Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 4

Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 4
4- 4 ^or JVlffT. Sr 5TUO/*.nTT}JTVGTT/I GIGAJflTWOTOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 Þrjú hundruð Islendingar dejja af völdum reykinga á ári UM ÞAÐ bil 300 dauðsföll má rekja til reykinga hér á landi á ári hveiju. Jafnframt er dánar- tíðni af völdum lungnakrabba- meins á meðal íslenskra kvenna ein sú hæsta S heiminum. Þetta kemur fram í grein eftir Jónas Ragnarson hjá Krabba- meinsfélaginu og Guðjón Magnús- son, aðstoðarlandlækni, er nefnist „Reykingar, líf og dauði" og birtist í nýjasta hefti tímaritsins Heil- brigðismála, sem gefið er út af Krabbameinsfélagi Islands. Þar segir jafnframt að enn reykir um þriðjungur allra fullorðinna ís- lendinga, þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr reykingum síðustu tvo áratugi. Að meðaltali deyja um 35 karlar og 30 konur af völdum lungna- krabbameins á íslandi á ári hveiju. Dánartíðnin hjá íslenskum konum er ein sú hæsta í heimi. Reykingar- menn eru að jafnaði í tíu sinnum meiri hættu en aðrir á að fá þenn- an sjúkdóm og er áætlað að 86% dauðsfalla af völdum hans megi rekja til reykinga. Það þýðir um 55 dauðsföll á ári, eða meira en eitt á viku. Samkvæmt greininni má rekja um 25 dauðsföll á ári úr ýmiss konar krabbameinum til reykinga, til dæmis krabbamein í vélinda, briskrabbamein, krabbamein í munni og barkakýli og krabbamein í þvagblöðru og nýrum. Því má áætla að um 80 krabbameinsdauðs- föll á ári megi rekja til reykinga, eða flórða hvert dauðsfall úr þess- um sjúkdómi. Reykingamenn eru jafnframt í tvöfalt til þrefalt meiri hættu en aðrir á að fá kransæðasjúkdóma og er talið að um 30% dauðsfalla úr þessum sjúkdómum stafi af reykingum. Nær 500 íslendingar deyja ár hvert úr kransæðasjúk- dómum og því má ætla að um 150 þessara dauðsfalla megi rekja til reykinga. Þá kemur fram að aðrir blóðrás- arsjúkdómar en kransæðasjúk- dómar hafa einnig verið tengdir reykingum og er talið að um níu af hverjum tíu sjúklingum sem fá æðakölkun í útlimi reyki. Dauðsföll af völdum berkjabólgu og lungnaþembu er taldið að megi í 80 til 90 prósent tilvika rekja til reykinga og eru reykingamenn í þrítugfaldri hættu miðað við aðra á að fá þennan sjúkdóm. Samkvæmt þessum niðurstöðum má gera ráð fyrir að reykingar valdi dauða um 250 manna á hveiju ári, 150 karla og 100 kvenna. Það er um sjötta hvert dauðsfall hjá körlum og sjöunda hvert hjá kon- um. Eru þá ekki talin með dauðs- föll úr öðrum hjarta- og æðasjúk- dómum en kransæðasjúkdómum né heldur lungnasjúkdómum og slysum. Væri það allt talið með yrði fjöldi ótímabærra dauðsfalla af völdum reykinga að minnsta kosti um 300 á ári. Þá eru ekki talin með dauðsföll af völdum óbeinna reykinga, en í grein Jónasar og Guðjóns er getið bandarískrar könnunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að slíkar reykingar eigi þátt í dauða 47.400 manna þar í landi á ári. Það gæti jafngilt allt að 40 til 50 dauðsföllum hér á landi. VEÐUR Morgunblaðið/Sigurgeir Flugvél Landgræðslunnar, TF-TÚN, dreifir áburði og grasfæi yfir Vestmannaeyjum. Landgræðsla ríkisins: Áburði og gras- fræi dreift í Eyjum FLUGVÉL Landgræðslunnar, TF-TÚN, var í Vestmannaeyjum nú í byrjun júní og dreifði þar 40 tonnum af áburði og gras- fræi. Að sögn Sveins Runólfsson- ar Landgræðslustjóra er þessi áburðardreifing framhald af fyrri landgræðsluverkefnum á Heimaey. Uppgræðsla í Heimaey hófst strax á fyrsta sumri eftir gosið 1973 og sagði Sveinn að eitthvað hefði verið unnið þar að upp- græðslu á hveiju ári síðan og væri eyjan öll að verða græn á ný. Dreift var víðs vegar um eyna en fyrst og fremst þar sem vikurbreið- umar voru stærstar. Einnig var sáð í Helgafellið, í hlíðar Eldfellsins og í Vestmannaeyjabæ. Borið var á í Heijólfsdal þar sem gróður var mjög illa farinn eftir gos en er nú að mestu að ná sér aftur. Flugmenn á TF-TÚN voru Pétur Steinþórsson og Hafsteinn Heiðars- son. Þeir hafa flogið hjá Land- græðslunni í 12 ár en eru nú starfs- menn Landhelgisgæslunnar. Land- helgisgæslan annast viðhald á flug- vélum Landgræðslunnar og flug- menn frá þeim fljúga minni flugvél- unum og að hluta til á stóru vél- inni. Þó fljúga flugmenn Flugleiða enn sjálfboðastarf á Douglas-vél- inni eins og þeir hafa gert undanfar- in 15 ár. Að sögn Sveins er eitt stærsta verkefni sumarsins á Haukadals- heiði í Ámessýslu, þar sem sáð verður grasfræi og borið á nær 6000 ha lands, sem er girt og frið- að frá allri búfjárbeit. Sagði hann að það hefði verið á þessum slóðum sem mest af því moldroki sem gekk yfír Suðurland á sl. ári hefði átt upptök sín. Önnur stór landgræðslusvæði em við Skógey á Homafirði, í Þingeyj- arsýslu, Suðumesin á Reykjanes- skaga og svæði norð—austan við Þingvelli. Sveinn sagði að lokum að kapp væri lagt á samvinnu við bæjar- og sveitarfélög um sameig- inleg verkefni á sviði uppgræðslu víðs vegar um landið. Uppboð á frystíhúsi R.A. Péturssonar: VEÐURHORFUR í DAG, 15. JÚNÍ 1988 YFIRUT t GÆR: Á Grænlandshafi er 995 mb lægð sem hreyfist norðaustur, en suðvestur af írlandi er 1028 mb víðáttumikil hæð. Áfram verður hlýtt austan- og norðaustanlands, en mun svalara í öðrum landshlutum. SPÁ: Suðvestanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Smáskúrir eða súld á Suðvestur- og Vesturlandi en bjart veður og allt að 20 stiga hiti norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestanátt og smáskúrir og síðar rigning vestanlands, en þurrt og bjart veður austanlands. Hiti verð- ur 8—12 vestan til en 13—20 stig annars staðar. HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnanátt og rigning á Suðvestur- og Vesturlandi en þurrt að mestu annars staðar. Hiti 8—12 stig vest- an tif en 12—18 stig austan til. TÁKN: Heiðskirt •á á Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V Él =E Öoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur 4 K Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM Id. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hltl 19 9 veóur skýjað þokumóða Bergen 12 léttskýjað Helsinki 19 skýjað Jan Mayen 3 suld Kaupmannah. 22 léttskýjað Narssarssuaq 4 rigning Nuuk 1 snjókoma Oaló 19 léttskýjað Stokkhólmur 14 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 19 skýjað Amaterdam 19 skýjað Aþena vantar Barcelona 23 léttskýjað Chicago 23 heiðskírt Feneyjar 24 skýjað Frankfurt 24 skýjað Glaagow 20 reykur Hamborg 17 skýjað Las Palmas 24 léttskýjað London 20 skýjað Los Angeles 15 þokumóóa Lúxemborg 22 léttskýjað Madrid 19 skýjað Malaga vantar Mallorca 25 léttskýjað Montreal 21 hálfskýjað New York 26 mengun París 24 skýjað Róm 23 skýjað San Diego 16 mistur Winnipeg 14 alskýjað Erfiðleikar raktir til fisksölusvindls Keflavik. Nauðungaruppboð, þriðja og síðasta, á hraðfrystihúsinu R.A. Péturssyni í Njarðvík fer fram í dag og er það annað frystihúsið í Njarðvík sem lendir undir hamrinum á tæpu ári. Hrað- frystihúsið Sjöstjarnan var slegið Útvegsbanka íslands á síðast- liðnu hausti, en hann er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabúið nú ásamt Fiskveiðisjóði og Byggðastofnun. Einn kröfuhaf- inn bauð 12 milþ’ónir króna i eignir þrotabúsins á öðru og síðasta uppboði. Hraðfrystihúsið R.A. Pétursson hefur verið starfrækt við Bolafót í Njarðvík síðan 1974 og hefur á þessum árum margsinnis fengið viðurkenningar fyrir gott hráefni og vöruvöndun. Erfíðleikar fyrir- tækisins hófust á síðasta ári þegar það seldi óvönduðum fiskkaup- mönnum frá Hollandi 65 tonn af ferskum fiski sem ekki fékkst greiddur. Fiskurinn var sendur flugleiðis til Lundúna þar sem hann var sett- ur á vörubíla og honum ekið til meginlandsins. Eigendur hrað- frystihúss R.A. Péturssonar höfðu samband við viðskiptabanka sinn til að kanna bankatraust hinsenska fyrirtækis. Eftir að viðskipti höfðu hafist gengu hlutirnir hratt fyrir sig og R.A. Pétursson flutti út um 65 tonn af ferskfíski á stuttum tíma. Greitt var með ávísunum og reyndist mestur hluti þeirra innstæðulaus. Málið var kært til hollensku lögregl- unnar sem hefur nú handtekið 4 menn sem tengjast fisksölusvindl- inu. í maí kom hollenskur rannsókn- arlögreglumaður til íslands í beinu framhaldi af handtöku fjórmenn- inganna og er enn unnið að rann- sókn málsins. - BB • !- LiSTAHATIÐ ——■ 1 ■■■——■ Dagskráin í dag K1 20.00 Iðnó Théatre de l’Arbre „S.O.S. - látbragðsleikur Yves Lebreton K1 20.00 Þjóðleikhúsið Black Ballet Jazz frumsýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.