Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
25
Bæta má þjónustu
myndbaudaleiga
Kristjánsdóttur
Á íslandi varð myndbandavæð-
ing með miklum hraða í byijun
þessa áratugs, líkt og í nálægum
löndum.
Myndbandstæknin hefur opnað
möguleika til að gera kvikmynda-
efni aðgengilegra almenningi.
Myndbandstæki eru nú til á um
helmingi íslenskra heimila og
myndbandaleigur, fyrirtæki í einka-
rekstri, hafa tekið að sér að svara
þörfinni fyrir myndbandaefni. En
hversu aðgengilegt er það efni sem
í boði er á íslenskum myndbanda-
leigum?
Greinilegt er að töluvert vantar
á til að hægt sé að auðvelda leit
notenda að efni myndbandaleig-
anna á viðunandi hátt. Möguleikar
tölvutækni og bókasafns- og upp-
lýsingafræði hafa lítið verið nýttir
á sviði skipulagningar til að gera
myndbandaefni aðgengilegt not-
endum.
Athugnn á mynd-
bandaleigum
Þetta er m.a. niðurstaðan úr B.A.
verkefni mínu í bókasafns- og upp-
lýsingafræði við Háskóla Islands.
Ritgerðin nefnist „Myndbandaleig-
ur; skipulagning og þjónusta."
I ritgerðinni var athuguð skipu-
lagning myndefnis og sú þjónusta
sem myndbandaleigur á íslandi
bjóða. Nokkrar myndbandaleigur á
höfuðborgarsvæðinu voru heimsótt-
ar og þjónusta þeirra athuguð. At-
huguð var skráning og flokkun efn-
isins ásamt notendaþjónustu.
í ljós kom að flestar myndbanda-
leigur starfa án markvissrar flokk-
unar og skráningar efnisins, og
virðist töluvert vanta á til að hægt
sé að auðvelda leit að myndefni á
viðunandi hátt.
Hvernig er efnið
kynnt notendum?
Eftirtektarvert var að alls staðar
þar sem einhver skráning á efninu
átti sér stað var hægt að fletta upp
Varst þú í
um síðustu
helgi? I
BICCAD
IMðl
fforgtrotiMaftifo
Metsölublad ó herjum degi!
titli viðkomandi myndar þó ekki
væri hægt að vísa á nákvæma stað-
setningu myndhylkja í hillum. Hins
vegar gat afgreiðslufólk nálgast
myndböndin sjálf í númeraröð á
„bak við“ afgreiðsluborð. Fyrir
„framan" það var hins vegar tómum
myndbandshulstrum komið fyrir í
hillum (sjaldnast eftir ákveðnu
skipulagi) þar sem notendur gátu
virt þau fyrir sér með góðu móti.
(sjá mynd)
Sú mynd sem mætir notendum á
myndbandaleigum virtist því frekar
óskipuleg og sjaldnast um mark-
vissa skipulagningu að ræða svo
notendur geti fundið umbeðnar
myndir á fljótlegan og einfaldan
hátt.
Upplýsingaþjónusta
Athyglisvert var að hvergi var
um að ræða upplýsingaþjónustu
sem byggði á notkun skráa eða
annarra upplýsingahandbóka.
Ljóst er að á því sviði eru marg-
ir möguleikar til að veita markviss-
ar upplýsingar um efnissvið og þess
háttar. Alls staðar var því af-
greiðslumaðurinn sérlega mikil-
vægur í öllu upplýsingaferlinu og í
raun þungamiðjan í þjónustunni.
Starfsfólk myndbandaleiga virt-
ist hafa verulegan áhuga á að veita
notendum góða þjónustu. Hins veg-
ar virtust leiðir að því markmiði
nokkuð ómarkvissar. Ef fólk kemur
til dæmis inn á myndbandaleigu og
biður um ákveðna mynd, eða mynd
um ákveðið efni, hefur afgreiðslu-
fólk ekki tök á fljótlegri leið til að
finna viðkomandi myndhylki
frammi á leigunni. Á myndbanda-
leigum með mörg þúsund titlum
gengur það vart upp að vísa fólki
á efni eftir minni afgreiðslufólks.
Því má segja að nokkurs konar
„lykill" þurfi að vera að efninu svo
unnt sé að frnna það á fljótlegan
hátt.
Af framansögðu er ljóst að leit
að einstaka myndum getur reynst
seinleg ef upplýsingarnar eru ekki
þeim mun betur skráðar.
Skráning upplýsinga
Viðurkennt er að tölvutæknin
stóreykur alla möguleika á sviði
upplýsinga, með tilliti til skráningar
og aðgangsmöguleika að efninu. Í
athugun minni mátti greina tölu-
verðan áhuga á að nýta tölvutækn-
ina í myndbandaþjónustunni. Þó
voru möguleikamir ekki nýttir sem
skyldi. Myndir frá ákveðnum lönd-
um, tímabili eða með tilteknum leik-
urum eða leikstjórum var erfítt að
nálgast. Einnig var athyglisvert að
ef um var að ræða leit eftir ákveðnu
efnissviði studdist starfsfólk mynd-
bandaleiganna við minni.
Alfa Kristjánsdóttir
„Það sem mestu máli
skiptir er að upplýs-
ingatækni nútímans
veitir almennum not-
anda möguleika á að
gera markvissari kröf-
ur um þjónustu á mynd-
bandaleigum en boðist
hefur til þessa.“
Hvað er til ráða?
Öll skipulagning hlýtur að miðast
við að notendur hafi sem minnsta
þekkingu á fyrirkomulagi hverrar
og einnar myndbandaleigu.
Fjölþættir möguleikar eru fyrir
hendi til að bæta þjónustu mynd-
bandaleiga, og greinilegt að bóka-
safns- og upplýsingafræði er grein
sem miklu betur má nýta í þeim
tilgangi. Skipulögð upplýsingaþjón:
usta, t.d. með aðstoð viðurkenndrá
uppflettirita, markviss flokkun og
skráning efnisins eru dæmi um
það. Ljóst er að mörg vandamál á
sviði skipulagningar safnkosts hafa
verið leyst í bókasafns- og upplýs-
ingáfraeði. Nærtækasta dæmið er
viðurkennd flokkunarkerfi, ná-
kvæmar skráningarreglur
(AACR2), efnisflokkun skáldverka
með aðstoð tilheyrandi efnisorða-
lykla að ógleymdum gagnasafns-
kerfum á borð við DBASEIII plus.
Það sem mestu máli skiptir er
að upplýsingatækni nútímans veitir
almennum notanda möguleika á að
gera markvissari kröfur um þjón-
ustu á myndbandaleigum en boðist
hefur til þessa. Þessa möguleika
þarf að nýta betur á íslenskum
myndbandaleigum.
fánastöng úr áli 90 mm.
Kynningarverð með fána
framaö17.júní
kr. 16.375.-
BURSTAFELL HF
Bíldshöföa 14 • Sími 38840
F/////Í
Ódýrasti
vinnupallur
á íslandi
Þú kemstörugglega
í loftiö á Zarges
A. KARLSSON HF.
HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI 28
SlMI: 91 -27444
lttiMik
A myndbandaleigum eru tóm myndbandshulstur látin kynna efni
það sem boðið er upp á. Þessa kynningu má gera markvissari t.d.
með aðstoð skráa og annarra upplýsingagagna.