Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ1988
57
eiga pínulítið í þeim og saknaði þeirra
eftir að þau fluttu suður og Nöfín
varð tóm.
Helga ömmusystir, en það var hún
alltaf kölluð af okkur systkinunum,
dvaldi síðustu árin á Hrafnistu í
Reykjavík. Þegar ég heimsótti hana
þangað spurði hún alltaf frétta frá
Siglufirði enda var fjörðurinn og
fólk.ð sem þar býr jafnan ofarlega í
huga hennar.
Systrabörn Helgu, Hanna og Hin-
rik ásamt fjölskyldum, þakka henni
ljúfar endurminningar, hlýhug og
ánægjulegar samverustundir. Ast-
vinum hennar öllum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Megi Helga ömmusystir mín hvfla
í friði.
Ingibjörg
Helga fæddist á Akureyri. Foreldr-
ar hennar voru Jóhanna Gísladóttir
og Jón Jonsson utanbúðarmaður hjá
Höefnerverslun. Böm þeirra hjóna
voru fjögur; Gunnlaugur Tryggvi,
bóksali, Ingibjörg, gift Andrési Haf-
liðasyni forstjóra á Siglufirði, Helga,
sem hér er minnst, og Alfreð, lager-
maður, giftur Báru Sigurjónsdóttur.
Guðrún Jónsdóttir, sem bjó að
Stór-Hamri í Öngulstaðahreppi í
Eyjafirði, var hálfsystir þeirra. Helga
sleit bamsskónum á Akureyri í faðmi
foreldra og systkina. Skólagangan
var bamaskólinn. Um 1920 fór Helga
til Siglufjarðar í vist til Ingibjargar
systur sinnar.
Þann 6. mars 1924 giftist hún
móðurbróður mínum, Skafta Stef-
ánssyni útgerðarmanni. Þeim varð
fímm bama auðið. Fjögur þroskuðust
í faðmi þeirra en lítil stúlka, Dýrleif,
á himnum. Börnin sem lifa eru: Jón
yfirborgarfógeti, giftur Hólmfríði
Gestsdóttur, Stefán yfirlæknir á
Borgarspítalanum, giftur Maj Ivars-
son, Gunnlaugur Tryggvi skrifstofu-
maður hjá Afengis- og tóbaksverslun
ríkisins, giftur Vigdísi Jónsdóttur,
og Jóhanna Dýrleif bókasafnsfræð-
ingur á Landspítala íslands, gift
Bimi Gunnarssyni. Bamabömin em
níu og bamabamabömin tíu.
Heimili Helgu og Skafta stóð að
Nöf alla tíð, þar til þau fluttu búferl-
um til Reykjavíkur 1969. Heimili
þeirra þar var í Jökulgrunni 12 til
1979, þá flutti Helga á Hrafnistu í
Reykjavík. Helga var skarpgreind,
fögur, hlý kona með bjargfasta trúar-
vissu og höfðaði ávallt til hins góða
í manninum. Ósérhlífni og dugnaður
einkenndu öll hennar störf. Lífsbraut
hennar mótaðist af því umhverfi sem
hún bjó við. Utgerðarmaðurinn
Skafti helgaði hafinu og auðlindum
þess sína starfskrafta. Sólargeislinn
Helga lagði hönd sína í hans og sam-
an leiddust þau þar til ævigöngu
hans lauk 27. júlí 1979. Bros hennar
var blítt og hlýtt. Bömum sínum
reyndist hún frábær móðir, sem taldi
auð sinn mestan í þeirra gæfu.
I Helgu eignuðust margir aðra
móður, umhyggja hennar og alúð
verður vart með betra orði lýst. Hún
var ein þeirra sem kallaður er þögli
meirihlutinn. Mikla hæfíleika hafði
hún til að ganga menntaveginn og
bókin reyndist alla tíð hennar vinur.
Hlutverki sínu sem útvegsbóndakona
að Nöf skilaði hún með slíkri prýði
sem sá einn getur er gengst undir
lögmál lífsins og hlýðir kalli hjarta
síns. Siglufjörður var rammi þeirrar
myndar sem geymdist í hug hennar
og hjarta.
Og þegar ferðum þangað sleppti
bætti hún sér lífið og tilvemna með
endurminningunum.
Helga var alla tíð umvafin kær-
leika barna sinna og fjölskyldna
þeirra. Sérhver nýr íjölskyldmeðlim-
ur var dýrmæt Guðsgjöf í hennar
augum. Kynni mín af Helgu hafa
gert mig ríkari af því sem mölur og
ryð fá ei grandað. Eg fór ávallt ríkari
af hennar fundi, því hún gaf meira
en hún þáði.
Helga bar virðingu fyrir sérhverju
verki stóm og smáu. Hún var stolt
af þjóð sinni og bar þjóðbúninginn
meðan kraftar leyfðu.
Æviganga þessarar mikilhæfu
konu er á enda. Helga Jonsdóttir fór
hávaðalaust gegnum lífið en skildi
engu að síður eftir sig djúp spor í
hjörtum samferðamanna sinna.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Jóhannsdóttir
0DEXION
SÉRHANNAÐAR HILLUR FYRIR
FRYSTIKLEFA OG SALTFISKVERKUN
Hafið samband við sölumenn.
Gerum verðsamanburð.
LANDSSMIÐJAN HF.
SOLVHOCSGOTU 13 - 101 REYKJAVlK
SlMI (91) 20680 - TELEX 2207 GWORKS
Metsölublað á hverjum degi!
SAT/l
TOPP ▼ GÆÐI
SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR
Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt
ströngustu öryggis- og neytendakröfum,
viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins.
SPÁÐU í VERÐIÐ!
ÞÓTT BJÓÐIST MÉR FESTING
- MEÐ GULLGLANS
OG GIRNILEGT TILBOÐ í LIFSDANS
ÉG ÞESSU MUN NEITA
OG ÞARF EKKI AÐ LEITA
ÞVÍ ÉG ER Á FÖSTU
- með 'DGmaaaicB
(svo kvað verkfræt.ðingur einn hér um árið...)
og orð að sönnu.
- Hér eru nokkrir kostir THORSMANS Torgrip múrboítans:
Hann hefur yfirburða álagsþol í steinsteypu • er öruggur fyrir álagi
af titringi auk þess sem skaðlegra áhrifa steypugæða eða skemmda
gætir mun síður • þess vegna er hægt að velja grennri stærðir af Torgrip
múrboltanum og spara tíma og peninga • án þess þó að slaka á ÖRYGGISKRÖFUM.
Ef þú átt eftir að festa glugga • setja upp bílskúrshurð • eða festa hringstiga • þá
hugsaðu þig tvisvar um • vertu viss um að múrboltinn sé frá THORSMANS. „Vertu
á föstu með THORSMANS” þá ert þú ÖRUGGUR UM HÍBÝLI ÞITT OG HÚSMUNI.
Torgrip múrboltinn frá
iTiHORSMRNS
fæst í sérverslunum.
Umboðsaðilar:
Jtf RÖNNING
Sundaborg • Sími 91-84000