Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
Flugslysið í Mosfellsbæ:
Fékkhnykká
bakið en meidd-
ist lygilega lítið
- segir Níels Hauksson flugmaður
„ÉG MEIDDIST í raun og veru lygilega lítið. Ég fékk snarpan hnykk
þegar vélin lenti, er svolítið slæmur í bakinu og hef ekki farið til
vinnu,“ sagði Níels Hauksson, flugmaðurinn sem brotlenti vél sinni
við knattspyrnuvöllinn í Mosfellsbæ á laugardag. „En ég er óbrotinn
og ætti að ná mér fljótlega."
— Hvað fór úrskeiðis?
„Það voru nokkrir búnir að fljúga
henni fyrr um daginn og ég var
nýkominn í loftið. Var búinn að
taka smáhring og var í lokastefnu
á brautina, ekki í nema um 150
feta hæð. Það var önnur vél skammt
á eftir mér þegar ég sá vél fyrir á
brautinni og ætlaði að beygja frá,
taka annan hring og koma svo inn
aftur. Ég beygði undan vindi en var
ekki á nægum hraða. Þetta gekk
yfir á fáeinum sekúndum, vindurinn
var það mikill og ég flaug of hægt.
Vélin „stollaði" út á hægri vænginn
og niður. Hún lét ekkert að stjóm
og þetta tók af á fáeinum andartök-
um, miklu hraðar en maður átti von
á.“
— Varstu vanur vélinni?
„Já, ég var búinn að fljúga henni
í 20-30 tíma. Er einn af rúmlega
20 manns í Flugklúbbi Mosfells-
bæjar, sem átti hana. Við höfðum
notað þessa vél sem hálfgert leik-
fang.“
— Hvenær á að fara aftur í loft-
ið? _
„Ég fór að fljúga áðan. Fór hring
á fjögurra sæta Piper Warrior, sem
ég á, til að taka úr mér skrekkinn.
Ég gaf skýrslu um slysið í dag og
eftir það má ég fljúga."
— Verður gert við Piper Cub-
vélina?
„Ég reikna ekki með því. Hún
er ónýt og ég býst ekki við að það
verði gert við hana nema einhver
áhugamaður vilji dunda sér við það
í rólegheitunum. Það borgar sig
ekki fyrir okkur að bjóða út vinn-
una,“ sagði Níels Hauksson.
Moldrokið í Mývatnssveit:
Nauðsynlegt að friða við-
kvæmustu gróðursvæðin
- segir Sveinn Runólfsson Landgræðslustjóri
MIKIÐ moldrok gekk yfir Mý-
vatnssveit nú um helgina, en
þurrkar hafa verið á þeim slóðum
það sem af er sumri. Sveinn Run-
ólfsson Landgræðslustjóri sagði í
samtali við Morgunblaðið að þetta
mold— og sandrok ætti líklega
upptök sín á svokölluðum aust-
ur—afrétti í Mývatnssveit og væri
ástandið verst við þjóðveginn
austan Námaskarðs. Þar eru mik-
il sandfokssvæði og er gróður sem
einkum er melgresi, mjög veik-
burða.
Mývatnssveit:
Moldrok og
mývargur
Björk, Mývatnssveit.
HÉR í Mývatnssveit er búin
að vera suð—vestan átt að
undnförnu, hlýtt, og stund-
um bjart, og varla komið
dropi úr lofti. Sendin tún, þar
sem jarðvegur er mjög
grunnur, voru farin að
brenna, svo bændur hér í
Vogum urðu að slá þau. Mik-
ið hvassviðri hefur verið hér
síðustu daga og moldrok, svo
varla hefur sést til fjalla.
Hætt er við, eftir þessa
þurrka, að land hafí eyðst í
hinum mikla sandbyl þegar
skefur af auðnunum langt inn
á öræfum og færir gróðurlendi
í kaf, eins og nú má búast við
að hafi átt sér stað.
Mjög vondur mývargur hefur
verið hér í sveitinni að undanf-
örnu. Þó hefur hans lítið gætt
í veðurofsanum síðustu daga.
Hins vegar ber lítið á rykmý-
inu, má segja að það hafí verið
sveiflukennt síðustu ár. Sumir
kenna um mengun í Mývatni.
Aðrir telja að veðurfar eigi þar
stóran þátt. Maímánuður var
hér nú frekar kaldur og gerði
frostnætur einmitt þegar mýið
var að kvikna.
Kristján
Sveinn sagði að gróður á þessum
slóðum hefði talsvert látið á sjá á
undanfömum árum vegna mikillar
beitar snemma vors og á haustin
þegar fé hefði verið sleppt á þessi
viðkvæmu svæði. Nú hefði sam-
komulag hins vegar náðst við bænd-
ur og upprekstri verið hætt eftir
göngur og seinkað á vorin. Astandið
myndi þá væntanlega lagast varð-
andi beitarálag. „Það hefur verið til
umræðu að girða þetta svæði af,
friða fyrir beit og sá í það melgresi
sem myndi þá binda og stöðva sand-
fok. Þessi framkvæmd er dýr og
ekki útséð um að'ráðist verði í slíkar
framkvæmdir á næstunni.
Heimalönd Reykjahlíðar eru einn-
ig illa farin af uppblæstri og ástand
í Skútustaðahreppi yfirleitt slæmt.
Land er illa í stakk búið til að stand-
ast slík veðraskilyrði og þurrka eins
og nú hafa gengið yfir og er friðun
alger forsenda þess að úr verði bætt“
sagði Sveinn.
Þessi mynd er ekki tekin við Krossá heldur Steinholtsá sem alla jafna er það lítil vöxtum að menn
taka ekki eftir henni er þeir aka yfir hana.
Allt á floti í Þórsmörk
Mesta vatnsveður í manna
minnum herjaði á ferðafólk í
Þórsmörk um helgina. Segja
má að rignt hafi stanslaust í
hálfan annan sólarhring og fór
svo að flestir gáfust upp á bley-
tunni á laugardaginn og héldu
heim á leið.
Heimleiðin reyndist þó mörgum
þung í skauti því flestar smásp-
rænur á leiðinni úr Þórsmörk og
út á þjóðveg 1 voru orðnar að
beljandi stórfljótum vegna veðurs-
ins strax á laugardagsmorguninn.
Myndirnar hér eru teknar við
Steinholtsá sem flesta daga er það
lítil vexti að enginn tekur eftir
henni sem keyrir yfír hana. Er
ljósmyndari Morgunblaðsins kom
þar að uppúr hádeginu á laugar-
dag var nýbúið að kippa Volvo-
bifreið upp úr ánni en verið að
stússa við að bjarga Lada-jeppa.
Einn af hraustbyggðari áhorfend-
unum brá sér út í iðuna og tókst
að koma togi á jeppann sem síðan
var kippt á land.
Eigandi Subaru-bifreiðar fór
næstur yfir og var brugðið á það
ráð að festa hann við jeppa beggja
meginn árinnar og draga hann
þannig yfir. Gekk það að óskum
sem og aðstoð sem veitt var við
aðra fólksbíla.
Þrátt fýrir vatnavextina í ánum
við Þórsmörk um helgina mun
enginn ferðamaður hafa lenti í
teljandi vandræðum vegna þeirra.
Morgunblaðið/Kjartan Blöndal
Einn af hraustbyggðari áhorfendum bregður sér út í iðuna og
kemur tógi í jeppann.
Næstur yfir var þessi Subaru en brugðið var á það ráð að
hafa hann fastan í tveimur jeppum báðum megin árinnar
Hvalveiðar við ísland á þessari öld:
Veiðamar hafa mimikað úr
1.300 dýrum í nokkra tugi
Hvalveiðar hafa verið stundaðar við ísland allt frá því er land
byggðist, þótt í litlum mæli væri. Hámarki náðu veiðamar í kring
um síðustu aldamót þegar ný veiðitækni kom til sögunnar. Arið
1902 voru veidd flest stórhveli hér við land, 30 skip komu að landi
með yfir 1.300 dýr. Þessi mikla veiði gekk nærri stofnunum og
árið 1915 voru hvalveiðar frá íslandi bannaðar. Það bann stóð til
ársins 1935. A meðan Heimsstyrjöldin síðari geisaði, lögðust hval-
veiðar af og hófust ekki aftur fyrr en 1948, er Hvalur hf hóf
rekstur hvalstöðvar í Hvalfirði. Þessar upplýsingar koma fram í
grein, sem Jóhann Siguijónsson sjávarlíffræðingur ritaði í jóla-
blað Víkings 1984 og er í eftirfarandi samantekt stuðst við upplýs-
ingar, sem þar koma fram.
Fyrstu árin eftir að Hvalur hf
hóf hvalveiðar að nýju eftir stríð,
voru veiddar fimm tegundir stór-
hvela. Mest var veitt af langreyði,
en þar næst komu búrhvalur og
sandreyður. Lítið eitt var veitt af
Steypireyði og sex hnúfubakar
voru fangaðir. Hnúfubakurinn var
alfriðaður hér við land árið 1955
og steypireyðurin árið 1960. Búr-
hvalur var veiddur þar til 1982,
að hann var einnig friðaður. Síðan
þá hafa einungis langreyður og
sandreyður verið veiddar af stór-
hvölum.
Alls veiddust árin 1948-1984
14.318 hvalir. Þar af voru lan-
greyðar 8.727, eða að jafnaði 236
á ári, 61% veiddra dýra. Búrhvalir
voru 2.886, 78 á ári, 20%. San-
dreyðar voru 2.536, 69 á ári, 18%.
Steypireyðar voru 163, 4 á ári,
1%. Hnúfubakar voru alls 6.
í fyrra mátti veiða 100 dýr alls,
80 langreyðar og 20 sandreyðar.
Ekki liggur endanlega fyrir hve
mörg dýr verða veidd í ár, en þau
verða ekki fleiri en 100.
Hrefnuveiðar hófust hér við
land árið 1914 og voru eingöngu
til innanlandsneyslu fram á átt-
unda áratuginn. Ársveiðin nam að
meðaltali undir 50 dýrum fram til
1950. Upp úr 1960 hefja Norð-
menn hrefnuveiðar hér við land
og varð samanlögð ársveiði þeirra
og Islendinga nálægt 200 dýrum
á ári næstu 20-25 ár. Hrefnuveið-
ar Norðmanna lögðust af með út-
færslu fiskveiðilögsögunnar í 50
mílur. Hrefnuveiðar voru tak-
markaðar með veiðikvóta frá
1977. Heildarkvótinn var fyrir
hafsvæðið Austur-Grænland/ís-
land/Jan Mayen og var samtals
320 dýr. Frá 1982 var kvótinn
minnkaður árlega og með hval-
veiðibanni 1986 lögðust hrefnu-
veiðar hér við land af og hafa
ekki verið stundaðar siðan.