Morgunblaðið - 15.06.1988, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
©1967 Unlveml Praa» Syndicate
„ Hann er ekkt m«-5 of turó.ba'c - 91 r-''
Þessar kökur þínar bráðna
svo sannarlega á tungunni,
enda hraðfrystar!
Ég sé að þ ú ert bara sæt þegar þú hefur tekið gleraug-
un niður ...
HÖGNI HREKKVÍSI
©1988
McNaught Synd.. Inc.
„VM.TO GLEyMA pESSO/l/| *.'!<ra/WÖSUM?/í'
Of mikið
um endur-
sýningar
Til Velvakanda.
Mig langar til þess að lýsa
óánægju minni vegna sífelldra end-
ursýninga á kvikmyndum hjá Stöð
2. Mér fmnst svo sem í lagi þótt
þeir endursýndu síðast á kvölddag-
skránni í miðri viku fyrir þá sem
geta vakað frameftir.
En það keyrir um þverbak að
bjóða manni upp á sömu kvikmynd-
ina í þriðja sinn, og það á föstudags-
kveldi þegar er flestir mega sofa
út og vænta þess að fá að horfa á
skemmtilegt helgarsjónvarp.
Ég var að glugga í júnídagskrá
frá þeim og þar eru nánast allar
myndimar sem eru síðast á dag-
skránni endursýndar jafnvel í
þrígang, eins og t.d. laugardags-
morguninn 18. júní.
Mér finnst að við megum kreíj-
ast þess að þeir sýni okkur nýrra
efni, sérílagi um helgar. En ég vil
samt þakka þeim fyrir frábærar
dýralífsmyndir svo og margt gott
efni annað er þeir bjóða upp á, en
það vegur bara ekki nógu mikið
upp á óánægju okkar vegna þessa
er hér er kvartað yfír. jjg
Skalli getur verið
mikið viðkvæmnismál
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til fostudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski naftileyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Til Velvakanda.
2. júní sl. birti Mbl. grein eftir
Þóri S. Gröndal. Yfirskrift greinar-
innar er „Fjölgar ámm, fækkar
hárum.“ Í greininni fjallar Þórir um
fyrirbærið skalla og bendir á mögu-
lega mótleiki fyrir hina sköllóttu,
s.s. ýmsar misfullkomnar hárkollur,
söfnun „kragahárs" sem greitt er
yfir annars beran hvirfilinn, Kojak-
klippingu, uppskurði og gróðursetn-
ingu hárs. I þessa fróðlegu grein
Þóris vantar að Heilsuval, Lauga-
vegi 92, er með árangursríka hár-
rækt, viðurkennda af alþjóða
læknasamtökunum. Hárrækt
Heilsuvals gengur þannig fyrir sig:
Farið er með kaldan léysergeisla
og léttan rafstraum í 17 orku-
punkta á höfði og höndum, hár-
svörðurinn nuddaður með raf-
magnsnuddi til að auka blóðrás í
hársekkina, leysergeisla rennt yfir
sama svæði til að gefa orku í hár-
sekkina og örva starfsemi þeirra.
Loks er orkupunktunum lokað með
rafmagni. Þetta eykur hárvöxt um
þriðjung. Hárið verður líflegra og
glansmeira og þar sem skalli var
kominn hefst hárvöxtur á ný. Með-
ferðartíminn tekur 45—55 mín. og
kostar 980 kr.
Þessar upplýsingar tel ég brýnt
að komi fram í umræðunni um
skalla, kragahárssöfnun, hárkollur
o.þ.h. Skalli er nefnilega ekki bara
auðvelt viðfangsefni brandara-
smiða, heldur einnig mikið við-
kvæmnismál bamungra fómar-
lamba og þá ekki síður þeirra
kvenna sem eiga við blettaskalla,
hárlos eða algjört hárleysi að stríða.
Jens Guðmundsson
Víkverji skrifar
Fyrir þá sem ekki hafa tök á
því að aka út fyrir höfuðborg-
ina til að fá sér hressingargöngu á
hvíldardegi getur verið ánægjulegt
að ganga út á Seltjarnarnes. A hinn
bóginn vekur það furðu þess sem í
slíka ferð heldur og ætlar að ganga
með sjónum, að hvorki norðan á
nesinu né á því sunnanverðu virðist
ætlast til þess að aðrir séu á ferð
en þeir, sem em akandi í bifreiðum.
Á stuttum spottum em engir gang-
stígar.
Nú kann að vera, að svo fáir leggi
land undir fót á þessum slóðum,
að yfirvöldum á Seltjarnamesi þyki
ekki ástæða til að fjárfesta í gang-
stéttum á þessum köflum, þar sem
göngumaðurinn neyðist til að halda
sér í vegakantinum nema í þurru
veðri, þegar hann getur gengið í
grasi utan vegar. Á hinn bóginn
er einnig til þess að líta, að notkun
reiðhjóla hefur færst í vöxt hjá
ungum sem öldnum. Hjólreiðamenn
mega nota gangstéttir og gera það
margir. ^Færi vel á því að stígur
fyrir þá yrði lagður með sjónum
umhverfis Seltjarnarnes. Er
Víkveiji viss um að slík braut yrði
mikið notuð. Raunar ættu yfirvöld
í Reykjavík og á Seltjarnamesi að
koma sér saman um lagningu hjól-
reiðastígs með allri strandlengjunni
frá Elliðavogi inn í Fossvog. Það
yrði mörgum í senn ævintýri og
heilsubót að fara slíkan hring með
sjávarsíðunni.
xxx
Hugmyndir af þessu tagi þykja
líklega ekki mjög fmmlegar
nú á tímum, þegar boðnar em flug-
ferðir á Öræfajökul og síðan farið
í stutta göngu frá vélinni upp á
Hvannadalshnjúk. Vonandi fer eng-
inn sér að voða í þeirri ævintýra-
leit. Raunar vaknaði sú spurning í
huga Víkveija, þegar hann heyrði
um þessar flugferðir, hvort nokkur
staður hér á landi eða annars stað-
ar yrði sveipaður dulúð í huga kom-
andi kynslóða.
Fyrir nokkm var sagt frá því,
að japönsk sjónvarpsstöð hefði kost-
að leiðangra upp á Everest-tind og
vom fjallamennimir með sjónvarps-
myndavélar í hjálmunum, þannig
að unnt var að fylgjast með því í
beinni útsendingu, sem fyrir augu
bar. Afreksverk af þessu tagi fá á
sig aðra mynd, þegar menn geta
setið heima í stofu og tekið þátt í
því þar að komast á hæsta topp
jarðar.
Hingað til hefur það talist til
töluverðra afreksverka, að minnsta
kosti í huga þessa Víkverja, að
komast upp á Hvannadalshnjúk.
Hér eftir ræðst það kannski aðeins
af því, hvort maður þorir að fara
með skíða-flugvél, hvort tindinum
verði náð?
xxx
Eftir að farið er að fljúga með
fólk upp á Öræfajökul, vaknar
sú spurning, hvort ekki sé tíma-
bært að fara að skipuleggja ferðir
ofan í Snæfellsjökul og láta draum
Jules Veme þar með rætast.
Víkveiji minnist þess og að hafa
einhvers staðar lesið, að víða um
land séu merkir hellar, sem ekki
þyki ástæða til að tala mikið um
fyrir utan þröngan hóp af ótta við,
að þeir verði eyðilagðir af ferða-
mönnum og ágangi fólks. Og enn
er það fyrsta sem fréttamenn spytja
um, þegar rætt er um ferðamanna-
staði, hvort þeir séu ekki (öugg-
lega!) illa farnir vegna komu ferða-
mannanna.
Með öllum tiltækum ráðum þarf
að koma málum þannig fyrir, að
sem flestir fái að njóta þeirrar feg-
urðar, sem landið hefur að bjóða.
Mestu skiptir að finna meðalveginn
þannig að heimsóknir ferðamanna
valdi ekki umhverfistjóni. Er vafa-
laust, að það verður best gert með
því að gera aðstöðu fyrir ferðamenn
sem besta á vinsælustu stöðunum
og sjá til þess að allar leiðir séu
vel merktar og greiðfærar.