Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Ráðning háskólakennara eftir Björn S. Stefánsson Ráðning í nýja stöðu lektors í stjómmálafræði í félagsvísinda- deild Háskóla íslands, hefur vakið athygli almennings. Var það fyrir það, að Hannes H. Gissurarson, einn umsækjenda um stöðuna, opinberaði tortryggni sína til þriggja manna nefndar, sem fé- lagsvísindadeild setti til að meta hæfni umsækjenda, og hann rök- studdi með því að hann hefði átt í óvægilegum deilum við tvo nefndarmannanna. Þá tilnefndi rektor Háskólans fulltrúa sinn í nefndina. Deildarforseti kvaðst raunar helzt vilja fá í nefndina erlendan mann, en ekki væri til- tækur neinn útlendingur læs á íslenzku. Deildin heimilaði nefnd- inni að leita álits erlendra manna. Hvomgt skildi ég í sjálfu sér sem viðurkenningu á gagnrýni Hann- esar, heldur svo að með því ætti að eyða þeirri tortryggni, sem hann kynni að hafa vakið með almenningi. Hér skal skýrt frá því hvemig fór og ályktað almennt um fyrirkomulag ráðninga við Háskóla íslands. Margt draga fjölmiðlungar fram fyrir augu og eym almennings, en það kann að hafa farið fram hjá þeim, að í níu manna hópi umsækjenda og dómnefndar- manna var einn og aðeins einn, sem hafði fengið þá viðurkenningu erlendis að teljast hæfur til að gegna stöðu kennara í stjóm- málafræði í háskóla, og er það sá, er þetta ritar. Þessa frama var getið á þremur stöðum í þeim gögnum, sem ég sendi mennta- málaráðuneytinu til kynningar, en í áliti dómnefndar er þessa hæfnis- dóms ekki getið. Stjómmálafræði er fræðigrein í örri þróun, og eins og gengur em menn misnæmir á nýmælin. Ég er sjálfmenntaður í greininni og því óháður þeim hefðum, sem orð- ið hafa til og mótazt á löngum tíma. Fræðigreinin var upphaflega fróðleikur um stjómarfar og þró- aðist síðan til þess að skýra for- sendur skipulags opinberra mála og breytinga á þeim. Ég kom þannig að greininni, að ég vildi gera mér grein fyrir hvað það væri, sem mótaði verksvið stjórn- valda annars vegar og félaga og einstaklinga hins vegar, og fór því að rýna í rit stjórnmálafræðinga um þau mál. Ég las rannsóknar- skýrslu um eitt land og hlaut að dást að, hvað höfundur gat bmgð- ið upp glöggri mynd af kerfínu. Svo las ég um annað land með jafnsnjallri mynd. En þessar glöggu myndir vom hvor annarri óháðar og ekki til leiðsagnar um næstu mynd eða um það, hvemig lýsa mætti slíkum málum á ís- landi. í stjómmálafræði reyndist ekki vera notuð gmndvallaraðferð til að greina, hvað það er, sem heldur við og breytir stjómarfari, því að hver höfundur hafði þar sín eigin vinnubrögð. Þessi reynsla mín kom kunningjum mínum, norskum félagsvísindamönnum, ekki á óvart. Þegar hin hefð- bundna stjómmálafræði brást mér, var ég svo heppinn að kynn- ast betur öðm sviði þjóðfélags- fræða, þar sem verið var að þróa gmndvallaraðferð til þjóðfélags- greiningar. Þar er fjallað um stjómarfar á sama hátt og önnur þjóðfélagsmál. Sá, sem nær tökum á aðferðinni, er jafnvígur til rann- sókna á stjómarfari og öðmm sviðum þjóðfélagsins, en þekking- in verður að sjálfsögðu háð því, hvaða málum menn hafa sinnt. Stjómmálafræði hefur þá ekki sér- stöðu vegna vinnubragða og hefða. Því hefur verið haldið fram með rökum, að þróun vísinda gerist síður við það, að stuðningsmenn fyrri kenninga fallist á nýjar kenn- ingar, heldur frekar við að þeir sem aðhylltust eldri kenningar, hætti störfum og deyi. Á síðum dagblaðs er varla fært að rökræða dómnefndarálitið, sem er afhent sem trúnaðarmál. Strax eftir að álitið kom fram vom birtir kaflar úr því, mér vitanlega óátalið. Hér verður frekar skýrt frá því, sem ekki er þar að lesa, en hinu, sem þar stendur. í álitsgerðinni kemur ekki fram, að dómnefnd hafi þann gmndvallarskilning til að meta verk, er að framan greinir, heldur virðist dómnefnd vera bundin af hefðum greinarinnar. Ekki er út- skýrt, hvað sé merkilegt við þær ritsmíðar, sem farið er viðurkenn- ingarorðum um og höfðu raunar áður fengið formlega viðurkenn- ingu. Samhengi ritstarfanna yfir- leitt er ekki kynnt með þeim skiln- ingi, sem vísindamenn eiga, þegar þeir fást við efni á því sviði sem þeir hafa þjálfast á. Ég hafði gert ráð fyrir því, að hlutverk fulltrúa rektors Háskól- ans í nefndinni yrði að eyða þeirri tortryggni, sem upp hafði komið, ekki sízt með því að framfylgja því, að leitað yrði til erlendra manna, eftir því sem kostur væri og eins og heimilað var. Ekki verð- ur séð í dómnefndarálitinu, að það hafí verið gert á neinn hátt. Varð- andi mig var einfalt að byija á því að leita rökstuðnings þeirra erlendra stjómmálafræðinga, sem fjallað höfðu um verk mín í dóm- nefnd og ég skýrði frá, en það var látið vera. Eins hefðu þeir mátt gera sér og öðrum grein fyrir því, að prófessorsstaða sú, sem ég var kallaður til að gegna við stofnun Norðurlanda í skipulagsfræðum í Stokkhólmi, var stjórnmálafræði- leg, með ísland sem aðalviðfangs- efni til samanburðar við önnur ríki Norðurlanda, en samanburðar- stjómmál var eitt þeirra þriggja sviða, sem spurt var sérstaklega um hæfni í í auglýsingu um stöð- una. Eftirgrennslan hefði auðveld- lega leitt í ljós, að til grundvallar því að meta mig hæfan til að gegna slíkri stöðu (um stundar- sakir) var lögð álitsgerð þriggja manna, samin af öðm tilefni. Tveir þeirra vom prófessorar í stjóm- málafræði, en sá þriðji prófessor í félagsfræði. Hin sérsviðin, sem spurt var um hæfni í, vom ákvarðanaferli og stofnanaþróun innan stjómkerfís- ins og hegðun og viðhorf kjós- enda. Ekki er gerð grein fyrir því, að nokkrir tugir ritsmíða á þeirri skrá sem fylgdi umsókninni, varða þessi efni. Verður ekki sagt um það hvort dómnefnd hefur átt- að sig á því. Ýmis skilningsatriði varðandi íslenzkt þjóðfélag, sem þar er að finna, vom frumleg, en urðu fyrr en varði eins og sjálf- sagt mál. Til þess að meta slíkt framlag er ekki nóg að vera fróð- ur, heldur þarf þjálfað auga vísindamanns til að greina kjama málsins frá fróðlegum umbúðum. — Það tók meira en ár að koma dómnefndarálitinu saman og á borð deildarmanna, en hálfum degi síðar höfðu þeir afgreitt málið. Þrátt fyrir þessar athugasemdir ætla ég dómnefndarmönnum ekki neina óhlutvendni. Af langri reynslu er það skoðun mín, að ráðning nýrra háskólakennara í félagsvísindadeild fari fram líkast því, sem tíðkaðist í iðngildum mið- alda, og virðist þá ekki skipta miklu máli, hveijir eru fengnir til að sjá um formsatriðin hveiju sinni: Meistarinn kennir nemunum fræðin, brautskráir sveina og ræð- ur síðan til starfa þá þeirra, sem hann hefur dálæti á, og veitir þeim smám saman aukin réttindi eftir velþóknun sinni. Aðrir nýliðar verða að hafa lært á sama hátt og meistarinn. Hver meistari fær að fara sínu fram í ráðningum, ótruflaður af öðrum meisturum. Brýn ástæða er til að endur- skoða fyrirkomulag ráðninga við Háskóla íslands. Finna þarf ráð til þess að koma í veg fyrir, að fræðigrein staðni vegna þess að starfsmenn, sem forðast eins og heitan eld þá, sem kynnu að skyggja á þá með nýmælum, stjómi í reynd ráðningum. Mér sýnist koma til greina að færa ábyrgðina á ráðningum frá við- komandi fræðadeild og frá menntamálaráðuneytinu til yfír- stjómar Háskólans, sem mætti kveðja menn til starfa að fengnum ábendingum um þörfina fyrir að Björn S. Stefánsson „Finna þarf ráð til þess að koma í veg fyrir, að fræðigrein staðni vegna þess að starf s- menn, sem forðast eins og heitan eld þá, sem kynnu að skyggja á þá með nýmælum, stjórni í reynd ráðningum.“ stuðla að framþróun í viðkomandi grein. Einnig kæmi til álita að ákveða áður en staða er auglýst, að hafa með í ráðum fulltrúa er- lendrar vísindastofnunar. Enn- fremur mundi það veita aðhald um vinnubrögð að gera dómnefndará- lit að opinberu máli. Til álita kæmi að hafa heimild til að færa menn á milli sviða. Sá, sem hefur þjóð- félagsfræði almennt á valdi sínu, getur með nokkrum fyrirvara fært sig milli greina, svo sem félags- fræði, stjómmálafræði, mann- fræði og sögu og jafnvel fleiri greina, einstakar greinar og sagn- fræði, ogjafnvel fleiri greina (ein- stakar greinar heimspeki og hag- fræði). Mætti það „efla alla dáð“. CC-6 CC-L JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍIVII 42600 vörubílahjólbarðar Hagstætt verð og greiðslukjör. Tökum fulla ábyrgð á gæðum hjólbarðanna. Hjólbarðadeild opin 9-6 virka daga. cc-y CC-IVI Kaldsólaðir gæðahjólbarðar frá Hollandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.