Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 rbreyttsam- ía tveggja trausts í samskiptum ríkjanna. Reagan forseti minntist sérstak- lega á brottflutning innrásarhers Sovétmanna frá Afganistan og þátt risaveldanna í samningaviðræðum fulltrúa stjórnvaida í Pakistan og Afganistan um fyrirkomulag hans. Sagði forsetinn að samskipti Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hefðu tek- ið stakkaskiptum á undanförnum árum. „Ég gæti nefnt ótölulegan fjölda mála og málaflokka þar sem við höfum náð miklum og mikilvæg- um árangri," sagði forsetinn. Reagan tók Gorbatsjov á orðinu og sagði það rétt vera sem komið hefði fram í ræðu Sovétleiðtogans, að hann væri áhugasamur mjög um rússneska málshætti og spakmæli. Því vildi hann bæta einum við: „Það fæddist — það varð ekki til I einni hendingu" (Rodilsíja né toropilisíja). Þetta sagði Reagan hafa einkennt samskipti risaveldanna á undanförn- um árum, því reynslan sýndi að flas væri ekki til fagnaðar. Menn þyrftu að vera raunsæir því mikið starf væri enn óunnið. Hins vegar væri markmiðið háleitt og það vissu bæði hann sjálfur og Gorbatsjov. Verkefni Líga- víkja það. Ég hef sagt honum að ég sé. ekki ánægður með núverandi starf mitt." þeirra væri að treysta og styrkja samskipti rfkjanna tveggja, sem væri ekki einungis í þágu íbúa þeirra held- ur og gjörvallrar heimsbyggðarinnar. Loks þakkaði Ronald Reagan Gorbatsjov fyrir heimboðið hingað til Moskvu og bað Guð að blessa hann. 29. maí-2. júni, 1988 MOSKVUFUNDURINN Reutcr Reagan-hjónin fylgjast með er munkar í Danilov-klaustrinu lýsa þvf hvernig gamlar hclgimyndir (fkonar) hafa verið Iagfærðar. For- setahjónin heimsóttu klaustrið f gær og í ávarpi f orsetans þar hvatti hann stjórnvöld tíl að auka trufrelsi f lahdinu. Mannréttíndamál grund- völlur alþjóðasamskipta - sagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í Spaso-setri Moskvu, Reuter. REAGAN forseti lagði þunga áherslu á trúfrelsí og almenn mannrétt- indi f ávarpi sfnu f Danilov-klaustri f gær. Sama var uppi á teningnum er hann átti fund með andófsmonnum skömmu sfðar f Spaso-setri, bustað bandarfska sendiherrans. Sovéskir embættísmenn létu f ljós mikla óánægju með ummæli forsetans og sögðu að þau gætu orðið til að skaða öll fundaliöldin f Moskvu. „Trú þjóðar yðar hefur orðið fyrir þolraunum og sætt harðneskju eins og dýrlingar þeir sem helgimyndirnar hér eru af. En þrengingarnar hafa styrkt hana svo að nú getið þér litið fagnandi til næsta árþúsunds kristn- innar í landinu," sagði Reagan í klaustrinu. í Bandaríkjunum deilum við von- um yðar um nýtt skeið trúfrelsis í Sovétríkjunum. Um trúna, sem er jafn mikilvæg fyrir þetta land og dökk, frjósöm gróðurmoldin, sagði einn af stórkost- legum rithöfundum og trúmönnum þessa lands, Alexander Solzhenítsyn: „Þegar farið er utan alfaraleiða f Mið-Rússlandi ljúkast augu manna upp fyrir því hvað gerir rússnesku sveitina svo friðsæla. Það eru kirkj- urnar ... Fólk er ávallt eigingjarnt og oft óvingjarnlegt - en á kvöldin barst hljómur kirkjuklukknanna yfir þorp, akra og skóga og minnti fólk á að gleyma ómerkilegum búksorg- um sinum og fhuga eilífðina."" í bústað sendiherrans sagði forset- inn m.a.: „Ég vil koma því á fram- færi við yður að þér njótið stuðnings bandarfsku þjóðarinnar og hún biður fyrir yður, hið sama gerir reyndar fólk um alla veröld. Ég vildi tjá yður þennan stuðning svo að þér gætuð miðlað honum til annarra. Það gæti orðið til að hughreysta alla þá sem vinna að auknum mannréttindum í þessu víðáttumikla landi. Stjórn mín hefur lagt á það áherslu að ein af grundvallarforsendum bættra samskipta milli Banda- rfkjanna og Sovétríkjanna séu aukin mannréttindi, að Sovétríkin fari að ákvæðum alþjóðlegra sáttmála um mannréttindi." Forsetinn sagði að á síðastliðnum þremur árum hefðu margar breyting- ar orðið til hins betra í mannréttinda- málum þar eystra. Eigi að síður héldu Sovétmenn enn ekki í heiðri mannréttindi, eins og þeir hefðu þó skuldbundið sig til f Mannréttinda- sáttmála SÞ og sfðar í Helsinki. A fundinum voru fulltrúar þeirra þriggja hópa, sem helst hafa sætt ofsóknum Sovétstjórnarinnar, pólit- ískra andófsmanna, þeirra sem sætt hafa trúarofsóknum og gyðinga, sem æskja fararleyfis frá Sovétríkjunum. Sovéski gyðingurinn Júlíj Khas- arov, sem beðið hefur fararleyfis frá Sovétríkjunum í 17 ár, sagði eftir ræðu forsetans: „Þrátt fyrir breyt- ingar f lýðræðisátt, hefur hlutskipti okkar ekki batnað. Ríkisstjórnin neit- ar okkur enn um réttinn til þess að kenna og nema [gyðingleg] fræðin." „Jafnvel nú er fjöldi pólitískra andófsmanna ófrjáls," sagði Sergei Kovaljov, andófsmaður, sem nýlega var sleppt úr þrælkunarbúðum. Sovéskir embættismenn sögðu að Reagan tæki ekki tillit til þeirra miklu breytinga sem orðið hefðu í valdatíð Gorbatsjovs. Ef forsetinn beindi allri athyglinni að mannrétt- indamálum myndi Gorbatsjov neyð- ast til svara fyrir sig og þetta gæti eitrað andrúmsloftið á fundum leið- toganna. Æðsta ráðið: Staðfest- ing Wash- ingtonsátt- málans Moskvu, frá Áageiri Sverrissyni, blaða- manni Morgunblaðsins. ÆÐSTA ráð Sovétrfkjanna stað- festi á laugardag afvopnunarsátt- mála risaveldanna, sem undirrit- aður var f Washington í desember á sfðasta ári. Sjónvarpað var beint frá fundi ráðsins og þvf gátu blaða- menn fylgst með honum. Voru menn almennt sammála um að hann hefði verið athyglisverður þótt svo niðurstaðan hafi tæpast komið á óvart. í þann mund sem menn höfðu komið sér fyrir á fundi í fréttamið- stöðinni var tilkynnt að Æðsta ráðið hefði komið saman til fundar til að ræða sáttmála risaveldanna um upp- rætingu skamm- og meðaldrægra kjarnorkuflauga. Var því gert „stutt hlé" á fundinum, sem síðar reyndist lengra en menn hefðu ætlað, því út-, sendingin stóð yfir f rúmlega eina og hálfa klukkustund. Tæknilegir örðugleikar einkenndu útsendinguna. Hljóðsambandið rofn- aði iðulega og í eitt skiptið hvarf myndin algerlega, en f stað hennar birtist hressileg sovésk slagsmála- mynd á skjánum. Allir helstu leiðtogar sovéska kommúnistaflokksins tóku til máls á fundi Æðsta ráðsins, en hins vegar var maðurinn sem undirritaði sátt- málann, Míkhaíl Gorbatsjov, ekki við- staddur. Þar eð öldungadeild Bandaríkja- þings hefur einnig staðfest Wash- ington-sáttmálann munu þeir Reagan og Gorbatsjov geta skipst á skjölum í þessa veru á meðan Bandaríkjafor- seti dvelur í Moskvuborg. irörtí með ung- m í Arbat-götu ara Morgunblaðiiw. f tíu mínútna gönguferð um Arbat- iml og fyrsta fund leiðtoga risaveld- ?. Arbat er eina göngugatan f höfuð- arar og fssalar eru á hverju strái og an til þess að sýna sig og sjá aðra á Arbat-götu á sunnudagskvöld, hafði ekki heyrt af gönguferð forsetans, en frá henni var ekki skýrt í sovéska sjónvarpinu. Þau sögðust auk þess vera of upptekin til þess að fylgjast náið með heimsókninni, en voru án- ægð með komu Reagans til borgar- innar. Þau eru bæði f viðskiptafræði- námi. Hann kvaðst hrifinn af stefnu Gorbatsjovs, en hún sagðist ekki nógu ánægð með leiðtogann. Ekki vildi hún þó segja hvers vegna. Hún sagðist heldur ekki vita nægilega mikið um Rafsu Gorbatsjovu til að hafa skoðun á henni. „Dagur landamæravarðanna" var haldinn hátfðlegur f Sovétríkjunum á, laugardag og settu ungir menn með græn kaskeiti svip á Moskvu. Upp úr miðnætti voru margir þeirra vel slompaðir f Arbat-götu. Þeir tóku okkur útlendingunum vel og töluðu nokkrir ótrúlega góða ensku. Þ6 ekki sá sem státaði af heiðursmerki fyrir góða frammistöðu, en hann hafði stöðvað mann, sem reyndi að frýja frá Sovétríkjunum til Finnlands. Flestir þáðu gjarnan Marlboro- vindlinga. Þeir tóku 5-6 vindlinga og voru afar þakklátir ef þeir fengu heilan pakka. Nokkrir vildu þó ekk- ert með bandaríska vindlinga hafa. Þeir reyktu sína sovésku. Svo drógu þeir upp forláta Beefeater-ginflösku og buðu upp á volgt brugg, sem minnti einna helst á púrtvín. Stúlkur, sem voru í slagtogi með ungtt mönnunum voru fámálar. Þær flissuðu aðallega og sumar fengu að bera kaskeiti strákanna. Konur gegna ekki landamæravörslu í Sov- étríkjunum. Búa þau í Gaukshreiðri? Fjöldi vfsnasöngvara skemmtir f Arbat-götu. Þeir syngja um hluti eins og keisaratímabilið, framtíð þjóðar- innar, vonir og drauma. Nokkuð stór hópur fólks safnast f kringum þá og hlýðir á boðskapinn. Aðeins einn ósk- aði eftir framlagi áheyrenda. Opin regnhlíf lá á götunni fyrir framan Reuter Ronald Reagan Bandarfkjaforseti og Nancy kona hans veifa til fagnandi mannfjöldans i Arbat-götu, en sovéskir öryggisverðir standa áhyggjufullir að baki. hann og áheyrendur hentu kópekum f hana. Ungur maður, sem var gítarlaus á ferð á laugardagskvöld, fékk gítar lánaðan hjá einum vfsnasöngvaran- um og söng um 1000 ára afmæli kristni f Rússlandi. Hann spurði svo í ljóði hvort þjóðfélag þeirra væri eins og Gaukshreiðrið. Kvikmyndin var fyrir skömmu sýnd í fyrsta skipti í Moskvu og.sáu „allir" hana. Lögregluþjónar eru á stöðugu vappi um Arbat-götu. Unga fólkið, sem er á aldrinum 15-30 ára, yfir- leitt í námi og bjartsýnt á framtfðina op; perestrojku, vissi af þeim en lét nærveru þeirra ekki á sig fá. Það forðaði sér einungis þegar vatnsúð- arabifreið birtist til að þvo götuna og þá hljóp það. Bílstjórinn virtist ekki sjá vegfarendur og þeir sem ekki áttuðu sig f tæka tfð fengu ískalda dembu yfir sig í næturblíð- &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.