Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 37 STEINGRÍMUR Lárusson, bóndi í Hörgs- landskoti á Síðu, hóf slátt siðastliðinn þriðju- dag, eins og- fram hefur komið. Steingrímur er einn af þeim fyrstu sem hefur slátt á þessu sumri og þegar Morgunblaðsmenn litu við í Hörglandskoti á fimmtudag var hann Heyskapur hafinn önnum kafinn við hirðingu. Hann verkar þessa fyrstu slægju sumarsins í vothey, enda þarf lítinn fóðurbæti að gefa með því ef vel er verkað og heyið gott. Kýrnar á bæn- um virðast vera ánægðar með heyið hjá Steingrími því hann hefur fengið viðurkenn- Morgunblaðið/Árni Sæberg ingu nokkur ár í röð frá Mjólkurbúi Flóa- manna fyrir úrvalsmjólk. Þegar ekið er um Suðurland má sjá að gras er víða vel sprot- tið en þó sýnu mest á Síðunni og má vænta þess að fleiri bændur þar hefji heyskap á næstu dögum. Skólamáladeild Evrópuráðsins: Óhj ákvæmilegt að breyta náms- efni og kennslu í grunnskóluniim Niðurstöður athugana skóla- máladeildar Evrópuráðsins á Morgunblaðið/Ól.K.M. rnarmaður í Skógræktarfélag- únaðarráðherra, Jón Höskulds- emdastjóri félagsins og Ólafur ýrdal "æktar lagsmenn um 1.300 um þessar mundir. Formaður Skógræktarfé- lags Reykjavíkur er Þorvaldur S. Þorvaldsson, varaformaður Jón Birgir Jónsson, gjaldkeri Björn Ófeigsson og ritari Ólafur Sigurðs- son. Meðstjómendur eru Bjami K. Bjarnason, Kjartan Sveinsson, Reynir Vilhjálmsson og Þórður Þ. Þorbjamarson. kennslu 6-12 ára barna í Vestur Evrópu voru þær að óhjákvæmi- legt væri að endurskoða mark- mið og skipulag námsefnis og kennslu. I framhaldi þessa var haldin ráðstefna hér á landi og ráðgert er að kynna niðurstöð- ur og tillögur bæði í skólum og á öðrum vettvangi. Lokaskýrsla verkefnisins verður kynnt í að- ildarríkjum Evrópuráðsins á þessu ári. Tilgangur þessa verkefnis var að skoða og skilgreina hlutverk, markmið, skipulag og inntak náms á þessu aldursstigi með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á undanförnum árum og fyr- irsjáanlegar væru á næstu árum. í tengslum við verkefnið var kom- ið á „samstarfsskólakerfi" milli 12 skóla í Evrópu sem allir vinna að tilrauna- og nýbreytniverkefn- um. Auk þess að athuga starfsemi „samstarfsskólanna“ var áhersla lögð á rannsóknir á nýbreytni- störfum í löndunum. Öll aðildarlönd ráðsins áttu full- trúa í starfshópi og átti Sigríður Jónsdóttir, námsstjóri, þar sæti fyrir íslands hönd. Helstu niður- stöður verkefnisins og tillögur voru kynntar hér á landi á ráð- stefnu á vegum menntamálaráðu- neytisins í maí, þar sem sátu full- trúar skólayfirvalda, fulltrúar Há- skóla Islands, Kennaraháskóla ís- lands, Fósturskóla íslands, Náms- gagnastofnunar, aðilar frá sam- tökum kennara og námstjórar menntamálaráðuneytisins, alls um 50 manns. Sérstakir gestir á ráð- stefnunni voru þrír fulltrúar frá Evrópuráði og m.a. var þar Guilia Podesta, en hún hefur haft umsjón með verkinu af hálfu ráðsins sl. þrjú ár. Hafeldi hf.: 400 þús- und laxa- seiði sett í Straums- víkurhöfn Grindavík. STARFSMENN Hafeldis hf. í Grindavík eru þessa dagana að fjölga sjóeldiskvíum í Straumsvíkurhöfn úr átta í tuttugu, því mæta á sölutregð- unni á laxaseiðum til Noregs með því að setja 400 þúsund laxaseiði frá Pólarlaxi hf. í Straumsvík og Fiskeldi hf. á Húsavik í kvíarnar, auk þess sem hafbeit frá þessum fyrir- tækjum verður aukin veru- lega. Að sögn Finnboga Kjeld, eins af eigendum þessara fyrirtækja, var reiknað með sölu á miklu magni laxaseiða til Noregs síðast- liðinn vetur, en þegar tregðan byrjaði varðandi söluna var strax hætt við að búast við árangri og snúið sér að því að gera aðrar ráðstafanir. Nú er unnið að því að korha 400 þúsund seiðum í kvíeldi í Straumsvíkurhöfn og svipuðu magni verður sleppt í haf- beit. I Straumsvíkurhöfn er unnið undir stjórn Geirs Heiðarssonar, stöðvarstjóra Hafeldis hf., að því að losa eins árs fiskinn úr kvíun- um, um 80 þúsund seiði, sem fara í stóra Bridgestone-kví út með ströndinni, en honum verður siðan slátrað í haust. „Við erum í kapp- hlaupi við tímann, því allt er orðið yfirfullt í seiðaeldishúsum Pólar- lax hf. og Fiskeldis hf. og horfir til mikilla vandræða ef ekki verður hægt að taka á móti seiðunum næstu daga. Við erum búnir að bæta við fimm kvíum við þær átta sem voru hér fyrir en alls verða hér 20 kvíar til þess að mæta þessum seiðafjölda," sagði Geir í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins. - Kr. Ben. Ný taxtatímabil sím- tala frá Bandarílq unimi Washington, frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Langlínusímafélagið AT-T auglýsir í bandarískum blöðum þessa dagana, að félagið hafi sótt um samþykkt viðkomandi viðskiptayfirvalda á breyting- um á daglegum símataxtatíma- bilum félagsins frá þeim sem Búvörudeild Sambandsins: Arni Jóhannsson ráð- inn framkvæmdastjóri ARNI Jóhannsson, kaupfélags- sljóri á Blönduósi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bú- vörudeildar Sambandsins og tekur hann við af því starfi þann 1. ágúst næstkomandi af Magnúsi Friðgeirssyni, sem hef- ur verið ráðinn forstjóri Iceland Seafood Corporation, sölufyrir- tækis Sambandsins í Banda- rikjunum. Nýr kaupfélagssljóri á Blönduósi hefur enn ekki ver- ið ráðinn. Arni Jóhannson er fæddur árið 1939 og útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum á Bifröst 1961. Hann var kaupfélagsstjóri á Hólmavík 1967-’68 og hefur verið kaupfé- lagsstjóri á Blönduósi og fram- kvæmdastjóri Sölufélags Austur- Húnvetninga síðan 1968. Árni sat í sveitarstjórn á Blönduósi í 12 ár. Hann hefur átt sæti í Framleiðstu- ráði Landbúnaðarins og í stjórn Samvinnusjóðs og Vinnumálasam- bands Samvinnufélaganna. Þá hefur hann verið formaður Félags sláturleyfishafa undanfarin tvö ár. Ami er kvæntur Bryndísi Ár- mannsdóttur og eiga þau fimm börn. Árni Jóhannsson nú eru í gildi um simtöl milli Islands og Bandarikjanna. Símagjöldin sjálf verða hinsveg- ar þau sömu og áður. Deginum er sem fyrr skipt í þijú taxtatímabil sem hér segir: Grunngjald: Frá kl. 13.00-20.00 að bandarískum tíma. Þetta er dýrasta tímabilið, 2,23 dollarar fyrir fyrstu mínútuna og 1,25 fyr- ir hverja næstu mínútu þar á eftir. Afslattargjald: Frá kl. 07.00- 13.00. Verðið er 1,67 dollari fyrir fyrstu mínútuna og 0,94 dollari fyrir hveija næstu mínútu. Sparnaðargjald: Frá kl. 20.00- 07.00. Þar kostar fyrsta mínútan 1,33 dollara og hver sú næsta 0,75 dollara. (Islenskan tíma má finna með því að bæta ljórum klukku- stundum við amerískan sumartíma og fimm klukkustundum við vetr- artímann.) íslendingar í Bandaríkjunum og aðrir, sem nota símann mikið milli Bandaríkjanna og íslands, eru yfirleitt óhressir með skiptingu tímabilanna, sem símafélagið seg- ist velja til að jafna álagið á firð- samtölin milli þessara landa. Verði tillögur AT-T samþykkt- ar, sem ekki er talinn neinn vafi á, þá koma nýju tímabilin til fram- kvæmda þann 27. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.