Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
RÝMING/ TEPPU.! húsgc VRSALA Á >GNUW
FRÁBÆI RT VERÐ
^5 TEPPA VERSL UN W Friðriks i LE' ES Iertelsen
CramfSI SfÐUM MÁ SIMI68 ÚLA 23 JÍÍl 6266 P33
Knstilegu kær-
leiks blómin
spretta kringum
hitt og þetta
eftir Jón A.
Gissurarson
Templarar byggja starfsemi sína
á trúarlegum grunni. Trúarþel
þeirra birtist í Morgunblaðsviðtali
við æðstatemplar þann 14. júní sl.
Siðfræði æðstatemplars gengur
mjög á skjön við þá sem amma
mín reyndi forðum að innræta mér
og taldi sótta í vora helgu bók.
Þráhyggja templara, að veikur
bjór sé skaðlegri Islendingum enn
sterkir drykkir, blindar æðstatempl-
ara sýn. Hófsemi — hvað þá bind-
indi — virðist engum sköpum skipta
komi bjór þar ekki við sögu.
Andstæðingum sínum — þar með
meirihluta alþingismanna — vandar
æðstitemplar ekki kveðjur. Orðrétt
segir: „Valdamenn þjóðarinnar sjá
ekki önnur ráð fyrir þjóðina en
dæla í hana áfengi og eitri.“ Kók-
aín-barónar í Kólombíu hafa þótt
liðtækir í eiturmálum en væru ekki
hálfdrættingar á borð við valda-
menn íslenska, ef satt reyndist.
Þeirra starfsemi einskorðast við
framleiðslu eiturlyfja og dreifingu
en eftirláta neytendum innspýtingu
í æð.
Davíð Oddsson borgarstjóri og
Jón Óttar Ragnarsson fá báðir sinn
skammt og ekki skorinn við nögl,
enda víst báðir í hópi hinna nefndu
valdamanna.
Ég hafði haldið að templarar
væru fjölmennur hópur svo mjög
sem þeir hafa beitt þrýstingi á
skoðanamyndun alþingismanna og
orðið allvel ágengt um langa hríð.
I viðtali sínu segir æðstitemplari
17 „fullorðinsstúkur" á íslandi með
um 1.000 félögum. Hér taldi ég
prentsmiðjupúka hafa verið að verki
og sleppt einu núlli. Á skrifstofu
Stórstúku íslands fékkst hin rétta
tala. Hún reyndist 873. Æðsti-
templar hefur því ekki van- heldur
oftalið. Ekki fékkst uppgefið hvort
félögum hefði fjölgað eða fækkað.
Jón Á. Gissurarson
„Þráhyggja templara,
að veikur bjór sé skað-
legri Islendingum enn
sterkir drykkir, blindar
æðstatemplara sýn.“
Reglan hefur hlotið þau ömur-
legu örlög að slitna úr tengslum
við samtíð sína og gleyma sínum
fyrri markmiðum. Margur hefur
orðið elliær á skemmri tíma enn
einni öld.
Á fjárlögum 1988 fær Stórstúka
íslands 800 þúsund krónur úr ríkis-
sjóði, eða sem næst þúsund krónur
fyrir hvern félaga. Er sú fjárveiting
fyrir að beija bumbur fyrir bjór? A
þessari auglýsingaöld þykir það
vænlegast til árangurs að hrópa sí
og æ nafn þess sem í boði er, minna
skipti hvern veg ummælin eru.
Engum Islendingi gleymist bjór.
Templarar sjá til þess.
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri
Gagnfræðaskóia Austurbæjar.
vörubílahjólbarðar
cc-v CC-IVI
Kaldsólaðir gæðahjólbarðar frá Hollandi.
_______Hagstætt verð og greiðslukjör.___
Tökum fulla ábyrgð á gæðum hjólbarðanna.
Hjólbarðadeild opin 9-6 virka daga.
CC-6 CC-L
0
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI42600