Morgunblaðið - 15.06.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
47
Stjórnar-
skipti í
Sögufélaginu
AÐALFUNDUR Sögxifélagsins
var haldinn þann 30. apríl sl.
Forseti félagsins, Einar Laxness,
baðst undan endurkjöri. Einar
hefur verið forseti félagsins und-
anfarin tíu ár, en alls hefur hann
átt sæti í stjórninni i 27 ár.
Sigríður Th. Erlendsdóttir ritari
og Ólafur Egilsson meðstjórn-
andi gáfu ekki kost á sér til end-
urkjörs. Voru þeirn öllum þökkuð
velunnin störf i þágu félagsins.
Ný stjóm var kosin, sem skipti
þannig með sér verkum: Heimir
Þorleifsson forseti, Loftur Gutt-
ormsson gjaldkeri, Anna Agnars-
dóttir ritari, en aðrir aðalstjórnar-
menn eru Björn Bjarnason og Helgi
Skúli Kjartansson. í varastjórn eiga
sæti Ragnheiður Mósesdóttir og
Már Jónsson. Allir áhugamenn um
sögulegan fróðleik geta gerst fé-
lagsmenn í Sögufélaginu. Félagið
gefur út tvö tímarit árlega, Sögu
og Nýja Sögu, sem kemur út um
þessar mundir.
(Fréttatilkynning)
Borgar fj ör ður;
Ekkert sam-
komuliald í
Húsafelli
um verslun-
armanna-
helgina
FALLIÐ hefur verið frá fyrir-
huguðu samkomuhaldi í Húsa-
felli um verslunarmannahelgina.
Ástæðan er sú að forráðamönn-
um Ungmennasambands Borgar-
fjarðar og Björgunarsveitarinn-
ar Ok, sem hugðust standa fyrir
samkomuhaldinu, þykja kröfur
sýslumannsembættis Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu varðandi
greiðslur fyrir löggæslu á sam-
komunni vera það háar, að þeir
sjá sér ekki fært að standa fyrir
samkomuhaldinu þeirra vegna.
í svarbréfi sýslumanns til Ung-
mennasambands Borgarfjarðar
varðandi ósk þess um leyfi til sam-
komuhalds í Húsafelli, eru sett fram
skilyrði í þrettán liðum varðandi
fyrirhugað samkomuhald. í fylgi-
bréfí kemur jafnframt fram að
áætlaður kostnaður vegna lög-
gæslumanna á samkomunni nemi
tæplega þremur milljónum króna,
en auk þess verði þeim séð fyrir
fæði og húsnæði á meðan á samko-
munni stendur. Sýslumanns-
embættið gerir einnig kröfur varð-
andi aldurstakmark að mótssvæð-
inu, og að sögn væntanlegra móts-
haldara kæmi það til með að útiloka
ákveðinn aldurshóp frá samkom-
unni. Börnum yngri en sextán ára
yrði samkvæmt þessu óheimill að-
gangur nema í fylgd með forráða-
mönnum sínum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ungmennasambandi Borgatfyarð-
ar, þá var allur undirbúningur sam-
komuhaldsins vel á veg kominn, og
gífurlega vinnu væri meðal annars
búið að leggja í skipulagningu þess.
Embætti sýslumanns hafi ekki verið
til viðræðna varðandi breytingar á
þeim kröfum, sem mestu máli
skipta varðandi fjárhagslega af-
komu mótsins. Einnig kom fram
að löggæslukostnaður við Húsa-
fellsmótið á síðastliðnu sumri hefði
hækkað um 200% frá uppgefinni
áætlun sýslumannsembættisins þá.
Telja stjómir Ungmennasambands
Borgarfjarðar og Björgunarsveitar-
innar Ok að túlka beri vinnubrögð
sýslumannsembættisins í máli
þessu sem beina árás á ferðaþjón-
, ustu í héraðinu og jafnframt á af-
i komu fyrrgreindra félagasamtaka.
...ímyndaðu þér mjúkt,
ofboðslega gott kex.
...ímyndaðu þér bragðmikið
appelsínuhlaup og ekta
hnausþykka súkkulaðihúð.
...ímyndaðu þér PIMS frá
LU, ólýsanlega gott kex.
Ummm... að ímynda sér.
EGGERT
KRISTJÁNSSON H/F
SÍMI 6-85-300
- en það er miklu betra
að smakka PIMS.
<
O
eð
RDflm I'
LAUGAVEGUR47