Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 67

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 67 HANDKNATTLEIKUR / JÚGÓSLAVÍA Mikið áfall fyrir heims- og Ólympíumeistarana: Vujovic, Isakovic og Kuzmanowski ekki með íSeoul? Voru dæmdir í langt keppnisbann vegna slagsmála í deildarleik JÚGÓSLAVAR, sem eru bœði heims- og Ólympíumeistarar í handknattleik, munu aft öll- um líkindum leika in þriggja lykilmanna sinna ð Ólympíu- leikunum í Seoul. Ástœðan er sú að júgóslavneska hand- knattleikssambandið hefur dsmt viðkomandi leikmenn f langt keppnisbann vegna slagsmála í deildarleik. Ólympíuleikamir f Seoul hefj- ast í september og eru ís- lendingar sem kunnugt er f riðli með Júgóslövum. Tfu júgóslavneskir leikmenn hafa verið dæmdir f bann fyrir slagsmái er brutust út eftir Ieik Pelister og Metaloplastika f júgóslavnesku 1. deildinni 24. aprfl sl. Þrfr þessara leikmanna eru f landsliði Júgóslavfu og með- al bestu handknattleiksmanna heims. Það eru Veselin Viýovic, Mile Isakovic og Slobodan Kuz- manovski. Þessir leikmenn eru taldir meðal þeirra bestu f heimi og mikill missir fyrir júgóslav- neska landsliðið verði þeir ekki með f Seoul eins og allt lftur út fyrir í dag. Moð þoim bostu í hoimi Mile Isakovic er 30 ára og hefúr um skeið verið talinn besti vinstri homamaður heims. Hann var t.d. valinn í „heimsliðið" um leið og Þorgils Óttar Mathiesen eftir heimsbikarkeppnina f Svfþjóð fyrr á þessu ári. Veselin Vujovic er 27 ára rétthent skytta og var einnig valinn í heimsliðið eftir sama mót. Hann þykir ein albesta skytta f heimi. Slobodan Kuz- manovski er 25 ára örvhent skytta, stór, dökkhærður, sem íslenskir handknattleiksunnendur muna ef til vill eftir frá leikjum íslands og Júgóslavfu f Laugar- dalshöll fyrr í vetur, en f öðrum leiknum skoraði hann a.m.k. tvfvegis með þrumuskoti mitt á miUi miðju og vítateigs! Allir þess- ir Ieikmenn spila með Metalopla- stika, sem margir muna eftir síðan liðið lék við FH í Evrópukeppni meistaraliða fyrir nokkrum árum. Ðnn f aovllangt bannl Alls voru tfu leikmenn dæmdir í bann, fiestir f 1-2 ár, en einn leik- maður var dæmdur f Iffstfðarbann f Júgóslavfu. Þessir leikmenn eru eftirtaldir. Frá Pelister Cane Krstevski (lífstíðarbann), Zoran Zecevic (3 ár) og Slobodan Nikolic, Dragon Marinkovic og Petko Boseoski (2 ár). Frá Metaloplastika: Slobodan Kuzmanovski (2 ár), Mihalio Ra- dosavljevic og Mile Isakovic (1 ár), Veselin Vujovic (9 mánuði) og Pere Milosevic (3 mánuði). LaHntrinn réðl úrsUtum um Skv. upplýsingum sem Morgun- blaðið aflaði sér frá Júgóslavfu f gær, skipti umræddur leikur sköp- um um það hvort liðanna yrði Júgóslavíumeistari f ár. Leikurinn fór fram á heimavelli Pelister í borginni Bitola, þar sem fslenska landsliðið lék m.a. á Júgóslavíu- mótinu í fyrra. 5.000 áhorfendur troðfylltu fþróttahöllina og leikn- um var sjónvarpað beint Eins og í „alvöru" úrslitaleik var þessi geysilega spennandi. Metalopla- stika nægði jafntefli til að verða meistari enn einu sinni, en með sigri myndi Pelister hins vegar hampa meistarabikamum. ÓtrútogtíloUn Loftið var þrungið spennu í lokin Mil* Isakovlo. Vosolln Vujovle. og 10 sek. fyrir leikslok komst Pelister einu marki yfir, 26:25. En leikmenn Metaloplastike gáf- ust ekki upp, brunuðu fram og Vujovic skoraði — og jafnaði þar með metin — 2 sek. fyrir leikslok! Metaloplastika varð þvf meistari, og það var meira en leikmenn Pelister þoldu. Slagsmál brutust út f höllinni og létu leikmenn beggja liða hnefana tala. „Það var hræðilegt að horfa upp á þetta. Þetta lfktist hnefaleika- keppni, nema hvað hún verður aldrei svona ofeafengin! Þetta var verra en verstu slagsmál sem maður sér f ísknattleik," sagði Ivan Snoj, einn helsti forystumað- ur handknattleiksmála f Júgó- slavfu, f samtali við Morgunblaðið í í gær. FOLK ■ BENFICA frá Portúgal feer eitt kfló af gulli fyrir hvert mark sem liðið skorar gegn PSV Eind- hoven f úrslitaleik Evrópukeppni eieistaraliða. Það er portúgölsk ^affibrennsla sem er svo rausnar- Jeg, en þetta er í annað sinn sem l*e88um verðlaunum er heitið. í fyrra fékk Porto tvö kfló af gulli er liðið sigraði Bayem MQnchen, 2:1 f úrslitaleik f þessari sömu ^eppni. Þess má geta að kflóið að Kulli kostar um 600.000 fslenskar krónur. V JOSE Mehdi Faria, sem þjálf- 8ð hefur landslið Marokkó, var rekinn f gær. Hann kom liðinu f Jokakeppni heimsmeistarakeppn- 'Onar f Mexfkó 1986 og þar náði liðið góðum árangri. Ástæða upp- ^ágnarinnar var hinsvegar slök frammistaða liðsins f Afrfku-bik- arnum, en þar hafnaði liðið f 4. saeti. Faria hyggst dvejja áfram í jjarokkó og þjálfa félagslið. ■ AÐALRTTARI UEFA, Hans ^angerter sagði f gær að nýju fyglum IJEFA sem takmarka flöida útlendinga við fjóra, verði ekki ^reytt. „Við höfúm fengið mikil við- brögð, en ekki bara frá breskum 'iðum, heldur liðum út um allan beim. En við förum ekki að breyta þessari reglu bara til þóknast þjóð- urn á Bretlandseyjum. Það hefur í 'engi staðið til að selja þessar regl- Ur og þær eru fyrst og fremst til að gefa ungum knattspymumönn- um tækifæri f Evrópukeppni," sagði Bangerter. ■ JOHAN Cruyff, sem skrifaði undir samning við Barcelona, fyrr f þessari viku, hefur mikinn áhuga á að fá Frank Rikjard til liðs við Barcelona. Rikjard lék með Ajax, en gekk út eftir rifrildi við Cruyff. Hann hefúr leikið með Sportíng Lissabon, en er nú í láni hjá Real Zaragoza á Sp&ni. Cruyff sagði að þetta rifrildi þeirra hefði ekki verið aðal ástæðan fyrir þvf að Rikj- ard fór frá Ajax og sagðist ekki efast um að hann vildi koma til Barcelona. ■ WEST Ham verður f dag fyrsta félagið f sögu ensku deildar- innar til að nota markmann sem annan af tveimur varamönnum. Liðið mætir Newcastle f dag og ef West Ham tapar með átta marka mun gæti liðið lent f úrslitakeppni um fall. John Lyall, framkvæmda- stjóri West Ham ætlar ekki að taka neina áhættu og hefúr sett Phil Parkes sem annan varamann liðs- ins, ef svo færi að Tom McAlister, aðalmarkvörður liðsins, meiddist. Þetta mun vera f fyrsta sinn í sögu ensku deildarinnar að markvörður er varamaður. ■ ÖRNÓLFUR Oddason hefúr ákveðið að ganga til liðs við Vfkinga f 1. deild knattspymunn- ar. ömólfur lék með ÍBI f fyrra og mun leika við hlið bróðir sfns, Jons með Víkingunum. ■ FRAMARAR eru íslands- meistarar, en ekki bikarmeistarar í handknattleik kvenna eins og við sögðum f gær. Valsstúlkur eru hinsvegar bikarmeistarar, en ekki íslandsmeistarar, eins og sagt var sömu firétt! Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. HANDKNATTLEIKUR „Við getum ekki án þeirra verið“ - sagði Ivan Snoj, formaðurjúgóslavnesku lands- liðsnefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær um leikmennina þrjá sem settir voru í bann „ÉG er búinn að senda þessum þremur leik- mönnum bréf þar sem óg biö þé um aö mssta til leikja landsliöslns f Júgóslavfumótinu, sem hefst 26. þessa ménaðar, þrátt fyrir bannið. Við getum ekki én þeirra verið," sagði Ivan Snoj, formaður landsliðsnefndar júgóslavneska hand- knattleikssambandsins, f samtali við Morgun- blaðið f gær, um þé Vujovic, Isakovic og Kuz- manowski, sem dæmdir voru f leikbann eins og greint er frá hér að ofan. Snoj hefur í áraraðir verið einn helsti forystumaður handknattleikssambands Júgóslavíu, ogtalinn ráða því sem hann vill ráða þar á bæ. Nú eru aðeins Qórir og hálfur mánuður þar til keppni hefet á Ólympíuleikun- um. Júgóslavar eiga að mæta Sovétmönnum í fyrsta leik, þriðjudaginn 20. september, en ísland og Júgó- slavía mætast tæpri viku síðar, mánudaginn 26. sept- ember. Ljóst er að júgóslavneska liðið veikist mikið verði þessir leikmenn ekki með. Snoj sagðist myndu reyna hvað hann gæti til að bann- inu yrði aflétt af þremenningunum. „Og það er auðvit- _________ að ekki nóg að fá þá til að leika á ólympíuleikunum. Ivan SnoJ, formaður landaliðsnefndar júgóslav- Ef við vijjum hafa þá með i Seoul verða þeir einnig neska handknattleikssambandsins (tv.), ásamt Jóni að taka þátt í öllum undirbúningi liðsins," sagði Snoj. IJjaltalfn Magnússyni, formanni HSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.