Morgunblaðið - 15.06.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 15.06.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988 4 Plötuútgáfa á sfðasta ári varð mikil þó ekki hafi allir haft erindi sem erfiði í sölu frekar en fyrri daginn og vísast hefur tap verið þónokkuð á sumum þeirra hljóm- platna sem út komu. Menn láta þó ekki deigan síga og plötuút- gáfa sumarsins er að komast í gang. Fyrsta plata þessa árs var Þú, þeir og allir hinir frá Steinari. Bráð- lega koma frá Steinari plötur með Sálinni hans Jóns míns og tólf- tommur með Greifunum, Jójó og Stuðkompaníinu, auk stórrar plötu Gildrunnar, en önnur útgáfa er ekki á prjónunum fyrr en í haust. Þá er væntanleg plata með lögum eftir Valgeir Guðjónsson úr söng- leiknum Síldin kemur og plötur með Sverri Stormsker og Centaur. Grammið gaf út plötu Megasar Höfuðlausnir í síðasta mánuði og plötu með Súld stuttu síðar Grammið gefur einnig út plötur með S.h. draumi, Þursaflokknum og þeim Bubba og Megasi saman. Einnig kemur plata frá Bubba út í haust, sem á verður rafmögnuð tónlist og 15 mínútna langt kassa- gítarlag. Grammið gefur einnig út plötu með Kamarorghestunum sem ber vinnuheitið Kamarorg- hestarnir sturta niður. Bleiku bastarnir litu dagsins Ijós síðasta sumar og héldu sína fyrstu tónleika 18. júlí. Sveitin einsetti sér að leika tilgerðar- lausa rokktónlist með látum og það gekk eftir. Síðasta haust var svo komið að sveitin hélt tónleika nær vikulega og hélt þeim hætti fram yfir áramót. Fyrir rúmum tveimur mánuðum virtist þó sem Bleiku bastarnir hefðu runnið sitt skeið á enda, því eftir tónleika 4. apríl sögðu bassaleikari og gftarleikari sveitarinnar skilið við hana til að snúa sér að annars konar tónlist. Þeir sem eftir sátu gáfu þó ekki upp öndina og réðu til liðs viö sveitina nýjan gítarleikara, Victor Sveinsson, og nýjan bas- saleikara, Gunnar Ellertsson, sem áður lék með rokksveitlnni góðu Vonbrigði. ( kvöld halda Bastarnir síðan tónleika í Duus til að kynna sveitina eins og hún er í dag, áður en sveitarmeðlimir bregða sér út fyrir landsteinana í sumarfrí. Útsendari Rokksíð- unnar tók hús á Böstunum í fyrr- verandi sumarbústað í Kópavogi. Hvað hefur breyst hjá Böst- unum? Helstu breytingarnar eru þær að tvíburarnir hættu og Victor og Gunni komu í þeirra stað. Tónlistin hefur líka breyst, hún er orðin þéttari og aðgengilegri að vissu leyti. Við erum enn að leika bastarokk, en það er kannski meiri breidd í tónlistinni í dag. Tryggvi, sem sagði skilið við sveitina í aprfl, kom með mikið að hugmyndum. Hver semur í dag? Ivar átti alltaf helminginn af lögunum á mótiTryggva og hann leggur enn til sinn skerf. Annars má segja að lögin komi frá öllum og það er meira að segja gítar- stef í einu laginu frá Bjössa. Við semjum þó ekki eins ört og áður, en þá gripum við kannski grunnana áður en þeir Plötuvertíð Ujósmynd/BS ' Léttskýjað á Borginni Af staðá milljón... voru úthugsaðir. Nú pælum við meira í hiutunum, því við viljum hafa prógrammið skothelt, það sem við erum allir sáttir við. Við erum enn að semja lög sem ein- hverjir eiga kannski eftir að kann- ast við, en það er ekki meðvitað- ur þjófnaður. Við vissum ekki þegar lagið Palli varð til að í því væri frasi sem Bo Diddley heföi tekið upp. Það má segja að í því rokki sem við erum að spila sé ekki hægt að koma með frasa sem sé 100% frumlegur, en það er svo aftur annað mál hvort ástæöa sé til aö gera veður út af því. Ekki eru nema tveir mánuðir síðan tviburarnir Palii og Tryggvi hættu og ekki nema rúmur mánuður síðan Victor og Gunni fóru að æfa með sveit- innf. Er ekki of snemmt að halda tónleika núna? Það er kannski í tæpasta lagi að fara strax af stað. Við förum þó af stað með stæl, eða þykj- umst í þaö minnsta fara af stað með stæl. Okkur langaði að leyfa fólki að heyra hvað það væri sem við værum að gera, áður en menn fara í frí hver í sína áttina og flestir úr landi. Sveitin kemur svo ekki saman aftur fyrr en eft- ir þrjár til fjórar vikur og þá byrj- um við á upptökum í hljóöveri. Það eru því líkur á að við munum ekki halda aðra tónleika fyrr en seint í ágúst eða byrjun sept- ember, en þá verður líka farið af stað á milljón. Við erum að spila fyrir fólkið og því erum við að spila núna. Pað segja svo margar sveitir það að þær séu að fara af stað á fullu í sumar, eða í haust, eða eftir áramót, eða næsta vor. Við erum Bastarnir og við för- um af stað á milljón endurnærð- ir eftir sumarfríið. Við sögðum það í fyrra að við viidum að gera fólk vitlaust og við erum enn staðráðnir í því. Skífan gaf út á föstudaginn 13. síöasta mánaðar, plötu Manna- korna og á næstu vikum kemur plata frá Kátum piltum. Stuttu eft- ir það kemur plata Bjarna Arason- ar og Skífan gerði nýverið útgáfu- samning við Síðan skein sól og Hunangstungl. Annað er óráðið. Erðanúmúsík gaf út plötu Daisy Hill Puppy Farm, Rocket Boy, fyrir nokkru. Annað er ekki á prjónunum hjá Erðanúmúsík eins og er og svo viröist sem Snarl 3, sem búið var að leggja drög að, komi ekki út á næstunni. Smekkleysa gefur út plötu með Ham á næstunni og einnig plötu með Langa Sela og Skuggunum um svipað leyti. Einnig eru líkur á að Smekkleysa gefi út plötur með Bleiku böstunum og Lost, án þess þó að ákvörðun hafi veriö tekin þar um. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar sendir frá sér plötuna Lokkar og hey á þjóðhátíðardaginn, en á plöt- unni eru ball- og gleðilög. E-X sendir frá sér plötu með laginu Frontiers á næstunni, en sú plata hefur veríð lengi, lengi að komast út. Það er sveitin sjálf sem gefur plötuna út. Aðrar sveitir sem eru með plötur, misstórar, í burðar- liðnum eru: Eftirlitið, Katla kalda, Bootlegs og Gaui. Morgunblaðið/Árni Sæberg SÍÐAN JASSAÐ var á Hótel Borg fimmtu- daginn 2. júní. Þar var mætt til leiks tríó Guðmundar Ingólfsson- ar sem lék nokkur lög áður en hljómsveitin Súld tók við. Tón- leikarnir voru fjölsóttir og greini- legt að jassáhugamenn vilja fylgj- ast með sfnum mönnum áður en þeir halda til Kanada á jasshátíð f Montreal. Tónleikarnir hófust á því að tríó Guömundar Ingólfssonar lék nokkra gamla og góða „stand- arda“. Tríóið er orðið vel samspil- andi eftir langa viðveru í Skíðaskál- anum í Hveradölum og áralanga kynningu. Guðmundur lék á synth- esizer Lárusar Grímssonar og spil- aði af miklum hita, eins og honum er tamt. Guðmundur er einn þeirra jassleikara sem aldrei er lognmolla í kringum. Og þegar rytmasveitin samanstendur af jafn þéttum trommara og Guðmundi Stein- grímssyni og Þórði Högnasyni sem lék í vitlausan hljóðnema, nema hljóðstjórn hafi verið ábótavant, er ekki viö öðru að búast en að sveiflan sé heit. Guðmundur Ing- ólfsson hefur einn fárra landa tek- ið gamalkunn stef og sett þau í jassbúning. Dæmi um það er „Eitt skref til vinstri og tvö skref til hægri“ (sem heitir áreiðanlega ein- hverju þjálla nafni) og þá hefur hann leikið sænsk og færeysk þjóðlög við mikinn orðstír. Þá steig Súld á svið og Steingrímur Guðmundsson, trommari og nestor sveitarinnar, kynnti nýjan hljómsveitarmeðlim, Maarten van der Valk. Efnisskráin var vel uppbyggð og greinilegt að þarna fara vanir menn. Byrjað var á rólegu og draumkenndu lagi eft- ir Lárus Grímsson sem heitir því stutta nafni Stutt lag. Það gæti verið eins konar kynningarstef fyr- ir sveitina, undurfalleg laglína og samleikur Kuran og van der Valk á fiðlu og víbrafón hrein unun á aö hlýða. Næst léku þeir annað lag af nýju plötunni, sem reyndar er ekki svo ný því á henni er van der Valk illa fjarri góðu gamni. Lagið var Moment. Þar kom styrkur sveitarinnar glögglega í Ijós. Lagið er kraftmikið og minnir á stundum á gömlu átrúnaðargoðin í þýsku sveitinni Passport. Það væri vel hægt að ímynda sér að í stærri sal með stærri hljómflutningstæki og fleiri áhorfendur og meiri fjar- lægð myndi Moment virka sem eitt sterkasta lagiö á efnisskránni. Szymon Kuran er skemmtilegur jassfiðlari. Klassískt handbragöið skín í gegn í einleik hans og gerir jasskennda tónlist Súldar afar sér- stæða. Hann er aðalsólisti sveitar- innar og þegar hann nær fluginu í uppstreymi hrynsveitarinnar gleymist viðstöddum stund og staður. Slagverksleikur Maartens er skemmtileg nýbreytni í íslensku jasslífi. Hann leikur sér að alls kyns óróum og bjöllum og Ijær tónlist- inni draumkennt yfirbragð. Það er trú undirritaðs að með tilkomu þeirra Valk og Lárusar Grímssonar hafi sveitin eflst að mun. Það háði sveitinni i upphafi hversu fábreyti- leg hljóðfæraskipan var en á því hefur nú verið gerð bragarbót. Lárus með sínar tölvur og hljóm- borð að ógleymdri þverflautunni og Valk með víbrafóninn og mikla slagverksfánu. Á köflum minnti leikur sveitarinnar á gamla, nýend- urgerða Chico Hamilton-plötu, That Hamilton Man, sérstaklega í nafnlausu verki sem kynnt var á tónleikunum sem Lalli I og er eftir Lárus Grímsson. Samanburðurinn felst kannski helst í því að á þeirri plötu bregður fyrir miklum klassískum áhrifum en Chico Ham- ilton var einmitt þekktur fyrir að fara ekki troðnar slóðir í jasstón- listinni. En ofsafengnir jass-funk- og rokkkenndir kaflar eru alltaf skammt undan hjá Súld. Það er hljómsveitinni geysilegur styrkur að hafa jafn frjóan tónsmið innan sinna raða og Lárus Grímsson. Annars er tómt mál að bera Súld saman við aðra tónlistarmenn því þeir standa vel fyrir sínu án nokk- urs samanburðar og eru að auki rammislenskir en þó með nokkuð pólsku yfirbragði. GuGu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.