Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 64
Tork þurrkur.
hgar breinbrti er nauMvn.
121 Reykjavik Simi (91) 26733
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Morgunblaðið/Gunnar Rafn
19 punda urriði á stöng
Húsavík.
EINN stærsti urriði sem fengist
hefur á stöng, hér um slóðir
að minnsta kosti, veiddist í
Litluá i Kelduhverfi á mánu-
dag. Þá veiddi Gústav Axel
Guðmundsson 19 punda bolta-
fisk á svæði 5 og sést hann á
myndinni með fenginn.
Þetta er þriðja veiðimetið
sem Gústav setur við veiði í
Litluá, en 1986 veiddi hann 9
punda urriða sem þá var sá
stærsti sem þar hafði veiðst. I
fyrra bætti hann metið þegar
hann veiddi, 15 punda urriða
og í ár var metið 19 punda
urriði, hversu lengi sem það
stendur.
— Fréttaritari
Tillögur fjármálaráðherra í landbúnaðarmálum:
Ríkisjarðir verði seldar
verkalýðshreyfingunni
JÓN Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra hefur lagt til að
verkalýðshreyfingunni verði
heimiluð kaup á ríkisjörðum und-
ir orlofshús til þess að stuðla að
samdrætti landbúnaðarfram-
leiðslu. Guðmundur Sigþórsson,
skrifstofustjóri í landbúnaðar-
ráðuneytinu og einn þriggja emb-
ættismanna sem yfirfara nú til-
lögur um fjárframlög til land-
búnaðarins, staðfesti við Morgun-
blaðið að fjármálaráðherra hefði
lagt fram tillögur í þessa veru.
Hann sagði þó að á þessu ári hefði
þegar verið unnið að því að
ríkisjarðir, sem losna úr ábúð og
mælt væri með að yrðu ekki not-
aðar til sauðfjárbúskapar, yrðu
nýttar til skógræktar og útivistar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur fjármálaráðherra
lagt til að um 180 jarðir verði
nýttar undir orlofshúsabyggð.
,,Það má búast við því að ef farið
yrði af stað með þetta mál, yrði eftir-
spurnin takmörkuð því að þegar
hefur verið byggt mikið af orlofs-
byggðum," sagði Guðmundur Sig-
þórsson. „Sjálfsagt getur þetta þó
orðið eitt af þeim atriðum, sem ver-
ið er að kanna frekar í landbúnaðar-
málum.“ Guðmundur sagðist telja
að 180 jarðir væri nokkuð há tala,
þar sem reikna mætti með um 10
orlofshúsum á hverri jörð að meðal-
tali. „Það komast nokkuð margir
fyrir í 1800 orlofshúsum,“ sagði
Guðmundur.
Guðmundur sagði að jarðimar
yrðu væntanlega seldar við vægu
verði ef til kæmi, enda væri jarðar-
verðið yfírleitt minnstur hluti kostn-
aðar við að koma upp orlofshúsa-
hverfí. Að sögn Guðmundar eru um
700 jarðir í eigu ríkissjóðs. Þær
væru þó alls ekki allar í ábúð.
Sólskin og hlýindi eru um norðan- og austanvert landið þessa dagana og komst hitinn í 20 stig á Egilsstöðum í gær. Samkvæmt
upplýsingum frá veðurstofunni er búist við áframhaldandi góðviðri. Krakkarnir í leikskólanum á Seyðisfirði voru því léttklædd
þegar þessi mynd var tekin fyrir nokkru.
Morgunblaðið/Garðar Rúnar
Léttklædd í leikskólanum
áSíðu
SLÁTTUR hófst í gærmorgun hjá
Steingrími Lárussyni bónda á
Hörglandskoti á Síðu. Steingrím-
ur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann væri hinn ánægð-
asti með sprettuna. Hann sló um
einn hektara í gær og kom öllu
heyinu, sem hann verkar í vot-
hey, í hús.
„Eg hef oft bytjað um þetta leyti,
11. til 18. júní,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði að ekkert ætti að vera
því til fyrirstöðu að bændur á næstu
bæjum færu að slá, því að sprettan
væri góð og undanfama viku hefði
verið einstök blíða, 18-20 stiga hiti
í forsælu.
„Menn verða að reyna allt sem
þeir geta til að losna við að gefa
fóðurbæti á þessum síðustu og
verstu tímum kvóta og skömmtun-
ar,“ sagði Steingrímur. „Með úrvals-
heyi, sem er vel verkað, þarf að
gefa sáralítið af fóðurbæti."
Jónas Jónsson, búnaðarmála-
stjóri, sagðist ekki hafa heyrt af
fleimm, sem væm byijaðir að slá.
Honum kæmi þó ekki á óvart þótt
sláttur hæfist fljótlega á ýmsum
bæjum í Eyjafírði og á austanverðu
Suðurlandi, þar sem blíðviðri hefur
verið undanfarið. Jónas sagði að
spretta hefði víðast hvar farið vel
af stað og hefði hann hvergi heyrt
annað en að sprettuhorfur væm
góðar.
Auglýsendur
athugið
Ekkert blað kemur út næst-
komandi laugardag vegna þjóð-
hátíðardags, 17. júní. Auglýs-
ingar í sunnudagsblað 19. júnf
þurfa að berast auglýsingadeild
fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn
16. júní.
Verulegur árangur náðist
í álviðræðunum í London
segir dr. Jóhannes Nordal. Annar fundur í Reykjavík 4. júlí
„FUNDURINN var mjög jákvæð-
ur og verulegur árangur náðist
í viðræðum okkar og álfyrirtækj-
anna. Ein af niðurstöðum fund-
arins var að við ákváðum að hitt-
ast aftur í Reykjavík 4. júlí,“
segir dr. Jóhannes Nordal I sam-
tali við Morgunbiaðið, en hann
veitir íslensku viðræðunefndinni
um stækkun álversins í
Straumsvík forystu.
Fundurinn var haldinn á Shera-
ton hótelinu í London í gærmorgun
með fulltrúum Alusuisse, Alumined
Beheer í Amsterdam, Gránges í
Stokkhólmi og Austria Metall í
Austurríki.
„Það er ljóst að allir þessir aðilar
vilja vinna áfram í sameiningu að
undirbúningsvinnu fyrir stækkun
álversins og eitt af þeim verkefnum
sem framundan em er að gera hag-
kvæmnisathugun á þessu verki,“
segir dr. Jóhannes.
I máli dr. Jóhannesar kom fram
að náðst hefði sá árangur sem að
var stefnt með fundinum í London
og átti hann von á að næsti fundur
í Reykjavík yrði jafn árangursríkur
enda væri áhugi fyrrgreindra fyrir-
tækja vemlegur á þessu verkefni.
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra sagði að hann væri mjög
ánægður með þann áfanga sem
náðst hefði á þessum fundi enda
ljóst að þessir aðilar hefðu áhuga
á að skoða málið ofan í kjölinn.
„Ef það gengur upp að hægt
verði að skrifa undir samstarfs-
samning ætti endanleg ákvörðun
að liggja fyrir innan árs og verði
sú ákvörðun jákvæð mætti hefja
rekstur árið 1992 en slíkt fellur
mjög vel að virkjanaáformum okk-
ar,“ segir Friðrik Sophusson. Hann
vildi þó taka það fram að enn væri
málið einungis á viðræðustiginu en
ekki endanlega í höfn, þótt merkj-
anlegur væri áhugi hjá þessum fjór-
um aðilum.
I umræðunni nú er rætt um
stækkun álversins í Straumsvík, í
formi nýrrar verksmiðju, með
90.000 til 110.000 tonna afkasta-
getu sem kæmist í gagnið árið 1992
eins og fyrr segir. Auk þess er inn
í myndinni að tvöfalda þá stækkun
en þau áform myndu ekki líta dags-
ins ljós fyrr en 4-6 árum eftir fyrri
áfangann. Ekki eru til neinar hald-
bærar tölur um kostnað við þetta
verk en fyrir nokkrum árum var
gerð kostnaðaráætlun fyrir 180.000
tonna álver og nam sá kostnaður
um 20 milljörðum króna.
Sláttur
hafinn