Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Glaðbeittir nýstúdentar fagna hvítu kollunum. MA brautskráði 112 stúdenta: Morgunblaðið/Rúnar Þór Umsóknir um skólavist hafa aldrei verið fleiri Barnauppeldið tók tíma frá skólanum - segir dúxinn Arna Ýrr Sigurðardóttir SKÓLASLITIN í Menntaskólan- um á Akureyri setja alltaf sinn svip á hátíðahöldin á 17. júní, og svo var einnig nú er honum var slitið í 108. sinn. Að þessu sinni voru brautskráðir 112 stúdentar og er það svipaður fjöldi og und- anfarin ár. Utskriftin fór fram í íþróttahöllinni, og er það í ann- að sinn sem athöfnin fer þar fram, en venjan var að hún færi fram í Akureyrarkirkju. í ræðu sinni við útskriftina sagði Jóhann Sigurjónsson, rektor, að þrátt fyrir að framhaldsskólum á landsbyggðinni hefði fjölgað mikið á síðustu árum hefði það ekki haft þau áhrif að þangað kæmu nemend- ur víðs vegar að af landinu og gat hann þess að fjöldi skráðra nýnema við skólann hefði aldrei verið meiri en nú. Hann sagði að umsóknir um skólavist á 1. ári væru á bilinu 230-240, en fyrirsjáanlegt væri að mörgum þeirra yrði að vísa frá vegna þrengsla og skorts á kennur- um. Þá fjallaði Jóhann í ræðu sinni Hestamannamót á Melgerðismelum: Eitt hrossanna tagl- skorið að næturþeli ROK OG rigning setti svip sinn á mót hestamanna á Melgerðis- melum um helgina. Nokkur dag- skráratriði fóru út um þúfur af þessum sökum og slíta þurfti mótinu fyrr en ella á sunnudag. Rysjótt tíð aftraði þó ekki stiga- mönnum frá því vinna spjöll á einu kynbótahrossana að nætur- þeli aðfaranótt laugardags. Hrossið sem hér átti í hlut mætti til keppni með skorið fax og tagl, en náði engu að síður öðru sæti í A-flokki gæðinga. Mótið hófst á þriðjudag með for- skoðun kynbótahrossa í Svarfaðar- dal. Á miðvikudag fór fram for- keppni í B-flokki gæðinga og á föstudag forkeppni í A-flokki. Þeg- ar kom fram á laugardag var veðr- ið farið að setja strik í reikninginn og þurfti að aflýsa öllum dagskrár- atriðum. Úrslit réðust fyrir hádegi á sunnudag en þá varð að slíta mótinu. „Það má segja að stanslaus vindbelgingur hafi staðið fram í mótslok," sagði Jón Ólafur Sigfús- son, formaður hestamannafélagsins Leifturs, sem skipulagði mótið ásamt Funa, Þráni og hrossarækt- arsamböndum Eyfirðinga og Þing- eyinga. „Þetta átti að vera veglegt mót, enda lá mikil skipuiagning og tilkostnaður að baki. Við höfum ekki gert reikinga upp, en sjálfsagt verður útkoman ekki ýkja góð.“ Hátt í 240 kynbótahross voru sýnd á mótinu. Sextíu prósent allra hryssa náðu því marki að verða skráðar í ættbók. Meðal fjögurra og fimm vetra hryssa var hlutfallið þó enn betra, eða 80%. Ein hryssa, Hreyfing frá Árgerði, vann til fyrstu verðlauna með einkunnina 8,05. Á laugardagsmorgun uppgötvað- ist að tagl og fax hestsins Vinar hafði verið klippt. Leiddu menn að því getum að það hefði verið gert til að lýta hrossið og rýra mögu- leika þess í keppni. Vinur var geymdur utan girðingar mótshald- ara og urðu vaktmenn ekki varir mannaferða, en fáir gistu Melgerð- ismela þessa nótt. Hesturinn var sæmilega fextur og sá ekki mjög á honum. Fór svo að Vinur hafnaði í 2. sæti í forkeppni og úrslitum. Eigendurnir kærðu atburðinn ekki og virðist lítil von til þess að málið upplýsist, að sögn Jóns Ólafs. HÆSTU einkunn á stúdents- prófi 8,81, hlaut Arna Ýrr Sig- urðardóttir á málabraut, en jafnframt hlaut hún næst hæstu einkunn á fjórðabekkjarprófi, 9,06, en hæst var Inga María Jóhannsdóttir, nemandi á nátt- úrufræðibraut, með einkunnina 9,13. I samtali við Morgunblaðið sagði Ama Ýrr að eftir fyrsta veturinn sinn í menntaskólanum hefði vart mátt búast við þessum árangri hennar því það hefði verið einhver lakasti veturinn hennar í skólapum, enda hefði hún verið haldin gífurlegum námsleiða. „En sem betur fer þá tók ég mér frí ásamt eiginmanni mínum, Gunn- ari Árnasyni, og við fórum til Englands í enskunám, og þaðan kom ég alveg endurnærð,“ sagði Arna Ýrr, og það má til sanns vegar færa því í fyrra lék hún þann leik að fá 10 í öllum þeim fögum sem hún tók próf í á vor- misserinu. „Skólinn hefur samt setið á hakanum hjá mér í vetur því ég eignaðist barn á síðasta ári. En við hjónin höfum átt góða að; sem hafa verið mjög hjálplegir. Öðru- vísi hefði þetta ekki verið hægt, því auðvitað hefur bamauppeldið tekið dijúgan tírna." Hún var spurð að því hvað hún hyggðist taka sér fyrir hendur næsta vetur, og sagðist hún ætla að vinna. „Eiginmaður minn á eftir einn vetur í menntaskólanum og ég ætla að bíða eftir honum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ama Ýrr Sigurðardóttir, dúx á stúdentsprófi. Ég er búin að sækja um sem blaðamaður hjá Degi næsta vetur, og ég gæti vel hugsað mér að fara í framtíðinni út í einhvers- konar íjölmiðlanám. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort ég fæ vinnu á Degi eða ekki, og þá einnig hvemig mér líkar við fjölmiðlastarfið. Þá hef ég einnig mikinn áhuga á tungumálanámi, því tungumálin eru mitt fag, og best þætti mér að geta sameinað nám í hvorutveggja, og fara t.d. til Þýskalands eða Frakklands að læra,“ sagði Arna Ýrr Sigurðar- dóttir að lokum. ___kjótax 7 STEFAHIA 96-26366 AKUREYRI 96-26366 um kynslóðatengslin sem hann sagði vera einkennandi fyrir Menntaskólann á Akureyri. Benti hann á að Guðrún Tómasdóttir, söngkona, sem söng við skólaslitin væri þarna komin til að halda upp á 40 ára stúdentsafmæli sitt, en hjá henni hefði sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson fengið tilsögn í söng þá er hann var í guðfræðinámi á sínum tíma, en hann væri einmitt 20 ára stúdent í dag. Þá lék dóttir sr. Jóns, Sigrún, undir við söng Guðrúnar, en Sigrún brautskráðist frá skólanum þennan dag, og svona sagði rektor að kynslóðir nemenda menntaskólans tengdust hver ann- arri. „En kynslóðatengslin lýsa sér í fleiru," sagði Jóhann Sigurjóns- son.„Þau lýsa sér í þeim mikla flölda fólks sem vill vera viðstaddur skóla- slit Mennataskólans á Akureyri, en hér inni eru nú á annað þúsund gesta. Hingað flykkjast gamlir nemendur skólans af öllum ár- göngum þó svo að hinir hefðbundnu júbílantaárgangar séu hér fjöl- mennastir. Allt þetta fólk er hér komið til að votta sínum gamla skóla tryggð, vináttu og virðingu." Þeir sem sigruðu í eldri flokki unglinga. Taldir frá vinstri Eiður Matthiasson á Geisla, Sigfús Jónsson á Rispu og Sigrún Brynjars- dóttir á Blæ. Ágúst sig1- urvegari í þríþraut FYRSTA keppnin í þríþraut á íslandi fór fram 17. júní og var sigurvegari Borgfirðingurinn og hlauparinn Ágúst Þorsteinsson. Tími hans var 1 klst. 10 mín og 1 sek. og var hann rúmum 6 mín. á undan næsta manni. Byrjað var á að ræsa hina 12 þátttakendur við sundlaugina þar sem þeir þreyttu 500 metra sund. Þaðan snöruðu keppendur sér í íþróttaföt og á bak reiðhjólum, því næsta grein var 20 km. hjólreiðar. Að síðustu var keppt í 5 km. hlaupi, og það var ekki fyrr en á enda- sprettinum sem ljóst var hvernig niðurröðun í efstu sætin yrði. Sem fyrr segir sigraði Ágúst Þorsteinsson, en hann var eini kepp- andinn sem áður hefur tekið þátt í keppni af þessu tagi. í öðru sæti var Páll Jónsson, frá Dalvík, og í þriðja sæti var Ólafur Bjömsson, Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurvegarinn í þriþrautinni snarast hér á bak reiðhjóli sínu eftir 500 metra sundsprett í sundlauginni. frá Ólafsvík. Skildu einungis rúmar 23 sek. þá að. Fyrirhugað er að halda keppni í þríþraut árlega hér eftir og að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar, sem ásamt öðrum hafði veg og vanda að þessari keppni, er ekki ólíklegt að þá verði keppt í helmingi lengri vegalengdum en nú var gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.