Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 61 Bæklingur um sólböð o g sólvarnir Apótekarafélag Islands hefur á ný gefið út upplýsingabækling sem að þessu sinni fjallar um sólböð og sólvarnir. í bæklingnum er í stuttu máli gerð grein fyrir áhrifum sólskins á húð manna og bent á einföld atriði til þess að forðast óþægindi af þess völdum. Einnig er sagt frá því hvernig sólvarnaráburðir eru að- greindir með svokölluðum sólvarn- arstuðli. Aftast í bæklingnum er tafla yfir það hversu háan sólvarn- arstuðul sólvarnaráburður ætti að hafa ef komst á hjá sólbruna fyrstu sólbaðsdagana í fríinu. Bæklingþn hannaði Guðjón Heið- ar Pálsson, textinn er unninn af Hjördísi Claessen lyfjafræðingi, en Ellen Mooney húðsjúkdómalæknir las bæklinginn yfir og gaf ýmis ráð og ábendingar. Bæklingurinn mun fást í öllum apótekum almenningi að kostnaðar- lausu. Gott verð fyrir karfa TOGARINN Engey RE fékk í gær ág^ætis verð fyrir karfa á fiskmarkaðnum í Bremerhaven. Meðalverð fyrir kíló var um 83 krónur, en verð á ufsa og þorski var lágt. Verð i Bretlandi er fremur lágt og framboð talsvert. Ekki er talin mikil hætta á verð- falli. Engey RE seldi alls 219 tonn í Bremerhaven í gær fyrir 15,1 millj- ón króna. Meðalverð var 69,23 krónur. Fyrir karfa fengust að meðaltali um 83 krónur, 40 fyrir ufsa og 55 fyrir þorsk. Auk þessa verður seldur fiskur úr 5 gámum héðan í Þýzkalandi í þessari viku. í næstu viku er Vigri skráður með sölu, en síðan er ekkert skip skráð næstu'tvær vikur. Náttfari RE seldi í gær 86 tonn, mest ýsu í Hull. Heildarverð var 6,1 milljón króna, meðalverð 70,78. Meðalverð fyrir ýsuna var 77,32 og 69,76 fyrir þorskinn. Auk 100 gáma, um 1.300 tonna, þessa verð- ur seldur afli úr Berki, Ólafi Jóns- syni og tveimur bátum á brezka markaðnum í þessari viku, samtals um 2.000 tonn. í næstu viku er reiknað með svipuðu magni eða heldur minna. Barðaströnd: Leitað að Ijaldbúa Miðliúsum, Reykhólasveit. Vegagerðarmenn í V-Barða- strandarsýslu urðu varir við tjald hjá Þverá í Vatnsfirði og hafði það staðið síðan þriðjudaginn 14. júní og sunnudaginn 19. júní var tjaldið farið að fjúka en þá gekk yfir Vestfirði vonskuveður. Björgunarsveitin Blakkur á Pat- reksfirði var kölluð út og leit hafin. Við könnun á tjaldinu sást að tjaldbúinn mundi Þjóðverji. Næsta sem gerist i málinu er að af Þjóðveijanum fréttist vestur á ísfirði. Frá Patreksfirði fóru um 20 manns til leitar og fleiri bættust í hópinn síðar. Menn í hjálparsveitum eru ekki ánægðir að vera kallaðir út í vonskuveður og þarf að athuga það betur að ferðamenn geri grein fyrir ferðum sínum. Hjálparsveitir eru áhugamannasveitir og vinna sín ströf án greiðslu. t Jarðarför móöyr okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, áður Seljavegi 13, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. júní kl. 13.30. BrynjólfurÁ. Magnússon, Ólafur R. Magnússon, Helga Kristinsdóttir, Kristrún Magnúsdóttir, Kristján B. Finnbogason, Erna B. Magnúsdóttir, Gunnar B. Oddsson, Unnur S. Magnúsdóttir, Benedikt Bogason, Sigrún Magnúsdóttir, Sigurður Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR PÁLSSON fyrrverandi verkstjóri, Hvassaleiti 16, sem andaðist laugardaginn 11. júní verður jarösunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 22. júní kl. 15.00. Páll Ólafsson, Stefán Ólafsson, Svava Júlfusdóttir, Þóra Stefánsdóttir, Hjördfs Torfadóttir, Bára Björk Lárusdóttir, Gunnar Einarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúö við andlát og útför GUÐMUNDAR PÉTURS GESTSSONAR, Hringbraut 92, Keflavfk. Sérstakar þakkir til Þórarins Sveinssonar læknis og starfsfólks göngudeildar Geisla, Landspítalanum og lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur. Gestur Þorsteinsson, Gunnlaug Hallgrfmsdóttir, Björn Hallgrímsson, Halla Harðardóttir, Kristinn Guðmundsson, Þorsteinn Gestsson, Marfa Þorkelsdóttir, Þorbergur Gestsson, Fjóla Þorgeirsdóttir, Jón, Birna og Brynja Gests og frændsystkini. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Skammadal f Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna Vífilsstaðaspítala og deildar 11E, Landspítalanum. Vilborg Árnadóttir, Árni Sígurðsson, Guðgeir Sigurðsson, Kristín S. Sigurðardóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Sigurður og Ármann Jón Garðarssynir. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför BJÖRGVINS STEFÁNSSONAR frá Rauðabergl. Sigrfður Jónsdóttir, Jón Björgvinsson, Guðný Björgvinsdóttir, Unnur Björgvinsdóttir, Stefán Björgvinsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LIUU GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hátúni 10b, sem lést á Borgarspítalanum 5. júní. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild A-6, Borgarspítalanum fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Hulda Friðriksdóttir, Jón Óskar Karlsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem vottað hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS MAGNÚSSONAR bónda Seljalandi, Hörðudal. Svanhildur Kristjánsdóttir Gfsli Jónsson Magnús Kristjánsson Hólmfrfður Kristjánsdóttir Guðlaug Kristjánsdóttir Kristján Finnsson barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum, sem af hlýhug vottuðu okkur samúð við andlát og útför GUNNARS J. MÖLLERS hæstaréttarlögmanns, og heiðruðu minningu hans með ýmsum hætti. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa S. Möller. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KARÓLÍNU Á. GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á deild 11 -E, Landspítala. Sigurður Björnsson, Guðmundur K. Helgason, Guörún Hauksdóttir, Sævar Sigurðsson, Erla Sigurðardóttir, Rafnkell Sigurðsson og barnabörn. Símar 35408 og 83033 UTHVERFI Austurbrún, staka talan o.fl. Kambsvegur Lerkihlíð K0PAV0GUR Kópavogsbraut Lynghagi AUSTURBÆR Sóleyjargata Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.