Morgunblaðið - 15.06.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
31
Verðbólga er á
uppleið í Svíþjóð
Stokkhólmi, Reuter.
VERÐBÓLGA í Svíþjóð í maí
nam 6,7% miðað við heilt ár og
Bandaríkin:
Bretar þurfa
ekki vega-
bréfsáritun
Lundúnum, Reuter.
BRESKIR ferðamenn þurfa ekki
vegabréfsáritun til að komast til
Bandaríkjanna frá 1. júlí næst-
komandi og svo gæti farið að
sama gilti um ferðamenn frá sjö
öðrum ríkjum reynist þessi hátt-
ur vel, að því er Patricia Foran,
vararæðismaður Bandaríkjanna
í Lundúnum, sagði í gær.
Patricia Foran sagði að Banda-
ríkjastjóm hefði gert samning við
níu flugfélög, sem eru með áætlana-
flug yfir Atlantshafið, þar sem gert
væri ráð fyrir að breskir farþegar
með miða báðar leiðir gætu komið
til Bandaríkjanna án vegabréfsárit-
unar. Þetta gilti um Breta sem
hygðust dvelja í Bandaríkjunum
sem ferðamenn eða í viðskiptaerind-
um í 90 daga eða minna.
„Við erum að reyna að draga úr
ónauðsynlegum vegabréfsáritunum
til manna sem sjaldan misnota
þær,“ sagði Foran. Hún sagði að
næst verði reynt að hafa sama hátt
á í Japan og síðan í sex öðmm lönd-
um, án þess að geta hver þau væm.
Bretar fá flestar vegabréfsárit-
anir til Bandaríkjanna, eða um eina
milljón á þessu ári, að sögn For-
ans. Bandarískir ferðamenn þurfa
ekki áritun til að komast til Bret-
lands.
íran:
Síamství-
burar með-
al þríbura
Nikósíu. Reuter.
íranska fréttastofan IRNA
skýrði frá því í gær að kona
þar í landi hefði alið þríbura,
þar af síamstvíbura.
Að sögn IRNA fæddust
síamstvíburamir andvana en
einn þríburanna, drengur, lifði
og er við góða heilsu þótt hann
hafi aðeins verið 2,2 kíló við
fæðingu.
er það meiri verðbólga en frá
því í september 1985. Hagfræð-
ingar telja að efnahagslífi lands-
ins stafi hætta af haldi sama
verðlagsþróun áfram.
Samkvæmt upplýsingum
sænsku hagstofunnar hækkaði
verðlag um 0,4% í maí og 0,9% í
apríl. Jafngildir þróunin fyrstu
fímm mánuði ársins 6,7% verð-
bólgu á árinu.
„Verðbólguþróunin er mikið
áhyggjuefni," sagði Lillemor Thal-
in_ hjá Svenska Handelsbanken.
„Aætlun ríkisstjórnarinnar um
5,3% verðbólgu á þessu ári er út
í hött,“ sagði hagfræðingur annars
banka. Sú skoðun er ríkjandi með-
al hagfræðinga að um næsti mán-
aðamót nái verðbólgan hámarki
og jafngildi 7,0% árshækkun, en
lækki úr því. Kosningar eru fyrir-
hugaðar í Svíþjóð í september og
segja hagfræðingar að af þeim
sökum hafí ríkisstjómin ekki gripið
til ráðstafana er dugi til að draga
úr verðlagshækkunum.
Stjóm Jafnaðarmannaflokksins
dró hins vegar upp bjarta mynd
af sænsku efnahagslífí og framtíð
þess þegar fjárlög voru endurskoð-
uð fyrir tveimur mánuðum. Spáð
var fullri atvinnu og dijúgum hag-
vexti út næsta ár.
EB-markaðurinn:
Leikari með hund
Reuter
Kona horfir undrandi á leikarann Chuin Clavijo að leik með tilbú-
inn hund á stífðri ól í Singapúr. Chuin er frá Kólumbíu og kem-
ur fram á listahátið í Singapúr, sem stendur í mánuð.
Viðurkenning á starfs-
réttindum gildir milli ríkja
Brílssel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á FUNDI þeirra ráðherra aðildarríkja Evrópubandalagsins sem fara
með málefni innri markaðarins og haldinn var f Lúxemborg f síðustu
viku náðist umtalsverður árangur í gagnkvæmum viðurkenningum
á starfsréttindum. Á fundinum ræddu ráðherrarnir jafnframt dvalar-
leyfi fyrir námsmenn innan EB, búseturétt ellilífeyrisþega og at-
vinnulausra, staðsetningu fyrirhugaðrar vörumerkjaskrifstofu
bandalagsins og starfsemi hennar.
Martin Bangeman, viðskiptaráð- ing á réttindum lækna, arkitekta
herra Vestur-Þýskalands, er for-
maður þeirrar ráðherranefndar sem
fer með málefni innri markaðarins
fram að I. júlí nk., en þá taka
Grikkir við forsæti í ráðherranefnd-
unum. Ráðherramir náðu sam-
komulagi um gagnkvæma viður-
kenningu á starfsréttindum en
ákváðu jafnframt að í sumum tilfell-
um gætu ríki krafist hæfnisprófs
eða þjálfunar. Þetta á fyrst og
fremst við í störfum á borð við lög-
fræði, hugsanlega bókhald o.þ.h.
Nú þegar er gagnkvæm viðurkenn-
og lyfjafræðinga sem byggist á
samræmingu námsefnis á undan-
fömum árum. Þá fjölluðu ráðherr-
amir um próf sem tekin em í há-
skólum utan bandalagsins en slíkt
er algengt meðal Grikkja og Lúx-
emborgara en hinir síðamefndu
eiga ekki háskóla. Samkomulag
varð um að viðurkenning á starfs-
réttindum í einu landi gildi fyrir öll
aðildarríkin með því skilyrði að
handhafí réttindanna hafí starfað í
faginu a.m.k. þijú ár í heimalandi
sínu. Búist er við því að endanlega
verði gengið frá þessum samþykkt-
um á fundi síðar í þessum mánuði.
Umræður um búsetu innan
bandalagsins byggjast fyrst og
fremst á ótta innan nokkurra aðild-
arríkja við að fólk muni í stórum
stíl flytja til þeirra landa sem hafa
fullkomið velferðarkerfí til að njóta
góðs af því án þess að hafa greitt
til þess. Þetta á sömuleiðis við um
námsmenn og fólk á eftirlaunum.
Líklegt er talið að utanríkisráð-
herramir muni fjalla um þetta mál
enda er það pólitískt mjög við-
kvæmt.
Ráðherramir fjölluðu og um sam-
ræmingu laga um skrásetningu
vörumerkja og staðsetningu fyrir-
hugaðrar vörumerlqaskrifstofu
bandalagsins en hart hefur verið
barist um það hvaða háttur skuli
hafður á samskiptamálum hennar.
Tækifæris-
fatnaður
Ný sending
' VERSLUNIN '
M. MANDA
KJÖRGARDI 2.HÆÐ.
Hefurðu
tekið eftir því
að pizzurnar okkar eru
komnar í nýjar hringlaga
umbúðir? Inní eru sömu
gómsætu pizzurnar og
áður - en núna fer bara
miklu betur um þær!
Ola partý
pizza
Borðbúnaður
fyrir veitingahús
— GIÖS DUROBAR
— Postulín PILLIVUYT
Líttu við í DRANGEY
Alltfulltafnýjum vörum
Olympiupokarnir fyrir Olympíuleikana
Verðfrákr. 695,-
Naturai Life pokarnir
Giæsiiegar ítalskar leðurtöskur
frá Rubini Giampieri
Mikið úrval af ferðatöskum
frá Þýskaiandi. Gott verð
Laugavegi 58 Sími 13311