Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
21
Opna Austurlandsmótið:
Polgar-fj ölskyldan í fararbroddi
Skák
Karl Þorsteins
Polgar-fjölskyldan frá Ungveija-
landi hefur verð aðsópsmikil á Opna
Austurlandsmótinu í skák sem nú
fer fram á Egilsstöðum. Systurnar
þrjár sem eru á aldrinum ellefu til
nítján ára eru í forystusætum á
mótinu og karl faðir þeirra kemur
skammt á eftir. Vafalaust er það
hin yngsta, hin ellefu ára gamla
Judit Polgar, sem vekur mesta at-
hygli. Þegar þetta er skrifað hefur
hún, ásamt Zsuzsu Polgar tapað
fæstum vinningum keppenda í A-
flokki. Jafnteflin eru einungis tvö
en fómarlömbin fjögur.
Já, það er vart furða að mætustu
menn hvái. Hér á árum áður voru
nefnilega krakkar vart komnir á
fermingaraldur litnir homauga á
skáksamkundum enda við valin-
kunna snillinga með áratuga
reynslu við skákborðið að etja.
En nú er öldin önnur og ljóst að
kreddukenningarnar þarfnast end-
urskoðunar þegar meistaramir gef-
ast upp hver á fætur öðmm eftir
bráðsnjalla taflmennsku hinnar
ungu snótar. Til marks um frábæra
frammistöðu stúlkunnar þá nægja
tveir vinningar líklegast í síðustu
þremur umferðunum til að öðlast
áfanga að stórmeistaratitli.
Það er margir keppendur á titil-
veiðum í mótinu. Vart þarf að geta
þess að áfangi að alþjóðlegum
meistaratitli er innan seilingar hjá
Judit og Hannes Hlífar hefur nú
góða möguleika að öðlast alþjóðlega
meistaratign að afloknu mótinu.
Eftir lélega bytjun hefur hann nú
borið sigur úr býtum í fjórum skák-
um í röð og til alls líklegur í barátt-
unni um efstu sætin.
Zsuza Polgar stendur einnig vel
að vígi. Hún er elst af þeim systr-
um, nítján ára gömul, og hefur
þegar vakið mikla athygli víða um
veröld. Margir af snjöllustu skák-
meisturum heims hafa mátt lúta í
lægra haldi í viðureignum gegn
henni og líkt og Judit hefur hún
einungis leyft tvö jafntefli.
Aðrir keppendur í A-flokki mega
við minna una. Léleg frammistaða
enska stórmeistarans Plasketts
kemur e.t.v. mest á óvart. Gæfan
hefur aldrei verið fylgifiskur hans
við skákborðið á íslandi og er
skemmst að minnast er hann tap-
aði sjö skákum í röð á skákmóti í
Vestmannaeyjum um árið.
Meðalstig keppenda í A-flokki
voru 2405 Elo-stig áður en sá leiði
atburður henti að Helgi Ólafsson
þurfti að yfirgefa skákmótið af per-
sónulegum ástæðum og strikast
þær skákir sem hann hafði teflt út
af þeim sökum. Keppendur hafa af
þeim sökum teflt mismunandi
margar skákir og getur það gefið
viUandi mynd af stöðunni.
í upphafi var gert ráð fyrir að
mótinu væri skipt í tvo opna styrk-
leikaflokka þar sern raðað væri eft-
ir Elo-skákstigum. A síðustu stundu
var hins vegar breytt um ráð og
ákveðið að í A-flokki tefldu 10
keppendur en B-flokkur væri hins
vegar opinn hveijum sem áhuga
hefði á þátttöku. Sá hængur var
þó á að einum keppanda var ofauk-
ið í hinum efri flokki. Það vanda-
mál leystist er þriðja systirin Soffia
Polgar bauðst til að tefla sem gest-
ur í B-flokki. Auðvitað hefur hún
nægan styrkleika til þátttöku í
A-flokki, enda hefur hún örugga
forystu í B-flokki. Einungis karl
faðir hennar uppskar það og spiluðu
fjölskyldutengsl þar eflaust inní.
Baráttan um næstu sæti er
hatrömm og hvergi útséð hvernig
henni lyktar.
Aðbúnaður keppenda er með
ágætum og við engan að sakast
nema ef vera skyld' andstæðingana
við að vera full fastheldnir á vinn-
ingana.
Lítum loks á sýnishorn af tafl-
mennsku hinnar ellefu ára gömlu
Judit Polgar. Það hefur komið fram
að foreldrar stúlknanna eru mennt-
aðir sálfræðingar og hafa helgað
sig frama stúlknanna á skáksvið-
inu. Almenn menntun stúlknanna
er í þeirra höndum og meiri hluta
ársins er fjölskyldan að heiman í á
skákmótum um víða veröld. Að
meðaltali segjast 'stúlkumar eyða
fjórum til fimm klukkustundum á
dag við skákrannsóknir og hafa fjöl-
margir þekktir skákmeistarar verið
þar tilkallaðir við leiðsögn. Og
árangurinn er víst ekki amaleg-
ur. . .
Hvítt: Judit Polgar
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
Skandinavísk vörn
1. e4 - d5, 2. exd5 - Rf6, 3. d4
(Eftir 3. c4 — e6 kæmi upp alþekkt
bragð sem drengirnir í taflfélaginu
hafa gert vinsælt.) 3. — Rxd5, 4.
c4 - Rb6, 5. Rf3 - g6, 6. Be2 -
Bg7, 7. 0-0 - 0-0, 8. Rc3 -
Rc6, 9. d5 - Re5, 10. Rxe5 -
Bxe5, 11. Bh6 (Allt eru þetta leik-
ir velþekktir úr teóríubókum en nú
verður Hannesi fótaskortur. Eftir
11. — He8 taldi hann svartan mega
vel við unan.) 11. — Bg7?, 12.-
Bxg7 - Kxg7, 13. Dd4+ - f6,
14. c5 (Það er ljóst að hvítur hefur
mun meira rými og drottningin er
vel staðsett á miðborðinu. Staða
hvíts er því mun betri.) 14. — e5,
Hadl — a5, 18. a3 — axb4, 19.
axb4 — f4, 20. d6! (Opinberar veik-
leikana í svörtu stöðunni. Vamar-
múrar svarta liðsaflans em harla
veikir.) 20. - Rf6, 21. Rb5! -
cxd6, 22. Db2 - Bf5, 23. Rxd6 -
De7, 24. Bf3 - e4, 25. Bxe4! (Jud-
it hefur ríka tilfínningu fyrir fléttu-
taflmennsku og lítil gletta innsiglar
hér sigurinn í þessari skák. Auðvit-
að byggist fléttan á slæmri stað-
setningu svörtu drottningarinnar.)
25. - Bxe4, 26. Hdel - Kh6, 27.
f3 - b6, 28. fxe4 - bxc5, 29.
bxc5 - Rh5, 30. e5 - De6, 31.
Hf2 - Ha5, 32. c6 - Hc5, 33.
Db7 — Dd5, 34. De7 og svartur
gafst upp. Stórfellt liðstap er óum-
flýjanlegt.
15. Dd2 - Rd7, 16. b4 - f5, 17.
A REHTUB0K
FftRDU MUN MEIRA ÚT
EN ÞÚ IEGGURINN!
r . n
1 VEXTIR A
RENTUBÓKINNI
HÆKKUPU
FRÁ 1. JÚNÍ í
,36%,
Þegar fara saman vel skipulagður sparnaður
og öruggt og arðbært innlánsform, verður út-
koman skínandi ávöxtun.
Þannig er RENTUBÓKIN; þú færð mun meira
út úr henni en þú leggur inn.
Hún veitir þér vissu um að höfuðstóllinn fer
stöðugt vaxandi að raunvirði, hvað sem allri
verðbólgu líður.
Þannig geturðu verið öruggur
með sparifé þitt á RENTUBÓK, bók
með traustum ávöxtunarkjörum.
RENTUBÓKIN ber háa nafn-
vexti og að sjálfsögðu tekur hún
samanburði við verðlagsþróun.
Þannig eru eiganda bókarinnar ætíð
tryggðir raunvextir hvað sem verð-
bólgunni líður.
Hámarksávöxtun næst á
RENTUBÓKINNI ef innstæðan
stendur óhreyfð í 18 mánuði. Hún
er þó að formi til óbundin.
Engin þóknun er reiknuð
af útteknu fé, sem staðið helur
óhreyft á bókinni í 18 mánuði
eða lengur.
Kynntu þér nánar hvernig þú færð mest út
úr Rentubókinni. Komdu í næsta Verzlunarbanka
eða fáðu sendan bækling til þín.
RENTUBÓK - hún rentar sig, þú nýtur lífsins!
VeRZlUNRRÐRNKINN
-vituavi <*te<5 fi&i!
Bankastræti 5, Þarabakka 3, Þverholti 6, Mosfellsbæ,
Laugavegi 172, Umferðarmiðstöðinni, Vatnsnesvegi 14, Keflavík.
Grensásvegi 13, Húsi versluriarinnar.