Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 43
8Pfir ÍMUT. .?,r HTJOAQIDTIVQIM .GIQAUaVlUOJIOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
Hestamót Léttfeta:
Margir stórfaJlegir hestar
Sauðárkróki. ... ——— —-■
ANNAÐ hestamót sumarsins var
haldið á félagssvæði Léttfeta á
Sauðárkróki, við Flæðagerði
laugardaginn 4. júni sl. Aður
hafði farið fram firmakeppni
Léttfeta á annan í hvítasunnu,
en þessi tvö mót eru nú orðin
árviss viðburður í starfsemi fé-
lagsins.
Sýndir voru gæðingar í A- og
B-flokki, og einnig kepptu ungling-
ar í eldri og yngri flokki, þá var
og keppt í brokki, skeiði og stökki.
í A-flokki dæmdist þannig;
Nr. 1 Víkingur, eigandi Stefán
Haraldsson, knapi Róbert Haralds-
son.
Nr. 2 Dagslátta, eigandi Sigríður
Ingimarsdóttir, knapi Ingimar Páls-
son.
Nr. 3 Stólpi, eigandi Róbert Har-
aldsson, knapi eigandi.
Nr. 4 Hlynur, eigandi Ámi Áma-
son, knapi Guðmundur Sveinsson.
Nr. 5 Sporður, eigandi Ámi Áma-
son, knapi Guðmundur Sveinsson.
í B-flokki dæmdist þannig:
Nr. 1 Glampi, eigandi Jónas Sigur-
jónsson, knapi eigandi.
Nr. 2 Prins, eigandi Jóhann Skúla-
son, knapi eigandi.
Nr. 3 Ösp, eigandi Jóhann Skúla-
son, knapi eigandi.
Nr. 4 Fluga, eigandi Þorvaldur
Ámason, knapi Halldór Þorvalds-
son.
Nr. 5 Þytur, eigandi Jóhann Skúla-
son, knapi eigandi.
í flokki unglinga eldri varð efstur
Helgi Ingimarsson á Cesar, í öðru
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
A-flokkur gæðinga við verðlaunaafhendingu, f.v. Víkingur, eigandi Stefán Haraldsson, knapi Róbert
Haraldsson, síðan Dagslátta, Stólpi, Hlynur og Sporður.
sæti Ragnar Magnússon á Húna
og í þriðja sæti Ingibjörg Sveins-
dóttir á Faxa.
í flokki unglinga yngri varð efst-
ur Björgvin Kristjánsson á Glettu,
í öðm sæti varð Margrét Bjöms-
dóttir á Rebekku, og í þriðja sæti
Stefánn Jónsson á Jarp.
Að afloknum gæðingadómum og
unglingakeppni var keppt í kapp-
reiðum og urðu úrslit þessi:
150 m skeið:
Nr. 1 Dagslátta, eigandi Sigríður
Ingimarsdóttir, knapi Ingimar Páls-
son.
Nr. 2 Vörður, eigandi Steinþór
Tryggvason, knapi eigandi.
Nr. 3 Hrefnu Brúnka, eigandi Sig-
urður Bergþórsson, knapi Guð-
mundur Sveinsson.
250 m skeið:
Nr. 1 Vörður, eigandi Steinþór
Tryggvason, knapi eigandi.
Nr. 2 Hrefnu Brúnka, eigandi Sig-
urður Bergþórsson, knapi Guð-
mundur Sveinsson.
300 m stökk:
Nr. 1 Fluga, eigandi Þorvaldur
Ámason, knapi Halldór Þorvalds-
son.
Nr. 2 Þytur, eigandi Jóhann Skúla-
son, knapi eigandi.
Nr. 3 Rauðskjóni, eigandi Siguijón
Jónasson, knapi Elvar Einarsson.
300 m brokk:
Nr. 1 Skratti, eigandi Amór Haf-
stað, knapi eigandi.
Nr. 2 Skuggi, eigandi Jón Geir-
mundsson, knapi Bjöm Hansen.
Nr. 3 Logi, Magnús B. Magnússon,
knapi eigandi.
250 m stökk:
Nr. 1 Ás, eigandi Bjöm Hansen,
knapi Elvar Einarsson
Nr. 2 Bleikur, eigandi Magnús B.
Magnússon, knapi eigandi.
Nr. 3 Tvistur, eigandi Ingibjörg
Sveinsdóttir, knapi Hólmfríður
Sveinsdóttir.
Að sögn forráðamanna mótsins
tókst það í alla staði hið besta, að
visu var nokkuð svalt í veðri sem
vafalaust varð til þess að færri
áhorfendur komu til að fýlgjast
með, en ella hefði orðið.
- BB
Jóhanna Bogadóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkum sinum
á Siglufirði 17. júní.
Myndlistasýning í ráð-
húsinu í Siglufirði
JÓHANNA Bogadóttir mun opna
sýningu í Ráðhúsi Siglufjarðar,
17. júní kl. 15.00.
Á sýningunni verða um 30 verk,
bæði málverk og grafík, sem öll eru
til sölu. Nýjustu myndimar vann
hún nú í vor á stóru verkstæði í
San Francisco í boði Magnolia Edi-
tions. Þær eru unnar með bland-
aðri tækni, era eiginlega málverk
og grafík.
Verk eftir Jóhönnu hafa verið
keypt af ýmsum þekktum listasöfn-
um t.d. The Museum of Modern
Art I New York, Atheneum ríkis-
listasafninu í Finnlandi o.fl.
Hún hefur sýnt á ýmsum stöðum
víða um heim, t.d. á Norðurlöndun-
um, í Póllandi, Bandaríkjunum og
Frakklandi. Einnig hefur hún haft
sýningar víða hér á landi, t.d. tvisv-
ar áður á Siglufirði.
Jóhanna er fædd í Vestmanna-
eyjum en móðurætt hennar er frá
Siglufirði og dvaldi Jóhanna þar
mikið á sumrin hér áður fyrr.
Sýningin verður opin kl. 15.00—
21.00 til mánudagskvöldsins 20.
júní.
(Fréttatilkynning)
Mikið vart við ref
á Skógarströnd
Stykkishólmi
„MIKIÐ hefur orðið vart við ref hér á Skógarströnd og nágrenni í
vor.“ Þetta sagði Jóel Jónasson bóndi á Bíldhóli á Skógarströnd við
fréttaritara Morgunblaðsins. „Við erum alltaf að sjá refi hér á ferð-
inni og nú erum við tveir að leggja upp i herferð gegn þessum
skolla,“ sagði hann ennfremur. „Við förum strax eftir helgina og
göngum um fjöll hér á Skógarströndinni. En það sem verst er við leit
í dag er það að gömlu grenin og árvissu eru mörg og jafnvel flest
yfirgefin en refirnir búnir að koma sér fyrir annars staðar í nýjum
grenjum. Allt þetta gerir vinnsluna mun erfiðari."
„Ég er nýbúinn að ná einum ref.
Það var karldýr. Hann var unninn
að Hálsi hér á ströndinni. Þar búa
tvær systur. Þær urðu varar við að
refur kom í vor og var við fjár-
húsin að sniglast kringum féð.
Þjappaði þeim saman og kom á
óróa. Þær systur gerðu mér viðvart
og fór ég á vettvang og náði refnum
við fjárhúsvegginn. Hann ætlaði að
forða sér eins og gengur og gerist,
en ég varð fljótari til.“
Jóel var spurður um aldur þessar-
ar tófu. „Ég giska á,“ sagði hann,
„að þetta sé þriggja ára karldýr.
Hann virtist ekki svangur, því ekki
varð séð að hann hefði ráðist á
nokkurt lamb. En auðvitað hefír
hann verið að huga að bráð. Nú er
bara eftir að vita hvar bústaður
hans er. Hann getur bæði verið í
fjallinu og eins á nálægum slóðum,
því eins og ég sagði áðan gengur
maður ekki að greninu vísu. Vitum
að það er mikið af þessum dýram
og nú er bara að vita hvað við verð-
um veiðnir þegar við leggjum upp
í leiðangurinn. Á Skógarströnd er
einnig talsvert um mink. Hann held-
ur sig nálægt ánum, hefír von um
veiði þar. Og mikið er veitt af hon-
um á hveiju ári hér við Breiðafjörð-
inn.“
— Ámi
I«. 4 .41
TMWÆWWi
44tlff _
(UEEN
Nýlagaö kaffi
12-20 bollar tilbúnir á abeins
5 minútum.
Gædi, Þekking,
Þjónusta
A. KARLSSOM HL
HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28
SlMI: 91 -27444
TWWWWWi
.j^pglýsinga-
síminn er22480
Nýtt k reditkortatímabil
HAGEAUT byrjar i dag Miðvikud. 15. júní