Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Bátur björgunarsveitarinnar Gerpis kemur með tundurdulfið að landi i Neskaupstað. Rússneskt hlustun- arduf 1 í Hellisfirði Neskaupstað. TORKENNILEGAN hlut rak á hlustunardufl. fjörur í Hellisfirði í maímánuði. Náðu þeir í duflið á bát björgun- I vikunni komu menn frá Land- arsveitarinnar Gerpis og var síðan helgisgæslunni og varnarliðinu flogið með það til Keflavíkurflug- í Hellisfjörð, ásamt þyrlu frá vallar til nánari athugunar. varnarliðinu og sóttu hlutinn. Reyndist hann vera sovéskt Agust Olvaður maður beindi skammbyssu að lögreglu „MÉR brá mjög mikið þegar ég sá að farþegi í bifreiðinni beindi að mér skammbyssu og ég viðurkenni að það var fífldirfska að ráð- ast strax í að afvopna hann,“ sagði Eiríkur Pétursson, lögreglumað- ur, sem varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hann stöðvaði ölvað- an ökumann á laugardag. Síðar kom í ljós að skammbyssan var leik- fang, sem líktist mjög raunverulegri skammbyssu. Lögreglunni barst tilkynning um að ölvaður ökumaður væri á ferð í austurhluta borgarinnar. „Ég var í bifreið ásamt félaga mínum, Ingi- björgu Ásgeirsdóttur, og við mætt- um þeim ölvaða á Höfðabakka,“ sagði Eiríkur. „Við eltum hann uppi og hann stöðvaði bifreiðina við Bi- truháls. Ég gekk út úr bifreiðinni og ætlaði að ræða við ökumanninn. Þegar ég var komin að bifreið hans sá ég að farþeginn við hlið hans, sem var einnig ölvaður, hallaði sér áfram og beindi að mér skamm- byssu. Mér brá auðvitað mjög mik- ið við þennan ófögnuð, enda veit ég hversu hættuleg skotvopn geta verið. Ég kallaði til Ingibjargar að forða sér, því hún vissi auðvitað ekkert hvað var um að vera og hefði því getað stefnt sér í hættu. Þá óku mennimir, sem voru þrír, á brott.“ Eiríkur sagði að hann hefði strax óskað eftir aðstoð og öllum götum í nágrenninu hefði verið lokað. Fljótlega kom í ljós að sá ölvaði hafði stöðvað bifreið sína vestan við Bitruháls, enda var honum engr- ar undankomu auðið. „Það vom nokkrir lögreglubílar allt um kring og skyndilega sá ég að einn félagi minn ók upp að bifreið þrernenning- anna,“ sagði Eiríkur. „Ég sá að hann ætlaði sér að afvopna mennina og ákvað að hlaupa til og hjálpa honum, því ég vildi ekki að hann stæði í þessu einn. Til allrar hamn- ingju gáfust piltarnir þrír strax upp, en ég viðurkenni manna fyrst- ur að þetta var fífldirfska og gróf mistök. Við áttum alls ekki að taka slíka áhættu, því við vissum ekki nema skammbyssan væri ekta.“ Það er af mönnunum þremur að segja, að þeir voru handteknir og fluttir í fangageymslur, en látnir lausir á sunnudagsmorgun. Sveinn S. Einarsson VEÐUR verkfræðingur látinn \ ÍDAGkl. 12.00: Heímild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) I/EÐURHORFUR í DAG, 21. JÚNÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Um 300 km vestur af Reykjanesi er minnkandi 993 mb lægð og lægðardrag fyrir Austurlandi þokast norðaustur. Yfir Labrador er 990 mb lægð sem hreyfist norðaustur. SPÁ: í dag verður vestan- og suðvestan gola eða kaldi á landinu. Skúrir verða vestanlands og hiti 7—9 stig en léttskýjað austantil og 10—16 stiga hiti. * VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG og FIMMTUDAG: Sunnan- og suðvest- anátt. Ýmist rigning eða skúrir og 7—10 stiga hiti um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og 10—16 stiga hiti á Norður- og Aust- urlandi. Suðvestan- eða vestanátt stinningsgola eða jafnvel allhvasst suð- vestanlands en mun hægari annars staðar. Skúrir verða á Suðvest- ur- og Vesturlandi en úrkomulaust að mestu. Hiti 7—9 stig um suðvestan og vestanvert landið, en mun hlýrra annars staðar w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hítl veSur Akureyri 14 skýjað Reykjavfk 9 skýjað Bergen 16 léttskýjað Helsinki 25 skýjað Jan Mayen 3 súld Kaupmannah. 23 léttskýjað Narssarssuaq 5 léttskýjað Nuuk 2 úrkoma Osló 24 léttskýjað Stokkhólmur 15 alskýjað Þórshöfn 12 rigning Algarve 21 þokumóða Amsterdam 18 léttskýjað Aþena vantar Barcelona .25 heiðskírt Chicago 26 léttskýjað Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 17 skýjað Glasgow 20 skýjað Hamborg 17 skýjað Las Palmas 24 léttskýjað London 22 skýjað Los Angeles 16 súld Lúxemborg 15 skýjað Madríd 27 skýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 28 heiðskirt Montreal 25 skýjað New York 22 mlstur París 21 léttskýjað Róm 25 iéttskýjað San Diego 17 alskýjað Winnipeg 16 heiðskírt Sveinn S. Einarsson verkfræð- ingur Iést í fyrradag. Hann var fæddur þann 9. nóvember 1915 á Leirá í Borgarfjarðarsýslu, sonur hjónanna Einars Sveinssonar bónda og trésmiðs-þar og Þórdís- ar Guðmundsdóttur frá Hvaleyri í Hafnarfirði. Sveinn varð stúdent frá MR 1935 og lauk prófi í vélaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1940. Hann hóf verkfræðistörf í vélsmiðjunni Héðni 1940 og var síðan meðal ann- ars verkfræðingur hjá Kveldúlfi hf, verksmiðjustjóri síldarverksmiðju Kveldúlfs hf á Hjalteyri og deildar- verkfræðingur í jarðhitadeild Ra- forkumálaskrifstofunnar. Sveinn stofnaði ásamt öðrum verkfræðistof- una Vermi sf 1962 og var fram- kvæmdastjóri þar til 1969. Hann sá um hönnun og yfirumsjón með bygg- ingu jarðgufuveitu Kísiliðjunnar við Mývatn og fyrstu innlendu jarðgufu- aflsstöðvarinnar í Bjamarflagi. Sveinn var verkfræðingur hjá tækniaðstoð Sameinuðu þjóðanna í E1 Salvador og Nicaragua 1969 til 1977, stjórnaði m.a. tilraunum er leiddu til byggingar fyrstu jarðgufu- aflsstöðvar Mið-Ameríku við Ahuac- hapan 1975. Hann var aðalráðu- nautur í jarðvarmamálum fyrir orkuáætlun Mið-Ameríkuríkjanna á vegum SÞ í Honduras 1977 til 1980 og aðalráðunautur tækniaðstoðar SÞ í jarðvarmamálum, New York 1980 til 1984. Það ár fluttist hann heim og vann við verkfræðistofuna Vermi síðan. Sveinn tók mikinn þátt í félags- málum, var m.a. í stjóm og formað- ur Verkfræðingafélags íslands Hann var bæjarfulltrúi og í bæjarráði Kópavogs, varaþingmaður Sjálf- Pétur Thomsen ljós- myndari látinn PÉTUR Thomsen, ljósmyndari, lést hinn 17. júní síðastliðinn. Hann var lengi ljósmyndari for- setaembættisins og var gerður að konunglegum sænskum hirð- ljósmyndara árið 1958. Pétur fæddist hinn 19.júní 1910 í Reykjavík, þar sem hann bjó nær alla sína tíð. Hann var lærður loft- skeytamaður, en dvaldi erlendis á árunum 1937-’43 og lærði þá meðal annars ljósmyndun í Þýska- landi og var kvaddur í þýska her- inn sem ljósmyndari. Eftirlifandi kona Péturs er Kristbjörg Guðmundsdóttir og áttu þau tvö börn. Pétur Thomsen Sveinn S. Einarsson. stæðisflokksins í Reykjanesskjör- dæmi 1959 til 1963 og sat á Al- þingi 1961 til 1962. Hann var stjóm- arformaður Rannsóknarstofnunar iðnaðarins 1965 til 1969, stofnaði ásamt öðmm Vélar og verkfæri hf 1942 og Virki hf 1969. Hann var félagi í American Association for the Advancement of Science frá 1971. Eftir Svein liggur flöldi rita og greina um m.a. jarðvarma og nýt- ingu hans. Sveinn var sæmdur gull- merki Verkfræðingafélags íslands árið 1984. Eftirlifandi kona Sveins S. Einars- sonar er Aðalheiður Guðmundsdótt- ir. Þau eignuðust tvö börn, Einar Sveinsson og Önnu Júlíönu Sveins- dóttur og ólu upp eina fósturdóttur, Margréti Heinreksdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.