Morgunblaðið - 07.05.1988, Qupperneq 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
M MikiS hlakka 'a? alLizxf- til cá 4á pig \
heimsókn-"
Hvemig Ust þér á nýja
Jagúarinn minn?
Ekki taka þessu svona.
Boltin á að fara niður í
þessa holu, þannig er
keppnin___
Sambýli fyrir fatlaða
Til Velvakanda.
Þegar rædd eru málefni fatlaðra
vill oft gleymast f umræðunni að
við erum að tala um fólk með til-
finningar. Ekki síst þá sjaldan sem
húsnæðismálin ber á góma.
Fellið bjór-
frumvarpið
TU Velvakanda.
Ég vil spyija þær hæstvirtu kon-
ur og menn, sem ætla að styðja
bjórfrumvarpið og vilja bera ábyrgð
á því: Hvað haldið þið að bjórdrykkj-
an muni verða orsök margra um-
ferðarslysa? Hvað haldið þið að
bjórdrykkjan muni valda miklu tjóni
á öllum vinnustöðum landsins?
Hvað haldið þið að hún muni
valda miklu tjóni á námshæfni og
ástundun skólamanna? Hvað haldið
þið að innflutti bjórinn muni kosta
mörg hundruð milljónir í gjaldeyri?
Þeir sem eru orðnir fullorðnir menn
og kynnst hafa ógnvaldi áfengis-
bölsins og afleiðingum þess f þjóðlíf-
inu og hafa þroskaða ábyrgðartill-
fínningu ættu allir að sameinast á
móti innflutningi á áfengum bjór.
Það mundi verða þingmönnum
til sóma og þjóðinni til gæfu.
G.G
Barrabas-bjór
Til Velvakanda.
„Sleppið Barrabas-bjór lausum!"
„SÍeppið Barrabas-bjór lausum!" En
hvað á að gera við manneldis- og
heilbrigðismálin? „Lokið þau bak
við lás og slá!“ „Lokið þau bak við
lás og slá!“ (Krossfestið!) Látum
síðan einhveija Markúsa eða Jó-
hannesa skrifa bók, sem mætti kalla
„Áskorendabók", þar sem fortíðin
og nútíðin leggja gerðir sínar undir
dóm framtíðarinnar.
Sigurður H. Ólafsson
í 19:19, þann 19. apríl 1988,
kom fram að sjúkrahúsin eru oft
á tfðum notuð sem heimili fatl-
aðra, jafnvel svo árum skiptir.
Gætum við ímyndað okkur sjúkra-
deild sem okkar heimili? Nei, því
heimili er í okkar huga staður sem
við höfum sniðið eftir okkar þörf-
um og útaf fyrir okkur.
Svo virðist sem borgaryfírvöld
komist enn þann dag í dag upp
með að láta sig þetta engu varða.
Því viljum við beina orðum okkar
til borgarstjóra, Davíðs Oddssonar.
Getur það átt sér stað árið 1988
að til séu dæmi þess að ungt fólk
sé „búsett" á öldrunardeildum
spftalanna árum saman eingöngu
vegna fötlunar sinnar? Þetta kallar
maður ekki mannréttindi. Hvenær
rennur sá dagur upp að þetta fólk
fái húsnæði lagað að sínum þörf-
um? Af hveiju ekki strax á morg-
un? Svo virðist sem ekki vanti pen-
ingana nú á dögum. Ráðhúsbygg-
ingar, þar sem hvergi er horft í
aurinn til að glæsileikinn fái notið
sfn. Það er kannski ekki nógu
„töff“ að byggja hús fyrir fatlaða.
Ingibjörg M. Gísladóttir
Margrét O. Leópoldsdótt-
ir
□
HEILRÆÐI
Foreldrar
Nú fer sá tími í hönd þegar reiðhjólin eru tekin fram. Yfírfarið
hjólin með bömum ykkar og sjáið um að allur öryggisbúnaður sé
í lagi. Brýnum fyrir bömum okkar að gæta varúðar og leiðbeinum
þeim hvar ömggast er að hjóla.
Víkverji skrifar
. HÖGNI UREKKVÍSI
Nú fer sá tími í hönd að skólan-
um lýkur, unglingamir fara
út í atvinnulffíð, þeir sem em heppn-
ir, og bömin, sem em of ung til að
fá sumarvinnu, fara mörg hver í
sumarbúðir. Sumir dveljast þar að-
eins viku, aðrir em lengur, allt upp
í 2 mánuði. Það er með sumarbúð-
imar eins og annað nú til dags, úr
mörgu er að velja, ýmis kristileg
félög hafa sumarbúðir, skátar einn-
ig, sums staðar er lögð áhersla á
tölvuskóla, annars staðar hesta-
mennsku, svo úr vöndu er að ráða,
nema helst fyrir foreldrana. Þar
ræður líklega einhveiju hver kostn-
aðurinn er, hveijir veita systkinaaf-
slátt, hversu mikill hann er o.s.frv.
Eitt vekur þó gremju Víkveija
og athygli; flestar sumarbúðanna
em hlynntar sælgætisáti. Jdfnvel
þótt bömin séu aðeins viku eða
hálfan mánuð að heiman skal þeim
fúslega veittur aðgangur að sjoppu,
flestir veita leyfíð einu sinni í viku
og þá er gjaman miðað við u.þ.b.
100 kr. f sælgætiskaup, annars
staðar er veitt leyfí annan hvem
dag og þá fyrir minni upphæðir.
Er virkilega svo brýnt að veita þetta
leyfí? Er bömum ekki treystandi til
að vera án sælgætis í viku eða
hálfan mánuð? Víkveija fínnst þetta
miður, þar sem hann er að öðm
leyti mjög svo ánægður með sumar-
búðimar og telur bömunum hollt
að komast úr eigin umhverfí á
sumrin í eitthvað allt annað.
XXX
að vakti athygli Víkveija f
nýafstöðnu verkfalli verslunar-
fólks, hversu kókómjólk frá Mjólk-
ursamsölunni er dýr drykkur. 'A
lítri kostar nú 29 kr., en XU lítri
af nýmjólk kostar kr. 14,50. 1 lítri
af mjólk kostar hins vegar kr.
50,90. Víkverkja blöskraði þetta
þegar hann keypti 1 kassa af kókó-
mjólk (18 lU 1 femur) og greiddi
fyrir það 522 kr., sem entist þrem-
ur bömum í 3 daga. Að mati
Víkveija er kókómjólkin of þykk
og mætti nota minna af sykri og
kókó, ef það yrði til þess að lækka
verðið á kókómjólkinni. Hveiju
svara forráðamenn Mjólkursamsöl-
unnar þessu?
XXX
Hráðakstiir Vekúr óhug margra
um þessar mundir. Oft í viku
birtast fréttir í fjölmiðlum um öku-
menn sem hafa verið stöðvaðir á
allt að 140 km hraða. Óhugnanlegt
var að heyra í ungum manni á einni
útvarpsstöðinni í hádeginu nýverið,
hugmyndir hans um hraðakstur á
götum miðborgarinnar voru athygl-
isverðar. Óskandi er að mjög fáir
hafí sömu hugmyndir og þessi ungi
maður, en honum fannst meira en
sjálfsagt að aka mjög hratt í borg-
inni og það væri nú ekkert að því
að spyma fram úr svona eldgömlu
fólki, sem væru ómögulegir bílstjór-
ar og kæmust ekkert áfram í um-
ferðinni. Málið væri bara að komast
áfram, á hveiju sem ylti. Hann
hafði haft ökuréttindi í 2 ár og
hafði jú klesst eina Skódadruslu og
svoleiðis, en það var ekkert tiltöku-
mál í hans huga! Kunningi Víkveija,
sem búsettur hefur verið í Banda-
ríkjunum, sagði frá því um daginn,
að dómari einn hefði dæmt þannig,
að sá sem tekinn var fyrir of hrað-
an akstur var hvorki dæmdur í
fangelsi né missti ökuréttindi. Hann
var dæmdur til að vera eina helgi
á slysadeild spítala. Varð mönnum
svo mjög um þá reynslu, að flestir
urðú fyrirmyndarökumenn eftir
dóminn.