Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
Nánast engin starfsemi
1 tívolíinu í Hveragerði
DAUFLEGT hefur verið í Tívol-
íinu í Hveragerði síðan á föstu-
dag þegar Sigurður Kárason,
áður framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, lét loka fyrir rafmagn
þangað. Honum var sagt upp
störfum fyrr sama dag á aðal-
fundi hluthafa, sem hann telur
ólöglegan. Ólafur Ragnarsson,
hæstaréttariögmaður og eigandi
tívolíbygginganna, var á aðal-
fundinum kosinn stjórnarform-
aður Skemmtigarðsins hf., sem
rekur Tívolíið og þar með hefur
nýr meirihluti tekið við fyrirtæk-
inu.
Ólafur Ragnarsson og Sigurður
Kárason hafa áður átt í etjum, en
að sögn Sigurðar snerist deilan nú
um nýjar stjómunaraðferðir í fyrir-
tækinu og hlutaíjáreign hluthafa.
Hann segir að uppsagnarskeyti frá
Ólafi skipti sig engu. Hann voni að
úr rætist og starf tívolísins geti
hafíst að nýju. Öll starfsemi, utan
hestaleiga, skotbakkar og bátar,
liggi nú niðri vegna rafmagnsleysis
og af hljótist geysimikið tap sem
sé engum til góðs. Rafmagn var
að sögn Sigurðar tekið af tívolíinu
þegar hann og Pálmar Magnússon
ásamt skyldmennum sínum drógu
til baka ábyrgðir fyrir því, að lokn-
um aðalfundi síðastliðinn fóstudag.
Sigurður kveðst ætla að kæra
aðalfundinn til viðskiptaráðuneytis-
ins og ef þörf krefji fari málið fyrir
dómstóla. Hann gekk af fundinum
eftir að úrskurðað hafði verið um
eign Ólafs á helmingi hlutabréfa
og myndaður nýr meirihluti í stjóm
tívolísins með Gunnlaugi Jósepssyni
sem á 1% hlutabréfa. Sigurður lítur
svo á að sjálfur eigi hann eftir sem
áður 16% hlutabréfa og fylgismaður
hans, Pálmar Magnússon, 48%.
Ólafur Ragnarsson segist ekki
eiga í deilu við Sigurð, málið hafi
verið útkljáð á löglegan' máta á
aðalfundi sem til var boðað af
Baldri Guðlaugssyni, hæstaréttar-
lögmanni, að beiðni sinni til við-
skiptaráðherra. Kveðst Ólafur áður
hafa beðið Sigurð ítrekað um stjórn-
arfund án þess að því væri sinnt.
Engir ársreikningar voru lagðir
fram á fundinum síðastliðinn föstu-
dag og nú er reynt að afla upplýs-
inga um fjárhagsstöðu fyrirtækis-
ins, sem virðist slæm, að sögn Ól-
afs. Ólafur segir að hann vinni nú
að því að koma rekstrinum í eðli-
legt horf sem takist vonandi hið
fyrsta. Ólöglegt sé og heimildar-
laust hjá Sigurði Kárasyni að láta
taka rafmagn af tívolíinu.
Morgunblaðið/KGA
Frá blaðamannafundi ASÍ í gær, þar sem kæra sambandsins til Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar var kynnt.
Kæra ASÍ send til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar:
Tímabundin verkf öll eða yf-
irvinnubann koma til greina
ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti
Alþýðusambands íslands, segir að
fyllilega komi til greina að verka-
lýðshreyfingin grípi til einhverra
aðgerða síðsumars eða i haust til
þess að mótmæla bráðabirgðalög-
um ríkisstjómarinnar um efna-
hagsráðstafanir frá 20. mai síðast-
liðnum. Hann var ekki tilbúin til
að kveða upp úr með til hvaða
aðgerða yrði gripið, en nefndi sem
hugsanlega möguleika meðal ann-
arra tímabundin verkföll eða yfir-
vinnubann. Þetta kom fram á
blaðamannafundi i gær, þar sem
kæra Alþýðusambandsins til Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar
(ILO) vegna bráðabirgðalaganna
var kynnt.
Kæran var send ILO í gær, en
Ásmundur sagði að hann ætti ekki
von á svari fyrr en í nóvember.
Verkalýðssamtökin myndu hins veg-
ar ekki bíða eftir niðurstöðu í kæru-
málinu með að gripa til aðgerða ef
það yrði ofan á. Hann benti á að
ennþá hefði ríkisstjómin tíma til þess
að sjá að sér og draga lagasetning-
una til baka, þannig að verkalýðs-
Gerðahreppur 80 ára í dag:
Ibúunum boðið í kaffi
og bakkelsi á 17. júní
í dag er Gerðahreppur 80 ára.
Það var 15 júní 1908 sem Rosm-
hvalneshreppi hinum yngri var
skipt í Gerðahrepp og Keflavíkur-
hrepp. Samkvæmt nýjustu heim-
ildum mun hafa verið búið í
Gerðahreppi frá 10. öld og oft
þéttbýlt. I upphafi þessarar aldar
voru íbúar tæpir 700 og var þá
Gerðahreppur stærsti íbúalgam-
inn á Suðurnesjum. Ibúunum fór
síðan fækkandi og vora tæplega
400 um 1930 en eru nú 1050-
1060.
Sveitarstjóm Gerðahrepps hefir
ákveðið að minnast þessara tíma-
móta með tvennum hætti á þjóðhát-
íðardaginn, 17. júní. Hreppsnefndin
mun halda útihátíðarfund þar sem
rædd verða málefni tengd þessum
tímamótum. Þá mun hreppsnefndin
taka á móti gestum í samkomuhús-
inu kl. 15,30 - 17,30. Eru allir Garð-
menn og velunnarar sérstaklega vel-
komnir. Hefír sveitarsjóður látið
baka ijómatertu í tilefni dagsins sem
er um 4 fermetrar.
Hátíðarhöldin 17. júní hefjast kl.
14 við bamaskólann og er áætlað
að þau verði ívið stærri í sniðum en
undanfarin ár en fer þó eftir veðri.
Þá er áætlað að vera með kvölddag-
skrá í eða utan við samkomuhúsið.
Til glöggvunar fyrir gesti og
gangandi má geta þess að þéttbúli-
skjami Gerðahrepps heitir Garður.
Það nafn var lögfest af menntamála-
ráðuneytinu 29. desember 1978, eða
fyrir tæpum 10 árum. Þá má og
geta þess að einn besti golfvöllur
landsins er í Gerðahreppi, golfvöllur-
inn í Leiru. Þar var á árum áður
einn stærsti byggðarkjami Gerða-
hrepps en nú eru íbúamir tveir.
Amór.
félögin ættu kost á að gera samn-
inga.
I kærunni eru rakin níu dæmi
þess á undanfömum tíu ámm að
sett hafi verið lög sem skerða kjör
og samningsrétt og telur ASÍ að
bráðabirgðalögin bijóti gegn ákvæð-
um Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
nr. 87 um félagafrelsi og vemdun
þess og nr. 98 um beitingu grundvall-
arreglna um réttinn til að stofna fé-
lög og semja sameiginlega. Sam-
þykktir þessar voru staðfestar af
Islands hálfu árin 1950 og 1952.
í kæmnni segir meðal annars:
„Afskipti þau af kjarasamningum,
sem felast í ákvæðum bráðabirgða-
laganna frá 20. maí 1988, fela í sér
að rétturinn til frjálsrar samnings-
gerðar á sviði kjaramála er algerlega
afnuminn í 11 mánuði og jafnframt
em ógild gerð samningsákvæði í
gildandi kjarasamningum. Hér er um
að ræða mikilvæg ákvæði, sem lúta
að hækkunum kaupgjalds á samn-
ingstímabilinu og rétti til endurskoð-
unar kaupgjaldsákvæða, ef verð-
hækkanir fara úr böndum og verða
verulega meiri en gert hafði verið
ráð fyrir við gerð kjarasamninga og
eins ákvæði um endurskoðun kaup-
liða með hliðsjón af hækkunum ann-
arra hópa.
Þá er það óumdeilt, að aðgerðir
rikisstjómarinnar í efnahagsmálum,
sem meðal annars felast í lækkun
gengis íslenskrar krónu, muni leiða
til vemlegra verðhækkana í landinu,
sem lagt er bann við að verði bættar
launafólki, þannig að um stórfellda
lögbundna kjaraskerðingu er að
ræða. “
Sögufélagið:
Ný stjórn
AÐALFUNDUR Sögufélagsins var
haldinn þann 30. apríl sl. Forseti
félagsins, Einar Laxness, baðst
undan endurkjöri. Einar hefur
verið forseti félagsins undanfarin
tíu ár, en hann átti sæti í stjóm-
inni í 27 ár. Sigríður Th. Erlends-
dóttir ritari og Ólafur Egilsson
meðstjórnandi gáfu ekki kost á sér
til endurkjörs. Voru þeim þökkuð
velunnin störf í þágu félagsins.
Ný stjóm var kosin, sem skipti
þannig með sér verkum: Heimir Þor-
leifsson forseti, Loftur Guttormsson
gjaldkeri, Anna Agnarsdóttir ritari,
en aðrir aðalstjómarmenn em Bjöm
Bjamason og Helgi Skúli Kjartans-
son. í varastjóm eiga sæti Ragn-
heiður Mósesdóttir og Már Jónsson.
Allir áhugamenn um sögulegan fróð-
leik geta gerst félagsmenn í Sögufé-
laginu. Félagið gefur út tvö tímarit
árlega, Sögu og Nýja Sögu, sem kem-
ur út um þessar mundir.
(Fréttatilkynning)
Dómkirkjan:
Sr. Lárus Halldórs-
son kemur til starfa
Morgunblaðið/Amór
Það hefir víða verið tekið til hendinni síðustu dagana við fegrun
bæjarins. Ef grannt er skoðað má sjá á meðfylgjandi mynd tengsl
íbúanna við lifibrauð landans - sjávarútveginn.
SR. Lárus Halldórsson kemur til
starfa við Dómkirkjuna i
Reykjavík I dag, miðvikudag.
Hann mun Ieysa Sr. Þóri Stephen-
sen af til 15. júní á næsta ári, en
sr. Þórir er nú í ársleyfi frá prests-
Sjónvarpshátíð í Kanada:
Þættir í leikstjóm Lárusar Ýmis
Óskarssonar fá fyrstu verðlaun
SÆNSKU sjónvarpsþættirnir „HMstens öga“ eða „Auga hestsins"
í leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar hlutu fyrstu verðlaun í
sinum flokki á alþjóðlegri sjónvarpsmyndahátíð sem haldin er
árlega í Kanada og heiðursverðlaun á svipaðri hátíð sem haldin
var í Tékkóslóvakíu í fyrra. Þættirnir verða trúlega sýndir í sjón-
varpinu næsta vetur.
Að sögn Lárusar Ýmis Óskars-
sonar voru þættimir teknir upp
haustið 1986 og sýndir í sænska
sjónvarpinu í fyrra. „Þetta eru
þrír 45 mínútna þættir um ævin-
týri fjórtán ára borgarstelpu og
jafnaldra hennar ofan úr sveit.
Ég fer til Svíþjóðar í haust að
fylgjast með lokavinnunni við að
klippa þá saman í kvikmynd sem
vonaiidi verður hægt að selja á
Ameríkumarkað," sagði Lárus
Ýmir.
Þættimir vom myndaðir í
svart-hvítu af Göran Nilsson, en
handrit er eftir Gunillu Linn Pers-
son og Lars Bill Lundholm. Að
sögn Sigríðar Rögnu Sigurðar-
dóttur hjá Sjónvarpinu eru þætt-
imir dýrir í innkaupi en verða trú-
lega sýndir hér á næsta vetri.
Yfír 500 þátttakendur voru á
kanadísku sjónvarpshátíðinni sem
nú var haldin níunda árið í röð.
Alls voru sýndir 433 þættir en
145 valdir til keppni. Tólf þáttar-
aðir vom í sama flokki og „Auga
hestsins".
störfum til að gegna embætti stað-
arhaldara I Viðey.
Sr. Láms gegndi síðast sóknar-
prestsembætti í Breiðholtsprestakalli
í Reykjavík frá 1972, en síðustu ár
hefur hann leyst af presta í leyfum,
nú síðast í Bolungarvík.
Viðtalstími sr. Lámsar verður í
Dómkirkjunni milli klukkan 16 og
17 virka daga nema laugardaga.
Hann mun flytja fyrstu predikun sína
í Dómkirkjunni við messu sunnudag-
inn 19. júní næstkomandi.
Sr. Láms Halldórsson