Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 68
SYKURLAUST
WRIGtÉV’S
27711
M I C I 0 l 1 M............................I...R....Æ T 1. J.
Svwrt Kristinsson. s8us$ri - Þorisilur Guímundsson. sölum.
Þáöriur Halktosson, lögfr- Unnsieinn Bedhrt..sim 12320
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
VEM) í LAUSASÖLU 60 KR.
Togarar í
Vestmannaeyjum:
Missa veiði-
ferðir vegna
langs lönd-
unartíma
TOGARINN Sindri frá Vest-
mannaeyjum kom með full-
fermi til Eyja á þriðjudagskvöld
eftir fimm daga veiðiferð. Afl-
inn var um 150 tonn, mest
þorskur. Ekki var lokið við að
landa úr togaranum fyrr en í
gær og hann fær ekki ís um
borð fyrr en eftir helgi og verð-
ur þvi hátt í viku í landi. Hluti
afla hans fer í gáma til sölu á
markaði í Bretlandi, enda vant-
ar fólk í frystihúsin og yfir-
vinnubann Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja hefur verið í
gildi frá 12. april.
Togarar Vestmannaeyinga
hafa selt afla sinn á fískmarkaðina
frá því um miðjan apríl. Breki
hefur tvisvar Iandað á Faxamark-
aði, Sindri einu sinni og Eldey
einu sinni í Hafnarfírði og einu
sinni í Reykjavík, enda hefur afli
verið óvenju mikill undanfarið.
Togaramir Klakkur og Sindri hafa
misst úr eina veiðiferð vegna þess
hve langan tíma hefur tekið að
landa úr þeim, en venjan var að
löndun tæki einn dag.
Tveir bátar Vestmannaeyinga
lönduðu afla sínum síðast á
Dalvík. Áður fór afli þeirra í gáma
á markað erlendis.
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
og verkakvennafélagið Snót fund-
uðu með vinnuveitendum hjá ríkis-
sáttasemjara í gær. Til nýs fundar
hefur verið boðað klukkan 13 í
dag, en verkalýðsfélögin héldu
fundi í gærkveldi.
Brugðið á leik á hestadögum
HESTADAGAR eru haldnir i Reiðhöllinni um helgina og meðal
annars bregður þríeykið á myndinni á leik á sýningunum. Piltur-
inn heitir Kristinn Hákonarson, hvolpurinn Dollý og hesturinn
Snati. Fjölmörg önnur atriði eru á hestadögunum, t.d. fimleikar
á hestum, hestar eru látnir stökkva yfir nýja bíla og í gær-
kvöldi var í fyrsta skipti keppt i knattleik á hestum. Önnur sýn-
ingin verður í kvöld og tvær eru á dagskrá á morgun.
Forstjóri Hagvirkis:
Getum lagt hálend-
isveg fyrir brot af
áætlun Vegagerðar
JÓHANN G. Bergþórsson for-
stjóri Hagvirkis segir að fyrir-
tækið gæti án stórátaks lokið
við malarveg frá Hreysiskvísl
80 kílómetra leið tíl byggða í
Eyjafirði fyrir verð 7 vísitölu-
húsa eins og hann orðaði það,
eða innan við 100 mi\jónir
króna. Hann sagði að kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar um
sama vegakafla, sem hljóðar
upp á um það bil 500 miiyónir
miðað við bundið slitlag, geri
ráð fyrir að notað væri 2,5 sinn-
um meira efni en nauðsynlegt
væri. Þetta kom fram í erindi
sem Jóhann hélt á ráðstefnu
Verkfræðingafélags íslands um
hálendisvegi framtíðarinnar og
áhrif þeirra.
Skiptar skoðanir voru meðal
ráðstefnugesta um áhrif hálendis-
vega á byggðaþróun og hvort, og
þá með hvaða markmið í huga,
ætti að ráðast í slíka vegagerð en
vegaáætlun gerir ekki ráð fyrir
Iagningu hálendisvega. Flestir ráð-
stefnugesta virtust sammála um
að ekki ætti að fóma áætluðum
framkvæmdum samkvæmt vega-
áætlun fyrir hálendisvegi.
Jóhann Bergþórsson sagðist
byggja fyrrgreindar áætlanir sínar
á vegarkafla sem Hagvirki gerði
fyrir Landsvirkjun á kaflanum frá
Köldukvísl að Þúfuveri. Hann
sagði að sá vegur væri gott dæmi
um velheppnaða vegagerð á fjöll-
um. Jóhann sagði að ef ákvörðun
væri tekin strax um vegagerðina
gæti komandi sumar nýst til að
velja vegarstæði. Staðarval þyrfti
að miða við að vegurinn lægi sem
mest við vatnaskil, til að draga úr
kostnaði við ræsa- og brúargerð
Coldwater Seafood:
Söliisamningiir í hættu
Á lokastigi samningavið-
ræðna Coldwater Seafood og
fyrirtækis í Bandaríkjunum í
síðustu viku um kaup á sjávar-
afurðum, kom hik á bandaríska
fyrirtækið vegna mótmælaað-
gerða Greenpeace og fleiri
aamtaka út af hvalveiðum ís-
lendinga. Magnús Gústafsson
forstjóri Coldwater segir þó að
ekki hafi slitnað upp úr viðræð-
unum og verið sé að kynna fyr-
irtækinu alla málavexti hvaía-
málsins.
Greenpeace hóf herferð sína
fyrr á þessu ári og beinir henni
gegn veitingahúsakeðjum sem
kaupa sjávarafurðir af íslensku
físksölufyrirtælqunum í Banda-
ríkjunum. Mótmælin beinast aðal-
lega gegn ijórum fyrirtælqum,
Burger King, Wendy’s, Long John
Silver’s og Shoney’s. í blaðinu
Nations Restaurant News, sem
er víðlesið í veitingahúsageiran-
um, var frétt um mótmælin 18.
apríl síðastliðinn og m.a. haft eft-
ir Randy Jones, talsmanni Green-
peace, að spjótunum væri einkum
beint gegn Burger King þar sem
fyrirtækið væri stærsti kaupandi
íslenskra fískafurða á Bandaríkja-
markaði.
Burger King skiptir aðallega
við Iceland Seafood, dótturfyrir-
tæki Sambandsins, en í samtali
við Morgunblaðið sagði Sigurður
Markússon, framkvæmdastjóri
sjávarafurðadeildar Sambandsins,
að hann hefði ekki orðið var við
mikil áhrif á viðskipti Iceland Sea-
food vegna áróðurs Greenpeace.
Hann sagðist þó vera nýkominn
frá Bandaríkjunum og sér hefði
þá fundist hann heyra meira um
hvalamál heldur en oft áður. „Ég
tel því að málið sé komið á það
stig að við verðum að fylgjast
mjög náið með framvindunni frá
degi til dags,“ sagði Sigurður
Markússon.
Magnús Gústafsson fram-
kvæmdastjóri Coldwater Seafood,
dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, sagði við
Morgunblaðið £ið viðskiptavinir
fyrirtækisins hefðu vissulega látið
í ljósi áhyggjur vegna þessarra
mótmæla enda væri mönnum allt-
af illa við slíkt. „Það gerðist síðan
í síðustu viku að á lokastigi samn-
ingaviðræðna við fyrirtæki, sem
vonandi á eftir að verða stór við-
skiptavinur Coldwater í framtíð-
inni, kom hik á fyrirtækið vegna
þeirra neikvæðu áhrifa sem þetta
gæti haft á þeirra viðskipti. Við
erum að útskýra fyrir þeim málið
og að allar gerðir íslendinga í
hvalamálinu séu í samráði við
bandarísk stjómvöld en það er
greinilega auðvelt að hræða veit-
ingahúsamenn núna vegna þess
m.a. að salan gengur ekki alltof
vel,“ sagði Magnús Gústafsson.
og minnka hættu á úrrennsli. Velja
þurfí stæðið þannig að nægilegt
efni sé til staðar en ekki þurfi að
aka því að. Sumarið 1989 þyrfti
síðan að ýta upp malarvegi án
brúa. Með því að leggja veginn án
tafa við brýr og ræsi yrðu aðdrætt-
ir ódýrari en ella auk þess sem
náttúran ijúfí ekki vegi eftir teikn-
ingum, henni sé best treystandi til
að velja þá staði sem hún lætur
vatn fara í vorleysingum. Veturinn
1989-1990 yrði síðan fylgst með
veginum og að fenginni jákvæðri
reynslu, unnið að gerð ræsa og
brúa. Reynist vegurinn ónothæfur
að vetrarlagi, mætti fresta fram-
kvæmdum en nota veginn sem
sumarveg í stað núverandi slóða.
Meðal annarra framsögumanna
var Þorleifur Einarsson prófessor,
sem taldi hálendisvegi æskilega frá
sjónarmiði náttúruvemdar. „Gerð
upphleyptra vega á aðalleiðum um
hálendið myndi draga mjög úr
akstri utan vega og þá um leið úr
jarðraski sem víða er því miður enn
of algeng sjón,“ sagði Þorleifur
meðal annars. „Greiðfærir vegir
um hálendið gætu einnig dregið
úr mesta álaginu á hinum vinsælu
ferðamannastöðum á hálendinu
svo sem í Landmannalaugum og
Herðubreiðarlindum sem nú liggja
undir skemmdum." Þorleifur sagði
einnig að í tengslum við vegagerð-
ina þyrfti að koma upp þjónustu-
miðstöðvum eða tjaldstæðum á
láglendi svo sælq'a mætti í hina
vinsælu ferðamannastaði í dags-
ferðum.
vegna áróðursherferðar
“
Morgunblaðið/ól. K. Magnússon
Krían komin
í hólmann
Krían er komin í hólmann i
Reylqavíkurtjörn og te\ja
margir það vera staðfestingu
á sumarkomunni. Fyrir
nokkrum dögum sást krían
fyrst á Suðausturlandi og
ljóst er að hún er löngu hætt
að láta dagsetninguna 14.
maí stjórna ferðum sínum.
Þessi mynd var tekin í gær
við Tjömina af kríupari á
flugi.