Morgunblaðið - 15.06.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
33
Útsýni iðnaðarmannanna úr turni HallgTÍmskirkju er stórkostlegt.
Morgunblaðið/Þorkell
Klukknaspilið lagað um
leið og steypuskemmdir
VIÐGERÐUM á steypuskemmd-
um í Hallgrímskirkjuturni miðar
vel áfram, að sögn Ragnars Fjal-
ars Lárussonar, sóknarprests, en
áætlað er að þeim ljúki i septemb-
er á þessu ári.
Mikið hefur molnað úr steyp-
ustöplunum í kirkjunni eftir frost og
veðrun, og var var orðið brýnt að
stöðva það. Skemmdimar eru lag-
færðar með Zika-steypuviðgerðar-
efni, en kostnaðurinn við viðgerðirn-
ar mun vera 7-10 milljónir króna.
Þá er hugmyndin að nota tækifær-
ið og laga klukknaspilið í Hallgríms-
kirlqu á meðan vinnupallamir við
kirkjuna standa, en það hefur verið
óvirkt í nokkur ár vegna ryðs. Ragn-
ar Fjalar sagði að menn hefðu ekki
verið upplýstir nægilega mikið um
viðhald þess, en frost, regn og vind-
ar mæddu greinilega mjög mikið á
þessum stað. Hugmyndir eru um að
setja tölvustýringu í klukknaspilið
um leið og gert verður við það, en
Reykvíkingar ættu að geta heyrt í
hinum 30 klukkum Hallgrímskirkju
á ný á hausti komanda.
Tillaga Æskulýðsráðs ríkisins
um að leggja ráðið niður:
Verksvið sem hægt er
er að afhenda frjáls-
um félagasamtökum
- segir Arni Sigfússon formaður
„TILLÖGUR okkar eru að
minnsta kosti jákvæð viðleitni
til þess að vera ekki að halda
úti nefnd með verksvið sem
hægt er að afhenda frjálsum
félagasamtökum,“ sagði Arni
Sigfússon, formaður Æsku-
lýðsráðs, í samtali við Morgun-
blaðið, en Æskulýðsráð hefur
lagt það til við menntamálaráð-
herra að ráðið verði lagt niður.
„Það eru sex hundruð nefndir
og ráð starfandi á vegum ríkisins
með 3.300 nefndarmönnum.
Kostnaðurinn er gífurlegur; ekki
bara nefndarlaun, heldur einnig
alls konar falinn kostnaður á borð
við fundakostnað. Ef tilgangur og
verkefni allra þessara nefnda eru
jafnóljós og hjá æskulýðsráði er
þörf á að menn taki starfsemi
þeirra til gagngerrar endurskoð-
unar,“ sagði Arni Sigfússon.
Birgir Isleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, sagði að til-
lögur Æskulýðsráðs væru til at-
Árni Sigfússon.
hugunar í ráðuneytinu. Hann væri
ekki tilbúinn að tjá sig um málið
fyrr en þeirri athugun væri lokið.
Fyrstu íbúðirn-
ar kapalvæddar
á Seltjarnarnesi
ÚTVARPSFÉLAG Seltjarnarness hefur lengi haft uppi áform um
lagningu kapalsjónvarps á Seltjarnarnesi og er nú unnið að lagn-
ingu kapalkerfis í 36 íbúðir við Eiðistorg. Að sögn Juliusar Sólnes
hjá Utvarpsfélaginu er þar um tilraunakerfi að ræða en meiningin
er að kapalvæða allt Nesið um leið og lagaheimild fæst til þess.
Júlíus sagði að þeir hefðu farið
sér hægt í þessum efnum vegna
ákvæða í núgildandi útvarpslögum
sem meðal annars kvæðu á um
að ekki mætti leggja sjónvarps-
kapal í fleiri en 36 íbúðir í einu.
Hann taldi þó horfur á að það
myndi breytast í náinni framtíð.
„Eg hef trú á að þessum lögum
verði breytt. Evrópuráðið í Stras-
burg mun væntanlega samþykkja
á næstunni sáttmála sem bannar
hvers kyns hindranir á útsending-
um sjónvarpsefnis innan Evrópu.
Væntnlega myndi þýðingarskyld-
an sem nú kemur í veg fyrir að
við getum tekið við beinum útsend-
ingum frá Evrópu flokkast undir
þesskonar hindrun og þar með
verða óframkvæmanleg. Við höf-
um til dæmis verið að leita sam-
banda við franska rás en þeir vilja
ekki leyfa útsendingar á sínu efni
nema það yrði sent út jafn óðum
°g óþýtt. Eg tel þessa þýðingar-
skyldu gersamlega óþarfa og ekki
þjóna þeim tilgangi sem henni er
ætlað, að vinna gegn enskum
áhrifum. Þvert á móti hindrar hún
að hægt sé að sjónvarpa efni frá
öðrum Evrópulöndum" sagði Jú-
líus Sólnes.
manna, heldur einnig aðbúnaður.
Þessi stéttamunur hefur ekki fyrir-
fundist á Norðurlöndum síðustu
10-15 árin,“ sagði Tanner.
Þá ræddi Tanner hvernig æska
manna hefði áhrif á heilsu þeirra
síðar á ævinni. Þar væri aldurinn
frá 6 mánaða til 2 ára örlagaríkast-
ur. „Þau áföll sem einstaklingar
verða fyrir á þessu skeiði ævinnar,
hafa áhrif æVilangt. Faraldsfræð-
ingar settu nýlega fram kenningu
þar sem sýnt var fram á að sá skaði
sem fóstur og böm á fyrstu árum
ævinnar yrðu fyrir, gæti síðar vald-
ið hjarta- og æðasjúkdómum.
Nefndi Tanner í því sambandi rann-
sókn sem gerð var á 1,4 milljónum
Norðmanna fyrir 10-15 árum.
Smám saman hefur komið í ljós að
þeir sem lávaxnari eru, deyja frekar
úr slíkum sjúkdómum ogtelja Norð-
menn það ekki geta stafað af erfð-
um, heldur aðbúnaði í æsku.
Morgunblaðið/Bjami
J.M. Tanner flytur opnunarer-
indi sitt á þingi norrænna barna-
lækna.
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar:
Skuldir hækkuðu um 120 millj-
ónir vegna gengisfellingarinnar
SKULDIR Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar hækkuðu um ná-
lægt 120 milljónum króna, vegna
gengisfellingarinnar í síðasta
mánuði. Það þýðir, að vaxta-
greiðslur fyrirtækisins munu
hækka um átta og hálfa milljóin
á árinu. Gengisfellingin mun þó
ekki hafa bein áhrif á gjaldskrá
hitaveitunnar, að sögn Ingólfs
Hrólfssonar hitaveitustjóra. í
fyrra varð verulegur gengis-
hagnaður hjá hitaveitunni.
„Við höfum miðað við að láta
gjaldskrá fylgja innlendu verðlagi,
en við höfum líka reiknað með að
skuldir fylgi innlendu verðlagi. Ef
gengisfellingar verða ekki daglegt
brauð, þá hefur þessi ekki veruleg
áhrif. A síðasta ári varð verulegur
gengishagnaður hjá okkur„ þannig
að þessi gengisfelling kom okkur
ekkert á óvart eins og sumum ráð-
herranna. Við höfum aldrei reiknað
með að skuldir yrðu greiddar miðað
við rangt skráð gengi,“ sagði Ing-
ólfur.
Fjárhagsáætlun hitaveitunnar
gerði ráð fyrir um sex milljóna
króna rekstrarafgangi á þessu ári,
en með þessari hækkun á vaxta-
greiðslum má gera ráð fyrir að eitt-
hvað tap verði á rekstrinum, þó
innan skekkjumarka að sögn Ing-
ólfs. Gjaldskrá mun eitthvað
hækka, þegar byggingarvísitala
hækkar, en gjaldskráin fylgir henni.
„Auðvitað hækkar þetta allt með
einhvetjum hætti, þótt við þurfum
ekki að hækka gjaldskrána beinlín-
is vegna gengisfellingarinnar. Ég á
von á að verðbólgan auki tekjurnar
seinna á árinu,“ sagði Ingólfur
Hrólfsson.