Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 47

Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 47 PASTA ítalska nafnið á þjóðarréttum þarlendra er pasta, sem þýðir nánast deig, og svo vinsælir eru ítölsku réttirnir að pasta er nú alþjóðlegt orð, jafnvel komið inn í íslenzkuna. Nýlega er lokið í Reykjavík ítölskum kynningardögum, þar sem ýmsar vörur frá Italíu voru kynntar á Holiday Inn-hótelinu. Að gefnu því tilefni langar mig að segja ykk- ur frá - og gefa ykkur uppskriftir af - ítölskum pasta-réttum. ítalir eru frægir fyrir margt, allt frá knattspymunni, sem er svo mjög í fréttum þessa dagana, upp í tízkuna. En fyrir fátt eru þeir frægari en þessa pasta-rétti, og þegar minnst er á Italíu dettur mörgum fyrst í hug spagettí. Það kom mér _því nokkuð á óvart á þessum Ítalíudögum hve lítil áherzla var lögð á kynningu á þeim pasta vörum sem hér fást, en úrval- ið er mikið. Á mínu heimili eru pasta-réttir mjög vinsælir, og und- anfarin ár hef ég notað mikið af vörum frá fyrirtækinu Barilla í Parma, en sú borg er á Norður- Ítalíu, um miðja vegu milli Bologna og Mílanó. Barilla-nafnið er heims- þekkt, og hefur aldrei valdið mér vonbrigðum, en það var hvergi að sjá á Italíudögunum. Og fleira var það sem ég saknaði. En meira um pasta. Ekki er allt á hreinu um uppruna pasta-rétta. Sumir segja að það hafi verið Marco Polo sem kom Ítölum á bragðið, og hafi hann flutt með sér fróðleik um pasta er hann sneri heim frá Kína snemma á 14. öld. Ekki vilja allir viðurkenna þessa skýringu, en segja að pasta sé al-í talskt. Máli sínu til sönnunar benda þeir á að á grafhýsi einu í Róm frá 3. öld fyrir Krist sé lágmynd af mönnum sem eru að vinna við pasta. Hvað sem því líður þá hafa pasta-réttir verið ein af uppistöðum mataræðis ítala í rúmar fímm ald- ir í það minnsta. Pasta-deigið er búið til úr fínmöl- uðu og glútenríku hveiti og vatni, auk þess sem stundum er bætt í það eggjum. Aldrei eru notuð nein aukaefni. Pasta er næringarríkt og ekki fítandi sé þess neytt með fitu- snauðri sósu. Er það jafnvel notað í megrunarfæði. Snúum okkur þá að uppskriftum. Vegna plássleysis í Dyngjunni (og vegna þessa langa formála) get ég aðeins komið með tvær uppskriftir í þetta sinn. En ef einhver hefur áhuga á ég í fórum mínum þó nokkrar forvitnilegar uppskriftir til viðbótar, sem ykkur er velkomið að skrifa eftir, meðal annars upp- skrift sem í er notað langa spag- ettíið (50 sentimetra) frá Barelli. Uppáhalds spagettíið í þessa uppskrift nota ég spag- ettí-„hreiður“ frá Barelli, sem heita Barbine a nido og fást í 500 g kössum. Fyrir 4 fullorðna: Sjóðið um 5 lítra vatns í stórum potti, saltið og látið innihald pakkans úl í. Hrærið lauslega í því og látið suðuna koma upp, minnkið þá hitann og látið malla í lokuðum potti í um 5 mínút- ur. Hellið vatninu af (helzt gegnum stórt sigti) og berið á borð strax. Góða kjötsósu með þessu getið þið búið til úr 250 g af nauta- hakki, sem þið þurrsteikið í augna- blik á pönnu og bætið svo út í einu glasi (475 g) af Dolmio Spaghetti Bolognese Sauce. Látið sósuna krauma í 25 mínútur, hellið henni í miðjuna á spagettíinu og rétturinn er tilbúinn. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Nokkrar tegundir af Dolmio- sósum fást hér. Prófið þessa með sveppum fi Sósumar eru hrein nátt- úruafurð, og engin aukaefni í þeim. Fyllt cannelloni í þessa uppskrift fyrir 4 full- orðna nota ég 250 g pakka af cann- elloni frá Barilla. Fyllingin: 4 matsk. olía, 1 laukur, 1 rif hvítlaukur, 1 búnt steinselja, 250 g nautahakk, um 'A tesk af hverju: oregano, basilikum, salt, pipar og negull, 1 matsk. hveiti, ‘/2 lítri kjöt- soð (teningur), 600-800 g tómats- ósa (ítalirnir nota 800 g), 50 g rif- inn Parmesan-ostur, 20 g smjör, 50 g brauðrasp, 1 egg. Meðhöndlun: Fínsaxið lauk, hvítlauk og stein- selju og brúnið vel í heitri olíunni. Bætið hakkinu út í og brúnið. Strá- ið hveiti yfir og þynnið með ten- ingssoði. Látið þá kryddið út í og smakkið. Þetta látið malla í 15 mínútur. Hrærið brauðraspi, Parmesan osti og egginu út í. Fyllið cannell- oni með þessari þykku fyllingu. Hellið um 200 g af tómatsósunni í botninn á smurðu eldföstu fati, leggið rúllurnar yfir og hyljið þær með afgangnum af tómatsósunni. Sáldrið rifna Parmesan ostinum yfir ásamt nokkmm klípum af smjöri. Lok sett. á fatið (álpappír ef lok er ekki til) og fatið sett í 280 gráðu heitan ofn í um 30 mínútur (aðeins skemmri timi í blástursofni). Berið fram með heitum smá- brauðum eða hvítlauks-snittu- brauði. Getur verið veizlumatur með góðu hvít- eða rauðvíni. Verði ykkur að góðu, Jórunn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.