Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 53 Bandalag íslenskra leikfélaga Aðalfundur í Nesjahreppi BANDALAG íslenskra leikfélaga hélt sinn árlega aðalfund í Nesja- skóla í Nesjahreppi dagana 4.-5. júní. A undan aðalfundinum stóð bandalagið fyrir námskeiði i leik- byggingu. Leiðbeinandi var Þó- runn Sigurðardóttir, leikstjóri og leikritahöf undur. Námskeið og aðalfund sótti 81 félagi frá 24 aðildarfélögum banda- lagsins af 84. Samþykkt var að taka 2 ný félög inn í Bandalagið, Gott atvinnu- ástand á Húsavík Húsavik. Atvinnuástand á Húsavik er gott þrátt fyrir erfiða afkomu og stöðu ýmissa fyrirtækja. í maímánuði var enginn nýr skráður atvinnulaus en fjórir voru á skrá í nokkra daga frá fyrra mánuði og atvinnuleysisdagar í mánuðinum aðeins 55. Svo gott hefur ástandið ekki verið lengi. Hjá prjónastofunni Prýði, sem starfað hefur í 17 ár, hefur aldrei lagst niður vinna og rekstur yfir- leitt gengið vel nema síðastliðið ár, þá var hann þungur, eins og Guðmundur Hákonarson fram- kvæmdastjóri orðaði það, verkefni næg en ekki fæst nóg fyrir þau greitt. - Fréttaritari þannig að aðildarfélögin eru nú alls 86. Virðisaukaskattur og fjársvelti skrifstofu bandalagsins voru í brennidepli auk venjulegra aðal- fundarstarfa. Um virðisaukaskatt- inn gerðu fundarmenn eftirfarandi ályktun: „Við lítum á virðisauka- skattinn sem alvarlega aðför að starfsemi áhugaleikfélaga í landinu. Starfseminni bæri fremur að búa betri skilyrði en að íþyngja með aukinni skattheimtu og vinnu sem henni fylgir, en hún er eins og allir vita sjálfboðavinna. Aðgöngumiða- verð er nú þegar í hámarki og mun skatturinn leggjast þar ofan á. Kostnaði við sýningar er hins vegar haldið í lágmarki og lítið kemur því til frádráttar. Við skorum því á Alþingi íslendinga að hverfa frá því að lagður verði virðisaukaskattur á sýningar áhugaleikfélaga." Um fjársvelti skrifstofu banda- lagsins var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Bandalag íslenskra leik- félaga stendur nú frammi fyrir þeirri staðreynd að vegna fjárskorts þurfi verulega að skerða þá þjón- ustu sem skrifstofan hefur veitt hingað til. Aðalfundurinn bendir á að allir, jafnt lærðir sem leikir, leiti til skrifstofunnar eftir þjónustu og ráðgjöf vegna þess að hún sé eina leiklistarmiðstöðin á landinu. Gildur þáttur alls leiklistarstarfs í skólum landsins byggir á þeirri þjónustu sem skrifstofa bandalagsins veitir og áhugaleikfélög landsins gegna hér stóru hlutverki í þágu menning- ar sem í raun ætti að falla undir Menntamálaráðuneytið. Við vænt- um þess að skilningur ríkisvaldsins á nauðsyn þessarar þjónustu auk- ist, svo hægt sé að halda starfsemi skrifstofunnar áfram.“ Menningarstefna Bandalagsins var samþykkt svohljóðandi: „Bandalagið vill vinna að þróun og eflingu leiklistar á eftirfarandi hátt: Að stuðla að uppbyggingu leiklist- arstarfs í öllum byggðarlögum og að gera áhugafólki kleift að afla sér menntunar í iistinni og skapa því aðstöðu til að þroskast bæði menningarlega og faglega. Allt verði gert til þess að þeim náms- markmiðum sem sett eru í námskrá grunnskóla varðandi leiklistarupp- eldi verði framfylgt. Hér er átt við leikræna tjáningu, „drama“, sem kennslutæki í íslensku sem og öðr- um greinum svo og að leiklistar- kennsla verði fastur liður í skóla- starfi. Einnig ber að stuðla að sam- skiptum og samvinnu á norrænum og alþjóðlegum vettvangi, sem og auknu samstarfi milli listgreina. Leitast verður við að auka þátt leik- listar í fjölmiðlum og taka þátt í þeirri öru þróun sem þar á sér stað. Loks verður reynt að halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með samstarfi og samneyti við annað fólk. Stjórn Bandalags íslenskra leik- félaga skipa nú: Formaður er Guð- björg Árnadóttir, Akranesi, vara- formaður er Kristján Hjartarson, Dalvík, ritari er María Axfjörð, Húsavík, meðstjómendur eru Kristrún Jónsdóttir, Egilsstöðum og Valgeir Ingi Ólafsson, Kirkjubæjar- klaustri. Framkvæmdastjóri er Sigrún Valbergsdóttir. (Úr fréttatilkynningu) GOÐIR AÐGRÍPAÍ Gríptu smurostana í nýju 20 gramma dósunum í hádeginu, þeir eru handhægir fyrir fólk á hlaupum. Og þú klárar þá í einni lotu! -1 SKemmuvegi 4 A \ 200 Kópavogur S. 76522 - 76532
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.