Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 ÁS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál Stoœteaogxur <JIfi)(rii©®®(ra & <S® VESTURGOTU lh SlMAR I46BO ?1480 Raksápa og tannburstar. Hagkvæm kaup. Einkaumboð íslensk ///// Ameríska F/////Í 0 a Electrolux Storkök Töfraofninn sem getur allt 1 am m I i I 1 8 4w \ AR170S gj fullkomnasti gufuofn sem völ er á. Steikir, bakar, sýöur. Hagstætt verö. Gæði, Þekking, Þjónusta A. KARLSSOH HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SÍMI. 91 -27444 WÆÉ//// AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ROBERTO SURO Fomleifafundur frá því Rómaborg- var stofnuð Fomleifafræðingar sem vinna við uppgröft á Palatinhæð, einni af sjö hæðum sem hin forna Rómaborg stóð á, hafa fundið leifar af vegg sem talinn er vera frá því borgin var stofnuð. Upp- götvunin er talin geta orðið til þess að breyta öllum hugmyndum um sögu Rómaborgar. Fornleifafræðingarnir segja að þessi vegg- ur ásamt öðrum nýlegum fundi við uppgröft á gömlu torgi í Róm geri kleift að sýna fram á að þar hafi verið líflegt samfélag þegar á sjöundu öld fyrir Krist, sem er töluvert fyrr en hingað til hef- ur verið talið að borgin hafi verið stofnuð. Deilur hafa vaknað vegna þessa fomleifafundar. Áður hefur því verið haldið fram að Rómveijar hafi fylgt fordæmi Grikkja og Etrúra í menningu. Nýrri sjónarmið eru að Rómverjar hafi verið fullt eins aðsópsmiklir og hafi sjálfír þróað borgamenn- inguna á Ítalíu og lagt sinn skerf til vestrænnar menningar og hafí ekki þurft að feta í fótspor ann- arra. Að auki segjast fomleifafræð- ingar nú geta fært sönnur á að stofnun Rómar hafi verið söguleg- ur atburður sem hægt sé að stað- setja í tíma og rúmi. Flestir sagrt- fræðingar hafa til þessa hafnað því sem sögulegri staðreynd og talið það vera þjóðsögu að Rómúl- us hafí stofnað borgina árið 753 fyrir Krist. Samkvæmt sögunni á hann að hafa reist vegg þar sem hann og tvíburabróðir hans, Rem- us, vom aldir af úlfynju í fmm- bemsku þeirra. Deiluefnin um Rómaborg hafa verið fleiri og hafa fomleifafræð- ingar síðustu tuttugu árin velt því fyrir sér frá hvaða tíma eigi að tala um að Róm hafí orðið að Rómaborg. Niðurstöður og skýrslur um nýju uppgreftina í Róm hafa ekki verið birtar opinberlega og em ekki kunnar nema einstaka sér- fræðingum sem hafa átt hlut að máli. Enn á eftir að rannsaka að fullu þá muni sem fundist hafa við uppgröftinn. Fomleifafræð- ingar sem hafa staðið fyrir rann- sóknunum telja að ótímabært sé að koma með stóryrtar yfirlýsing- ar áður en allt er að fullu kannað um aldur og gerð þess sem fund- ist hefur. Sérfræðingar sem inntir hafa verið álits á uppgötvununum í Róm hafa verið varfæmir í svör- um og hafa tekið því heldur fá- lega að veggjarfundurinn í Róm geti gefíð vísbendingar um stofn- un Rómaborgar. Allir hafa þeir þó fagnað því að loks hafí fundist fomleifar frá tímabilinu 800 til 500 fyrir Krist en hingað til hefur skort nokkuð á heillegar minjar frá þessum tíma þegar Róm breyttist úr kofaþyrpingu í borg með reisulegum hofum. „Þetta er stór og dýr uppgröft- ur, sem mun krefjast mikils starfs við úrvinnslu," sagði Richard Brilliant prófessor í listasögu og fomleifafræði við háskólann í Kólumbíu í Suður-Karólínuríki í Baudaríkjunum. Hann skoðaði uppgröftinn í maímánuði síðast- liðnum. „Ef kenningamar sem komið hafa fram í tengslum við uppgröftinn reynast réttar, sem ég tel að þær séu í megindráttum, þá veldur þessi uppgröftur bylt- ingu í þekkingu manna á Róm þann tíma sem borgin var að þró- ast úr þorpi í borg,“ sagði Brill- iant. Russell T. Scott, einn þeirra fomleifafræðinga sem unnið hafa við uppgröftinn á foma torginu í Róm, sagði um uppgötvanimar: „Við gerum okkur nú grein fyrir því að Rómveijar mynduðu flókið borgar-samfélag á þeim tíma sem margir sagnfræðingar hafa til þessa gert ráð fyrir að þeir hafi verið fjárbændur.“ Annar breskur fomleifafræð- ingur, Colin Renfrew við háskól- ann í Cambridge, varar við því að tengja fundinn nú við stofnun Rómaborgar. „Fornleifafundurinn Frá uppgreftrinum á Palatín- hæð. getur verið mikilvægur og stór- kostlegur, en það mátti gera ráð fyrir því að veggjarbrot fyndust víða í Róm þar sem borgin hefur staðið þama öldum saman,“ sagði Renfrew. „Þó veggurinn sé á Pal- atínhæð og þetta gamall þarf hann ekki að sanna tilvist Rómúl- usar eða gefa vísbendingar um stofnun Rómar," bætti hann við. Uppgröfturinn á Palatínhæð hefur staðið í fjögur sumur. Frá upphafí var gert ráð fyrir að hann yrði mikilvægur, þar sem hann er á þeim stað sem nefndur hefur verið „hjarta Rómar“ af Andrea Carandini, sem stjómað hefur uppgreftrinum fyrir háskólann í Pisa. Rannsóknastaðurinn er í norðaustur hlíð Palatínhæðar, sem gefíð hefur höllum nafn sitt í mörgum tungumálum ( s.s. palace á ensku). Fomleifafræðingamir hafa ver- ið að grafa í hlíðarfætinum þar sem Via Sacra, heilagi vegurinn, er. Vegurinn heilagi liggur í aðra áttina til sigurboga Títusar og leikvangsins forna Colosseum. I hina áttina liggur vegurinn fram- hjá hofi Vestumeyja og að Kapí- tólhæð, einni af hinum sjö hæðum sem Rómaborg var reist á, þar var torg til foma. Við uppgröftinn hefur margt fundist sem gefur til kynna á hvern hátt borgin þróaðist frá því að vera óbyggð til borgarsam- félags, að sögn Carandini og fé- laga hans. Eitt af því sem þeir telja sig geta bætt við söguna er tímasetning þess þegar Rómvetj- ar sameinuðust fyrst um að byggja varnarvirki fyrir borgina, en sá atburður er talinn hafa markað þáttaskil í þróun fornra menningarsamfélaga. Þremur metrum undir draum- sóleyja- og fíflabreiðunum fannst veggurinn sem Carandini segir vera staðfestingu á þjóðsögunni um Rómúlus sem skráð var af rómverska sagnfræðingnum Láv- íusi. Carandini segir að veggjar- brotin og skurðimir, sem fundust við uppgröftinn, myndi samskonar einingu og venja var að reisa þeg- ar stofnað var til nýrrar borgar sem byggð var með blessun Guðs. „Verði kenningar okkar ekki viðurkenndar," sagði Carandini, „hefur samt sem áður verið sann- að með þessum uppgreftri að dag nokkum á árunum milli 900 og 800 fyrir Krist varð þorpið, sem hér stóð og var ekki á neinn hátt frábrugðið öðrum þorpum á þess- um slóðum, að einhvetju mjög sérstöku. Rómaborg var stofnuð, vegna þess að íbúarnir töldu að þeim hefði verið falið sérstakt hlutverk, annað og meira en venjulegra þorpsbúa, sem veitti þeim kraft og hvatti þá til að þróa það samfélag sem síðar varð und- irstaðan að Rómaveldi hinu foma,“ sagði Carandini. „Það sem við höfum fundið hér tengir sam- an bókmenntaarf og sagnfræði." Höfundur er blaðamaður hjá New York Times. Gönguskómir frá Scarpa eru bæöi traustir og þægilegir. Fyrir stuttar sem langar göngu- ferðir, á jafnsléttu sem um fjöll og firnindi. Hjá Skátabúöinni færöu aðstoð viö val á þeim skóm er henta þínum þörfum. Ráöleggingar okkar eru byggð- ar á reynslu. Skátabúðin — skarar framúr. SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 60 sími 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.