Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FORSETAKJOR 1988 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 FORSETINN OG LOFORÐIN Hvernig forseta viltu? eftir Magnús H. Skarphéðinsson Þar sem fyrir dyrum standa for- setakosningar á íslandi er rétt að benda þeim sem velja sér forseta á öðrum forsendum en tilfinningum einum saman á nokkur atriði. Því þó flestir virðast velja sér forseta eftir kyni, menntun, ytra útliti, tungumálakunnáttu, klæðaburði og málfari, þá eru önnur atriði sem menn mega ekki gleyma. En það eru: hugsjónir, heiðarleiki, ein- lægni, dirfska og orðheldni. Það er að segja ef við viljum á annað borð reyna að stuðla að sem mestum almennum heiðarleika í stjómmálum landsins. Eftir höfðinu dansa limimir oft. Þijú kosningaloforð Vigdís- ar Finnbogadóttur: Við síðustu forsetakosningar 1980 gaf núverandi forseti íslands þijú mismunandi kosningaloforð sem ein- hver misbrestur hefur orðið á að halda. Þetta hefur farið nokkuð fyrir bijóstið á undirrituðum undanfarin ár. Loforð frambjóðandans vom: 1. Að greiða skatta af tekjum sínum eins og allir aðrir íslending- ar verða að gera. 2. Að fara til Nígeríu og hjálpa kyn- og stallsystrum sínum þar að selja íslenska skreið. 3. Að draga verulega úr orðuveit- ingum forsetaembættisins. Kosningamar 1980 voru um margt nokkuð ólíkar tveimur fyrri forsetakosningum lýðveldisins. Því fyrir átta árum var kosið á milli fjög- urra nokkuð jafngildra frambjóð- enda. A milli þess frambjóðanda sem hlaut kosningu og næstefsta fram- bjóðandans munaði ekki nema rúmu einu prósenti atkvæða. Frú Vigdís Finnbogadóttir hlaut um 34% at- kvæða, þegar Guðlaugur Þorvalds- son hlaut um 33%. Svo að við íslend- ingar höfum haft forseta yfír lýðveld- inu síðust átta árin sem aðeins var kosinn af rúmum þriðjungi þjóðar- innar, þeirra sem kusu yfírleitt. Þetta er umhugsunarvert. Enda minnti Morgunblað þess tíma vel og ræki- lega á þessa staðrejmd í fréttum sínum og ritstjórnargreinum. Og allt gott um það að segja. Kynferðið réð líklega úrslitum Margir segja að kynferði sigurveg- arans hafí án efa hjálpað honum um meira en þetta eina prósent sem á milli fyrsta og annars forsetafram- bjóðendanna bar. Það má færa sterk rök fyrir þessari fullyrðingu. Annars vegar var að aðeins ein kona var í framboði á þessum tíma, en þrír karlmenn. Og náði konan einu prós- enti meira umfram efsta karlmann- inn. Á sama tíma og karlframbjóð- endumir til samans hlutu um 64% atkvæða. Hitt var og að á þessum tíma voru konur Islands margar hveijar að vakna meira til meðvit- undar um tilvist aldagamallar kúgun- ar á kyni sínu af hálfu sterkara (?) kynsins. Rógsherferðin réð líklega líka úrslitum Aðrir segja að rógsherferð hægrimanna og NATO-vina á íslandi með Þorstein Sæmundsson, stjömu- fræðing, í broddi fylkingar á hendur þáverandi herstöðvaandstæðingi og kvenforsetaframbjóðanda, Vigdísi Finnbogadóttur, hafí á síðustu dög- um kosningabaráttunnar vakið það mikla samúð með frambjóðandanum, að margur miðjulqósandinn og menntamaðurinn, sem annars ætlaði sér að kjósa frambjóðandann Guð- laug Þorvaldsson fyrrverandi há- skólarektor, hafí ákveðið að gefa kvenframbjóðandanum atkvæði sitt, sem hlaut því rúm 34% atkvæðanna og marði þar með kosningamar. Allar skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir kosningamar staðfesta þessa kenningu. Vigdís Finnboga- dóttir var aldrei í efsta sæti í neinni skoðanakönnun sem gerð var á for- setaefnunum 1980, utan einni þar sem hún náði álíka miklu fylgi og Guðlaugur Þorvaldsson, og var hún í lok greinaherferðarinnar á hendur henni. Eftir því sem herferðin hertist jókst fylgi þolandans, sem endaði að lokum með sigri frambjóðandans. Margir hafa líka sagt að svo kald- hæðnislegt sem það annars var og er, en líklega rétt, að Þorsteinn Sæmundsson stjömufræðingur sé guðfaðir handhafa núverandi for- setavalds íslands, vegna framtaks hans í greinaskrifum hér í Morgun- blaðinu gegn þáverandi herstöðva- andstæðingnum, frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Það má færa sterk rök fyrir því að greinaherferðin hafí skil- að meiru en einu prósenti yfír á þol- andann, sem stóö síðan uppi sem sigurvegari vegna þessa umstangs NATO-aðdáendanna. Kosningaloforðin gerðu Vigdísi líklega einnig að forseta En til eru þeir sem segja að frú Vigdís Finnbogadóttir hafí fengi fylgi sitt og a.m.k. þetta eina prós- ent sem á milli hennar bar sem sigur- vegara forsetakosninganna og næsta frambjóðanda vegna þriggja mis- munandi kosningaloforða sinna. Er því ekki ósennilegt að álykta að einnig það atriði eitt sér hafí haft þessi örlagaríku úrslitaáhrif á niður- stöður kosninganna undir þessum einstöku kringumstæðum. Er undir- ritaður líka á þeirri skoðun. Árið 1980 gaf forsetaframbjóð- andinn frú Vigdís Finnbogadóttir opinberlega þijú kosningaloforð. Tvö þeirra ýttu verulega undir þá ákvörð- un undirritaðs og annarra sem hann þekkir að hvetja fólk til að kjósa frambjóðandann ásamt því að gera það sjálfír. Enda var frambjóðandinn í flesta staði vel frambærilegur í for- setaembættið, ekki síður en hinir sem eftir kosningu sóttust. Á framboðsfundi í Ríkissjónvarp- inu örfáum kvöldum fyrir kosninga- daginn voru frambjóðendurnir allir spurðir tveggja spuminga um af- stöðu þeirra til ákveðinna atriða sem dregist höfðu inn í kosningaumræð- una af ýmsum ástæðum. Voru þetta í rauninni allt mjög þarfar umræður og tímabærar; og umhugsun út af fyrir sig hvers vegna ekki hafði ver- ið svo fyrr í forsetakosningum á ís- landi. Fyrsta loforðið Fyrri spumingin til allra frambjóð- enda var þess efnis hvort viðkom- andi mundi greiða skatta af tekjum sínum ef hann yrði kosinn forseti lýðveldisins. Svöruðu þeir því reynd- ar allir á jákvæðan veg, sem von var. Svör frú Vigdísar Finnbogadótt- ur höfðu þó nokkra sérstöðu. Hún svaraði að bragði að færi svo ólíklega að hún yrði kosin forseti myndi hún greiða skatta af tekjum sínum eins og allir aðrir þegnar lýðveldisins verða að gera. Til þessa skorinorða svars var tekið. í svari fyrrverandi ritara forsetans vegna fyrirspuma fjölmiðla um þetta mál kom fram að frú Vigdís greiðir ekki skatta af tekjum sínum. Samkvæmt ákvæðum laga og stjómarskrárinnar er forseti lýðveld- isins undanþeginn skatti einn allra þegna íslands, svo undarlegt sem það nú annars er. Ákvæði þetta er til komið úr gömlu dönsku stjómar- skránni sem er nánast óbreytt ennþá frá árinu 1874 þegar Danakonungur sá aumur á okkur og „gaf“ okkur stómarskrá (eins og það heitir í sum- um sögubókum ennþá) í tilefni þús- und ára afmælis byggðar í landinu. Annad loforðið Seinni spumingin til frambjóðend- anna varðaði störf og hegðan vænt- anlegs forseta í físksölumálum. Albert Guðmundsson, einn fram- bjóðandanna, bryddaði upp á þessu atriði í kosningabaráttunni. Hann Magnús H. Skarphéðinsson „Eg- ætla að kjósa Sig- rúnu Þorsteinsdóttur sem forseta Islands til næstu fjögnrra ára.“ sagði að ef kjósendur gæfu honum atkvæði sín og hann hlyti forseta- embættið, myndi hann beita sér fyr- ir rækilegri kynningu á fiskafurðum íslendinga erlendis. Það gæti enginn maður skorast undan að leggja allt sitt af mörkum. Og forsetinn ætti skilyrðislaust að hans mati að ferð- ast um fjöll og álfur og selja físk. Þessi hugmynd frambjóðandans var ekki svo fráleit, telji menn á annað borð að sífellt þurfí að minnast á ísland í auglýsingaskmmi þjóðanna. Ég reyndar held að vömr okkar og þjónusta selji sig nánast eingöngu vegna gæðanna og lundarinnar við afhendingu þeirra, ásamt heiðarlegu orðspori sem af okkur fari meðal þjóða heims. En það orðspor er nú eftirOddC.S. Thorarensen Um þessar mundir ligg ég heima hjá mér nýkominn af sjúkrahúsi og hefi lítið annað haft að gera en hugsa um líðandi stund. Eitt af þeim málefnum, sem verið hefur ofarlega í huga mér þessa dagana, em væntanlegar forsetakosningar. Fyrst, þegar ég frétti, að nú ætlaði einhver óþekkt frú úr Vestmannaeyjum, óþekkt segi ég því fæstir kunna víst að nafngreina hana, að fara af stað í framboð á móti ástkæmm for- seta vomm, Vigdísi Finnbogadótt- ur, varð mér ákaflega bilt við. Ég hafði talið hana sjálfkjörna eins og sjálfsagt flestir aðrir. Ónotin vom reyndar slík að undmn sætir. Hvernig dirfðist nokkur, karl eða kona, að stilla sér upp við hliðina á Vigdísi í dag og segja við al- þjóð: Viltu ekki alveg eins velja mig? Vissulega hefur hver sem er fullan rétt til slíks, en var þetta ekki hrein svívirða samt, móðgun við forsetaembættið og Vigdísi og þjóðina sjálfa? Enginn gæti nokk- um tíma komist með tærnar þar sem Vigdís hefur hælana og hví að vera að ögra forlögunum? En svo fór ég að hugsa nánar um málið, nægur var tíminn eins og áður sagði. Sjálfur hafði ég kosið annan aðila fyrst þegar Vigdís gaf kost á sér í forsetaemb- ættið. Mislukkaðan stjórnmála- mann, sem aldrei skildi nálægt stjómmálum komið hafa og, í þessum efnum, á hvergi heima nema úti í hafsauga. Vigdísi þekkti ég hins vegar ekkert, hafði ekki þann kunnugleika á henni og störfum hennar, sem ég og öll þjóðin höfum í dag. Þetta val mitt þá hefur því valdið mér vaxandi hugarangri æ síðan. Það er ekki skemmtilegt að þurfa að skamm- ast sín í átta ár. annars á hraðri niðurleið nú vegna ólöglegra hvalveiða íslendinga. En sem svar við spurningunni um fískisöluna á sameiginlegum fram- boðsfundi í Sjónvarpssal svaraði Vigdís Finnbogadóttir því jákvætt eins og aðrir frambjóðendur. Og víst er að hún hefur selt físk vel og lengi síðan þessi orð féllu. En í hita en alvöru umræðnanna bætti hún því við að hún myndi fara til Nigeríu til kynsystra sinna sem flytja þar íslenska skreið og selja. Hún ætl- aði með þessu að sýna þeim sam- stöðu sína og auglýsa skreiðina í leið- inni. En lítið hefíir einnig orðið af efndum þessa loforðs, því miður. Aldrei hefur verið meira basl við að selja skreiðina en nú. Og engar koma greiðslumar fyrir gömlu skreiðina. í hvaða tilgangi sem þetta loforð var gefíð var það tekið alvarlega af mörgum, þ.á.m. af undirrituðum. Og þriðja loforðið Þriðja loforðið sem forsetafram- bjóðandinn gaf var að hún myndi draga verulega úr orðuveitingum næði hún kjöri sem forseti lýðveldis- ins. Og þær yrðu meira af verðleikum en verið hefði. Eins og kunnugt má vera er fálka- orðum hlaðið á alla helstu embættis- menn ríkis og sveitarfélaga við hin ýmsu hátíðlegu tækifæri. Alltaf slæðast einhvetjir óbreyttir með vegna hæfíleika sinnar á einhveiju sviði. Til sumra þeirra ætti kannski að veita eitthvað af fálkaorðum við sérstök tilefni. En alls ekki að moka þeim á starfsmenn ríkisins fyrir að mæta í vinnuna og þiggja hæstu launin þar. Slíkt er hneisa. Enda lof- orðið sem forsetaframbjóðandinn gaf á þeim tíma mjög virðingarvert. En hvað hefur orðið um efndimar? Það hálfstendur í mér þegar ég fæ Stjóm- artíðindin með hálfu og heilu blaðsí- ðunum af orðuþegum sem upp eru taldir þar. Orðuflóðið hefur að því er virðist færst í aukana ef eitthvað Hvílík hamingja þó, því nú gafst allt í einu nýtt tækifæri, tækifæri til þess að fá frið í sálina að þessu leyti og sýna í verki stuðning við manneskju, sem skarað hefur fram úr í öllu sínu lífi og starfi óslitið í öll þau átta ár, sem hún hefur setið í embætti fyrir þjóð sína. Án þess að kasta rýrð á nokkurn mann, lifandi eða liðinn, tel ég mér óþætt að fullyrða, að enginn einn íslendingur, fyrr eða síðar, hafí nokkurn tíma unnið annað eins verk fyrir sína þjóð eða orðið til þess að kasta slíkum ljóma á land sitt og þjóð og Vigdís Finn- bogadóttir hefur gert í forsetatíð sinni. Og þó eigum við menn eins og Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein og fyrir mig er slík játn- ing mikið mál persónulega. Þjóðin má því þakka Sigrúnu Þorsteinsdóttur framboð hennar, því nú fær hún tækifæri til þess í fyrsta sinn, í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur, að sýna ástkær- um forseta sínum hvers hún metur hann. Fólk mun því ekki ganga að kjörborðinu á kjördegi nú í júní með því hugarfari, að það sé að velja á milli tveggja frambjóðenda. Nei, nú munu allir íslendingar ganga að kjörborðinu til þess fyrst og fremst að þakka ástkærum og virtum forseta glæsilegan og ár- angursríkan starfsferil og til þess að sýna honum, að öll þjóðin vill hafa sama forseta áfram eins lengi og nokkur kostur er. Þann 25. júní nk. gengur öll þjóðin að kjörborðinu og greiðir Vigdísi Finnbogadóttur atkvæði sitt, en ekki bara sem þátt í for- setakosningu heldur einnig og ekki síður til þess að sýna þakk- læti sitt fyrir einstaklega gifturík- an og farsælan starfsferil forset- ans, starfsferil, sem kastað hefur ljóma á alla þjóðina. Væntanlega er hægt að treysta því, að hún fái ekki minna en 95% atkvæða allra atkvæðisbærra íslendinga. ITILEFNIFOR- SETAKOSNINGA er. Og orðið enn marklausari fyrir bragðið. Mér er vel kunnugt um störf orðu- nefndar. Hún gerir tillögur til forset- ans um orðuveitingar við hin ólíkustu tilefni. Og þaðan er þetta flóð runnið upphaflega. En síðasta orðið er for- setans. Hann veitir orðumar en ekki nefndin. Og það er því forset- ans að nota sér það vald. Þannig skildu sumir stuðningsmenn frú Vigdísar Finnbogadóttur þetta loforð hennar og hrifust af. En síðan fór sem fór, því miður. Er ekki þörf á nýju siðferði hér? Ég sé mjög marga og góða kosti í núverandi forseta Islands. Hún hef- ur staðið sig vel að flestu leyti sem forseti. Og hún er líka brautryðjandi á sinn hátt sem kona sem við þörfn- umst verulega hér í þessu karlrembu- ríki. Það væri bamaskapur að halda öðru fram. En er ekki samt breytinga þörf hér í ljósi ofanritaðs? I tilefni forsetakosninganna á ís- landi er mér því spum; hvemig for- seta lýðveldisins vilt þú? Ég hef að vandlega hugsuðu máli gert upp hug minn án þess að óvirða vonandi nokk- um mann. Ég ætla að kjósa Sigrúnu Þorsteinsdóttur sem forseta íslands til næstu fjögurra ára. Ég hef aldrei talað við þann frambjóðanda augliti til auglitis. Og því ákvörðun mín ekki vinargreiði eða nokkur tegund flokkshollustu. En til þess eru lýðræðislegar kosn- ingar. Þær eru til að velja á milli frambjóðenda, en ekki aðeins á milli ríkjandi valdhafa þótt góðir séu. Það eru líka til aðrar góðar persónur sem ekki hafa fengið sín tækifæri. Nú er lag að breyta til, bæði hægt og hljótt. Það eru oftast bestu breyting- amar. Höfundur er bæjarstarfsmaður í Kópavogi. Oddur C.S. Thorarensen „Þann 25. júní nk. gengnr öll þjóðin að kjörborðinu og greiðir Vigdísi Finnbogadóttur atkvæði sitt, en ekki bara sem þátt í forseta- kosningu heldur einnig og ekki síður til þess að sýna þakklæti sitt fyrir einstaklega giftu- ríkan og farsælan starfsferil forsetans, starfsferil, sem kastað hefur Ijóma á alla þjóð- ina.“ Ég elska þig bæði sem móður og mey, sem mögur og ástfanginn drengur, þú forkunnar tignprúða, fjallgöfga ey. Ég fæ ekki dulist þess lengur. Þú háa meydrottning, heyr þú mig: Af hug og sálu ég elska þig. Ég óska þess næstum að óvinaher þú ættir í hættu að veijast, svo ég gæti sýnt þér og sannað þér, hvort sveinninn þinn þyrði’ ekki’ að beijast. Að fá þig hrósandi sigri að sjá er sætasta vonin, er hjarta mitt á. ■ • • H.H. Höfundur er apótekari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.