Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
Málning
sem gefur meira
en ctóðan lit
Peir sem kjósa að vernda hús sín fyrir
framtiðina velja varla annað en góða málningu
með eiginleika Steinvara 2000, Steinakrýl og
Kópal Dýrótex.
Málning hf. hefur valið að þjóna húseigendum
með málningu sem gefur meira en góðan lit.
Steinvari 2000, Steinakrýl og Kópal Dýrótex
fæst í miklu litavali.
Skoðaðu litakortin.
Vandaðu valið og veldu
útimálningu við hæfi.
málning’f
EB-markaðurinn:
Frelsi í flutning-
um á fjármagni
1. júlí 1990
Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins
Fjármálaráðherrar Evrópubandalagsins samþykktu síðastliðinn
mánudag- áætlun sem gerir ráð fyrir því að fullkomnu frelsi í
flutningi á fjármagni innan bandalagsins verði komið á fyrir 1.
júlí árið 1990. Þessi samþykkt er stórt skref í áttina að því mark-
miði að gera bandalagið að einum markaði í árslok 1992. Átta
aðildarríki standa að þessari samþykkt en hin fjögur, írland,
Grikkland, Spánn og Portúgal hafa frest til ársins 1992 til að
opna fjármagnsmarkaði sína.
Samkvæmt samþykktinni verð-
ur öllum hömlum á flutningi fjár-
magns aflétt, gert er ráð fyrir að
mestar breytingar verði hvað varð-
ar flutning á ijármagni til skemmri
tíma og með stuttum fyrirvara.
Fyrirtækjum og einstaklingum
verður kleift að opna bankareikn-
inga hvar sem er innan EB. Ein-
stökum aðildarríkjum verður heim-
ilt að gera sérstakar ráðstafanir
ef til stendur að flytja umtalsverð-
ar upphæðir úr landi sem líklegt
er að valdi óróa á peningamörkuð-
um eða torveldi stjórn peninga-
mála. Aðgerðir af þessu tagi munu
ekki gilda lengur er í sex mánuði
og þær ber að leggja fyrir fram-
kvæmdastjómina sem getur sam-
þykkt þær óbreyttar, gert á þeim
breytingar eða hafnað þeim með
öllu. Ráðherranefndinni er síðan
ætlað að fara yfir úrskurð fram-
kvæmdastjómarinnar og getur
með einföldum meirihluta breytt
honum.
Stefnt er að því að ná samskon-
ar samkomulagi við ríki utan
bandalagsins um fijálsan flutning
á fjármagni en um meiriháttar
fjármagnsfærslur út úr bandalag-
inu yrði fjallað af ráðherranefnd-
inni. Þetta er talið merkilegt atriði
vegna þess að í því felst viðurkenn-
ing aðildarríkjanna á því að banda-
lagið sé einn fjármagnsmarkaður
gagnvart umhverfinu.
Ljóst þykir að töluverð hætta
muni vera á því að þetta nýja
frelsi verði misnotað til að koma
peningum undan skattheimtu með
því að flytja þá til landa sem hafa
mannúðlegar skattareglur. Ein-
ungis Lúxemborg og Bretland telja
aðgerðum til að koma í veg fyrir
misnotkun af þessu tagi best borg-
ið í höndum einstakra ríkisstjóma.
Framkvæmdastjórnin hafi lagt til
að fjármagnsmarkaðurinn yrði
opnaður 1. júlí á næsta ári en til
að herða á ráðstöfunum gegn
skattsvikum og svindli var ákveðið
að fresta gildistökunni um eitt ár.
Ráherrarnir samþykktu að fram-
kvæmdastjómin skyldi undirbúa
°g leggja fram tillögur um sameig-
inlegar aðgerðir í þessum efnum
fyrir 31. desember nk. Ráðherra-
nefndin skal síðan afgreiða þessar
tillögur fyrir 30. júni á næsta ári.
Samkvæmt samþykktum banda-
lagsins verða allar samþykktir ráð-
herranna sem varða skattamál að
vera samhljóða. Að sögn Jacques
Delors, framkvæmdastjóra, munu
tillögumar fjalla um skattlagningu
fyrirtækja og arðs af hlutabréfum,
reglur um skatta af tekjum af
höfuðstóli og vöxtum af banka-
tryggingum og hvernig megi á
árangursríkastan hátt skipuleggja
samvinnu skattayfirvalda innan
bandalagsins.
Gjaldmiðlastarf
Tillögur þær sem ráðherrarnir
samþykktu voru fyrst lagðar fram
í nóvember í fyrra. I viðauka sem
þá fylgdi var tekinn af allur vafi
um að aðild allra ríkja bandalags-
ins að gjaldmiðilsamstarfinu
(EMS, European Monetary Sy-
stem) væri forsenda þessara að-
gerða. Ljóst er að Bretar voru
ekki tilbúnir til að samþykkja til-
lögur framkvæmdastjóranrinnar
óbreyttar og í endanlegri útgáfu
samþykktarinnar er hvergi vikið
að þátttöku í EMS. Bretar hafa
hins vegar slakað á andstöðu sinni
við samræmingu skattareglna inn-
an bandalagsins, að öllum líkindum
til að halda gjaldmiðlastarfinu utan
við samþykktina. Delors gaf í skyn,
eftir fundinn, að ekki hefði verið
ástæða til að efna til ófriðar um
þetta atriði á fundinum enda yrðu
málefni EMS á dagskrá leiðtoga-
fundar bandalagsins í Hannover i
lok þessa mánaðar. Á það er bent
að í kjölfar frjáls flutnings á fjár-
magni sé umræða um gjaldmiðils-
samstarfið óumflýjanleg og margir
gera því skóna að sú staða komi
upp að þeir gjaldmiðlar sem eru
utan þess eigi ekki að vera í gjald-
eyriskörfu bandalagsins heldur,
vegna þess að þeir hafi áhrif á
hana án þess að nokkru skikki
verður yfir þá komið.
Hindrun úr vegi
Það er samdóma álit allra að
með þessari samþykkt fjármála-
ráðherra EB hafi umtalsverðum
hindrunum verið rutt úr vegi og
leiðin fram að 1992 sé nú greið-
ari. Það hafi verið rétt að leggja
áherslu á þá þætti sem líklegast
var að samkomulag næðist um og
láta deiluatriðin bíða betri tíma.
Umfjöllun um þau væri að vísu
óumflyjanleg en ljóst væri að and-
staða einstakra þjóða yrði því erf-
iðari sem fleiri samþykktir væru í
höfn og markmiðið nær. Þáttaka
í EMS hefur í hugum flestra verið
forsenda þess að auka megi frelsi
á peningamörkuðum en blaðinu
hefur nú verið snúið við og allt
þykir benda til þess að aðild að
gjaldmiðilsamstarfinu verði óum-
flýjanleg afleiðing fijáls peninga-
markaðar. Það má a.m.k. fullyrða
að án náinnar samvinnu og sæmi-
lega heldra reglna gengi þessi
samþykkt ráðherranna aldei upp.
...ímyndaðu þér mjúkt,
ofboðslega gott kex.
...ímyndaðu þér bragðmikið
appelsínuhlaup og ekta
hnausþykka súkkulaðihúð.
...ímyndaðu þér PIMS frá
LU, ólýsanlega gott kex.
Ummm... að ímynda sér.
E4
EGGERT
KRISTJÁNSSON H/F
SÍMI 6-85-300
4