbúnaði félagsins. Hugbúnaður Eimskips héfur alltaf verið þróaður í fyrirtækinu og þar með aðlagaður þörfum þess. Hjá Eimskip er lögð áhersla á heildampplýsingakerfi, þar sem einstök verkefni tengjast innbyrðis og notast við sama gagna- gmnn. Gott upplýsingakerfi er gmndvallaratriði í rekstri nútíma- fyrirtækja en vegna örra breytinga, þarf stöðugt að endurmeta og auka gæði þess. Skrifstofur erlendis Eimskip rekur flórar eigin skrif- Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson að lokinni hátiðamessu i Setbergskirkju i Grundarfirði. Ásamt honum eru á myndinni talið frá vinstri: sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur og sr. Jón Þorsteins- son sóknarprestur. í baksýn sést sr. Magnús Guðmundssoa fyrrum prestur á Setbergi. Maðurinn, tæknin og trúin eftírPétur Sigurgeirsson biskup Islands Þegar samnorræna tækniárið 1988 var í undirbúningi hér á landi sl. haust, kom fram áhugi á að tengja það sem flestum stofnunum þjóðfélagsins og þáttum íslenskrar menningar. Umfangsmikii kynning hefur þegar farið fram á ýmsum tæknistofnunum. Tækni og visindi hafa umbylt þjóðlífi okkar og mótað lifnaðarhætti meira en nokkuð ann- að á síðustu áratugum. Framkvæmdastjóri tækniársins fór þess á leit við kirkjuna, að hún léti málefnið til sín taka. Ljúft og skylt er að verða við þeirri beiðni. í veröld nútímans skiptir oft sköp- um hvemig möguleikar hins tæknivædda heims eru hagnýttir, hvort áhrifaöflin að baki ráða gangi mála til ills eða góðs. Maðurinn, tæknin, og trúin. í þessum orðum kemur fram hlutverk kirkjunnar. Það leiðir okkur að kjama málsins, sem hefur úrslita- þýðingu. Þess vegna mælist ég til þess, að á hinum almenna bæna- degi, 8. maí nk. sameinist söfnuðir landsins ( trú og bæn um, að mönnum auðnist að nota nútima tokni og vísindi mannkyni og öllu lífi til vemdar, réttlætis og farsældar. Framfarir vísinda eru að áliti sérfróðra manna á mörgum sviðum komnar langt á undan þroska mannsins og siðferðisvitund. Tæknivæðing og siðvæðing þurfa að haldast I hendur, eflast og sam- tvinnast hlið við hlið svo að til auðnu megi horfa. Gleggsta dæmið er sú stríðsvæðing, sem nú ógnar heims- byggðinni og öllu lífríki. Menn áttu nægilega tækni til þess að finna upp atómsprengjuna, en ekki sið- gæði til þess að forðast að nota hana. Því var það, sem vitur maður sagði: „Ég met siðgæði meira en gáfur. Gáfumar em ekkert nema möguleikar, sem eftir er að vinna úr. En til þess þarf heiðarleika og siðgæði, og það ræður jafnvel úrslit- um.“ Eftir messu er gjaman spjallað um landsins gagn og nauðsyiy'ar, og það viU dragast í tímann i sumarblíðunni. Kristur spurði af ákveðnu tilefni: „Hvort er heldur leyfilegt að gjöra gott eða gjöra illt á hvíldardegi, bjarga lífi eða deyða?" (Mark. 3:4).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.