Morgunblaðið - 15.06.1988, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
VSÍ um bráðabirgðalögin:
Útiloka ekki
kjarasamninga
NIÐURSTAÐA greinargerðar Vinnuveitendasambands íslands til
stjórnvalda vegna samninga ÍSAL og verkalýðsfélaganna er sú að
þeir brjóti ekki í bága við bráðabirgðalögin, þar sem ekkert í lögun-
um bendi til þess að þeim hafi verið ætlað að koma i veg fyrir að
gildir samningar kæmust á á milli hinna ýmsu samningsaðila með
samþykkt samningstillagna sem fyrir lágu og lögskýringareglur leyfi
ekki þá túlkun laganna. Friðrik Sophusson, starfandi forsætisráð-
herra, segir að greinargerðin verði kynnt ráðherrum og hún ásamt
greinargerð verkalýðsfélaganna væntanlega rædd á ríkisstjómar-
fundi á morgun fimmtudag.
Greinargerðin er lögð fram að
tilmælum ríkisstjómarinnar, þar
sem ríkislögmaður hafði komist að
þeirri niðurstöðu að undirritað
samningstilboð vinnuveitenda, sem
lagt var fram fyrir gildistöku bráða-
birgðalaganna jafngilti ekki gildum
kjarasamningi og því bryti samn-
ingurinn í bága við lögin.
I greinargerðinni segjr að í reynd
sé enginn efnislegur munur á þeirri
samningstillögu, sem studd sé sam-
þykki samninganefndar verkalýðs-
félaganna, og þeirri, sem vinnuveit-
endur beini beint að hlutaðeigandi
verkalýðsfélögum. Lagalega komist
samningur ekki á milli aðila fyrr
en þar til bærir aðilar hafa sam-
þykkt hann, hvort heldur það eru
stjómir félaganna, félagsfundir eða
aliir félagar í allshetjaratkvæða-
greiðslu. Það sé hins vegar mál-
venja að segja samning gerðan þeg-
ar samninganefnd áriti tillögu að
samningi og sömu grunnreglur
hljóti að gilda þegar fram kemur
tillaga að samningi, sem síðar sé
samþykkt af réttum aðilum. Síðan
segin „Af því leiðir að telja verður
tilvísun laganna til gerðra samn-
inga eins ná til samningstillagna,
þótt ekki séu þær með ótvíræðum
hætti áritaðar af fulltrúum viðkom-
andi verkalýðsfélaga, enda sæti
þessar tillögur síðar sömu meðferð
og aðrar samningstillögur, sem fyr-
ir lágu við setningu bráðabirgðalag-
Útlit fyrir
gott berjaár
Miðhúsum, Reykhólasveit.
BLÓMGUN á lyngi virðist hafa
tekist vel og ef tíð verður góð í
júlí og ágúst ætti að verða mjög
gott beijaár. Sérstaklega verður
mikið um aðalbláber og kræki-
beijaspretta gæti orðið góð.
Ætla má að þroski beija verði
heldur seint á ferðinni vegna þess
hversu vorið var kalt, en það fer
eftir sólfari og raka næstu mánuði.
—Sveinn
Friðrik Sophusson, starfandi for-
sætisráðherra, sagði að ríkisstjómin
myndi athuga greinargerðir aðila
og í framhaldi af því taka ákvörðun
um hvað eðlilegast væri að gera. I
greinargerð VSÍ komi skýrt fram
að það telji samningstilboðið til
starfsmanna ÍSAL jafngilda kjara-
samningi, þar sem það hafi komið
fram fyrir gildistöku bráðabirgða-
laganna. Á sama hátt sé það skýrt
að VSÍ telji sig ekki geta gert aðra
samninga en þessa meðan bráða-
birgðalögin séu í gildi.
Morgunblaðið/Júlíus
Rennibrautin brátt tilbúin
Að undanförnu hefur verið gert ráð fyrir að hún verði til- tekið afstöðu til þess hvort selt
unnið við uppsetningu á 80 búin til notkunar í lok mánaðar- verði sérstaklega í brautina.
metra vatnsrennibraut við ins. íþrótta- og tómstundaráð
sundlaugina i Laugardal og er Reykjavíkur hefur enn ekki
Landbúnaðarmálin rædd á ríkisstjórnarfundi:
Ekkert ákveðið um niður-
greiðslur eða útflutningsbætur
Byggðastofnun láni 80 milljónir til loðdýraræktar
FJÁRÞÖRF landbúnaðarins kom
til umræðu á ríkisstjómarfundi
í gærmorgun. Frestað var að
afgreiða tillögur Jóns Helgason-
ar landbúnaðarráðherra um lán-
töku að upphæð 420 milljónir til
greiðslu á útflutningsuppbótum
og auknar niðurgreiðslur vegna
verðlagshækkana á landbúnað-
arvömm. Ágreiningur virðist
milli Alþýðuflokks annars vegar
og framsóknarmanna og sjálf-
stæðismanna hins vegar um
síðarnefnda þáttinn.Akvörðun
um lántökuheimild tíl fiskeldis
var einnig frestað milli funda.
Stjómin náði hins vegar sam-
komulagi um að beina því tíl
Byggðastofnunar að hún beiti
sér fyrir 80 miUjóna króna lán-
veitingu tU loðdýrafóðurstöðva.
„Það var skilningur okkar fram-
sóknarmanna og kom fram hjá
sjálfstæðismönnum einnig að það
ætti að endurgreiða sama hlutfall
af söluskatti á landbúnaðarvörur
og ákveðið var við fjárlagagerðina.
Eg hef sagt að tölumar, sem miðað-
ar /oru við forsendur íjárlaganna,
hljóti að hækka um leið og inn-
heimta ríkisins á skattinum,“ sagði
Jón Helgason landbúnaðarráðherra
eftir fundinn. Hann sagði að land-
búnaðarvörur hlytu að hækka ef
söluskattur yrði ekki endurgreiddur
í samræmi við hækkun þeirra.
Friðrik Sophusson, iðnaðarráð-
herra, sagði að sjálfstæðismenn
hefðu lagt sama skilning í þetta
mál og endurgreiða ætti söluskatt
af landbúnaðarafurðum. „Þegar
ákveðið var að taka söluskattinn
af tilteknum landbúnaðarvörum
töldum við að verðlagsbreytingar
umfram þær sem þá voru áætlað-
ar, ættu ekki að leiða til þess að
ríkissjóður hagnaðist af söluskatti
á þessum sömu vörum,“ sagði Frið-
rik.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra vildi ekki tjá sig um
málið að öðru leyti en því að emb-
ættismenn væru að vinna á grund-
velli tillagna sem hann lagði fram
sl. föstudag.
Guðmundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, sagði að ætti
stofnunin að veita 80 milljóna lán
til loðdýrafóðurstöðvanna, væri
ljóst að það fé yrði að fá að láni
erlendis.
Erík Sönderholm fyrr-
um forstöðumaður
Norræna hússins látinn
Atak í landgræðslu:
Byggir á framlögum fyr-
irtækja og einstaklinga
Selfoan.
ÁTAK I landgræðslu hófst
formlega í Gunnarsholti I gær
er fyrstu framlögin til átaksins
voru afhent. Landgræðsluátak-
ið er til komið að frumkvæði
Félags íslenskra stórkaup-
manna sem samþykkti að minn-
ast 60 ára afmælis sins með því
að gangast fyrir átaki til að-
stoðar Landgræðslu ríkisins við
uppgræðslu lands.
Verkefiiið Átak í landgræðslu
verður starfrækt í 3 ár og þunga-
miðjan í starfínu verður að afla
Qár sem jafnóðum verður afhent
Landgræðslunni til ráðstöfunar.
Tillagan á aðalfundi Félags
íslenskra stórkaupmanna var
samþykkt að frumkvæði Áma
Gestssonar forstjóra Globus hf.
Stofnuð hefur verið framkvæmda-
nefnd vegna þessa verkefnis og
hefur Kristín Áðalsteinsdóttir ver-
ið ráðin framkvæmdastjóri. Hún
hefur aðsetur á skrifstofu Land-
græðslu ríkisins við Hlemmtorg í
Reykjavík. Merki landgræðsluá-
taksins byggir á rofabarði og orð-
unum: Græðum og græðum.
Græðum ísland, ísland græðir.
„Ég hef séð hvaða þrekvirki
þessi stofnun getur unnið," sagði
Ámi Gestsson forstjóri þegar
hann afhenti Sveini Runólfssyni
landgræðslustjóra fyrsta framlag-
ið vegna átaksins. Sveinn lagði
áherslu á að mestur raunveruleg-
ur árangur næðist ef þjóðin öll
sameinaðist um að taka á upp-
græðslu lands á sem víðustum
grundvelli. Hann fagnaði þessu
framtaki og sagði það geta verið
flárveitingavaldinu hvatning til
að leggja fé á móti. Hann sagði
mikið verk framundan í upp-
græðslu landsins og það væri vel
framkvæmanlegt að klæða það
gróðri. Í því sambandi benti hann
á að Gunnarsholtsjörðin hefði ver-
ið ein eyðimörk fyrir 60 árum.
-Sig. Jóns.
ERIK Sönderholm, fyrrum for-
stöðumaður Norræna hússins í
Reykjavík, lést á heimili sínu í
Kaupmannahöfn sl. mánudag, á
60. aldursári.
Erik Sönderholm fæddist í Dan-
mörku 11. október 1928. Hann lauk
cand.mag. prófí í dönsku og þýsku
árið 1953 og var sendikennari í
dönsku við Háskóla íslands frá
1955 til 1962. Eftir það kenndi
hann aðallega við Kaupmannahafn-
arháskóla þaðan sem hann lauk
doktorsprófi 1972.
Erik Sönderholm tók við starfí
forstjóra Norræna hússins 1. ágúst
1976 og gegndi því til 31. janúar
1981. Hann tók þá við prófessor-
stöðu í dönsku og dönskum bók-
menntum við Kaupmannahafnar-
háskóla sem hann gegndi til dauða-
dags.
Sönderholm talaði lýtalausa
íslensku og þýddi mörg íslensk bók-
menntaverk á danska tungu, þar á
meðal verk eftir Halldórs Laxness.
Eftirlifandi eiginkona Eriks
Erik Sönderholm
Sönderholms er Traute Sönder-
holm. Þau eignuðust tvö börn sem
bæði fæddust á íslandi.
Þrír sóknarprestar
eru í barneignaleyfi
ÞRÍR sóknarprestar, þær sr.
Agnes M. Sigurðardóttir á
Hvanneyri, sr. Yrsa Þórðardóttir
á Hálsi í Fnjóskadal og sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir á
Seltjarnarnesi, eru i bameigna-
leyfi um þessar mundir.
Tveir prestanna, sr. Yrsa og sr.
Agnes fæddu syni og er sonur sr.
Yrsu hennar fyrsta barn en sonur
sr. Agnesar hennar þriðja. Að sögn
sr. Solveigar, sem væntir sín í lok
þessa mánaðar, mun þetta vera í
fyrsta sinn sem þrír sóknarprestar
eru samtímis í bameignaleyfí, en
ellefu konur hafa tekið prestvígslu
hér á landi.
i