Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 RÝMING/ TEPPU.! húsgc VRSALA Á >GNUW FRÁBÆI RT VERÐ ^5 TEPPA VERSL UN W Friðriks i LE' ES Iertelsen CramfSI SfÐUM MÁ SIMI68 ÚLA 23 JÍÍl 6266 P33 Knstilegu kær- leiks blómin spretta kringum hitt og þetta eftir Jón A. Gissurarson Templarar byggja starfsemi sína á trúarlegum grunni. Trúarþel þeirra birtist í Morgunblaðsviðtali við æðstatemplar þann 14. júní sl. Siðfræði æðstatemplars gengur mjög á skjön við þá sem amma mín reyndi forðum að innræta mér og taldi sótta í vora helgu bók. Þráhyggja templara, að veikur bjór sé skaðlegri Islendingum enn sterkir drykkir, blindar æðstatempl- ara sýn. Hófsemi — hvað þá bind- indi — virðist engum sköpum skipta komi bjór þar ekki við sögu. Andstæðingum sínum — þar með meirihluta alþingismanna — vandar æðstitemplar ekki kveðjur. Orðrétt segir: „Valdamenn þjóðarinnar sjá ekki önnur ráð fyrir þjóðina en dæla í hana áfengi og eitri.“ Kók- aín-barónar í Kólombíu hafa þótt liðtækir í eiturmálum en væru ekki hálfdrættingar á borð við valda- menn íslenska, ef satt reyndist. Þeirra starfsemi einskorðast við framleiðslu eiturlyfja og dreifingu en eftirláta neytendum innspýtingu í æð. Davíð Oddsson borgarstjóri og Jón Óttar Ragnarsson fá báðir sinn skammt og ekki skorinn við nögl, enda víst báðir í hópi hinna nefndu valdamanna. Ég hafði haldið að templarar væru fjölmennur hópur svo mjög sem þeir hafa beitt þrýstingi á skoðanamyndun alþingismanna og orðið allvel ágengt um langa hríð. I viðtali sínu segir æðstitemplari 17 „fullorðinsstúkur" á íslandi með um 1.000 félögum. Hér taldi ég prentsmiðjupúka hafa verið að verki og sleppt einu núlli. Á skrifstofu Stórstúku íslands fékkst hin rétta tala. Hún reyndist 873. Æðsti- templar hefur því ekki van- heldur oftalið. Ekki fékkst uppgefið hvort félögum hefði fjölgað eða fækkað. Jón Á. Gissurarson „Þráhyggja templara, að veikur bjór sé skað- legri Islendingum enn sterkir drykkir, blindar æðstatemplara sýn.“ Reglan hefur hlotið þau ömur- legu örlög að slitna úr tengslum við samtíð sína og gleyma sínum fyrri markmiðum. Margur hefur orðið elliær á skemmri tíma enn einni öld. Á fjárlögum 1988 fær Stórstúka íslands 800 þúsund krónur úr ríkis- sjóði, eða sem næst þúsund krónur fyrir hvern félaga. Er sú fjárveiting fyrir að beija bumbur fyrir bjór? A þessari auglýsingaöld þykir það vænlegast til árangurs að hrópa sí og æ nafn þess sem í boði er, minna skipti hvern veg ummælin eru. Engum Islendingi gleymist bjór. Templarar sjá til þess. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóia Austurbæjar. vörubílahjólbarðar cc-v CC-IVI Kaldsólaðir gæðahjólbarðar frá Hollandi. _______Hagstætt verð og greiðslukjör.___ Tökum fulla ábyrgð á gæðum hjólbarðanna. Hjólbarðadeild opin 9-6 virka daga. CC-6 CC-L 0 JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI42600
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.