Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 47 PASTA ítalska nafnið á þjóðarréttum þarlendra er pasta, sem þýðir nánast deig, og svo vinsælir eru ítölsku réttirnir að pasta er nú alþjóðlegt orð, jafnvel komið inn í íslenzkuna. Nýlega er lokið í Reykjavík ítölskum kynningardögum, þar sem ýmsar vörur frá Italíu voru kynntar á Holiday Inn-hótelinu. Að gefnu því tilefni langar mig að segja ykk- ur frá - og gefa ykkur uppskriftir af - ítölskum pasta-réttum. ítalir eru frægir fyrir margt, allt frá knattspymunni, sem er svo mjög í fréttum þessa dagana, upp í tízkuna. En fyrir fátt eru þeir frægari en þessa pasta-rétti, og þegar minnst er á Italíu dettur mörgum fyrst í hug spagettí. Það kom mér _því nokkuð á óvart á þessum Ítalíudögum hve lítil áherzla var lögð á kynningu á þeim pasta vörum sem hér fást, en úrval- ið er mikið. Á mínu heimili eru pasta-réttir mjög vinsælir, og und- anfarin ár hef ég notað mikið af vörum frá fyrirtækinu Barilla í Parma, en sú borg er á Norður- Ítalíu, um miðja vegu milli Bologna og Mílanó. Barilla-nafnið er heims- þekkt, og hefur aldrei valdið mér vonbrigðum, en það var hvergi að sjá á Italíudögunum. Og fleira var það sem ég saknaði. En meira um pasta. Ekki er allt á hreinu um uppruna pasta-rétta. Sumir segja að það hafi verið Marco Polo sem kom Ítölum á bragðið, og hafi hann flutt með sér fróðleik um pasta er hann sneri heim frá Kína snemma á 14. öld. Ekki vilja allir viðurkenna þessa skýringu, en segja að pasta sé al-í talskt. Máli sínu til sönnunar benda þeir á að á grafhýsi einu í Róm frá 3. öld fyrir Krist sé lágmynd af mönnum sem eru að vinna við pasta. Hvað sem því líður þá hafa pasta-réttir verið ein af uppistöðum mataræðis ítala í rúmar fímm ald- ir í það minnsta. Pasta-deigið er búið til úr fínmöl- uðu og glútenríku hveiti og vatni, auk þess sem stundum er bætt í það eggjum. Aldrei eru notuð nein aukaefni. Pasta er næringarríkt og ekki fítandi sé þess neytt með fitu- snauðri sósu. Er það jafnvel notað í megrunarfæði. Snúum okkur þá að uppskriftum. Vegna plássleysis í Dyngjunni (og vegna þessa langa formála) get ég aðeins komið með tvær uppskriftir í þetta sinn. En ef einhver hefur áhuga á ég í fórum mínum þó nokkrar forvitnilegar uppskriftir til viðbótar, sem ykkur er velkomið að skrifa eftir, meðal annars upp- skrift sem í er notað langa spag- ettíið (50 sentimetra) frá Barelli. Uppáhalds spagettíið í þessa uppskrift nota ég spag- ettí-„hreiður“ frá Barelli, sem heita Barbine a nido og fást í 500 g kössum. Fyrir 4 fullorðna: Sjóðið um 5 lítra vatns í stórum potti, saltið og látið innihald pakkans úl í. Hrærið lauslega í því og látið suðuna koma upp, minnkið þá hitann og látið malla í lokuðum potti í um 5 mínút- ur. Hellið vatninu af (helzt gegnum stórt sigti) og berið á borð strax. Góða kjötsósu með þessu getið þið búið til úr 250 g af nauta- hakki, sem þið þurrsteikið í augna- blik á pönnu og bætið svo út í einu glasi (475 g) af Dolmio Spaghetti Bolognese Sauce. Látið sósuna krauma í 25 mínútur, hellið henni í miðjuna á spagettíinu og rétturinn er tilbúinn. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Nokkrar tegundir af Dolmio- sósum fást hér. Prófið þessa með sveppum fi Sósumar eru hrein nátt- úruafurð, og engin aukaefni í þeim. Fyllt cannelloni í þessa uppskrift fyrir 4 full- orðna nota ég 250 g pakka af cann- elloni frá Barilla. Fyllingin: 4 matsk. olía, 1 laukur, 1 rif hvítlaukur, 1 búnt steinselja, 250 g nautahakk, um 'A tesk af hverju: oregano, basilikum, salt, pipar og negull, 1 matsk. hveiti, ‘/2 lítri kjöt- soð (teningur), 600-800 g tómats- ósa (ítalirnir nota 800 g), 50 g rif- inn Parmesan-ostur, 20 g smjör, 50 g brauðrasp, 1 egg. Meðhöndlun: Fínsaxið lauk, hvítlauk og stein- selju og brúnið vel í heitri olíunni. Bætið hakkinu út í og brúnið. Strá- ið hveiti yfir og þynnið með ten- ingssoði. Látið þá kryddið út í og smakkið. Þetta látið malla í 15 mínútur. Hrærið brauðraspi, Parmesan osti og egginu út í. Fyllið cannell- oni með þessari þykku fyllingu. Hellið um 200 g af tómatsósunni í botninn á smurðu eldföstu fati, leggið rúllurnar yfir og hyljið þær með afgangnum af tómatsósunni. Sáldrið rifna Parmesan ostinum yfir ásamt nokkmm klípum af smjöri. Lok sett. á fatið (álpappír ef lok er ekki til) og fatið sett í 280 gráðu heitan ofn í um 30 mínútur (aðeins skemmri timi í blástursofni). Berið fram með heitum smá- brauðum eða hvítlauks-snittu- brauði. Getur verið veizlumatur með góðu hvít- eða rauðvíni. Verði ykkur að góðu, Jórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.