Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 12 Páfinn heimsækir Þingvelli JÓHANNES Páll II páfí er væntan- legur til íslands 3. júní á næsta ári og eru uppi hugmyndir um útisam- komur í Reykjavík og á Þingvöllum með páfa. Um 60 fjölmiðlamenn verða í för með páfa og er fyrir- hugað að koma upp fjölmiðlamið- stöð í Hagaskóla á meðan á heim- sókninni stendur. Páfi kemur til landsins frá Noregi og héðan held- ur hann 4. júni til Finnlands, Dan- merkur og Svíþjóðar. Vatíkanið mun væntanlega gefa út íslands- frímerki árið 1990, en venja er að gefa út frímerki helguð öllum þeim löndum sem páfi heimsækir. í frétt frá undirbúningsnefnd vegna heimsóknarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögu kristinnar kirkju sem páfi heimsæki Norðurlönd en það er Ráðstefna kaþólskra bisk- upa á Norðurlöndum sem býður páfa í hirðisheimsóknina dagana 1. til 9. júní 1989. Með komu sinni er páfí fyrst og fremst að vitja kaþólskra safnaða sem eru minnihlutahópar á norðurslóðum, en réttir um leið fram hönd til allra kristinna manna og allra þeirra sem áhuga hafa í þessum lönd- um. Einkunnarorð heimsóknarinnar eru úr Markúsarguðspjalli 16,15: „Farið út um allan heim og predikið fagnaðarboðskapinn öllu mannkyni." Dagskrá heimsóknarinnar hefur verið undirbúin í Páfagarði í samráði við kaþólska biskupa Norðurlanda og stjómvöld ríkjanna. Samkvæmt henni fer páfi frá Róm til Oslóar 1. júní en hann mun einnig heimsækja Þrándheim og Tromsö. Til íslands kemur páfi 3. júní og heimsækir Reykjavjk og Þingvelli. Héðan heldur hann 4. júní til Finnlands og heim- sækir þar Helsinki og Turuk. Þann 6. júní kemur páfí til Danmerkur og kemur til Hróarskeldu, Ásebakken og 0m á Jótlandi auk Kaupmanna- hafnar. 8. júní fer páfi til Svíþjóðar og dvelur einn dag í Stokkhólmi. Fer þaðan til Uppsala og Vadstena og að kvöldi 9. júní kveður hann Linköp- ing og heldur til Rómar. I dagskránni er gert ráð fyrir fund- um páfa með þjóðhöfðingjum Norður- landa og ráðherrum úr ríkisstjómum þeirra. I Osló heldur hann enn frem- ur fund með Ráðstefnu kaþólskra Norðurlandabiskupa og í öllum lönd- um sem páfí heimsækir hittir hann fulltrúa frá lúthersku þjóðkirkjunum og fulltrúum annarra kristinna safn- aða. í Uppsölum hittir páfí prófessora og stúdenta úr sænskum háskólum og í Helsinki fer hann á fund hjá „Paasikivi-félaginu". Páfaheimsókn- inni til Norðurlanda lýkur í Svíþjóð, þar sem páfí mun syngja messu með fulltrúum æskufólks frá öllum Norð- urlöndum. Þá segir enn fremur í frétt frá undirbúnigsnefndinni, að Ráðstefna kaþólskra Norðurlandabiskupa vonist til að heimsókn páfa styrki og auðgi trúarlíf innan kirkjunnar á Norður- löndum og að fýrirhugaðir fundir með fulltrúum þjóðkirknanna og annarra kristinna safnaða verði til að auka gagnkvæman skilning og styrkja á þann hátt samkirkjulegt starf. Úr ýmsum áttum Ef við stingum niður fæti hér og þar, þá hefur veiðst vel í Haffjarð- ará sem opnaði síðla í síðustu viku. Munu komnir milli 50 og 60 laxar á land, yfirleitt rokvænn fiskur, allt að 16 pund. Þverá og Kjarrá hafa gefið saman um það bil 330 laxa og hefur Kjarráin verið mun betri. Göngur fóru fram Hvítá og Þverá í vatnsveðrinu um helgina og má reikna með að veiði glæðist á næstunni. Veiði hefur verið góð í Elliðaánum og byijunin þar sú líflegasta (frá sjónarhóli veiði- manna en ekki laxa) í mörg ár. Hafa veiðst allt að 18 laxar á dag og á sunnudaginn voru komnir 70 laxar á land. Meðalþunginn þó fremur rýr. Þá hefur veiði glæðst verulega í Norðurá síðustu. daga, en mikill lax gekk þar fram í vatna- vöxtunum og stóru straumunum í kringum helgina. gg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.