Morgunblaðið - 15.06.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
59
Burt með rollurnar
Áhugamaður um landgræðslu-
hringdi:
„Fyrir skömmu skrifar einhver,
sem líklega er bóndi, skondna
grein í Velvakanda. Þar er því
haldið fram að sauðfjárbeit eyði
ekki gróðri en að sjálfsögðu eru
ekki færð nein rök fyrir þeirri
staðhæfingu. Staðreyndin er ein-
mitt sú að sauðfjárbeit er ein aðal
ástæðan fyrir þeirri hnignun sem
orðið hefur á gróðurfari hér á
landi frá landnámi. Síðan segir
þessi heiðursmaður: „En er það
til of mikils mælst að skógræktar-
menn girði lönd sín af?“ Svar: Já,
það er til of mikils mælst. Þeir
sem stunda sauðfjárbúskap eru
nógu lengi búnir að komast upp
með að sleppa rollum sínum laus-
um á lönd annara. Það ætti að
skylda þá til að -girða af sínar
rollur. Burt með rollumar af öllum
skógræktarlöndum. “
Dagsetningar
Haftvar samband við Velvakanda
frá Ölgerð Egils Skallagrímsson-
ar:
„Kristín Sigurðardóttir spyr
laugardaginn 11. júní hvers vegna
dagsetningar vantar á botn dósa
frá okkur sem hún keypti. Ástæð-
an er sú að við áttum við byijunar-
erfiðleika að etja með tæki sem
setja dagsetningar á botn dósana
en þetta er nú komið í lag. Inni-
hald ómerktu dósana er í lagi fram
á næsta ár og þarf fólk því ekki
að hafa áhyggjur af þessu.“
Góð þjónusta
Sigurbjörg hringdi:
„Ég vil þakka fyrir góða þjón-
ustu sem ég fékk hjá versluninni
í Austurstræti 17. Eg keypti hjá
þeim í kvöldmatinn en þegar til
kom reyndist kjötið svo salt að
Sauðfjárbeit eyðir ekki gróðri
Til Velvitkanda. að kenna. Sumir halda því meira hér á landi og er fýrir þvi sterk
Þvi vm- haldið fram í Velvak- að aegja fram að gróið land hafi hefð. Nú er mikiMal^Uim frelsi.
það var ekki borðandi. Ég hringdi
í verslunina og fékk samband við
kjötiðnaðarmann þar. Hann sýndi
þessu fullan skilning og eftir tíu
mínútur var hann kominn heim
til mín með þannan stórkostlega
kjötrétt. Þetta kalla ég snögga
og góða þjónustu. Ég átti að vísu
von á að fá kjötið endurgreitt en
ekki þessum liðlegheitum."
Hæpin tilhögun
H.F. hringdi:
„Þannig er að Eurocardfyrir-
tækið krefst þess að verðandi
korthafar leggi inn tryggingarví-
xil áður en þeir fá kortin. Ætlast
til þess að það sé skrifað upp á
þennan víxil óútfylltan og hann
síðan lagður inn. Þetta tel ég að
sé hæpin tilhögun því þeir sem
skrifa uppá þessa víxla fyrir kort-
hafa vita ekki hversu mikilli upp-
hæð þeir gætu orðið ábyrgir fyr-
ir. Þetta er nokkuð sem ég tel að
fólk þurfi að fá skýringu á.“
Látið eitthvað af hendi
rakna
Kristjana Jakobsen hringdi:
„Mig langar að hvetja fólk til
að láta eitthvað fé af hendi rakna
vegna brunans á Torfufelli 31
handa móðurinni og dætrum
hennar tveimur. Mér er vel kunn-
ugt um dugnað og mikla vinnu
konunnar undanfarin ár til að
halda þessu húsnæði sem nú hef-
ur eyðilagst í eldi ásamt öllu inn-
búi og fatnaði. Innbú var ekki
tryggt svo hún er svo sannarlega
hjálparþurfi.
Hægt er að leggja peninga inn
á bankabók nr. 42087 í Lands-
banka Islands, Langholtsútibú, á
nafn Guðrúnar Óskarsdóttur.
Einnig er hægt að leggja inn í
hvaða banka sem er með C-gíró-
seðli á númer bókarinnar."
Kvæði
Spurt var eftir kvæði í Velvak-
anda fyrir skömmu en kvæðið
hófst á setningunni: Ég mætti hér
um morguninn / manni ofanúr
sveit. Kona hringdi og sagði að
þetta kvæði héti Skinnsokkavals-
inn og hefði birtst í Heima er best
í október 1962.
Gullúr
Kvengullúr fannst við Njáls-
götu fyrir skömmu. Upplýsingar
í síma 28819.
Köttur
Fyrir rúmlega viku síðan fór
gulbröndóttur sjö mánaða gamall
högni að heima frá sér í Högun-
um. Hann er hvítur á bringu og
kvið og hefur hvítan blett á baki
á stærð við krónupening. Hann
er ómerktur. Þeir sem orðið hafa
varir við kisa eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma 23015
eða síma 694743.
Hugleiðing um lífið og tilvenma
Kæri Velvakandi.
Þegar bréf þetta er ritað skín sól-
in þar sem ég sit á rökum steini á
norðanverðu Snæfellsnesi. Að vísu
má segja sem svo að sólin lýsi ávallt,
þó ský renni sér yfír landið og vökvi
það svalandi regni. En þessa stund
ljómar sólin yfir íslenskri náttúru
eftir skúratíð liðinna daga.
Hér, þar sem ég sit og reyni að
finna mér þurrari stað á íslensku
gijóti og er orðinn dálítið rakur í
þeim skilningi sem að framan getur,
virði ég fyrir mér tilveruna meðan
hugsanir um tilgang lífsins raska ró
minni þegar mér verður hugsað til
allra þeirra manna sem framið hafa
þann verknað að binda enda á sitt
eigið líf. Nú er náttúran í blóma,
grænar grundir liggja hér allt um
kring og drekka í sig lifandi vatnið
meðan sólin skín. Fuglamir í klettun-
um hér fyrir ofan mig liggja á nýju
lífi meðan aðrir leita sér ætis.
Hundgá heyrist í fjarska neðan úr
þorpinu við tígulegt Kirkjufellið og
bátar liggja við net úti á fírðinum.
Allt í kring um birtu sólarljóssins
ljóma fleiri stjömur í fjarska þó
myrkur í mörgum sálum komi mörg-
um manninum undir fetin sex þar
sem geislar sólarinnar ná ekki að
skína. Hvers vegna skyldi maðurinn
ekki lifa svo lengi sem honum er
ætlað fyrst hann varð til á annað
borð? Ekki var það af mannsins hálfu
að hann varð til eða hvað? Hví skyldi
hann binda enda á líf sitt sem honum
er gefið? Fyrst hann varð til ber
honum þá ekki að lifa sitt æviskeið
á enda?
Hugsum okkur þær stundir og ár
sem foreldrar okkar önnuðust okkur
og studdu. Meðan við vomm ósjálf-
bjarga beygðu foreldrar okkar sig
yfir okkur til að annast hið nýja líf.
Og hversu sár hlýtur sá missir að
vera að sjá á eftir lífí sem maður
hefur alið upp frá fæðingu, matað,
stutt til gangs, huggað og glaðst
með? Líf hverrar manneskju er Verð-
mætt og verður aldrei metið á vogar-
skáium. Aldrei. Um það ber Heilög
ritning vitni og uppörvar okkur ekki
aðeins um að bera umhyggju fyrir
náunga okkar heldur gerir okkur
ljóst að við skulum vegna kærleikans
annast, styðja, hjálpa og elska, ekki
aðeins okkar nánustu heldur jafnvel
óvini okkar. Þegar líf er einu sinni
kviknað, þegar Guð hefur skapað,
allt frá getnaði, ber að vemda það.
Við sem lifum getum gert stóra hluti
til að gera Guðs vilja, með hans hjálp.
Þomað hefur á steini og ég rölti
heim á leið_ eftir þessa hugleiðingu
um lífið. Lifíð sem dregur andann
hér allt í kring og lífið sem góður
Guð gaf mér og ykkur öllum hinum.
Lofað verði hans heilaga nafn, Je-
hóva, og sonar hans Jesú Krists.
Einar Ingvi Magnússon
Forsetavaldið hef-
ur staðfest lögin
Til Velvakanda.
Að undanfömu hefur mörgum
landsmönnum blöskrað mótframboð
Sigrúnar Þorsteinsdóttur og gífur-
legur meirihluti hefur stutt Vigdísi
forseta og það álit hennar að skyn-
samlegast sé fyrir forseta að stað-
festa lög. Nú er forsetaembættið
nýbúið að staðfesta bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar en samt er kominn
upp alvarlegur orðrómur um að þessi
lög muni ekki duga vegna vöntunar
á refsiákvæði. Til hvers er forseta-
valdið að staðfesta lög sem gilda
aðeins að hluta til? Hann hlýtur að
kreijast þess að ríkisstjómin fram-
fylgi eigin lögum sem forsetavaldið
er nýbúið að staðfesta. Með öðrum
orðum að endurgera Straumsvíkur-
samninginn, því miður.
Vilhjálmur Alfreðsson
roadstar
AUTO-HiFÍ
AD-7360 Útvarp/segulband: LW/MW/FMstereo-tónstiflir
64W magnari - spilar sjálfvirkt í báöar áttir - hljómmögnun
hraöspólun í báöar áttir - jafnvægisstillir - truflanadeyfir
5 banda tónjafnari - DNR suöeyöir - hátalaradeilir (fader).
'KFF27Í720,
AD-7580 Utvarp/segulband: LW/MW/FM stereo - 64V
magnari-aðskildirbassa-og hátónastillar - spiiar sjálfvirl-
í báöar áttir - hljómmögnun - stilling á spólugerö (meta
chrome o. þ.h.) - hraöspólun í báöar áttir - jafnvægisstill
truflanadeyfir - DNR suöeyöir - hátalaradeilir (fadei
18 minnisrásir.
AD-7710 Utvarp/segulband: LW/MW/FM stereo - 64V
magnari-aöskildirbassa- og hátónastillar - spilar sjálfvirk
í báöar áttir - hljómmögnun - stilling á spólugerö (metal
chrome o. þ.h.) - hraðspólun í báöaráttir- jafnvægisstilli
truflanadeyfir - DNR suöeyöir - hátalaradeilir (fader
18 minnisrásir - 5 banda tónjafnari.
í alla bíla !
Eftirtaldir seija Roadstar:
Bifr. og landbúnaöarvélar,
Suöurlandsbr. 14, Reykjav.
K.S. Samkaup, Njarövík,
Radoinaust,
Glerárgötu 26, Akureyri,
Hegri, Sauöárkróki,
S. Kristjánsson raftækjav.
Hamraborg 11, Kópavogi.
SKIPHOLTl 19
SÍMI29800
'KÍF6T480,-
RA-378 LX Utvarp: LW/MW/FM stereo - tónstillir
jafnváegisstillir - hljómmögnun (loudness) - truflanadeyfir
15W magnari.
AD-7032 Útvarp/segulbánd: LW/MW/FMstereo -tónstifiir
15W magnari - spilar sjálfvirkt í báöar áttic - hljómmögnun
hraöspólun í báöar áttir - jafnvægisstillir - truflanadeyfir.
AD-7430 Útvarp/segulband: LW/MW/FMstereo -tónstilíir
15W magnari - spilar sjálfvirkt í báöar áttir - hljómmögnun
hraöspólun í báöar áttir - jafnvægisstillir - truflanadeyfir
stafrænn skjár.