Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Lítilsvirðing Hallfríður Georgsdóttir hringdi: „Eg vil taka undir það sem Guð- bjöm Jónsson segir í grein sinnií Velvakanda 16. júní um vaentan- legar forsetakosningar. Framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur er hneisa fyrir hana sjálfa, þá sem styðja hana og lítilsvirðing gagn- vart embætti forseta íslands. Ég lýsi vonbrigðum mínum með yfír- lýsingu Grænfriðunga um stuðn- ingþeirra við framboð Sigrúnar.“ Neikvæð breyting Kaffihúsamaður hringdi: „Sem gamall og gróinn kaffi- húsamaður vil ég lýsa megnri óánægju með þær beytingar sem gerðar hafa verið á götusal Hress- ingarskálans en þar er allt ger- breytt. Þar hefur verið komið fyr- ir ljósum viðarborðum með hvítum dúkum og er hin gamla og góða kaffihúsastemming sem þama var horfin. Ég tel að borðin séu ekki í stfl við innréttinguna, öll þessi breyting er til hins verra því þama átti engu að breyta. Skora ég á eigendur Skálans að breyta hon- um í fyrra horf hið snarasta." Svört læða Svört læða tapaðist frá Laufás- vegi 2a fyrir skömmu. Hún gegn- ir nafninu Lotta og er eymamerkt 7515. Þeir sem hafa orðið varir við hana em vinsamlegast beðnir að hringja í síma 23611. Fundar- laun. Reiðhjól Nýlegt hvítt telpureiðhjól var skilið eftir fyrir utan hús hér í borgdnni fyrir skömmu. Upplýs- ingar í síma 31209. Myndavél Poki með Pentaxmyndavél, tvennum gleraugum og snyrtivör- um tapaðist á Siglufírði um hvíta- sunnuhelgina. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 91-32665. Fundarlaun. Orðtakið notað í rangri merkingu Til Velvakanda. Oftlega má lesa eftirmælagrein- ar, sem byrja með þessari tilvitnun: „Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska.“ Ætíð er hér um greinar að ræða um ungt fólk, allt frá bömum og fram á þrítugsaldur. Þetta er sett fram sem huggun til vandamanna. Svo góður hafí sá framliðni verið, að guð hafí talið sér nauðsynlegt að taka hann til sín, þótt æviskeiðið væri rétt að byija. Jafnframt er þetta skýring á því, hvers vegna hinn ungi hafði kvatt þennan heim. Hann var svo góður og guði þóknanlegur að hann þurfti strax á honum að halda. Orðtak þetta mun vera komið úr grísku og þýðir nánast: Þeir deyja ungir, sem guðimir elska, hversu mörg sem árin eru, þ.e. þeir deyja sem ungir. Þetta á við öldunginn, sem til æviloka heldur andlegu og líkamlegu atgervi sínu vegna þess að hann hefur hlotið í vöggugjöf náð guðanna og hand- leiðslu. Hann deyr sem ungur, hversu mörg sem árin verða. Sjáum við ekki mörg gamalmenni einmitt, sem dæmi um þetta? Fólk sem ber aldurinn með afbrigðum vel og heldur æskublóm- anum fram á efstu ár. Ömurlegt er að sjá hvemig orðtak þetta er endurtekið sí og æ með öfugri merkingu. Þar tekur einn upp eftir öðrum. Hér er talað um marga guði, en það vísar til grísku goða- fræðinnar og þá mörgu guði, sem þar voru tilbeðnir. Það nálgast því guðlast, þegar orðtaki þessu er snúið upp á hinn eina sanna guð og hann gerður svo eigingjarn og grimmur að geta ekki unnt ungu fólki að lifa lífí sínu með eðlilegum hætti. Sjónvarpsmyndir um Kristján fjallaskáld Sjónvarpið sýndi heimildarmynd um Kristján Jonsson fjallaskáld þann 16. febrúar 1987. Hún bar nafnið: Nú er frost á Fróni. Myndin var að mörgu leyti vel gerð og því eftirminnileg. Hún sannaði að sitt er hvað, gæfa eða gjörfuleiki. í lok myndarinnar stendur eitt af skáld- um þjóðarinnar — Þorsteinn frá Hamri — við legstað Kristjáns að Hofí í Vopnafirði og mælir til hans nokkrum orðum. Hann segir m.a. að það hafi sannast á Kristjáni: „Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska." Á þetta hlustar hugfanginn ungur sagnfræðingur og sögukenn- ari við Háskóla íslands, sem stend- ur við hlið hans. Hvers konar rugl er þetta? Líf Kristjáns Jónssonar hefði svo sannarlega orðið annað, hefði hann hlotið náð og hand- leiðslu guðanna. í vitund þjóðarinn- ar er Kristján fjallaskáld snillingur, sem varð brennivíninu að bráð, og dó því langt um aldur fram. Þótt margt fólk skrifi í hugsunar- leysi eftirmæli og rangtúlki hið foma gríska orðtak hefur það sína afsökun. Þessir tveir dánumenn eiga hana hins vegar ekki. Þeir eiga að vita betur. Ekki virðist eiga að leiðrétta ruglið, því myndin var endursýnd þann 6. maí 1987 alveg óbreytt. Vonandi sér sjónvarpið sóma sinn í því að klippa vitleysu Til Velvakanda. Mig langar að koma á framfæri þakklæti til forráðamanna Stöðvar 2. Dagskráin hjá þeim er þegar orðin góð og fari fram sem horfir þá verður þetta meiriháttar stöð í náinni framtíð og reyndar er það alveg storkostlegt hvað þeim hefur tekist á ekki lengri tíma en raun ber vitni. En það verður að gæta þess af fremsta megni að reyna að halda áskriftargjöldunum í algeru lágmarki, þannig að allur almenn- ingur eigi þess kost að fylgjast með um ókomin ár. Ég óttast að þeir sjónmvarpsmenn fari nokkuð geyst þegar þeir eru að ráða fólk til starfa, einkum fyrrum gamla starfsmenn ríkissjónvarpsins, þá á ég vitanlega við launamálin. Nýjasti liðsmaður Stöðvar 2 er Ómar Ragnarsson, sá ágæti fjölmiðlamaður. Menn geta rétt ímyndað sér hvað hann muni fá í laun, og þó, ætli hinn almenni maður úti í bæ geti nokkuð gert sér í hugarlund hvað svona kallar bera úr býtum fyrir vinnu sína. Nóg um það. Það er sérstaklega fréttaþáttur- inn 19:19. Hann finnst mér mjög góður, einkum og sér í lagi þegar Qallað er um erlend málefni, eins og t.d. atburðina fyrir botni Mið- jarðarhafsins, þar hafa menn á Stöð 2 algera yfirburði yfír ríkissjón- varpið. Það virðist vera landlægt á þeim bænum að fara afar varlega að ekki sé meira sagt þegar fjallað er um atburði og sýndar myndir af þeim þar sem komið er við kaun- in á Bandaríkjamönnum og nánustu skjólstæðingum þeirra. Vonandi láta þeir í 19:19 ekki deigan síga þessa úr myndinni, áður en hún verður sýnd i þriðja sinn. Áskorun til Morgunblaðsins Morgunblaðið birtir daglega margar minningargreinar. Það hef- ur sett ritsmíðum þessum nokkurn ramma, sem er næsta eðlilegt. Fyr- ir nokkrum árum tók blaðið þá ákvörðun að birta ekki frumsamin erfiljóð. Þetta var spor í menningar- átt, því erfiljóðin reyndust oft leir- burður á lægsta plani. Nú vildi ég beina þeirri áskorun til blaðsins að það birti aldrei hið gríska orðtak með öfugum formerkjum. Daníel Ágústínusson og halda áfram að upplýsa fólk um grimmdarverk ísraelsmanna á Palestínufólkinu, sem ekkert lát er á nema síður sé. Það sem er að gerast þarna og hefur verið að ger- ast seinustu áratugina er í einu orði sagt hryllingur og það er ger- samlega ofvaxið mínum skilningi hvemig þjóðir heimsins geta setið og horft á þetta án þess að gera nokkum skapaðan hlut til hjálpar þessu langhijáða fólki. Palestína er að hverfa af landakortunum og þar með verður Palestínufólkinu útrýmt sem þjóð. Israelsmenn em nasistar nútímans, sannkallaðir fulltrúar djöfulsins. Sem sagt, kærar þakkh, Stöð 2, og gangi ykkur allt í haginn. Guðjón V. Guðmundsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Stöð 2 er til fyrirmyndar Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.395,-, 1.595,-, 1.795,- og 1.995,- Teryl./ull/strech. Gallabuxur kr. 975,- og sandþvegnar kr. 875,- Nýkomnar sumarbuxur, bíljakkar, bolir margar gerðir, köflóttar skyrtur, peysuro.fi. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. V Tiö eigum 60 ára afmæli um þessar mundir, í ▼ tilefni af því bjóftum viö viöskiptavinum okkar 15% afslátt af öllum vörum verslunarinnar frá 13- til 25. júní. V, erölaunasamkeppni. Gullfallegt Pierre Cardin úr í verölaun. Iglugganum hjá okkur í Bankastræti er sundurtekiö úr, keppnin felst í því aö geta úr hve mörgum hlutum úriö er samansett. í húöinni færöu reglur keppninnar og þátttökuseöil. Úr, skart og skrautgripir GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON SF BANKASTRÆTI 12 S. 1 40 07 Sérmerkjum ölglös með skemmtilegum teikningum eóa eftir ykkartillögum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.