Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 23 fólk nú er kannski meðvitaðra gildi heilsusamlegrar spilatækni, svo og gildi leikfimi og líkamsrækt- ar. Dansarar byija alltaf daginn á teygjuæfíngum. Tónlistarfólk mætti þá sér til fyrirmyndar." Látum vera að spyija Önnu Guðnýju hvers vegna hún valdi píanóið frekar en eitthvað annað, en það er oft áberandi hvað píanóleikar- ar sinna kammertónlist lítið. Hvers vegna laðast hún þá að einmitt henni? AGG: „Áður en ég fór í kammer- deildina, var ég eingöngu í spilatím- um í eitt ár. Strax og ég kom út, fann ég mér fólk til að spila með, því ég var alltaf viss um að ég vildi kammertónlist. Leitaði í átt til henn- ar og var mjög ánægð, þegar ég frétti af þessari deild við skólann. Mér fannst ég afar heppin að kom- ast þarna inn. í skóla voru tungumál alltaf bestu fögin mín og þau tengj- ast einmitt ljóðasöng. Eg fékk svo þjálfun í að segja söngvurum til. Vikulega var ég svo í tímum ásamt söngvara og var þá sagt til, rétt eins og honum. Núna vinn ég við söngdeildina í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Tek þá söngvara í tíma einu sinni í viku og fer bæði í ljóðin og tónlistina. Þessi yfirferð spannar margt. Það fer mikill tími í framburð. Við skóla úti þykir sjálfsagt að söngvaraefni sæki tíma í tungumálum, en er ekki hér og það er að sjálfsögðu mjög slæmt. Auk kennslunnar spila ég mikið með öðrum, bæði söngvurum og hljóðfæraleikurum." Náið samband við útlönd er tónlistarmönnum lí f snauðsynlegt Bæði Anna Guðný og Svava hafa reynslu af því að sinna spilamennsku hér og annars staðar. Hvemig geng- ur að halda utan um verkefnin? AGG: „Gallinn er að verkefnin hafa tilhneigingu til að koma í hrönn- um. Hér er yfírleitt of skammur tími til stefnu, verkefnin undirbúin of seint. Það bitnar sérstaklega á viða- meiri og tímafrekari verkum. Allt skipulag í kringum tónleikahald er of laust í reipunum. Alltof mikið um að tónlistarmenn þurfí ekki aðeins að undirbúa sig undir að flytja verk á tónleikunum, heldur þurfí einnig að sjá um að kynna tónleikana og stússast í öðru, sem til þarf. Það gengur ekki upp til lengdar að þurfa bæði að æfa og að skipuleggja." SB: „Hér vantar betra skipulag í kringum tónleikahald, en það vantar líka nánara samband við útlönd. Að þessu leyti er lífið í Evrópu auðveld- ara. Samgöngur greiðari og tónlist- arsamvinna því hægari. En það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur hér, að komast út til að halda tónleika, ná til annarra áheyrenda, komast í opn- ar kennslustundir til góðra kennara stöku sinnum, á tónlistarhátíðir, sýna sig og sjá aðra. Annars vofir sú hætta yfir okkur hér, að við stöðn- um...“ Texti: Sigrún Davíðsdóttir Sigrún Úlfarsdóttir í viðkomandi búninga. Þeir sem eiga leið um miðbæinn á næstunni, ættu að líta við í Hafnargalleríinu, sér til upplyftingar og ánægju, ef þeir hafa hug á að gægjast að tjalda- baki. Frabxr fatruiður ■ ■ KRAKKAR -**■ ' ' KRINGLAN 8-12, S.681719 LAUGAVEGI 51. S.13041 Þú tjaldar ekki til einnar nætur í tjaldi frá Skátabúðinni Skátabúðin býður ótrúlegt úrval af íslenskum og erlend- um tjöldum. Allt frá eins manns göngutjöldum til stórra fjölskyldutjalda. Sérþekking okkar í sölu og meðferð á tjöldum sem og öðrum úti- verubúnaði er þín trygging. Við hjá Skátabúðinni viljum geta sagt að „þú tjaldir ekki til einnar nætur" í tjaldi frá okkur. -SWRAK FKAMUK SNORRABRAUT 60 S(M112045

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.